Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI 24 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnar- firði afgreiddi fyrir skömmu Cleo- patra-bát til skoskrar útgerðar. Þetta er annar báturinn sem Trefjar afgreiða til Skotlands á þessu ári. Kaupandi bátsins er skoskt útgerð- arfélag, Philip Buchan Ltd. Philip Buchan skipstjóri er í forsvari fyrir fyrirtækið. Báturinn hefur hlotið nafnið Spes Firma PD-397 sem þýðir „Vonin“. Spes Firma er af gerðinni Cleopatra 33, 10 metra langur og mælist 10 brúttótonn. Báturinn verður gerð út frá Pet- erhead á austurströnd Skotlands. Hann er sérútbúinn til krabba- og humarveiða með gildrum, ásamt því að vera útbúinn til netaveiða. Í lest bátsins er rými fyrir tólf 380 lítra fiskikör en lestin er einnig útbúin súrefniskerfi sem gerir kleift að halda krabba og humri lifandi um borð. Í lúkar er svefnpláss fyrir 3 ásamt eldunaraðstöðu og salerni. Aðalvél bátsins er af gerðinni Caterpillar og er 450 hestöfl. Siglingatæki eru af gerðinni Furuno. Báturinn er einnig útbúinn með löndunarbúnaði. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar á Peterhead-svæðinu eftir miðjan mars. Philip Buchan skipstjóri við bátinn sem fékk nafnið Spes Firma PD-397. Cleopatra 33 til Peter- head í Skotlandi VINNSLA er hafin á ný í fisk- iðjuveri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað eftir rúmlega fjög- urra vikna vinnustöðvun vegna verkfalls sjómanna. Færeysku ísfisktogararnir Gorpur og Skrápur lönduðu alls um 80 tonn- um af fiski, aðallega ufsa en einn- ig þorski og karfa í Neskaupstað í gær. Gert er ráð fyrir að það taki þrjá til fjóra daga að vinna aflann. Klara Sveinsdóttir, Hulda Viðarsdóttir og Dagný Gunnarsdóttir virðast ánægðar með að vera komnar til starfa á nýjan leik. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Vinnslustöðvun lokið HVALVEIÐIVERTÍÐ Norðmanna hófst í gær og gera þeir sér vonir um að veiða 549 hrefnur eins og kvótinn segir til um, en í fyrra settu þeir markið á 589 hrefnur. Á liðnu ári fengu þeir 10 aura norska, um eina krónu, fyrir kílóið af eftirsóttasta spikinu en nú geta þeir fengið sem samsvarar um 570 kr. og hefur af- nám útflutningsbannsins haft þessi áhrif á verðið. Þetta háa verð er háð því að öllum skilyrðum eins og DNA-prófum og fleiru sé fullnægt en eftir á að ganga frá þeim. Á meðan hafa hagsmuna- samtök komist að samkomulagi um lágmarksverð og aukagreiðslur til veiðimanna þegar að útflutningi kemur. Lágmarksverð fyrir eftir- sóttasta spikið er sjö norskar krónur fyrir kílóið en þegar útflutningur hefst fá veiðimennirnir 50 norskar krónur að auki fyrir kílóið. Áður höfðu menn samið um að lágmarks- verðið fyrir hvalkjöt yrði 30 norskar krónur fyrir kílóið. Vegna lágs verðs í fyrra var stórum hluta spiksins fleygt í sjóinn en nú endurspeglar verðið vænting- ar um góða sölu, fyrst og fremst til Japans. DNA-sýni eru í rannsókn í Lond- on og þegar niðurstöður liggja fyrir er ekkert að vanbúnaði, að sögn pró- fessors Lars Wallöe, ráðgjafa norsku ríkisstjórnarinnar varðandi sjávarspendýr. Hann gerir ráð fyrir að málið liggi fyrir innan skamms. Þegar er búið að veiða 10 hrefnur og er stutt í að nýtt kjöt verði í búð- um í Noregi. Útflytjendur vilja fá að flytja út hvalkjöt og spik sem fyrst en miklar birgðir eru til af spiki og vilja þeir helst ekki þurfa að frysta meira. Japönsku kaupendurnir bíða líka spenntir og eru tilbúnir að taka þátt í pökkuninni strax og niðurstöð- ur umræddra rannsókna liggja fyrir. Hvalveiðar Norðmanna byrjaðar Verðið hefur margfaldast Ósló. Morgunblaðið. Í GÆÐAMATI Ríkiskaupa fyrir nýtt upplýsingakerfi ríkisins fékk SAP-kerfi Nýherja einkunnina 9,4 og Oracle-kerfi Skýrr 9,1 í ein- kunn. Þessi tvö kerfi hafa verið að bítast á erlendum mörkuðum á síð- ustu misserum og nú virðist röðin komin að Íslandi. Tilboð Skýrr nú- virt til 10 ára hljóðar upp á 1.122 milljónir króna en tilboð Nýherja upp á 1.793 milljónir. Rekstur kerf- isins verður síðan boðinn út í haust. Eftirfarandi atriði eru höfð til hliðsjónar við mat á tilboðum, raðað eftir vægi: Gæðamatið sem nú hefur fengist niðurstaða í, verð, mat á hæfni bjóðenda, þjónusta þar með talið tímagjald í viðbót- arverkefnum og gæði og úrval aukakerfa sem í boði eru. Verðmunur um 670 milljónir Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir að öll vinnubrögð í kringum útboðið hafi verið mjög fagleg. Skýrr hafi lagt hart að sér við að bjóða ríkinu eins hagstætt tilboð og mögulegt er. Lausnirnar hafi verið metnar með tilliti til þarfa ríkisins og séu í samræmi við kröfulýsingu sem gefin var út í sambandi við útboðið. Ríkið hafi löngum verið einn traustasti og helsti viðskiptavinur fyrirtækisins og Skýrr hafi viljað bjóða þessum viðskiptavini hagkvæma og ódýra lausn. Reynsla og þekking Skýrr í að vinna fyrir ríkið sé mjög mikil og fyrirtækið þekki því þennan við- skiptavin og þarfir hans mjög vel. Oracle-kerfið sé nýtískulegt, bygg- ist að mörgu leyti á hugmynda- fræði Netsins og lögð sé áhersla á að nýta kosti Netsins eins og mögulegt er. Nú þegar hefur Skýrr sett upp Oracle-kerfi hjá Reykja- víkurborg og Varnarliðinu, en þar eru um 11 þúsund launþegar. Hreinn segir að munurinn á tilboð- unum sé mjög mikill. Munurinn á gæðum lausna sé einungis um 3% en staðreyndin er að samkvæmt útreikningum Ríkiskaupa nemi verðmunurinn samtals 670 milljón- um eða um 60%. Mikil reynsla í uppsetningu SAP Kristján Jóhannsson fram- kvæmdastjóri hugbúnaðar- og ráð- gjafarsviðs Nýherja segir að fyr- irtækið hafi lagt mikla áherslu á að bregðast við kröfum ríkisins um að tryggja gæði uppsetningar. Tilboð Nýherja sé mjög vandað og stór hluti af tilboðinu er kostnaður sem tengist kennslu og þjálfun. Til að tryggja gæði uppsetningar er sér- stakt gæðaráð og gæðastjóri sem mun halda utan um uppsetningu. Nýherji hafi á að skipa mjög hæf- um hópi sérfræðinga sem hafi mikla reynslu af uppsetningu SAP- kerfa. Allir þessir þættir muni skila sér í mun öruggari og betri uppsetningu en ella. Kristján segir að Skýrr hafi ekki mikla reynslu af uppsetningu Oracle-kerfa og því sé SAP-kerfið mun betri kostur fyrir ríkið. Nýherji hafi fjögurra ára reynslu af að setja upp SAP-hug- búnað hérlendis. Fyrirtækjunum falið að gera greiningu á St. Jósefsspítala Kristján segir að inni í leyfis- kostnaðinum fyrir notkun á hug- búnaðinum sé öll mysap.com-svítan en ekki bara það sem er í kröfulýs- ingu ríkisins. Ríkið geti því bætt við og notað önnur kerfi án þess að borga sérstaklega fyrir leyfin eins og þyrfti annars að gera. Þar sé um að ræða hluti eins og eigna- kerfi, vöruhús gagna, stefnumót- unarstjórnun og fleira. Kristján segir að þetta muni vera hagstætt fyrir ríkið þar sem það sé alveg ljóst að ríkið muni þurfa á þessum hlutum að halda í framtíðinni. Fyrirtækjunum hefur nú verið falið að gera greiningu á St. Jós- efsspítala og eiga að skila greining- arskýrslu og ákveðinni frummynd af kerfi fyrir stofnunina. Endanlegt val á hugbúnaði verður tilkynnt í júní. Mjótt er á mununum milli kerfa Skýrr og Nýherja í gæðamati Ríkiskaupa Valið stendur á milli Oracle og SAP ÞUNGINN í veikingu krónunnar í apríl var það mikill að ólíklegt er að Seðlabankinn hefði ráðið við ástandið hefði hann gripið inn í. Þetta segir í nýútkominni mánaðarskýrslu Lands- bankans fyrir tímabilið apríl til maí. „Á hinn bóginn má fullyrða að staða krónunnar væri mun verri hefði ekki komið til inngripsaðgerða Seðlabank- ans frá því að þessar hræringar hóf- ust í janúar á þessu ári.“ Vandséð að vextir lækki á næstu misserum Ein leið til að verja gjaldmiðil falli er, að því er segir í skýrslunni, að grípa til aðgerða í vaxtamálum og hækka skammtímavexti. Talið er að ekki sé hægt að útiloka að gripið verði til þess möguleika í ljósi nýlið- inna atburða á gjaldeyrismarkaði og vandséð sé að vextir lækki hér að ráði á næstu misserum. Þó er varað við því að vaxtahækkanir sem hefðu það að markmiði að verja krónuna falli væru í eðli sínu skammvinnar og geti „gengið til baka komist ró á gengið á nýjan leik“. Auka vægi íslensku krónunnar í fjármögnun Í skýrslunni segir að flökt í stýri- vöxtum Seðlabankans komi til með að aukast í kjölfar þess að verðbólg- umarkmið var tekið upp enda þurfi að bregðast við aukinni verðbólgu með auknu aðhaldi í peningamálum. „Það er vandséð að hægt verði að ná niður verðbólgunni án þess að til komi auk- inn styrkur krónunnar og nær útilok- að er að treysta á gjaldeyrisforða Seðlabankans til þess að hafa mark- tæk áhrif á gengið.“ Ennfremur segir að með upptöku verðbólgumarkmiðs, afnámi vik- markanna og floti krónunnar í kjöl- farið hafi forsendur fyrir erlendri fjármögnun gjörbreyst og gengis- flökt aukist umtalsvert. Á endanum velti fyrirtækin flöktinu út í verðlagið með neikvæðum áhrifum á verð- bólgu. „Eina leiðin til þess að draga úr áhrifum gengisflökts á rekstrar- afkomuna er að auka vægi íslensku krónunnar í fjármögnun fyrirtækj- anna“, segir í skýrslunni. Talið er lík- legt að einhver fyrirtæki fari þá leið en það muni valda auknum þrýstingi á gengi krónunnar þegar til lengdar lætur. Mánaðarskýrsla Landsbankans Ólíklegt að Seðlabankinn hefði ráðið við ástandið FORSVARSMENN norska ríkis- olíufélagsins Statoil hafa staðfest að áformað er að skrá allt að 25% hlutabréfa félagsins á markaði 18. júní nk., í Ósló og New York. Af- koma Statoil á fyrsta ársfjórðungi var einnig kynnt í gær og nam hagnaður eftir skatta um 43 millj- örðum íslenskra króna, saman- borið við um 36 milljarða á sama tíma í fyrra. Það þykir jákvætt fyrir fyrir- tækið að geta kynnt betri afkomu nú en á sama tíma í fyrra, rétt í undanfara sölu á hlutabréfum og skráningar. Hærra verð á gasi og lækkandi framleiðslukostnaður eru meðal ástæðna sem gefnar eru fyrir betri afkomu. Áskriftartímabil hlutafjárút- boðsins stendur frá 31. maí til 15. júní fyrir einstaklinga en frá 29. maí til 15. júní geta stofnanafjár- festar keypt hlut í fyrirtækinu. Norski olíu- og orkumálaráðherr- ann, Olav Akselsen, hefur staðfest að um einhvers konar afsláttar- fyrirkomulag verði að ræða og að hans sögn er mikilvægt að fá Norðmenn til að taka þátt í útboð- inu. Verðið mun liggja fyrir 17. júní. Góð afkoma Statoil rétt fyrir skráningu Ósló. Morgunblaðið. GENGI íslensku krónunnar veikt- ist um 0,8% í 13,1 milljarðs við- skiptum á millibankamarkaði í gær. Lokagildi vísitölunnar var 135,10 stig en í byrjun dags var gengið 134,02 stig. Vísitalan sveifl- aðist töluvert í gær. Lægst fór hún í 132,10 stig, en hæst í 135,55 stig. Lækkun vísitölunnar þýðir að krónan hefur styrkst og hækkun að hún hefur veikst. Innan dags hækkaði krónan því mest um 1,4% en lækkaði mest um 1,1% frá upp- hafsgildi dagsins. Við lok dags var gengi bandaríkjadals 99,0 kr. og evru 86,6 kr. Krónan veikist um 0,8%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.