Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 55 ekki leyfi fyrir henni nema til klukkan þrjú. Tilkynnt var um slagsmál við veit- ingastað í Hafnarstræti. Í eftirlits- myndavélum sást að maður sparkaði tvisvar í höfuðið á öðrum manni eftir að hafa nánast rotað hann. Báðir voru handteknir og árásarmaður vistaður í fangageymslu. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um mann sem var að bera út málverk úr galleríi í austurborginni. Hinn grunaði var handtekinn með þrjú málverk. Um hádegi á laugardag var til- kynnt um innbrot í sumarbústað austast í Mosfellsbæ. Það hafði átt sér stað fyrri hluta þessa mánaðar. Allt var brotið sem hægt var að brjóta innandyra og tveir gluggar brotnir. Innbrotsþjófar höfðu setið þarna að drykkju og dvalið í bústaðnum. Þá kviknaði í eldhúsinnréttingu í Húsahverfi. Einhver á heimilinu hafði kveikt á eldavélinni en ofan á henni voru dagblöð og kviknaði í þeim. Minni háttar skemmdir urðu á eld- húsviftu og innréttingu. MIKILL erill var hjá lögreglu um helgina við að sinna ýmiss konar mál- um. Tilkynningar um hávaða utan- og innandyra og ónæði voru 39 um helgina, flestar aðfaranótt sunnu- dags. Um helgina voru 20 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur en 46 grunaðir um hraðakstur, m.a. í Hval- fjarðargöngum. Lögreglu var til- kynnt um 42 umferðaróhöpp þar sem eignatjón varð og 19 bifreiðar voru stöðvaðar vegna nagladekkja. Á föstudag sást til bifreiðar þar sem farþegi, 11 ára barn, var hálfur út um glugga og ekki í öryggisbelti. Ökumaður notaði heldur ekki örygg- isbelti og voru tvö dekk bifreiðar negld. Er bifreiðin var stöðvuð hlupu út úr henni tveir hundar sem náðust þó fljótlega. Ökumaður var skilríkja- laus og án ökuréttinda. Þá reyndist ekki leyfi fyrir hundunum og lentu þeir í umsjá heilbrigðiseftirlits. Aðfaranótt laugardags var gerð sérstök leit að ölvuðum ökumönnum og 2–300 bifreiðar stöðvaðar. Einn ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og annar reyndist sviptur öku- réttindum. Á laugardagskvöld urðu lögreglu- menn varir við bifreið sem ekið var á 177 km hraða á Vesturlandsvegi í Kollafirði. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var fylgt eftir upp í Mosfellsdal en þar hlupu öku- maður og farþegi úr bifreiðinni. Þeir náðust á hlaupum skömmu síðar. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Grettis- götu og Vitastígs. Bifreið tjónvalds var ekið strax í burtu af vettvangi. Ökumaður hennar fannst síðar og var ekki ölvaður. Klukkan 04.48 var ekið á tvo gang- andi vegfarendur á malargangstíg við Varmárskóla og stungið af. Þeir reyndust ekki alvarlega slasaðir, ann- ar marinn og tognaður á hægri fót- legg en hinn á vinstri. Ökumaður var handtekinn á heimili sínu nokkru síð- ar og grunaður um ölvun við akstur. Einnig var talin ástæða til að skoða ástand bifreiðarinnar. Kappakstur olli deilum Á Hafravatnsvegi var óskað að- stoðar aðfaranótt laugardags en til- kynnandi sagði að sér væri veitt eft- irför á tveimur bifreiðum. Þetta reyndist upphaflega hafa verið kapp- akstur á milli félaga á þremur bifreið- um sem síðan varð að einhverskonar ágreiningi og úr varð eftirför. Akstur allra var stöðvaður og rætt við þá. Að því loknu fór hver sína leið og þau leiðindi sem upp höfðu komið eru af- greidd. Þá tilkynnti öryggisvörður um menn sem voru að kasta af sér þvagi utan í bandarísku sendiráðsbygg- inguna en tveir klifruðu síðan upp á anddyri byggingarinnar og slitu nið- ur ameríska þjóðfánann. Þrír menn voru handteknir og færðir á stöð og var einn þeirra settur í fangageymslu. Allir voru mennirnir ölvaðir. Klukkan 05:05 kom í ljós að áfengi var selt á barnum á veitingastað í miðborginni og tvær fáklæddar stúlk- ur dönsuðu og sveifluðu sér í kringum súlu. Skemmtunin var stöðvuð enda Síðdegis á laugardag var tilkynnt um tvo ölvaða og blóðuga menn á gangi í Ármúla. Voru þarna á ferð Arsenal-aðdáendur sem höfðu verið á veitingahúsi að horfa á bikarúrslita- leik. Þeir höfðu lent í útistöðum við Liverpool-aðdáendur og voru lítils háttar skornir á hendi. Þeim var ekið á slysadeild. Kona datt af hestbaki og slasaðist í Víðidal. Hún var lítils háttar slösuð og var flutt með sjúkrabifreið á slysa- deild. Á laugardagskvöld var tilkynnt um mann sem fallið hafði af hestbaki í Mosfellsdal. Hann mun hafa fundið til eymsla í baki og höfði og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Seint á laugardagskvöld var til- kynnt um að tveir menn hafi brotið upp hurð á íbúð í austurborginni og ráðist að húsráðendum. Einnig reyndu þeir að ráðast inn í íbúð á hæðinni fyrir neðan og réðust þar að húsráðanda. Mennirnir fundust ekki. Rétt fyrir klukkan eitt aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um mikinn reyk og eldglæringar við skemmurn- ar þar sem fornbílaklúbburinn er með aðstöðu á Esjumelum. Slökkviliðið fór á staðinn og slökkti eld í þremur bílflökum. Nokkru síðar var kvartað vegna fótboltaleiks í Skipasundi en menn voru þar að sparka boltanum ítrekað í bifreiðir í götunni. Allt var yfirstaðið þegar lögreglu bar þar að og ekkert að sjá. Þá var tilkynnt um fimm pilta að sparka í bíl í Seljahverfi og fylgdi lýs- ing á einum þeirra. Reyndist sá vera eigandi bílsins. Sjúkrabíll var sendur að veitinga- húsi í miðborginni vegna slagæðar- blæðingar. Þar hafði stúlka dottið á glerbrot og skorist illa á hægri fram- handlegg. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Á sunnudagsmorgun stökk maður í sjóinn við Ingólfsgarð. Maðurinn var kominn á þurrt er lögreglan kom á staðinn og var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabifreið. Um tíuleytið var laus eldur í þvottavél í Hvassaleiti. Slökkvilið fór á staðinn. Skemmdir urðu af völdum reyks og þvottavélin er ónýt. Um hádegið var tilkynnt um eld í sumarbústað við Skammadalsveg. Slökkviliðið fór á vettvang ásamt lög- reglu.Eldurinn kom upp í þaki bú- staðarins í kringum rör sem liggur frá ofni. Minni háttar skemmdir urðu á bústaðnum, enginn var í hættu. Þá var tilkynnt um þjófnað á vönd- uðu golfsetti úr íbúð. Sonurinn á heimilinu hafðu haldið þarna fjöl- mennt samkvæmi í fjarveru foreldra sinna og hafði golfsettið horfið á með- an gleðskapurinn stóð yfir. Ekki náð- ist tal af syninum þar sem hann hafði lítið sést heima hjá sér eftir að for- eldrarnir komu heim. Úr dagbók lögreglunnar Margar tilkynningar vegna hávaða að- faranótt sunnudags 11.–13. maí ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.