Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 44
SKOÐUN 44 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FYRRI grein undir sama heiti var fjallað um hvernig tilflutning- ur á aflaheimildum hef- ur haft áhrif á bú- setuþróunina undan- farin misseri. Í þessari grein verður reifað hvernig auknar skuldir í sjávarútvegi, m.a. vegna kaupa á afla- heimildum, hafa leitt til lægri launa í fiskvinnslu í samanburði við laun í öðrum atvinnugreinum. Þetta hefur leitt til versnandi stöðu fisk- vinnslunnar í sam- keppni við aðrar at- vinnugreinar um vinnuafl með þeirri afleiðingu að Íslendingar sækja síður í störf við fiskvinnslu. Frá árinu 1995 til 1999 aukast heildartekjur í sjávarútvegi um 15% en skuldir um 59%. Í krónum talið aukast tekjur úr 123 milljörðum kr. árið 1995 í 141 milljarð kr. árið 1999, eða um 18 milljarða. Á sama tíma aukast skuldirnar úr 94 milljörðum kr. í 148 milljarða kr., eða um 54 milljarða. Á einu ári, þ.e. á milli ár- anna 1999 og 2000, jukust skuldirnar um 24 milljarða kr. og voru orðnar í árslok 2000 173 milljarðar kr. Allt á verðlagi hvers árs. Á þessu tímabili á sér stað veruleg- ur tilflutningur aflaheimilda milli landshluta og einstakra byggðarlaga, þ.e. á tímabilinu frá 1995 til 2000. Til- flutningurinn fer vaxandi eftir því sem nær dregur í tíma. Ekki liggur fyrir hverjar tekjur voru í sjávarútvegi á sl. ári. Ef gert er ráð fyrir að tekjurnar hafi verið um 150 milljarðar kr. árið 2000 voru skuld- irnar orðnar 115% af heildartekjum ársins 2000, þ.e. skuldir 173 milljarðar kr. saman- borið við 150 milljarða kr. tekjur. Þetta þýðir að skuldir í sjávarút- vegi eru orðnar hærri en heils árs heildar- tekjur í greininni, sem nemur 15% stigum samanborið við að þær voru 76% af heildar- tekjum árið 1995. Þetta hlutfall er enn hærra ef eingöngu eru skoðaðar útflutningstekjur sjávaraf- urða. Á árunum 1995 til 1999 hefur hagnaður af reglulegri starfsemi hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, sem hlut- fall af rekstrartekjum, lækkað úr 3% árið 1995 í 2,7% árið 1999. Hagnaður- inn fer úr 3,6 milljörðum kr. árið 1995 í 3,8 milljarða kr. tap árið 1999. Hagnaður af reglulegri starfsemi versnar um 7,4 milljarða kr. á þessu tímabili. Þrátt fyrir að mikil hagræðing hafi átt sér stað í greininni, sem m.a. ann- ars hefur leitt til þess að störfum hef- ur fækkað um 1.330 á síðustu miss- erum, hefur rekstrarafkoman farið versnandi sem rekja má að stærstum hluta til aukinna skulda. Viðskipti með aflaheimildir skýra að hluta þessa auknu skuldsetningu í sjávar- útvegi. Þannig hefur þróunin verið hvað varðar skuldir og hagnað af reglu- legri starfsemi í sjávarútvegi á sama tíma og kvótaviðskipti hafa verið hvað mest. En hvað þá með áhrifin á byggðirnar? Hlutur hráefnis og launa í fiskvinnslu Með hliðsjón af stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum er ljóst að ekki er hægt að velta aukn- um útgjöldum í sjávarútvegi yfir á verð fiskafurða á erlendum mörkuð- um. Það er að segja, ef fiskverð frá útgerð til vinnslunnar hækkar getur verkandinn ekki hækkað verðið á er- lendum mörkuðum. Hann verður að bera þessa hækkun sjálfur, m.a. með því að draga úr framleiðslukostnaði, nema til komi hagstæð gengisáhrif, allt eftir samsetningu efnahagsreikn- inga viðkomandi fyrirtækja. Eins og mynd 1 sýnir hefur hrá- efniskostnaður sem hlutfall af tekjum í fiskiðnaði aukist úr 47,7% árið 1989 í 60,3% árið 1996. Nýrri töl- ur eru ekki til. Á sama tíma hefur hlutfall launa af tekjum lækkað úr 21,3% í 16,5%. Laun í sjávarútvegi Verulegur munur er á launum í sjávarútvegi, annars vegar við veiðar og hins vegar við vinnslu í landi. Einnig er nokkur munur á milli þeirra sem vinna í landi. Sú skoðun er nokkuð útbreidd að Íslendingar vilji ekki vinna við fisk. Vegna þess sé svo margt af starfandi fólki við fiskvinnslu með erlent rík- isfang. Heyrst hefur að byggðastefna gangi út á að skapa og/eða bjarga störfum fyrir útlendinga. Eins og mynd 2 sýnir eru laun við fiskveiðar um tvisvar sinnum hærri en meðallaun í öllum atvinnugrein- um. Laun við síldar- og fiskimjöls- vinnslu eru um 40% hærri en með- allaun. Hins vegar voru laun við frystingu, bolfisksöltun og herslu ár- ið 1997 um 84% af meðallaunum í öll- um atvinnugreinum. Frá árinu 1989 fram til ársins 1992 fóru laun við frystingu, bolfisksöltun og herslu sem hlutfall af meðallaun- um í öllum atvinnugreinum hækk- andi. Eftir það hefur hlutfallið farið lækkandi. Það lækkaði úr 96% árið 1992 niður í 84% árið 1997. Af þeim sem vinna við frystingu, söltun og herslu sjávarfangs eru tæp 8% með erlent ríkisfang. Það heyrir til undantekninga að útlendingar starfi við síldar- og fiskimjölsvinnslu, enda laun þar um 40% yfir meðal- launum og starfsmenn eru almennt ekki sendir heim vegna skorts á hrá- efni. Af þeim sem stunda fiskveiðar hef- ur innan við 1% erlent ríkisfang. Af því sem hér hefur verið sagt má ætla að laun og starfsöryggi skipti veru- legu máli, þegar atvinna er valin. Ís- lendinga fýsir að stunda sjómennsku enda eru laun þar há. Sömuleiðis sækja Íslendingar í að vinna við síld- ar- og mjölvinnslu, þar sem góð heildarlaun eru í boði. Áhuginn er ekki sá sami þegar kemur að fisk- vinnslunni, enda eru laun þar vel undir meðallaunum og vinna getur verið stopul með tímabundnum at- vinnuleysisbótum. Á Austfjörðum er lýsis- og fiski- mjölsvinnsla snar þáttur í atvinnulíf- inu, en það sama verður ekki sagt um Vestfirði. Þessi staðreynd ásamt launamun við lýsis- og fiskimjöls- vinnslu annars vegar og við fryst- ingu, bolfisksöltun og herslu hins vegar skýrir hærra hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Vestfjörðum, sem er 6,3%, en á Austfjörðum, þar sem það er einungis 3,2%. Niðurstaða Í þessari grein og í hinni fyrri hafa verið færð rök fyrir því að rekja megi búferlaflutninga af landsbyggðinni til efnahagslegra ástæðna og þar með talið tilflutnings aflaheimilda. Það var könnun á þessu umhverfi, sem skýrslan „Sjávarútvegur og byggða- þróun á Íslandi“ fjallaði um. Annars vegar hefur fólk misst at- vinnu og hins vegar hafa laun við fiskvinnslu ekki staðist samkeppni við aðrar atvinnugreinar. Þetta hefur m.a. leitt til þess að laun almennt á landsbyggðinni hafa lækkað miðað við laun á suðvesturhorni landsins. Á sama tíma og þetta hefur verið að gerast á landsbyggðinni hefur höf- uðborgarsvæðið kallað á fólk vegna skorts á vinnuafli og hárra launa. Það er eins með tilflutning á afla- heimildum og samdrátt í fiskvinnslu, hvar sem slíkt kann að eiga sér stað, að áhrifin eru þau sömu og þegar dregur úr rekstri fyrirtækja eða þeim er jafnvel lokað í öðrum at- vinnugreinum. Störfum fækkar í við- komandi byggðarlagi eða byggðar- lögum. Það sama á við atvinnugreinar, þar sem laun eru lág, fólk sækir í störf, þar sem laun eru hærri. Afleiðingin er að það dregur úr umsvifum í viðkomandi byggðarlög- um, m.a. með því að öðrum tengdum störfum fækkar, sem síðan leiðir til enn frekari samdráttar og versnandi ástands í þeim byggðum landsins sem hlut eiga að málum. Heimildir eru fengnar úr Atvinnu- vegaskýrslum, Þjóðarbúskapnum. Framvindan 2000 og horfur 2001, og frá Seðlabanka Íslands. Haraldur L. Haraldsson Annars vegar hefur fólk misst atvinnu, segir Haraldur L. Haralds- son í síðari grein sinni, og hins vegar hafa laun við fiskvinnslu ekki staðist samkeppni við aðrar atvinnugreinar. Höfundur er hagfræðingur hjá Nýsi hf. SJÁVARÚTVEGUR OG BYGGÐAÞRÓUN Á ÍSLANDI                                                             ! " #$ %   &!  '    (                                      !"     !"   # $" %  &'!!   !"     !"   # $" %  &%  !% " %!($ #!  )( " *% &'!!  #!  $ %  %!($ +!% %!( &  , ,%  $  , , , , , , , , ,  ,  , - , , " , " " , , " ", ", " " "- ,   , , , ,  ,   !                 "       
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.