Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐARI helmingi 20. aldarinnar hafa fáar stjörnur skinið skærar á himni kvikmyndanna en Jerry Goldsmith. Vafamál hvort nokkur tónlistarmaður hefur sett jafn sterkan svip á tímabilið og hann. Fáeinir eru á svipuðum slóðum en spurning hvort einhver þeirra hef- ur haldið þeim háa gæðastaðli sem einkennt hefur feril hins rösklega sjötuga snillings. Hinsvegar er óhætt að fullyrða að enginn er jafn eljusamur í stéttinni, afköstin með ólíkindum. Goldsmith hefur jafnan verið lítið fyrir sviðsljósið, til skamms tíma fátt um hann vitað og varla til mynd af manninum á öllu netinu! Goldsmith hefur unnið sína vinnu af einstakri fagmennsku í meira en hálfa öld, samið tónlist við allar kvikmyndategundir. Kvik- myndirnar sem hann hefur samið tónlist við, halla á þriðja hundr- aðið, sjónvarpsmyndir og -þættir um 50. Þá hefur hann starfað sem hljómsveitarstjóri við upptökur um 30 kvikmynda og tónsmíðarnar skipta þúsundum. Goldsmith er áræðinn frumkvöð- ull og notaði hljóðfæri sem aðrir höfðu talið óhugsandi við kvik- myndatónsmíðar. Þá hefur hann beitt persónulegri, markvissri hljóðfæranotkun og ögrandi stefj- um í átakaatriðum. Sú tónbeiting er hans eigið vörumerki og kemur einstaklega vel fram í L.A. Confid- ential (’97). Goldsmith var tilnefnd- ur til Óskarsverðlaunanna (og Golden Globe) fyrir sinn ágæta þátt, en hafði ekki erindi sem erf- iði. Það er með ólíkindum að þessi yfirburðamaður, sem hefur verið tilnefndur í ein 18 skipti, og það að verðleikum, hefur aðeins einu sinni hlotnast heiðurinn. Árið 1976 féll Óskarinn honum í skaut fyrir meistaraverkið The Omen. Tónskáldið er innborinn Los Angeles-búi, fæddur 1929. Stund- aði klassískt nám í píanóleik og tónsmíðum, áður en hann fór í læri hjá goðsögninni Miklos Rosza í kvikmyndatónlist við UCLA. Hef- ur hinn sögufrægi lærimeistari og kvikmyndatónskáld haft greinileg áhrif á tónsmíðar Goldsmiths. Að námi loknu, um 1950, tóku við störf hjá tónlistardeild CBS-sjónvarps- netsins, þar sem velgengni Gold- smiths hófst með tónsmíðum við marga, gamalkunna sjónvarps- þætti á borð við Wanted Dead or Alive (með Steve McQueen), Guns- moke, Perry Mason og Twilight Zone. Allir sýndir í gamla góða Kanasjónvarpinu á sínum tíma. Leiðin að lokatakmarkinu, kvik- myndunum, var að greiðast. Fyrstu hljóðrásirnar sem Gold- smith er skrifaður fyrir er í Don’t Bother To Knock (’52), og Black Patch (’57). Tónlistina samdi hann á meðan hann var enn á mála hjá CBS. 1960 verða þáttaskil, þegar kvikmyndatónlistargoðsögnin Al- fred Newman réð hann til sín. Upphófst einkar frjótt tímabil með Lonely are the Brave (’62) (eft- irminnileg mynd frá tímum Skúla- götubraggans, með Kirk Douglas í aðalhlutverki kúreka, sem orðinn er tímaskekkja á tímum hrað- skreiðra bíla, hraðbrauta og ann- arrar nútímatækni miðrar 20. ald- arinnar). Sama ár hlaut Goldsmith sína fyrstu Óskarsverðlaunatil- nefningu, fyrir Freud. Tveimur ár- um síðar flytur hann sig að mestu leyti yfir til 20th Century Fox, þar sem hann hefur verið meira og minna viðloðandi síðan. Newman var þar lengst af starfsæfinni, innsti koppur í búri, með árangri sem tæpast verður jafnaður. Goldmith byrjaði að gera garð- inn frægan hjá Fox með tregafullri tónlist í The Stripper (’63), Rio Conchos (’64), Von Ryan’s Express (’65). Var það besta í endurgerð vestrans Stagecoach (’66), og var gjörsamlega ómissandi þáttur í klassíkinni Apaplánetunni – Planet of the Apes (’68), sem færði tón- skáldinu hans þriðju Óskarstil- nefningu. Goldsmith setti svo sann- arlega sinn blæ á kvöldstundirnar í Nýja bíói á löngu tímabili, einsog fram kemur í upptalningunni að neðan. Ekki síst í verkum á borð við The Blue Max (’66), Patton (’70), enn minnist maður óhugnað- arins í The Mephisto Waltz (’71), sem var skáldinu góð æfing fyrir meistarastykkið The Omen. Á áttunda áratugnum var Gold- smith út um alla borg, afkastamik- ill vinnuhestur sem aldrei sló af þeim miklu kröfum sem hann gerði til sjálfs sín. Samdi þó tónlist við rösklega fimmtíu myndir á þessum tíu árum! Tónsmíðarnar hlutu und- antekningarlítið frábæra dóma og færðu höfundi sínum m.a. 6 Ósk- arstilnefningar. Eftirminnilegust er The Omen, þar sem „Ave Sat- ani“ og „Killer’s Storm“, ber hæst. Ekki heppileg tónlist fyrir svefn- inn, hvað myrkfælna snertir! Milli þungra og ógnvekjandi tónanna berast náhljóð og neyðaróp for- dæmdra úr neðsta víti. Tvímæla- laust ein áhrifaríkasta tónsmíð allrar kvikmyndasögunnar. Hin rösklega 50 tónverk voru samin fyrir nánast allar gerðir kvik- mynda, m.a. færði Goldsmith út kvíarnar og gerði magnaða tónlist við nokkrar skáldsögulegar myndir á borð við Star Trek: The Motion Picture og Alien (báðar gerðar ’́79). Síðustu tvo áratugi síðustu aldar samdi Goldsmith að jafnaði tónlist við tvær kvikmyndir á ári. Af öll- um gerðum og stærðum, sem fyrr. Sjaldan hefur honum tekist betur upp en í melódískum og djöss- uðum átökum við rökkurtóna L.A Confidential, myndar Curtis Hanson um spillingu, ástir og óhamingju í borg engl- anna á fimmta áratugnum. Ómenguð snilld hjá hinu, þá hart- nær sjötuga stórskáldi. Fjöldi tónlistargagnrýnenda völdu þetta sköpunarverk hans á meðal bestu tónsmíða ársins og Goldsmith vann hylli nýrrar kynslóðar kvikmynda- húsagesta. Ári síðar gerði Goldsmith frábæra hluti í teiknimyndinni Mulan og 1999 átti hann engu síðri tónlist í hinni feykivinsælu Mummy. Goldsmith getur sannarlega sagt, allt sé sjötugum fært, þessi fjölhæfi snillingur er óhagganleg sönnun að þau afdrifaríku tímamót í lífi flestra vinnandi manna þurfa ekki að vera merkjanleg hvað list- ræna sköpun snertir, annars stað- ar en í lagabókum. Í ár á þessi heiðursmaður tónlistina í einum þrem myndum, þannig að hann er ekkert að leggja árar í bát. Þær eru rómuð mynd Nýsjálendingsins Lee Tamahori, Along Came a Spider, með Morgan Freeman; The Castle, með Robert Redford og James Gandolfini, og Domestic Disturbance, með John Trav- olta og Steve Buscemi, en myndin er nýjasta verk annars, góðkunningja bíógesta, Harolds Becker. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson JERRY GOLDSMITH Brendan Fraser (í miðið) í The Mummy (1999). Jerry Goldsmith semur tónlistina við þessa gríðarvinsælu mynd. Harvey Stephens sem Damien í myndinni Omen (1976). Fyrir tónlistina við þá mynd fékk Goldsmith Óskarsverðlaun. ALÞJÓÐLEGA teiknimyndasafnið, sem staðsett er í Florida, er nú til- neytt til að selja marga af hornstein- um safnsins, í því skyni að forða sér frá skuldum. Á meðal muna er teikn- ing af Mikka mús frá 1928, sem er fyrsta teikningin sem gerð var af þessari heimsfrægu mús. Teikningin er metin á allt að 362 milljónir ís- lenskra króna. Meira en 600 hlutir verða boðnir upp en safnið á yfir 200.000 hluti sem tengjast sögu og þróun teiknilistarinnar á einn eða annan hátt. Safnið hefur eðlilega verið gagn- rýnt vegna þessa og sagt ganga í ber- högg við hlutverk sitt – að hýsa ómet- anlega muni er tengjast sögu teiknimyndanna. Mort Walker, stofn- andi safnsins, svaraði því hins vegar til að þetta væri eina færa leiðin ef halda ætti starfseminni gangandi. Mikki á uppboð Að þessu sinni verður brugðið útaf vananum. Í stað þess að taka fyrir þrjár af bestu mynd- um listamannsins verða þær taldar upp, í tímaröð, þær myndir þar sem tónlist hans hefur notið sín hvað best og eft- irminnilegast. Þannig gefst les- endum einnig kostur á að sjá breiddina og umfangið í verkum tónskáldsins. Lonely Are The Brave (’62) The Stripper (’63) Liljur vallarins – Lillies Of The Field (’63) Sjö dagar í maí – Seven Days In May (’64) Rio Conchos (’64) Von Ryan’s Express (’64) The Blue Max (’66) The Sand Pebbles (’66) Seconds (’66) The Flim-Flam Man (’67) The Detective (’68) Apaplánetan – Planet Of The Apes (’68) Patton (’70) The Mephisto Waltz (’71) The Other (’72) The Culpepper Cattle Company (’73) Papillion (’73) Chinatown (’74) The Wind And The Lion (’75) Logan’s Run (’76) The Omen (’76) Coma (’78) The Boys From Brazil (’78) Alien (’79) Outland (’81) Poltergeist (’82) Rambo – First Blood (’82) Twilight Zone: The Movie (’83) Gremlins (’84) Hoosier’s (’86) Innerspace (’87) Total Recall (’90) Basic Instinct (’92) Alien 3 (’92) The River Wild (’94) Powder (’95) The Ghost And The Darkness (’96) L.A. Confidential (’97) The Edge (’97) Mulan (’98) The Mummy (’99) Jerry Goldsmith (f. 1929) hefur samið kvikmynda- tónlist í meira en hálfa öld og er hvergi af baki dottinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.