Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 34
MENNTUN 34 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ undanfarin ár. „Nú er þess krafist þar að nemendur ljúki svipuðu ári og kandídatar í læknisfræði, þ.e. viðbótarnámi á vettvangi að loknu prófi. Okkar nám er sambærilegt því danska að því undanskildu en þessi löggilding er tiltölulega ný- komin í gagnið á Norðurlöndun- um,“ segir Sigurður. Hann segir að sálfræðiskor Há- skóla Íslands og Sálfræðingafélag Íslands séu sammála um að end- urnýja þurfi íslensk lög um sál- fræðinga þannig að löggilding sál- fræðinga á Íslandi verði háð viðbótarþjálfun að loknu prófi. Í framhaldsnáminu í sálfræði við HÍ, sem lýkur með cand.psych.- gráðu, er lögð áhersla á hlutlæg vinnubrögð við gerð prófa, grein- ingu og meðferð. Auk tiltekinna kjarnafaga tekur námið til þriggja sviða, sem eru svið sálfræðilegrar meðferðar, svið uppeldis- og skólasálfræði og svið vinnu- og skipulagssálfræði. Sig- urður segir fyrstu tvö sviðin vera kunnugust almenningi sem sál- fræðistörf, en þriðja sviðið, vinnu- og skipulagssálfræði, er vaxandi, enda hefur sálfræði reynst vel í ýmsum greinum fyrirtækja, t.d. við ráðningar og starfsmannastjórn. Áhersla á rannsóknir í starfi Hann segir miklar vonir bundn- ar við þetta nám. „Íslensk sálfræð- ingastétt er vel menntuð á fjöl- breyttum vettvangi. Við höfum tekið mið af því við skipulag þessa náms og það uppfyllir miklar kröf- ur. Ég tel því að námið sé góður viðbótarkostur við þær erlendu námsleiðir sem þegar eru fyrir hendi. Eðlilega hafa verið einhverj- ir efasemdir um áhrif innlends náms á stétt sálfræðinga, en ég er fullviss um að það muni þjappa stéttinni saman og styrkja hana. Ég er líka ánægður með samstarf Háskólans við Sálfræðingafélag Ís- lands við undirbúning námsins. Við gerum okkur m.a. vonir um að námið stuðli að aukinni áherslu sál- fræðinga á rannsóknir í starfi,“ segir Sigurður. Sá hópur sem nú er að útskrifast er í óða önn að vinna lokaritgerðir sínar. „Þetta er mjög sterkur hóp- ur sem hefur fengið góða þjálfun, bæði fræðilega þjálfun og starfs- þjálfun á stofnunum. Ég er sann- færður um að þessi hópur muni standa sig vel á vettvangi sálfræð- innar. Ég held líka að enn muni drjúgur hluti nemenda okkar, bæði þeir sem ljúka BA- og cand.psych.- prófum sækja í frekara nám til út- landa og stuðla þannig áfram að fjölbreytni í íslenskri sálfræðinga- stétt,“ segir Sigurður J. Grétars- son, prófessor í sálfræði við Há- skóla Íslands. TÓLF nemendur stefna aðþví að ljúka framhalds-námi í sálfræði við Há-skóla Íslands nú í vor. Nám þetta veitir þeim réttindi til þess að starfa sem sálfræðingar hérlendis, en hingað til hafa sál- fræðingar orðið að leita utan eftir framhaldsnámi til þess að öðlast réttindi til þess að stunda sálfræði- störf hérlendis. Sigurður J. Grétarsson, prófess- or í sálfræði við Háskóla Íslands, segir þrjátíu ár nú í haust vera lið- in síðan kennsla til BA-prófs í sál- fræði hófst við skólann. Sigurjón Björnsson var fyrsti prófessorinn og einn fastráðinn í upphafi. Hann ruddi náminu braut ásamt þeim Erlendi Haraldssyni og Magnúsi Kristjánssyni sem fljótlega réðust til hskólans. Þeir skipulögðu BA- námið sem kennt var nánast með óbreyttu sniði í tuttugu ár. Fjölbreytt störf á vinnumarkaði Uppúr 1990 fjölgaði nemendum verulega í deildinni og ný skipan við fjárveitingar rýmkuðu fjárhag hennar. Kennurum fjölgaði einnig, en þeir eru orðnir sjö. Núna eru milli tvö og þrjú hundruð nemendur að jafnaði í BA- námi í sálfræði og á milli 100-150 nemendur sem hefja nám í sálfræði á hverju hausti. Ríflega helmingur þeirra fær leyfi til þess að hefja nám á öðru ári. Á síðasta áratug hafa tæplega fimmhundruð nem- endur útskrifast með BA-próf í sál- fræði. Sigurður bendir á að fólk með BA-próf í sálfræði vinni við fjöl- breytt störf á vinnumarkaði, enda eru nemendur þjálfaðir í margs konar færni sem m.a. lýtur að mati og greiningu á mannlegri hegðun. „Okkar fólk er vel metið á vinnu- markaði, og starfa margir við rann- sóknavinnu, gagnavinnslu, mats- vinnu, stjórnunarstörf og ýmiss konar hugmyndavinnu og umönn- unarstörf. Fólk með BA-próf hefur hins vegar ekki leyfi til að kalla sig sálfræðinga eða vinna hefðbundin störf sálfræðinga,“ segir Sigurður. Flestir sálfræðingar menntaðir á Norðurlöndum Um þriðjungur stúdenta, sem ljúka BA-prófi hérlendis, hafa haldið utan í framhaldsnám í sál- fræði og öðlast þannig starfsrétt- indi. „Flestir hafa menntað sig á Norðurlöndunum, nokkrir hafa far- ið til annarra Evrópulanda og enn aðrir til Bandaríkjanna,“ segir Sig- urður. „Það er frekar skortur en hitt á sálfræðingum hér á landi. Áhugi á innlendu starfsnámi sál- fræðinga hefur lengi verið til stað- ar en lítið svigrúm var fyrr á árum til þess að koma því á, bæði vegna manneklu og fjárhagsaðstæðna.“ Hann segir að á síðasta áratug hafi áhersla á innlent framhalds- nám aukist í Háskólanum, bæði rannsókna- og starfstengt. Sál- fræðin hafi ekki verið þar undan- skilin og undirbúningur að fram- haldsnámi til starfsréttinda í sálfræðiskor hófst upp úr miðjum síðasta áratug. Lög um starfandi sálfræðinga á Íslandi tóku gildi 1976. Þau kveða á um kandidatspróf frá háskóla á Norðurlöndum eða annað sambæri- legt próf. Sigurður segir að vegna þessa hafi framhaldsnám í sálfræði verið mótað að danskri fyrirmynd, enda hafi dönsk sálfræðimenntun verið algengasta menntun íslenskra sál- fræðinga um árabil. Fá cand.psych.-gráðu Íslensku lögin um sálfræðinga eru orðin 25 ára og hafa ekki tekið mið af þeim áherslubreytingum sem orðið hafa á Norðurlöndum Framhald BA-náms í sálfræði  Námið er góður viðbótarkostur við erlendar námsleiðir.  Námið veitir nemendum réttindi til sálfræðistarfa hérlendis. Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Rafn A. Levy og Guðrún Ásgeirsdóttir útskrifast í sumar. Sigurður J. Grétarsson prófessor segir fyrsta hópinn í framhaldsnáminu í sálfræði vera sterkan. Námið leiðir til fleiri rannsókna í greininni. Sálfræði/Fyrstu nemendurnir í framhaldsnámi í sálfræði við Háskóla Íslands útskrifast í sumar. Anna Ingólfsdóttir kynnti sér þetta nám en auk tiltekinna kjarnafaga tekur námið til þriggja sviða; svið sálfræðilegrar meðferðar, svið uppeldis- og skólasálfræði og svið vinnu- og skipulagssálfræði. Guðrún Ásgeirsdóttir og Sigurður Rafn A. Levy eru að ljúka fram- haldsnámi í sálfræði við Háskóla Íslands. Sigurður lauk BA-námi fyrir níu árum en þrjú ár eru síðan Guðrún lauk sínu. Þau hafa bæði starfað á vettvangi sem tengist sálfræðinni beint, Sigurður bæði á ýmsum geðdeildum og sem for- stöðumaður á heimilum fyrir þroskahefta og geðfatlaða á veg- um Svæðisskrifstofu með málefni fatlaðra og Guðrún hjá félags- þjónustu Reykjavíkur á vistheim- ili fyrir börn. Þau eru sammála um að námið hafi bæði verið skemmtilegt og gott í heildina litið en nokkuð strembið á köflum. Ákveðnir byrj- unarörðugleikar hafi einkennt það eins og allt sem fer nýtt af stað, en námið hafi samt verið heildstætt og allir hafi verið af vilja gerðir til þess að láta hlutina ganga sem best upp. Sigurður sagði námið hafa ver- ið gott m.a. fyrir það hvað komu að því margir fagaðilar frá fjöl- breyttum starfsvettvangi. Hann segist hafa trú á að þetta nám komi til með að lyfta sálfræðinni upp sem fagi, og að það verði gaman að fylgjast með á næstu árum hvaða áhrif það mun hafa. Sigurður segir að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að sækjast eftir sálfræðimenntuðu fólki í ýmsar stjórnunarstöður með til- heyrandi launum. Hann ætli þó sjálfur að komast í samstarf við sálfræðinga sem vinna með fleiri fagaðilum í teymi, og öðlast víð- tæka klíníska reynslu. Hann kveðst hlakka til að tak- ast á við starfið að loknu námi „enda er viljinn til þess að koma einhverju til leiðar og hjálpa fólki, sterkur áhrifaþáttur fyrir því að fara í þetta nám,“ segir Sigurður Rafn. Það er að sama skapi mikill hugur og tilhlökkun í Guðrúnu að takast á við starfið að loknu námi. Hún telur einnig að námið geti haft jákvæð áhrif á sálfræð- ingastéttina í heild. Meðal annars í auknu rannsóknarstarfi á ís- lenskum vettvangi og frekari tengslum á milli Háskólans og starfandi sálfræðinga. „Almennt er ég ánægð með námið. Nemendur hafa náð sér- staklega vel saman og vafalaust eigum við eftir að halda hópinn í framtíðinni,“ segir Guðrún Ás- geirsdóttir tilvonandi cand. psych. í sálfræði. Góð áhrif á sálfræðistéttina anámskeið í samstarfi við Þekking- arsmiðju-IMG. Um er að ræða fjög- ur heilsdagsnámskeið á laugardögum í júní. Hámark þátt- takenda er 50 á hvert námskeið.  Námskeið í stjórnun lista- og menningarstofnana í samstarfi við erlenda og innlenda sérfræðinga. Boðið verður upp á 6 daga vinnu- smiðju fyrir verðandi stjórnendur lista- og menningarstofnana og menningarverkefna. Námskeiðið er styrkt sérstaklega af Sjóvá- Almennum. Hámark þátttakenda er 30 nemendur.  Í tengslum við Sumarskólann verður gefinn út bæklingurinn Lyk- illinn að velgengni á vinnumarkaði. Bæklingurinn er samstarfverkefni jafnréttisátaksins, Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, Þekking- arsmiðju-IMG, Eimskipafélags Ís- lands og ráðstefnunnar Konur og lýðræði við árþúsundamót. Háskóli Íslands og Jafnréttisstofa, í samstarfi við fjögur ráðuneyti, fjög- ur fyrirtæki og tvenn samtök, standa á árunum 2000–2002 fyrir víðtæku jafnréttisátaki. Markmið jafnréttisátaksins er m.a. að und- irbúa kvennemendur úr öllum deild- um Háskólans fyrir ábyrgðarstörf á framtíðarstarfsvettvangi þeirra. Frá 18. maí til 30. júní næstkom- andi býður jafnréttisátakið í sam- vinnu við samstarfsaðila verkefn- isins upp á fjölbreytt stjórnunar- og starfsframanámskeið.  Námskeið um grundvallaratriði við stofnun fyrirtækja og gerð við- skiptaáætlana í samstarfi við Impru. Boðið verður upp á tvö tveggja daga námskeið fyrir alls 60 nem- endur.  Stjórnunar- og starfsfram- Sumarskóli í jafnrétti Út er komin hjá Námsgagnastofnun bókin Litlu landnemarnir eftir Ið- unni Steinsdóttur með myndskreyt- ingum Sigrúnar Eldjárn. Litlu landnemarnir er auðlesin sögubók einkum ætluð börnum á aldrinum níu til tólf ára sem eiga erfitt með að lesa langan texta. Sagan er skrifuð á skýru og lipru máli. Hún gerist á landnámsöld og segir frá ferð systkinanna Ísólfs og Helgu og fólks þeirra yfir hafið og landnámi þegar komið er til Íslands. Í bókinni er fjöldi fallegra mynda. Höfundur hefur lesið bókina inn á geisladisk sem ætlaður er til lestr- arþjálfunar. Lesið er hægt svo að unnt sé að fylgjast með í bókinni um leið og hlustað er á textann lesinn. Bókin er 89 blaðsíður og hljóð- bókin er 70 mínútur. Litlu landnemarnir FYRIR stuttu stóð Íþróttakenn- arafélag Íslands fyrir ráðstefn- unni,,Skólinn á hreyfingu“ og var þar fjallað var um heilbrigði barna og unglinga og hlutverk íþróttakennslu í samfélaginu. Sigurður Guðmundsson land- læknir ávarpaði ráðstefnuna auk fjölda fyrirlesara. Þar á meðal var Rúnar Vilhjálmsson prófessor sem kynnti nýjar, áhugaverðar niðurstöður rannsóknarverkefnis sem hann hefur unnið að ásamt Guðrúnu Kristjánsdóttur dósent þar sem könnuð er útbreiðsla hreyfingar og hreyfingarleysis á meðal skólabarna. Niðurstöður sýna að skólaíþróttir jafna að- stöðumun nemenda til lík- amlegrar hreyfingar og þjálf- unar. Á ráðstefnunni lýstu menn al- mennt yfir áhyggjum sínum af því hvert stefnir varðandi heilsu barna og unglinga. Tíðni hreyf- ingarleysi og offitu eykst og á sama tíma veita ekki allir skólar nemendum sínum lágmarks kennslustundafjölda í skóla- íþróttum, og ekki síst á þetta við um skólasundið. Gestir voru sammála um mik- ilvægi þess að auka hlut hreyf- ingar í daglegu lífi barna og ung- linga. Það væri ekki aðeins gert með því að efla skólaíþróttir að umfangi og fjölbreytni heldu einnig með því að virkja nem- endur til hreyfingar í öðrum kennslustundum, virkja og fræða foreldra og setja hreyfingu og heilsu almennt framar í forgangs- röðina. Nánari upplýsingar: http://www.isisport.is/ikfi/Fag/ ratstefnamars01/index.htm Gildi skólaíþrótta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.