Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ATBURÐARÁSIN í Alþing-ishúsinu við Austurvöllsl. laugardag var sann-arlega hröð og var frjáls- legur klæðnaður þingmanna til marks um það, en þingmenn höfðu greinilega verið boðaðir til fund- arins með skömmum fyrirvara. Forseti Alþingis hafði á föstudag tjáð formönnum þingflokkanna að möguleiki væri á að boðað yrði til útbýtingarfundar daginn eftir, en það var ekki fyrr en síðdegis á laugardag að kvisaðist út að setja ætti lög á kjaradeilu sjómanna og leggja fram lagafrumvarp þess efnis á nefndum fundi. Boðað var til fundarins kl. 17:30 og höfðu þá þingmenn stjórnarand- stöðunnar fengið af því veður gegnum fjölmiðla að frumvarpið væri í undirbúningi. Spurðu þing- menn forseta Alþingis þráfaldlega hvort þetta væri réttur skilningur, en uppskáru þögnina eina frá Hall- dóri Blöndal í forsetastól. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, sagði að ekkert samráð hefði verið haft við stjórnarandstöðuna um málið og sagðist hann mótmæla þessum vinnubrögðum sem væru vanvirða við þingið. Í sama streng tók Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og sagði að slík vinnubrögð væru ólýðræðisleg. Þingmenn stjórnarflokkanna voru ekki í þingsalnum og leiddu stjórnarandstæðingar getum að því að þeir væru á fundum til að ræða frumvarp um verkfall sjó- manna og greinilega væru þeir ekki á eitt sáttir um að stöðva verk- fallið með lögum. Fram kom hjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, að nefndarfundum sem stóðu yfir síð- degis, hefði verið frestað fyr- irvaralaust þar sem þingmenn stjórnarflokkanna voru boðaðir á annan fund. Löggjafarvaldið sagt í gíslingu framkvæmdavaldsins Fór svo að lokum að fundi var frestað um ríflega hálfa klukku- stund, eða til kl. 18:30. Þá komu þingmenn aftur í ræðu- stól og mótmæltu harðlega því að frumvarpið skyldi lagt fram með þessum hætti. Sögðu þeir l arþingið í gíslingu framkv valdsins. Bryndís Hlöðversdóttir, ur þingflokks Samfylkinga lýsti vanþóknun á vinnubr ríkisstjórnar og Alþingis o fordæma vanvirðingu á m sem þjóðkjörnir þingmenn sætt. Sagði Bryndís að eng dæmi væru fyrir því, að ve að nota útbýtingarfundi ti dreifa óvæntu og umdeildu varpi sem nú væri komið á þingmanna. Eðlilegra hefð að þingmenn stjórnarands unnar hefðu verið látnir vi Bryndís að það væri einsdæ forseti hefði heldur ekki v svara spurningum þingma heldur frestað fundi án ský Reglum þingskap einfaldlega fylg Halldór Blöndal forseti sagði það aldrei hafa komi sögu þingsins, svo hann vis forseti eigi að vera til svar hvaða frumvörp væru lögð hálfu ríkisstjórnar eða þin Óvæntur og líflegur útbýtingarfundur í A Þingmenn Hörð mótmæli stjórnar- andstöðu Stjórnarandstaðan sökuð um fullkomið ábyrgðarleysi HELGI Laxdal, formað stjórafélagsins, kvaðst í g mjög líklegt að frumvarpi vegsráðherra um kjaram manna o.fl. verði breytt í m Alþingis þar sem dregið eða afnumin viðmiðun við n kjarasamning Vélstjórafél „Ég er búinn að tala við herra um að taka þessa við vélstjóra út úr frumvar vil ekki hafa það að menn s sé að gera samninga fyri ætlum okkur að lifa við okk ing og þeir verða bara að g samning sjálfir. Ég er búin við fjóra ráðherra og þeir tekið því vel að reyna að m eins mikið og hægt er,“ sag samtali við Morgunblaðið í Tryggja að engin lækki í launum Helgi segist einnig óformleg samtöl við Friðri grímsson, framkvæmdastj um að samningsaðilar k saman um leiðir til að ko fyrir að kjarasamningur haft í för með sér að eins stjórar lækki í launum, en þ verið eitt helsta gagnrý samningsins. „Við ætlum okkur að far báta sem hugsanlega len Formaður V Lag va FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, staðfestir að fram hafi komið áhugi af hálfu Skip- stjóra- og stýrimannafélags Norð- lendinga á að ganga til samninga við útvegsmenn. „Ég tel að efnis- lega sé það hægt en til þess að það geti orðið þurfa þeir að afturkalla samningsumboð sem þeir hafa gefið Farmanna- og fiskimannasamband- inu,“ segir hann. Aðspurður segir Friðrik að ný- gerður samningur við vélstjóra yrði uppistaðan í slíkum samningi auk þess sem samið yrði um sérkröfur. Fram hefur komið í máli Helga Laxdal, formanns Vélstjórafélags- ins, að hann hafi rætt við LÍÚ um að tryggt verði að enginn verði fyrir launalækkun vegna ákvæða samn- ingsins um mönnun skipa, eins og finna má dæmi um og gagnrýnt hef- ur verið. Aðspurður um þetta segir Friðrik að samið hafi verið við samninganefnd vélstjóra á miðviku- dag í síðustu viku um aðlögun að nýjum viðmiðunum á samningstím- anum. „Það er aðlögun á samnings- tímanum þar sem um er að ræða færri menn en nýjar viðmiðanir segja til um. Það var hins vegar ekki í samningstextanum en lá fyrir strax við gerð samningsins og var staðfest sama daginn,“ segir hann. Friðrik gagnrýnir þá umræðu sem orðið hefur um að sjómenn lækki í launum vegna þessara ákvæða. Grundvallaratriðið sé að langflestir hækki þegar fækkar í áhöfn vegna þess að þá komi ann- aðhvort helmingur eða þrír fjórðu af hlut þeirra sem á vantar í þeirra hlut. „Í einhverjum tilfellum hafa menn verið undir þessum mörkum en þar höfum við þann möguleika að fjölga aftur,“ sagði hann. Aðspurður um þá ákvörðun rík- isstjórnarinnar að setja lög á verk- fallið sagði Friðrik það vera sorg- legt að ekki hefði tekist að ljúka samningum við aðra en vélstjóra. „Þetta tal um að ekki sé hægt að semja við okkur og að við viljum ekki semja er bara hjóm eitt. Við og vélstjórar erum þeir einu sem hafa samið. Ég held að menn hljóti að fara að hætta að hlusta á þetta hjal. Það eru allir hugsandi menn löngu hættir að taka mark á þessu. Hverj- ir voru það sem sömdu og hverjir hafa teygt sig verulega? Það erum við sem höfum samið. Það sýnir að það er hægt að semja við okkur og það eru fleiri sem við gætum náð saman við en það eru einhver félagsleg sjónarmið sem bögglast fyrir mönnum. Ég tel að við getum efnislega samið við til dæmis Skip- stjóra- og stýrimannafélag Norð- lendinga,“ segir Friðrik. Framkvæmdastjóri LÍÚ Getum gengið efnislega frá nýjum samningi STÖÐVUN VERKFALLS SJÓMANNA Í gær fóru fram umræður á Alþingium frumvarp ríkisstjórnarinnar umað stöðva verkfall sjómanna. Ríkis- stjórnin er nú að grípa inn í þessa vinnu- deilu öðru sinni með lagasetningu. Í fyrra skiptið var verkfalli frestað til 1. apríl, sem var rétt ákvörðun á þeim tíma. Verk- fall sjómanna hefur staðið síðan. Sem fyrr strandar á ágreiningi um verðmynd- un fisks og hefur lítið miðað í viðræðum. Í liðinni viku sömdu vélstjórar hins vegar við útgerðarmenn og var sá samningur samþykktur naumlega um helgina. Á laugardag var boðað til þingfundar og tilkynnti ríkisstjórnin að lagt yrði fram frumvarp um að stöðva verkfallið. Samningur vélstjóra hafði þá ekki verið samþykktur. Ríkisstjórnin hafði látið að því liggja að samningsaðilar þyrftu sjálfir að ljúka deilunni. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra sagði í Morgunblaðinu 21. apríl að engin lausn fælist í að setja lög á sjómannaverkfallið og því væru engar fyrirætlanir um inngrip í deiluna af hálfu stjórnvalda. Hann sagði að staða samn- ingaviðræðnanna væri vissulega slæm. Hún kæmi hins vegar ekki sérstaklega á óvart, enda hefði deiluaðilum í þessari at- vinnugrein gengið erfiðlega að semja í gegnum tíðina. Á meðan hefði hlaðist upp fjöldi vandamála. „Nú er hinsvegar kom- ið að því að leysa úr þessum vandamálum og það er deiluaðila að gera það. Málin eru þess eðlis að það er ekki hlutverk stjórnvalda að leysa þessa deilu. Við vilj- um ekki leyfa þeim að hlaupa frá þessu verkefni, allt annað er aðeins að slá vand- anum á frest og gerir málið enn erfiðara síðar meir,“ sagði Árni þá. Ljóst er að með því að setja lög er verið að slá vandanum á frest eins og sjávarút- vegsráðherra hefur sagt og það verður ekki auðveldara að leysa úr honum í næstu umferð. Síðast var til dæmis gripið til þess ráðs að koma á kvótaþingi, en nái frumvarpið fram að ganga í núverandi mynd verður það lagt niður. Þá er ljóst að yfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar um að deiluaðilar yrðu látnir sitja til þrautar að þessu sinni hafa ekki hrifið. Það er vissulega erfitt fyrir stjórnvöld að standa aðgerðarlaus hjá á meðan fiski- flotinn liggur við bryggju og það hefði ekki verið deiluaðilum mikil hvatning til að ljúka samningum hefði ríkisstjórnin frá upphafi sagt að vel kæmi til greina að setja lög. Það eykur hins vegar ekki trú- verðugleika síðar meir að gefa út slíkar yfirlýsingar án þess að fylgja þeim eftir. Á hitt ber þó að líta að eftir mánaðar verkfall er hætt við að Íslendingar fari að missa fótfestu á erlendum mörkuðum, sem erfitt getur verið að ná aftur. Þá myndi það enn torvelda stjórn efnahags- mála á því augnabliki, sem nú er í efna- hagslífinu, ef verkfallið héldi áfram um ófyrirsjáanlegan tíma. Sjómenn hafa mótmælt fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar harðlega, sérstaklega því að gerðardómur, sem skipa skal nái deiluaðilar ekki að semja fyrir 1. júní, skuli taka mið af samningi vélstjóra eins og segir í þriðju grein lagafrumvarpsins. Árni M. Mathiesen sagði í umræðunum á þingi í gærkvöldi að svo kynni að vera að of langt væri gengið í frumvarpinu og lagði því fyrir sjávarútvegsnefnd að hún kannaði ákvæði varðandi leiðbeiningar til gerðardóms. Kvaðst hann þar hafa tekið tillit til gagnrýni bæði þingmanna og sjó- manna. Það er skynsamlegt við svo um- deilda lagasetningu að koma til móts við gagnrýni sjómanna. MEIRA FRJÁLSRÆÐI – MINNA VALD TIL RÁÐHERRA Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Al-þingi frumvarp til breytinga á ákvæðum tollalaga um innflutning á grænmeti og blómum. Frumvarpið er til- komið vegna þeirrar hörðu gagnrýni undanfarið á tollverndina sem innlend grænmetis- og blómaframleiðsla nýtur. Í skýrslum og álitum Samkeppnisstofn- unar um blóma- og grænmetismarkað- inn hefur m.a. komið fram að heildsölu- og dreifingarfyrirtæki á grænmetis- markaðnum hafi misnotað hina opinberu tollavernd, hún hafi stuðlað að því að hækka verð á innlendu grænmeti og að dreifingarfyrirtækin í greininni yrðu ráðandi í innflutningi á grænmeti. Við- brögð neytenda hafa verið hörð og krafa þeirra um afnám tollverndarinnar er skýr. Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar er landbúnaðarráðherra veitt aukið svig- rúm til að fjölga þeim grænmetis- og blómategundum, sem unnt er að flytja inn á lægri tollum eða án tolla. Annars vegar getur ráðherra lækkað eða fellt niður magn- og/eða verðtoll á innflutn- ingi og hins vegar verða tollkvótar, sem ráðherrann hefur til úthlutunar, auknir. Þetta er út af fyrir sig skref í rétta átt og sýnir að ríkisstjórnin bregzt við þeirri rökstuddu gagnrýni, sem sett hef- ur verið fram á núverandi tollverndar- kerfi. Aðgerðirnar ganga hins vegar alls ekki nógu langt. Þær taka ekki á einum stærsta galla þeirra lagabreytinga, sem gerðar voru árið 1995, þegar GATT-sam- komulagið um aukið frjálsræði í inn- flutningi landbúnaðarvara gekk í gildi. Morgunblaðið varaði þá þegar við því hversu mikið svigrúm væri veitt land- búnaðarráðherra til að ákveða tilhögun innflutnings landbúnaðarafurða, í ljósi þess að hann á hverjum tíma hefur alla jafna fremur talið það hlutverk sitt að gæta hagsmuna landbúnaðarins en neyt- enda. Morgunblaðið hefur því lagt til að innflutningsmálum verði skipað með al- mennum lagaákvæðum, sem tryggi sem mest frjálsræði og samkeppni, í þágu neytenda. Slíkt er ekki gert með frum- varpinu, heldur er allt vald lagt í hendur landbúnaðarráðherra og honum falið að meta hvort og hvenær ástæða er til tolla- lækkana. Fyrirkomulagið, sem lagt er til í frum- varpinu, er ekki til þess fallið að skapa traust meðal neytenda, enda hefur Sam- keppnisstofnun gagnrýnt landbúnaðar- ráðuneytið harðlega fyrir það hvernig embættismenn þess hafa haldið á fram- kvæmd tollamálanna og úthlutun inn- flutningskvóta. Sýnt hefur verið fram á að ráðuneytið hafi dregið taum hags- munaaðila í landbúnaði á kostnað neyt- enda, og m.a. látið óátalið augljóst sam- ráð innflytjenda um tilboð í tollkvóta fyrir blóm. Álit og áskoranir Samkeppn- isstofnunar til landbúnaðarráðuneytis- ins, þar sem hvatt hefur verið til afnáms núverandi haftakerfis, hafa til þessa mætt takmörkuðum skilningi. Eina leiðin til að neytendur treysti því að hagsmunir þeirra séu í fyrirrúmi er að tollarnir verði felldir niður eða lækk- aðir verulega með lögum, skömmtunar- kerfi tollkvótanna afnumið og innlend grænmetis- og blómaframleiðsla fái eðli- lega samkeppni frá útlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.