Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁRLEGT barnfóstrunámskeið Rauða krossins var auglýst á dög- unum. Eins og hin fyrri ár komast færri að en vilja. Og þótt Rauði krossinn fjölgi námskeiðunum ár- lega annar hann ekki eftirspurn. Námskeiðin heldur Rauði krossinn fyrir börn frá ellefu ára aldri. Það er ekki ætlunin með þessum skrifum að fordæma Rauða kross- inn fyrir að halda þessi barnfóstru- námskeið. Þar á bæ telur fólk sig eflaust vera að bæta úr brýnni þörf og leggur til grundvallar þá sýn samfélagsins að það sé sjálfsagt að börn beri ábyrgð á börnum. Ég get hins vegar ekki varið það fyrir sjálfri mér lengur að bregðast ekki við þessu ofbeldi á börnum, því að mínu mati er þetta er ekkert annað en ofbeldi. Ofbeldi á sér margar myndir og það er oftar dulið en sjáanlegt. Það er ofbeldi að leggja of mikla ábyrgð á herðar barns. Og mér er spurn: Er til meiri ábyrgð en sú að vera trúað fyrir lífi ann- arrar mannveru? Á þeirri hálfu öld sem liðin er síðan ég og mínar jafn- öldrur byrjuðum að þiggja laun fyrir að bera ábyrgð á barni sum- arlangt hefur aldursmarkið hækk- að um þrjú til fjögur ár. Við vorum þetta sjö til átta ára, í dag eru aug- lýst námskeið fyrir ellefu ára og eldri. Við lifum í samfélagi þar sem sú skoðun er ríkjandi að börn eigi að gera gagn og vinna sér inn peninga svo fljótt sem auðið er. Það þykir mikilvægara en að barnið leiki sér og njóti bernskunnar. Það er ekk- ert rangt við að ætla börnum að vera gagnleg við ýmsar aðstæður en það er rangt að setja ung börn í það hlutverk að eiga að bera ábyrgð á lífi og limum sér yngri barna. Þó þykir það sjálfsagt. Hvers vegna? Ja, þetta hefur bara alltaf verið svona! Hvað er sum- arlegra en litlar stelpur ýtandi á undan sér kerru sem í er brosandi barn? Og takið eftir, það eru litlar stelpur sem ýta kerrunum áfram, því hvenær sjáum við strák með kerru? Og þarna erum við komin að öðru mikilvægu atriði. Það er þessi innræting, þetta ósýnilega andlega ofbeldi sem samfélagið beitir stelpurnar með því að líta á þær sem litlar mömmur, með því að gera kröfur til og ætla þeim ábyrgð sem þær hafa enga burði til að standa undir. Og þær axla ábyrgðina glaðar, sérstaklega ef kerran sem þær keyra er sam- kvæmt nýjustu tísku, barnið krútt- legt og klætt í smart föt. Það er líka til þess ætlast að þær séu glað- ar og vei þeirri stelpu sem ekki þykir gaman að gæta barna. Hún er álitin eitthvað skrítin, það er lit- ið á hana sem viðundur. Og stelp- urnar hópast í vist. Stilltar og þæg- ar, glaðar og góðar, laga þær sig að væntingum samfélagsins og axla ábyrgð á litlu lífi sumarlangt og horfa á strákana, jafnaldra sína, hlaupa um og leika sér. Er ekki mál að linni? Börn eru börn og eiga að fá að vera börn í friði. Þau eiga öll að fá að njóta sum- arsins og nýta það til skapandi leikja, ekki bara strákarnir. Ég skora á alla foreldra landsins að hætta að láta börn bera ábyrgð á börnum og tek hattinn ofan fyrir þeim foreldrum sem vaknað hafa til meðvitundar og neita dætrum sínum um að fá að fara í vist, vinna sér inn peninga og bera ábyrgð á ungu barni. HULDA ÓLAFSDÓTTIR, Smáratúni 3, Reykjanesbæ. Hvenær hætta börn að bera ábyrgð á börnum á Íslandi? Frá Huldu Ólafsdóttur: HVERSKONAR fólk eru Íslend- ingar eiginlega? Sjálfstæð þjóð með ríka réttlætiskennd, sem ger- ir okkur fært að standa hnarreist undir blaktandi fánum á 17. júní, stolt yfir stöðu okkar í samfélagi þjóðanna, eða tilfinningakaldir meðreiðarsveinar sem standa að- gerðalausir og horfa upp á þennan harmleik sem fram fer í Ísrael um þessar mundir án þess að lyfta litlaputta. Meðhöndlun hvíta minnihlutans á blökkumönnum í Suður-Afríku var til að mynda hreinn sunnudagaskóli samanborið við þessar aðfarir. Það er lögum samkvæmt skylda hvers manns að koma manneskju í neyð til hjálpar og þessvegna er það gersamlega óviðunandi að láta sem ekkert sé. Ef einhver dugur væri bakvið stóru orðin, þá ættu Íslendingar að mótmæla þessu augljósa harð- ræði með öllum tiltækum ráðum. Því miður er það ekki nýtt að kirkjunnar menn láti fara lítið fyr- ir sér í svona stórpólitík og ein- beiti sér að einhverju öðru. Með þessu bréfi þvæ ég hendur mínar af lítilmannlegri framgöngu Ís- lendinga í þessu ljóta máli. JÓNATAN KARLSSON, Hólmgarði 34, Reykjavík. Meðreiðarsveinar og annað gott fólk Frá Jónatan Karlssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.