Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ A ftur steinlágum við á Parken. Sárið eftir 14:2 leikinn var um það bil gróið og þá ríður þetta yfir, síð- asta sætið í Evróvisjón ásamt Norðmönnum! Verra gat það eig- inlega ekki verið. Þetta er aug- ljóslega óheillastaður, nánast eins konar Bláturn lýðveldistímans; þarna hafa Íslendingar lotið hvað lægst í fyrrverandi höfuðborg sinni. En við þessu var ekkert að gera, ekkert frekar en í tap- leiknum sögulega. Lagið var ágætt eins og liðið forðum, aðstæður voru bara ekki hag- stæðar. Evr- ópubúar kusu frekar gamaldags fönkslagara í stíl áttunda áratugarins en fram- sækið íslenskt popp, eins og for- maður íslensku sendinefndarinnar benti á í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Við getum líka huggað okkur við að Danir þurftu að lúta í gras fyrir Eistum á endasprettinum. Sigur Eista var líka á vissan hátt sigur okkar því Björgvin Hall- dórsson var í nefndinni sem valdi keppnislag Eistlands. Að vísu líta Danir einnig á sig sem eins konar sigurvegara keppninnar, ef marka má við- brögð dönsku blaðanna. Þetta var stærsta Evróvisjónkeppnin sem haldin hefur verið hingað til, hún var í stærstu byggingunni, fjöl- sóttust og dýrust. Danir eru líka þeir einu sem hafa grætt á keppn- inni og segir það kannski meira um danskt hugvit en margt annað. Þetta var mikill sigur fyrir Danska sjónvarpið, segir í blöð- unum; 2.667.000 danskir áhorf- endur fylgdust með útsending- unni en svo margir hafa aldrei horft á danska ríkissjónvarpið í einu. Áður átti kvikmynd Olsen- gengisins frá 1995 metið og und- anúrslitaleikur Dana og Hollend- inga á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu árið 1992 var í öðru sæti. (Skyldu Danir hafa áhyggjur af menningarástandi í landinu slétta þegar þeir sjá þessar tölur um vinsælasta sjónvarpsefnið?) Að vanda voru göturnar líka tómar hér heima. Annað sjón- varpsefni nýtur varla meiri vin- sælda meðal íslenskra áhorfenda. Ástæðan er vitanlega fyrst og fremst sú að þetta er gott sjón- varpsefni en einnig er þetta mikla áhorf til vitnis um yfirgengilega sjónvarpsmenningu hérlendis (sem hefur vissulega orðið mönn- um tilefni til vangaveltna um menningarástand í landinu hrjúfa). Þeir sem verið hafa á meginlandinu á Evróvisjóndegi vita að keppnin hefur ekki þann sameiningarkraft í Evrópu sem ætla mætti af áhuganum hér. Sér það einhver fyrir sér að götulíf í París eða Madríd eða Berlín eða Róm eða Prag eða einhverri ann- arri evrópskri borg (að Kaup- mannahöfn undanskilinni) taki stakkaskiptum meðan á þessari sjónvarpsútsendingu stendur? Keppnin hefur hins vegar löngum endurspeglað bæði menn- ingarlegt og pólitískt ástand í álf- unni. Allt fram á síðustu ár hefur hún borið þess glöggt vitni hvern- ig Evrópa hefur af veikum mætti reynt að sporna við áhrifum eng- ilsaxneskrar popp- og rokkmenn- ingar. Gríðarmikil hljómsveit með klassískri hljóðfæraskipan var iðulega staðsett á miðju sviðinu allt þar til á síðasta áratug. Hljóm- sveitin skipaði heiðurssess í bæði útliti og hljómi keppninnar. Hljómsveitarstjórar frá hverju landi útsettu lag viðkomandi þjóð- ar fyrir hljómsveit þessa. En þrátt fyrir mismunandi stjórnendur léði klassísk hljóm- sveitin öllum lögunum sama Evr- óvisjónhljóminn. Og það var í raun sama hvað menn reyndu að finna rokkaða hljómasetningu með þessari hljómsveit, alltaf voru lög- in sömu blóðlausu bastarðarnir – hver man ekki eftir strengjanæð- ingnum í intrói Gleðibankans. Að vísu er hljómurinn enn keimlíkur í öllum lögum keppn- innar þrátt fyrir að hljómsveitin sé farin úr gryfjunni, en það er hljómur alþjóðavæddrar popp- menningar. Sem tónlistar- viðburður er keppnin fyrir vikið jafn óáhugaverð eftir sem áður þótt hún gefi ef til vill örlítið rétt- ari mynd af því sem er að gerast í poppinu. Einnig hefur mátt lesa í póli- tískt landslag álfunnar í atkvæða- greiðslunni. Eftir að stigagjöfin var færð úr höndum til þess skip- aðra nefnda á vegum hverrar sjónvarpsstöðvar töldu flestir að nágrannar og pólitískir sam- ferðamenn myndu hætta að gefa hver öðrum stig, fjöldinn myndi láta smekkinn ráða ferð. En sú hefur ekki orðið raunin; almenn- ingur virðist ekki síðri nágranni en opinbert skipaðir nefnd- armenn, og pólitískari ef eitthvað er. Hugsanlega má einnig lesa póli- tískt og menningarlegt eða hug- arfarslegt ástand Evrópu út úr textum Evróvisjónlaganna. Blaða- maður danska blaðsins Politiken segist greina einhverjar áherslu- breytingar í textum þessa árs. Síðasta ár sungu Olsenbræður um vængi ástarinnar en í ár var eitt af aðalþemum söngvanna ástaraunir og einsemd, segir blaðamaðurinn. Telur hann norska lagið, „On my own“, og hið hollenska, „Out on my own“, til merkis um að ein- semd plagi evrópskan ungdóm um þessar mundir. Þegar á allt er litið er þetta þó sami grautur í sömu skál. Annars virtust textar ekki skipta meginmáli í lögum ársins, og kannski var Angel skýrasta dæmi þess sem greinilega hefði allt eins mátt heita Birta. Hrak- farir Two Tricky (en ég hef enn ekki fengið neinn botn í hljóm- sveitarnafnið) eru þó ekkert áhyggjuefni. Ekki man ég betur en Jónas hafi legið kylliflatur í Köben og lifir hann þó enn meðal þjóðarinnar. Kylliflöt í Köben En við þessu var ekkert að gera, ekkert frekar en í tapleiknum sögulega. Lagið var ágætt eins og liðið forðum, að- stæður voru bara ekki hagstæðar. Evr- ópubúar kusu frekar gamaldags fönk- slagara í stíl áttunda áratugarins en framsækið íslenskt popp. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is VIÐHORF fólks fram á síðustu ár var gjarnan að lengi tekur sjórinn við. En umgengni við hafið hefur sem betur fer breyst. Ekki er lengur leyft að rusli sé hent fyr- ir borð né skipsflökum sökkt í sæ. Og fjörurnar eru hreinni. Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær. Það er hinsveg- ar staðreynd að þjóðir heims hafa flotið sofandi að feigðarósi hvað meng- un hafsins varðar og við erum á mörgum sviðum farin að finna til skulda- daganna. Þessi mál og önnur á umhverf- issviði voru rædd á Þemaráðstefnu Norðurlandaráðs í mars sem vakti mjög til umhugsunar um hvert stefnir með mengun á láði og í legi. Áætlanir um úrbætur eru metnað- arfullar og nú er spurningin hvort þeim verður fylgt hvað sem það kostar. Skoðum nokkur dæmi Fyrir fáum árum átti ég þess kost ásamt fleiri þingmönnum að heimsækja Svalbarða og þar bauðst okkur að sitja fundi vísinda- manna sem voru í sömu ferð. Eitt af því sem kom illa við okkur voru upplýsingar um hve margir tví- kynja ísbjarnarhúnar væru farnir að fæðast. Orsökin var talin aukin mengun m.a. PCB efni sem berast í háloftunum frá iðnaðarríkjum Evr- ópu og falla í hafið þegar þau ber- ast inn í kuldaskilin og þannig í líf- keðjuna. Þetta er sama kenning og höfð hefur verið uppi um aukið magn þessara sömu efna í brjósta- mjólk kvenna í Færeyjum og á Ís- landi. Á síðasta ári fékk svo kallað Bellini verkefni – norskir umhverfissinnar – umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Verðlaunaverkefnið var kynnt hér í Norræna húsinu í vetur. Þrátt fyrir að hafa fylgst með um- ræðu um mengun og kjarnorkuúr- gang varð manni illa við. Í myndum og texta fengum við að sjá meðferð hættulegra efna á fjarlægum slóðum sem eru þó svo nærri að þau geta ef ekki verður að gert valdið skaða í okkar eigin umhverfi. Fáa kíló- metra frá strönd Barentshafsins mátti sjá illa varinn kjarnorkuúr- gang sem ógnar verðmætum fiski- miðum. Fyrr á þessu vori bárust fregnir af mengun í þörungagróðri við Noregsstrendur. Norðmenn höfðu alvarlegar áhyggjur af því að þessir eitruðu þörungar ollu usla í fiskeld- inu, til dæmis drapst eldislax í stórum stíl. Menn óttuðust að allt fiskeldi meðfram suður- og vest- urströnd Noregs væri í hættu. Tal- ið var að skaðinn gæti verið af völd- um svokallaðs ballestvatns sem losað er úr tönkum flutningaskipa sem koma frá fjarlægum slóðum. Í ballestvatninu er að finna framandi lífrænar tegundir sem eiga upp- runa sinn á fjarlægum slóðum. Ráðherranefnd Norðurlandaráðs er reyndar með rannsóknarverk- efni í gangi þar sem afleiðingar los- unar ballestvatns eru kannaðar. Og nú í apríl var haft eftir haf- rannsóknarmönnum við Hafrann- sóknarstofnunina í Bergen að geislavirkur úrgangur finnist nú alla leið til Svalbarða og hætta sé á að senn mælist hann bæði við Rússland og Grænland. Vísað er til rannsóknar sem Hafrannsóknar- stofnunin gerði á tíunda áratugnum og sýnir að Sellafield er stærsta uppspretta geislavirks úrgangs í sjó. Hætta er á að úrgangurinn dreifist til eldissvæða fisks í Bar- entshafi og „losun tecnetium varð- ar öll ríki sem liggja að Norðursjó“ segja sérfræðingarnir. Barentshafið mitt Áður voru Barentshaf og Norð- ursjór langt í burtu. Umgengnin við strendur þeirra var á ábyrgð annarra. Ekki lengur. Geislavirkur úrgangur við strendur Barentshafs lendir fyrr eða síðar í okkar lífríki. Þessvegna er Barentshaf á okkar ábyrgð. Samvinna og samábyrgð þvert á landamæri er það eina sem dugir ef afstýra á alvarlegum um- hverfisspjöllum. Rannveig Guðmundsdóttir Mengun Geislavirkur úrgangur við strendur Barents- hafs lendir fyrr eða síð- ar í okkar lífríki, segir Rannveig Guðmunds- dóttir. Þess vegna er Barentshaf á okkar ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Reykjaneskjördæmi. Hafstraumar án landamæra EFTIR öryrkja- dóminn tilkynnti ríks- isstjórnin að fyrir miðjan apríl myndi hún bæta kjör þeirra lífeyrisþega sem verst væru settir. Nefnd á vegum for- sætisráðherra átti að endurskoða almanna- tryggingalögin, ein- falda þau og samræma til hagsbóta fyrir líf- eyrisþega. Ekki var nú staðið við loforðin fögru. Tæpum mánuði síðar en lofað var birtist frumvarpið langþráða, sem miklar væntingar voru bundn- ar við. Þar kom fram hið rétta eðli ríkisstjórnarinnar. Enn er öldruð- um og öryrkjum skammtað úr hnefa. Kjarabótin er minni en ef staðið hefði verið við gildandi lög. Engin kjarabót til fatlaðra á vernduðum vinnustöðum Áður en frumvarpið var lagt fram var blásið í lúðra og nýr heil- brigðisráðherra kynnti niðurstöðu nefndar forsætisráðherra. Kerfið sem átti að einfalda er nú að verða enn flóknara samkvæmt tillögunum og illskiljanlegt þorra fólks. Vinnuletjandi áhrif í lífeyris- tryggingum á nú að minnka gagn- vart öryrkjum, með því að 40% tekna þeirra eru teknar til hliðar áður en skerðing tekjutryggingar hefst, en hún er aðeins einn bóta- flokkur af nokkrum sem lífeyris- greiðslurnar samanstanda af. Nýi bótaflokkurinn, tekjutryggingar- aukinn, sem öll kjarabótin kemur á, skerðist því vegna heildartekna. Hann er án frítekjumarks og skerð- ist um 67% af öllum tekjum lífeyrisþegans. Þetta þýðir t.d. að þeir fötluðu öryrkjar sem vinna á vernduðum vinnustöðum fá enga kjarabót. Sama á við um öryrkja sem hafa um 15-30 þúsund krónur á mánuði úr líf- eyrissjóði. Þessar lágu tekjur skerða bóta- flokkinn þannig að hann fellur alveg niður og kjarabótin þar með. Sú staðreynd gerir tvö meginmarkmið laga- setningar ríkisstjórn- arinnar hjákátleg, þ.e. að bæta kjör þeirra verst settu og vera vinnuhvetjandi fyrir öryrkja. Fríar ekki ríkisstjórnina frá frekari hækkun Vissulega er verið að auka fé til almannatrygginganna um 1 millj- arð og 350 þúsund krónur á ári. Líf- eyrisþegar munu greiða skatt af þessu svo að upphæðin er í raun mun lægri. Það vantar eftir breyt- inguna 2000 krónur upp á að verst setti lífeyrisþeginn sem býr einn fái þá upphæð sem hann hefði í dag ef ríkisstjórnin hefði staðið við gild- andi lög um að bætur fylgi launaþróun. Frá því að ríkisstjórn Framsókn- ar og íhalds tók við hafa bætur ekki fylgt launaþróun. Tekjulægstu líf- eyrisþegarnir greiða nú skatt af sínum lága lífeyri, sem nemur hátt í 75 þúsund krónum á ári. Það er því ljóst að dágóður hluti hækkunar- innar fer aftur í ríkiskassann. Almenn laun á vinnumarkaði hafa hækkað um 6,9% undanfarið, en bætur almannatrygginga aðeins um 4% um áramótin. Ríkisstjórnin hlýtur í ljósi þess að hækka bætur á næstunni. Þessi lagabreyting fríar ríkisstjórnina ekki frá því að hækka tryggingagreiðslur í takt við launaþróun. Það er ekki furða þótt lífeyris- þegar verði fyrir vonbrigðum þegar öll fögru loforðin eru efnd á þennan hátt. Þótt jafnræði með einstaklingum og hjónum eða sambýlisfólki sé aukið og þeir tekjulitlu í síðar- nefnda hópnum fái nú sérstaka heimilisuppbót, svokallaðan tekju- tryggingarauka, sem reyndar skerðist um 67% vegna sameigin- legra tekna, þá sýnir framansagt að enn er verið að skekkja myndina. Lagabreyting í þessa veru er engin kjarabót fyrir hluta hinna verst settu í hópi lífeyrisþega, en fyrir hina telst þetta varla skref fram á við heldur fer ríkisstjórnin hér að- eins fetið. Ríkisstjórnin fer fetið Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Öryrkjar Þetta þýðir að fatlaðir öryrkjar sem vinna á vernduðum vinnustöð- um fá enga kjarabót, segir Ásta R. Jóhann- esdóttir, og ekki heldur öryrkjar sem eru með 15–30 þúsund kr. úr lífeyrissjóði. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.