Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins hyggst beita dagsektum til að knýja á um úrbætur í eldvarn- armálum og hefur lagt fram til- lögur þar um. Fjögur af sjö sveit- arfélögum höfuðborgarsvæðisins, Bessastaðahreppur, Garðabær, Reykjavík og Mosfellsbær hafa þegar samþykkt tillögurnar. Að sögn Bjarna Kjartanssonar, deildarstjóra forvarnardeildar slökkviliðsins, er tilgangurinn með stefnumörkuninni einkum sá að ákvarða í hvaða tilvikum slökkvilið og sveitarfélög vilji beita þving- unarúrræðum. Tillögurnar kveða annars vegar á um að ef ágallar eldvarna varði eingöngu eigna- vernd sé það í höndum trygginga- félaga og eigenda að bera ábyrgð- ina. Varði ágallar eldvarna hins vegar almannaheill er kveðið á um dagsektir til að knýja á um úrbæt- ur. „Dagsektarheimildin hefur verið í lögum en henni hefur lítið verið beitt,“ segir Bjarni og bendir á að með tillögunum sé heimildin út- færð nánar og gerð að nothæfu úr- ræði. „Við höfum lagt í mjög mikla vinnu til þess að tryggja það að ef við beitum einhverjum aðila dag- sektum gerum við það með því að virða allar leikreglur stjórnsýslu- laganna. Þetta gerum við með því að gæta andmælaréttar, meðalhófs og jafnræðis í þeim skilningi að við reynum að nota sömu viðmiðunar- reglur jafnt á alla,“ segir hann. Þvingunarúrræði í eldvarnarmálum Höfuðborgarsvæðið ÞAU voru prúðbúin og fín krakkarnir í Mýrarhúsa- skóla sem tóku þátt í dans- sýningu skólans sem fram fór í íþróttahúsi Gróttu á laugardaginn. Allir nem- endur skólans hafa verið í danskennslu í vetur en hún hefur verið sett inn í nám- skrá í öllum bekkjum. Á sýningunni sýndu þau ýmsa dansa sem þau hafa lært í vetur en hver bekkur sótti danstíma einu sinni í viku. Heiðar Ástvaldsson danskennari sá um kennsl- una og segir hann að dans- kennarar hafi í mörg ár vilj- að gera dans að skyldugrein í skólum. „Okkar reynsla er að þeir sem helst þurfa á því að halda að læra dans, sem eru þeir sem eru feimnastir, koma síst í dansskóla.“ Hann segir að almennt sé mikill munur á kynjunum þegar kemur að því að dansa sam- an. „Stelpurnar eru mun ófeimnari en strákarnir sem mörgum finnst mjög erfitt að eiga að dansa við stelp- urnar. Hjá yngstu krökk- unum er feimnin hins vegar ekkert vandamál, þau bjóða hvort öðru upp eins og ekk- ert sé.“ Hann segir að bæði sé gott fyrir krakkana að fá að koma fram á sýningunni en eins sé dansinn vel til þess fallinn að bæta samskiptin innan bekkjarins. Mikill munur sé á krökkunum eftir því sem líður á veturinn. „Feimni er eitthvað sem þarf að takast á við, það tek- ur langan tíma en ég tel að dansinn sé mjög góð leið til að vinna bug á henni. Þá tel ég dansinn vera sterka vörn gegn vímu þar sem algengt er að fólk byrji að drekka á fyrsta ballinu sem það fer á.“ Hann segist hafa hitt marga sem segjast aldrei dansa en aldrei hafa hitt neinn sem í rauninni langi ekki til þess. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur allra bekkja sækja danstíma yfir allan veturinn. „Í flestum skólum fara nemendurnir í nokkra danstíma yfir veturinn en á stefnuskránni er að gera dans að skyldugrein í öllum grunnskólum,“ segir Heiðar. Fjörugu dansarnir skemmtilegastir Þau Rannveig, Hörður, Vilhjálmur og Ragnhildur tóku þátt í sýningunni og eru sammála um að sýningin hafi gengið vel og verið mjög skemmtileg. Þau segj- ast ekki hafa fundið til feimni nema Viljálmur sem segist hafa verið örlítið feiminn í byrjun þegar þau mars- eruðu inn. Þá fannst þeim danskennslan í vetur skemmtileg og segjast þau öll vilja halda áfram að læra að dansa. Hvorki stelpunum né strákunum finnst neitt mál að dansa við krakka af hinu kyninu. „Það var jú kannski dálítið skrítið fyrst, ég held að allir hafi verið feimnir en síðan vandist það strax,“ segir Rannveig. Upp- áhaldsdans Rannveigar og Harðar heitir La luna og er það fjörugur dans með suð- rænni tónlist en Vilhjálmi og Ragnhildi finnst fugladans- inn skemmtilegastur. Eftir viðtalið hlaupa yngri krakk- arnir tveir inn í salinn, greinilega spennt þar sem þau eiga að dansa í næsta at- riði. Nemendur Mýrarhúsaskóla í danstímum í allan vetur Stelpurnar mun ófeimnari Morgunblaðið/Jim Smart Dansararnir Hörður Bjarkason, Vilhjálmur Geir Hauks- son, Rannveig Smáradóttir og Ragnhildur Björnsdóttir. Seltjarnarnes NÁGRANNAR ruslahaugs- ins í Álfsnesi á Kjalarnesi telja að ýmislegt megi betur fara í tengslum við urðun sorps þar, og kvarta m.a. yfir fjúkandi drasli og lyktar- mengun, auk þess sem mikill fjöldi vargfugls og stara leiti þangað í æti og hafi þar jafn- vel náttstað. Fyrirtækið Sorpa hefur verið þarna með urðunarstað síðan 1991 og er þetta um 20 kílómetra frá móttöku- og flokkunarstöð- inni í Gufunesi. Þangað eru flutt að meðaltali 300 tonn á dag af bögguðu húsa- og iðn- aðarsorpi í þar til gerðum vögnum. Urðunarsvæðinu er skipt upp í ílöng svæði og er urðað í eina rein í einu. Þegar lokið er við að urða í nokkrar reinar, er áætlað að sá í landið og planta trjám. Þegar Sorpa hóf starfsemi sína 1991 var áætlað að hægt yrði að urða sorp í Álfsnesi í um 20–25 ár en nú er áætlað að svo verði í 35–40 ár. Stundum eins og haug- arnir séu í Víðinesi Á dvalarheimili aldraðra í Víðinesi hafa menn orðið óþægilega varir við nálægð hauganna. „Já, þetta er alveg rétt. Stundum er engu líkara en að Sorpa sé komin hingað við hliðina á okkur,“ sagði Íris Sigurðardóttir, starfsmaður í aðhlynningu. „Og hvað ruslið varðar fýkur það hingað til okkar og liggur eins og hrá- viði um allt á stundum. Ef- laust væri hægt að draga úr fokinu með því að setja hærri girðingar umhverfis haugana, en eins og málum er háttað núna kemur þetta yfir okkur óhindrað.“ Sæunn Andrésdóttir í Von- arholti sagðist hafa orðið vör við lyktina af haugunum en það væri háð vindáttum. „En það hefur ekkert fokið til okk- ar frá haugunum sjálfum,“ sagði hún. „Það er óhemju mikið sem þeir virðast þurfa að hafa opið og óvarið á haug- unum, einhverra hluta vegna og það er ósköp ljótt að þurfa að horfa upp á þetta.“ Hún sagði einnig mikið um að fuglar á borð við máfa og hrafna sæki í haugana. Erfitt að loka sárinu í lok hvers dags „Við höfum ekki mikið orðið varir við kvartanir, en vitum hinsvegar af því að það hefur fokið, og í þeim tilvikum höf- um við reynt að senda okkar fólk út til að hreinsa,“ sagði Björn Halldórsson yfirverk- fræðingur hjá Sorpu. „Ég vil samt benda á, að þetta er ekki eina uppsprettan, því iðnaðar- umhverfi er þarna uppfrá og bændaplast hef ég séð á girð- ingum þarna, sem ég vil meina að sé ekki komið frá okkur. En lyktarmengun, jú, það hefur gerst, en ekki oft, finnst okkur.“ Að sögn hans er ekki hægt að loka sárinu og ástæðan fyr- ir því er sú, að þarna er öðru- vísi staðið að málum en á öðr- um urðunarstöðum. „Við böggum nefnilega sorpið og það á að koma í veg fyrir að það fjúki. En staðurinn sem við erum að vinna í er heilir 500 m2 og þar af leiðandi af- spyrnu erfið framkvæmd að ætla sér að loka sárinu á hverjum degi,“ sagði hann og bætti því við að í raun væri þess ekki krafist vegna urð- unaraðferðarinnar. Hann sagði að erfitt væri að halda fuglunum í skefjum. „Við höfum notað þar allskon- ar aðferðir, s.s. hljóðmerki og gasbyssur og að auki höfum við beitt skotvopnum, og þá eingöngu á máfana. “ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Frá urðunarstaðnum í Álfsnesi. Hér er verið að flytja baggað sorp úr flutningsbíl og upp í „sárið“. Kvarta undan öskuhaugum Álfsnes FRAMKVÆMDIR eru að hefjast á nýrri neysluvatns- lögn frá Gunnunesi yfir á Kjalarnes. Nýja lögnin verður rúmlega þriggja kílómetra löng og mun að mestum hluta liggja á sjávarbotninum þvert fyrir Kollafjörð. Fram- kvæmdum við samskonar lögn frá Staðarhverfi yfir á Gunnunes er að ljúka en lagn- irnar tvær munu tengjast á nesinu. Íbúar á svæðinu fá nú vatn úr lögn sem liggur úr Esju- hlíðum en nýja lögnin kemur til með að hafa að minnsta kosti þrefalt meiri flutnings- getu en sú gamla að sögn Jóns Óskarssonar deildarstjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Vatnið sem kemur úr Esj- unni er reyndar mjög gott vatn en nýja lögnin er örugg- ari með tilliti til brunavarna. Eins er hentugra að vatnið komi úr Heiðmörk eins og annað vatn á höfuðborgar- svæðinu, því þá getur það ver- ið undir sama gæðaeftirliti.“ Urðu að grafa leiðsluna á stórstreymisfjöru Nýja leiðslan er 12 tomma plastæð og verður flutnings- geta hennar 50 lítrar á sek- úndu. Jón segist búast við að framkvæmdum við leiðsluna ljúki í sumar en þar hefur veð- ur mikil áhrif þar sem meiri- hluti vinnunnar fer fram úti á sjó. „Lögnin er soðin saman í landi en síðan eru settar á hana þungafestur og hún dregin út á sjó. Þegar vatni er hleypt á hana sekkur hún til botns.“ Hann segir að vinna við fyrri hluta leiðslunnar sem nú er verið að ljúka við hafi verið nokkuð erfið. „Vegna þess hve mikið fjarar út á því svæði urðum við að grafa leiðsluna í setlög í fjörunni, sú vinna gat aðeins farið fram á stórstreymisfjöru sem stend- ur yfir í nokkra klukkutíma tvisvar í mánuði. Síðan þegar fór að flæða að þurftu menn að hætta og fara í land.“ Áætlaður kostnaður við nýju lögnina er um 30 millj- ónir. Ný neyslu- vatnslögn þvert yfir Kollafjörð Kjalarnes                         !"# ! "      "   $%& %  %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.