Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 37 löggjaf- væmda- , formað- arinnar, rögðum og sagðist eðferð n hefðu gin for- erið væri l að u frum- á borð ði verið stöð- ita. Sagði æmi að viljað anna ýringa. pa gt Alþingis ið upp í ssi til, að ra um það ð fram af ngmanna. Sigríður Anna Þórðardóttir, þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði að ekki hefði ver- ið vitað um að til stæði að leggja þetta frumvarp fram fyrr en óvænt hefði verið boðað til þingflokks- funda síðdegis og Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnt frum- varpið. Árni sagði í hatrömmum um- ræðum um störf þingsins um kvöld- matarleytið að viðbrögð stjórn- arandstæðinga kæmu sér ekki á óvart. Sakaði hann stjórnarand- stöðuna um að hegða sér af full- komnu ábyrgðarleysi. Verið væri að dreifa stjórnarfrumvarpi og ein- faldlega fylgt þeim reglum þing- skapanna að dreifa frumvörpum tveimur nóttum áður en þau væru tekin til umræðu. Þá sagði Árni að hann hefði ekki tekið ákvörðun um að dreifa frumvarpinu fyrr en á milli klukkan 14 og 15 á laugardag eftir viðræður við aðila máls. Hins vegar hefði frumvarpið verið und- irbúið áður. Ögmundur Jónasson, VG, end- urtók í sífellu mótmæli sín við gjörðum ríkisstjórnarinnar og fundarstjórn forseta og hækkaði róminn í takt við kraftmikil högg forseta á bjöllu þingsins. Sagði for- seti þingmanninn löngu kominn út fyrir efnið; hann væri að ræða frumvarpið efnislega en ekki stjórn forseta ellegar störf þingsins. Af þeim sökum lágu stjórnarand- stæðingar ekki á liði sínu við fram- íköllin þegar Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sté í pontu undir lokin, og gagnrýndi forystu sjó- manna fyrir þátt hennar í sjó- mannadeilunni. Var vart hægt að greina orðaskil og gagnrýndi Öss- ur Skarphéðinsson forseta Alþingis síðan harðlega fyrir að gera grein- armun á þingmönnum, leyfa þing- mönnum stjórnarflokkanna að fara langt út fyrir efnið, en snupra menn af harðfylgi og þruma eins og finngálkn yfir þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Forseti Alþingis svaraði því til að vel mætti vera að hann hafi í um- ræddu tilfelli ekki verið nægilega á verði gagnvart efni umræðunnar og kvaðst tilbúinn að vera hvassari í eftirliti sínu í þeim efnum eft- irleiðis. Alþingishúsinu síðdegis á laugardag Morgunblaðið/Kristinn voru alvarlegir í bragði þegar þeir mættu til þingfundar sl. laugardag. FRUMVARP sjávarútvegsráð- herra um kjaramál fiskimanna kveður á um skipan gerðardóms. Honum ber í úrskurði sínum að taka mið af kjarasamningi Vél- stjórafélagsins og útvegsmanna sem gerður var 9. maí., eins og sagði í frumvarpinu eins og það var lagt fram á Alþingi í gær. Sjávarútvegsnefnd Alþingis hafði til athugunar á fundi seint í gær- kvöldi framkomnar óskir um að fella þessa grein út úr frumvarp- inu. Fulltrúar sjómanna og út- vegsmanna, sem frumvarpið nær til, eiga rétt á að koma sjónarmið- um sínum á framfæri við dóminn. Samkvæmt frumvarpinu er verkfalli sjómanna sem hófst 1. apríl sl. aflýst. Sjómannasamband- ið, Farmanna- og fiskimannasam- bandið og Landssamband útvegs- manna hafa hins vegar frest til 1. júní að ná samkomulagi um nýja kjarasamninga. Takist það ekki skipar Hæstiréttur þrjá menn í gerðardóm. Gerðardómur á að taka ákvörðun um sex tiltekin kjaraatriði. Í fyrsta lagi atriði sem tengjast markmiðum varðandi verð til viðmiðunar hlutaskiptum á þorski, ýsu og karfa í beinum við- skiptum skyldra aðila. Í öðru lagi atriða sem varða þau áhrif sem breytingar á fjölda í áhöfn hafa á skiptakjör. Í þriðja lagi kaup- tryggingu og launaliði. Í fjórða lagi atriði sem varða slysatrygg- ingu. Í fimmta lagi atriði sem varða afmörkun á helgarfríi fiski- manna á netaveiðum. Í sjötta lagi atriði sem varða mótframlag út- vegsmanna vegna viðbótarlífeyris- sparnaðar sjómanna. Og í sjöund- an lagi önnur atriði sem nauðsynlegt er að taka á varðandi kjaramál. Þessi sex atriði sem nefndi má öll finna í kjarasamningi vélstjóra. Upphaflega var tekið fram í 3. grein frumvarpsins að gerðardóm- urinn skuli „taka mið“ af samningi LÍÚ og Vélstjórafélagsins og öðr- um kjarasamningum sem gerðir hafa verið á undanförnum mán- uðum að því leyti sem við á eins og komist er að orði. Dómurinn átti einnig að taka mið af sérstöðu málsaðila, auk sjónarmiða um al- menna þróun kjaramála. Gerðardómi ber að afla nauð- synlegra gagna og getur krafist munnlegra og skriflegra upplýs- ingum frá sjómönnum og útvegs- mönnum. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að málsaðilar eigi rétt á að gera gerðardómi grein fyrir sjón- armiðum sínum. Kvótaþing verði lagt niður Í kjarasamningi Vélstjórafélags- ins og LÍÚ segir að aðilar skuli fara þess á leit við stjórnvöld að þau geri tilteknar breytingar á lögum um kvótaþing og Verðlags- stofu skiptaverðs. Þessar breyt- ingar er allar að finna í frumvarp- inu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kvótaþing verði lagt niður en því var komið á fót árið 1998 þegar lög voru sett á kjaradeilu sjómanna. Þinginu var m.a. ætlað að stuðla að því að sjómenn tækju ekki þátt í kvótakaupum. Alla tíð hafa verið skiptar skoðanir um ágæti þessa fyrirkomulags. Frumvarpið gerir ráð fyrir að tekið verði upp það nýmæli að tilkynna verði Fiski- stofu fyrir fram um flutning afla- marks og öðlast flutningurinn ekki gildi nema stofnunin hafi áður staðfest hann. Í tilkynningunni eiga að koma fram upplýsingar um magn aflamarks og upplýsingar um verð, nema þegar aflamark er flutt milli skipa í eigu sömu aðila. Áður en Fiskistofa staðfestir flutning aflamarks ber stofnuninni að fá staðfestingu Verðlagsstofu skiptaverðs um að fyrir liggi samningur milli útgerðar og áhafnar um fiskverð til viðmiðunar hlutaskiptum. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að ætla megi að Fiskistofu berist ár- lega um 3.000 tilkynningar um flutning á aflamarki. Frumvarpið kveður á um að Verðlagsstofa skiptaverðs og úr- skurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna skuli með störfum sínum og úrskurðum stuðla að því að markmið útvegsmanna og sjó- manna um verðlagningu á fiski ná- ist. Samkvæmt gildandi lögum hefur Verðlagsstofu skiptaverðs borið að tilkynna útgerð og áhöfn viðkomandi skips um álit sem hún gefur sem varðar uppgjör á afla- hlut áhafnar. Í frumvarpinu er lagt til að gerð verði sú breyting að samtök sjómanna og útvegs- manna eigi rétt á að fá aðgang að álitinu. Frumvarp um lög á verkfall sjómanna veitir sjómönnum og LÍÚ frest til 1. júní að ná samningum Hæstiréttur skipi þrjá menn í gerðardóm ður Vél- gær telja sjávarút- mál sjó- meðförum verði úr nýgerðan agsins. fjóra ráð- viðmiðun rpinu. Ég segi að ég r þá. Við kar samn- gera sinn nn að tala hafa allir ilda þetta gði Helgi í gærdag. nn m hafa átt ik J. Arn- jóra LÍÚ, komi sér oma í veg rinn geti takir vél- það hefur nisatriði ra yfir þá nda út úr þessu til að tryggja að enginn lækki í launum,“ segir Helgi. Hann viðurkennir aðspurður að þess geti verið dæmi að einhverjir lækki í launum. „Þegar búin eru til meðaltöl eru alltaf einhverjir fyrir ofan og aðrir fyrir neðan. Auðvitað eru einhverjir þarna fyrir neðan. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim sem eru í beinu viðskiptunum, en ef þeir eru að flytja út í gámum á markaði geta þeir farið illa út úr þessu,“ segir Helgi og kveðst telja að útvegsmenn hafi sama skilning á þessu þannig að tryggt verði að enginn lækki í launum vegna ný- gerðra samninga, þótt ekki hafi ver- ið búið að ganga endanlega frá því í gær. Allt fjaðrafokið að undanförnu hafi því verið með öllu ástæðulaust. 56% samþykktu samninginn Vélstjórar samþykktu naumlega nýjan kjarasamning við útvegs- menn en talning fór fram á sunnu- daginn. Á kjörskrá voru 1.092 og greiddi 291 félagsmaður atkvæði eða um 27% félagsmanna. 163 eða 56% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. 119 sögðu nei, eða 41%, og auðir og ógildir voru níu, eða 3%. Helgi Laxdal segist vera sáttur við þessa niðurstöðu. „Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu var á því að velja þennan samning frekar en ein- hvern gerðardóm og það eru auðvit- að þeir sem ráða þessu, ekki ég,“ sagði Helgi. Hann sagðist ekki vera undrandi á því hve úrslitin voru naum. „Það var ekki svo lítið sem var búið að ganga á vegna þessa samnings,“ sagði hann. Áróður rekinn gegn samningnum Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fór fram strax í kjölfar undirritunar eða dagana 10. til 12. maí í Reykjavík, á Ísafirði, Akur- eyri, Egilsstöðum, Hornafirði, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og Keflavík. Á sunnudag voru atkvæði svo talin í húsnæði ríkissáttasemj- ara kl. 16 og úrslit kynnt. Helgi segir að ýmsir félagsmenn í Vélstjórafélaginu hafi lýst ánægju með samninginn og tónninn á kynn- ingarfundunum hafi yfirleitt verið góður, „nema þar sem greinilega var búið að reka mikinn áróður, eins og t.d. í Vestmannaeyjum, en þar var búið að dreifa einhverjum mið- um til að sýna fram á að menn væru að lækka í launum. Auðvitað var þetta engin skemmtifundaherferð en þetta hafðist, þótt munurinn hefði mátt vera meiri“, sagði Helgi. Segir úrslitin vera vantraust á formanninn Gísli S. Sveinsson vélstjóri er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt samninginn harðlega. Hann segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar og litla þátttöku vera vantraust á formann félagsins. „Ég tæki þetta í hans sporum sem vantraust. Samn- ingstíminn einn og sér er nóg til þess að hafna þessum samningi burtséð frá öllu hinu klúðrinu,“ seg- ir hann. Gísli segir þá staðreynd liggja ljósa fyrir að samningurinn þýði að sumir lækki í launum. „Það sýna ekki bara útreikningar Sjómanna- sambandsins, heldur einnig út- reikningar sem við höfum gert, enda neitaði hann [Helgi Laxdal] því ekki að svo gæti verið þegar ég bar það upp á kynningarfundinum,“ segir Gísli. Ríkisstjórnin fær rauða spjaldið hjá alþjóðadómstólum Hann sagði að sér litist illa á stöðu mála og frumvarp ríkisstjórn- arinnar um stöðvun verkfalls. „Þetta endar með því að ríkisstjórn- in fær aftur rauða spjaldið hjá al- þjóðadómstólum. Það er alveg á hreinu að það verður farið með þetta alla leið,“ sagði hann. Vélstjórafélagsins vill að tryggt verði að enginn lækki í launum gði kapp á að frum- arpinu yrði breytt SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, kvaðst í gær gera sér vonir um að sjávarútvegsnefnd Alþingis breytti frumvarpinu um kjaramál sjómanna á þann veg að afnema tengingu við samning Vélstjóra- félagsins, en hann segist vera sannfærður um að ákvæði um þetta hafi verið sett í frumvarpið að undirlagi útvegsmanna. Hann segir að sjómenn séu að skoða þann kost að aflýsa verkfall- inu, en ef það verði gert verði það ekki gert fyrr en skömmu áður en lögin taki gildi. „Við erum að reyna að hafa áhrif á frumvarpið og síðan munum við í framhaldinu taka ákvörðun um hvort við aflýsum verkfallinu. Við munum hins vegar ekki taka ákvörðun um það fyrr en við sjáum hvort breytingar verða gerðar á frumvarpinu,“ sagði Sævar. Sævar sagðist vera afar óánægður með frumvarp sjávarút- vegsráðherra sem hann sagði snið- ið að óskum útvegsmanna. „Við erum mjög ósáttir með að fá ekki að ljúka okkar kjarasamn- ingum. Þetta undirstrikar það sem ég hef áður sagt, að útvegsmenn þurfa ekki annað en að segja nei við okkar kröfum. Þeir vita að þeir verða skornir niður úr snörunni með þessum hætti. Þetta er það sama sem gerist aftur og aftur. Síðan er okkur kennt um að vilja ekki semja, en þegar útvegsmenn vita að þeir þurfa ekki að semja þá gera þeir það ekki.“ Sævar var mjög óánægður með að frumvarpið skyldi innihalda tengingu við samning vélstjóra. „Það er ekkert annað en dóna- skapur að tengja frumvarpið við samning sem var samþykktur mjög naumlega í félagi með aðeins 160 atkvæðum. Það segir sig sjálft að sjómenn geta ekki hugsað sér að láta það yfir sig ganga að þessi samningur eigi að vera helsta við- mið gerðardómsins. Í ljósi alls þess sem fyrir liggur væri eðli- legra að gerðardómurinn tæki til skoðunar öll efnisatriði deilunnar. Í sjálfu sér má segja að það sé vondur kostur, en ég kvíði honum ekki.“ Farmenn skoða hvaða kostir eru í stöðunni Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, segir að ekkert hafi gerst á sáttafundinum í gær. „Við erum bara að skoða málin, til hvaða ráða við grípum og hvernig við munum standa að mál- um,“ sagði hann. Formaður Sjómannasambandsins Skoða þann kost að aflýsa verkfallinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.