Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Oddný Ólafsdótt-ir Frederiksen fæddist í Reykjavík 22. júlí 1948. Hún lést á sjúkrahúsi í Ála- borg 30. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Gísli Jóhannesson stýrimaður, f. 23.9. 1917, d. 19.2. 1959, og Nanna Gestsdóttir húsmóðir, f. 14.7. 1925, d. 27.9. 1993. Systkini Oddnýjar eru: 1) Jóhannes, f. 1.6. 1950, d. 9.11. 1999. 2) Gestur stærðfræðingur, f. 19.11. 1952, maki Monika Gudrun Kuss húsmóðir, búsett í Banda- ríkjunum. 3) Elín Þorgerður læknir, f. 30.7. 1953, maki Grétar Ottó Róbertsson læknir. 4) Jóna hjúkrunarfræðingur, f. 4.2. 1955, maki Helgi Valdimarsson verk- fræðingur. 5) Yngvi læknir, f. 3.11. 1956, maki Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir viðskiptafræðing- ur. 6) Óttar land- fræðingur, f. 3.11. 1956, maki Sigríður G. Valdimarsdóttir myndmenntakenn- ari. Systir þeirra samfeðra er Bjarney Kristín sjúkraliði, f. 31.12. 1946. Oddný lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968. Ár- ið 1970 hélt hún til náms í Kaupmanna- höfn þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Jens Frederik- sen fagottleikara. Þau giftu sig 23. júlí 1976. Árið 1981 fluttu þau til Álaborgar þar sem Oddný starfaði við Nordisk uddannelses- center for dövblindepersonale síð- ustu 15 árin. Jafnframt því vann hún sem túlkur síðustu árin. Oddný verður jarðsett frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Odda! Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert og gefið mér, Óttari, Örnu og Nönnu. Fyrst kynntist ég þér af afspurn. Þú varst í Danmörku en ég á Íslandi. Þú varst stóra systir Óttars. Hann talaði þá sem nú um þig af mikilli hlýju og væntum- þykju. Svo hittumst við – í Álaborg fyrir 17 árum. Ég hitti þig svo hlýja, notalega og gefandi. Já, þannig varst þú. Jákvæð og glað- vær. Við hittumst þó nokkrum sinnum. Töluðum saman í síma og skrifuðumst á. Það var gott að heimsækja þig og gott að fá þig í heimsókn. Þú skipar stóran sess í huga okkar, Odda mín, Odda systir og Odda frænka. Þökk fyrir allt. Elsku Jens, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Sigríður G. Valdimarsdóttir. Oddný Ólafsdóttir er fallin frá langt um aldur fram. Fyrir 38 ár- um giftist ég móðurbróður hennar og tengdist þar með hennar stóru fjölskyldu. Oddný kom mér þannig fyrir sjónir að hún væri greind, glöð og kjörkuð og það reyndist rétt við nánari kynni. Hún var dóttirin, systirin, frænkan, vinur- inn og síðan eiginkona og öll þessi hlutverki leysti hún óaðfinnanlega af hendi. Ung fór hún til Danmerkur og þar kynntist hún Jens sem varð hennar lífsförunautur. Þau voru samrýnd og alltaf studdi Oddný við bakið á Jens í hverju sem hann tók sér fyrir hendur hvort heldur það var í tónlistinni eða einhverju öðru. Oddný var systkinum sínum góð systir og studdi þau í því sem þau tóku sér fyrir hendur og gladdist með þeim þegar vel gekk. Systk- inabörnum sínum var hún sérstak- lega góð og ég veit að þau sakna hennar mikið. Lokabaráttan var hörð og erfið en Jens stóð með henni allt til loka. Saman börðust þau og ætluðu að sigra en sú bar- átta varð því miður ekki unnin. Ég þakka Oddnýju áralanga vin- áttu við mig og börnin mín. Hún var börnum mínum góð frænka og barnabörnin elskuðu hana. Ég vil þakka fyrir þær stundir sem ég átti á heimili þeirra hjóna þar sem gleðin og hlýjan var. Að lokum vil ég þakka Oddnýju fyrir lífið henn- ar sem var okkur sem eftir lifum fallegt, gjöfult og gott. Jens, systk- inum, systkinabörnum og öllum sem syrgja Oddnýju votta ég sam- úð mína. Minningin um Oddnýju mun lifa meðal okkar sem áttum hana að vini. Guðrún. Vináttubönd, sem bundin eru á æskuárum, endast oft allt lífið. Æskuvinirnir eiga tryggan sess í hjartanu, þótt höf og lönd skilji á milli og áraraðir geti liðið milli funda. Hver fundur er þá hátíð- arstund, þar sem gleðin er ekki síst fólgin í að finna, að vináttan er söm og væntumþykjan síst minni en áður, og það sem á dagana dríf- ur í hvoru lagi fyrir sig, í hvoru landi fyrir sig, verður aðeins til að treysta vináttuna enn frekar. Slík vinkona var Oddný Ólafs- dóttir mér allt frá því að kynni okkar hófust í landsprófsbekk Kvennaskólans í Reykjavík haustið 1963. Oddný var elst 7 systkina og ólst upp hjá móður sinni og móð- urafa, en faðir Oddnýjar fórst með vitaskipinu Hermóði 1959. Nanna, móðir Oddnýjar, andaðist 1993 og Jóhannes, bróðir Oddnýjar, 1999. Tæpum tveim árum eftir stúdents- próf frá MR vorið 1968 lagði Oddný leið sína til Danmerkur. Þar hitti hún fljótlega verðandi eiginmann sinn, Jens Frederiksen, fagottleikara. Þar mun hafa verið ást við fyrstu sín, því að Jens bað hennar sama kvöld og þau hittust. Þau settu saman bú í Kaupmanna- höfn. Oft voru húsakynnin heldur smá, en það kom ekki í veg fyrir, að næturgestum væri tekið opnum örmum. Ég minnist þess, að eitt sinn lágum við þrjú á gólfinu hjá þeim í nokkrar nætur í lítilli eins- herbergis íbúð með eldhúskrók og tjaldi fyrir hjónarúminu. Smám saman urðu þó húsakynnin rýmri. Á þessum árum var mikið atvinnu- leysi í Kaupmannahöfn, en alltaf var Oddný þó í a.m.k. tveimur störfum. Jens fékk svo stöðu sem fagott- leikari við sinfóníuhljómsveitina í Álaborg, og 1982 fluttu þau þang- að. Oddný vann þá fyrst á skrif- stofu hjá sementsverksmiðju, en fékk svo vinnu hjá norræna ráð- herraráðinu sem námsritari og túlkur á norrænni menntunarmið- stöð fyrir þá, sem kenna daufblind- um. Einnig vann hún sem túlkur við önnur verkefni. Við þetta starf- aði hún alla tíð síðan. Í Álaborg keyptu Oddný og Jens sér ynd- islegt hús með mjög stórum garði. Birtan í stofunni kom úr þremur áttum, og var yndislegt að sitja þar við gluggann yfir löngum morg- unverði við fjörugar og mannbæt- andi samræður og horfa út á Lima- fjörðinn. Af fundi þeirra hjóna fór ég ætíð betri manneskja en ég kom. Oddný var einstaklega ljúf manneskja og ekki var hægt að óska sér betri vinkonu. Frá henni stafaði hlýju og góðvild, sem lét engan í návist hennar ósnortinn. Hún var brosmild og fyllti bros hennar bæði augu og rödd og lýsti upp umhverfið. Fyrir fjórum og hálfu ári veiktist Oddný af sjúk- dómi þeim, sem átti eftir að draga hana til dauða. Hún fór í aðgerð, og eftir aðgerðina ríkti bjartsýni á horfur. Tæpum tveim árum síðar tók meinið sig upp aftur, og við tók erfið meðferð, sem virtist þó bera allgóðan árangur. Oddný náði sér það vel, að síðasta sumar gat hún farið sem túlkur í vinnuferð til Svalbarða, sem henni fannst ákaf- lega merkilegur staður. Þau Jens fóru einnig í skemmtiferð til Prag. En með haustinu fór að halla und- an fæti, og varð ljóst, að ekki yrði frekar spornað við gangi sjúk- dómsins. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni. (Hannes Pétursson.) Öll lútum við hinstu rökum lífs og dauða, og Oddnýju var ljóst, að hún var komin að vaðinu á ánni. Dauðinn vakti henni enga skelf- ingu, enda má segja, að hann hafi komið sem líkn eftir langa þraut. Oddný var algjörlega sannfærð um framhaldslíf sálarinnar, sem yfir- gæfi aðeins sitt jarðneska hulstur og kæmi aftur til jarðarinnar í nýj- um líkama. Hún hafði átt gott og ástríkt líf með Jens, sem annaðist hana síðustu mánuðina af fágætri alúð og natni og neitaði að gefa upp vonina um einhvern bata. Ég harma Oddnýju mjög eins og allir sem þekktu hana. Veröldin breytir um lit við fráfall góðs vin- ar. En minningarnar um hana og stundir okkar saman lifa, og ég er full þakklætis fyrir að hafa notið vináttu hennar öll þessi ár. Jens er sá, sem á sárast um að binda, og einnig systkini Oddnýjar og fjöl- skyldur þeirra. Ég samhryggist þeim af öllu hjarta. Anna Björg Halldórsdóttir. Og þegar dauðinn kemur segi ég ekki: komdu sæll þegar þú vilt heldur segi ég: máttu vera að því að bíða stundarkorn? Ég bíð aldrei eftir neinum segir hann og heldur áfram að brýna ljáinn sinn. Þá segi ég: æ lof mér að lifa fram á vorið segi ég bara ofurlítið fram á vorið því þá koma þessi litlu blóm þú veist sem glöddu mig svo mikið í vor er leið og hvernig get ég dáið án þess að fá að sjá þau einu sinni enn bara einu sinni enn? (Jóhannes úr Kötlum.) Fallin er frá góð kona, langt um aldur fram. Illvígur sjúkdómur lagði hana að velli. Hennar skarð er stórt í okkar huga, okkar sem nutum þekkingar hennar og hjálp- semi. Oddný starfaði um langt árabil við norrænu námskeiðamiðstöðina Nordisk uddannelsescenter for døvblindepersonale (NUD) í Dronninglund í Danmörku. NUD starfar á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar og þar fara fram námskeið fyrir starfsfólk sem vinnur með daufblindum einstak- lingum, þ.e. einstaklingum sem hafa bæði sjón- og heyrnarskaða. Talsverður fjöldi Íslendinga hefur sótt þangað menntun sem hefur komið að góðum notum við kennslu og uppeldi daufblindra, alvarlega fjölfatlaðra og þroskaheftra. Í upp- hafi átti Oddný aðeins að vera Ís- lendingum sem sóttu námskeið innan handar, en strax komu fram eðlislægir eiginleikar hennar varð- andi tungumál og þýðingar og hún gerðist „samhliða túlkur“ þar sem hún túlkaði fyrirlestra jafnóðum og fyrirlesarinn talaði, hvaða norræna tungumál sem hann talaði eða ensku. Fyrr en varði var hún kom- in í fullt starf sem túlkur og ritari við NUD. Vinsældir Oddnýjar sem starfsmanns voru miklar og langt frá því að það væru aðeins Íslend- ingar sem leituðu til hennar. Um tíma gegndi hún forstöðumanns- störfum að hluta til jafnframt öðr- um störfum sínum. Þótt Oddný væri búin að búa lengi í útlöndum hélt hún íslensk- unni afar vel. Það vafðist aldrei fyrir henni að leiðbeina okkur um orð og hugtök á norrænum málum. Fyrstu árin leitaði hún stundum til okkar um einstök fagorð, en aldrei var hik á henni að þýða fyrir okk- ur. Meira að segja var það oft ótrúlega þægilegt fyrir þau okkar sem hafa fullt vald á norsku eða dönsku að hlusta á Oddnýju þýða orð fyrirlesarans, þá fór merking einstakra atriða aldrei á milli mála. Það vafðist heldur ekki fyrir henni að þýða íslensk ljóð ef svo bar und- ir. Hún gerði það frábærlega vel. Hún þýddi fyrir okkur efni sem við vildum koma á framfæri, hjálpaði í hópastarfi og nemendum á grunn- námskeiðum fylgdi hún í náms- heimsóknir á Norðurlöndunum. Í okkar huga ber hæst, í fari Oddnýjar, trygglyndið og hjálp- semina gagnvart okkur sem sótt- um námsferðir til Dronninglund. Fyrir það þökkum við. Hún var alltaf reiðubúin til að keyra okkur til Álaborgar í lok vinnudags, sýna okkur handverkshús og lítil list- gallerí eða fara með okkur skemmtiferðir til Skagen. Margar okkar nutum gestristni á heimili Oddnýjar og Jens, gistum ef svo bar undir, elduðum góðar máltíðir og glöddumst með þeim hjónum á hlýlegu heimili þeirra og stóra fal- lega garðinum, þar sem ávaxtatrén standa nú í blóma og vorblómin sprungin út. Að kynnast Oddnýju var eins og að hitta gamlan vin. Vin sem gefur af gnótt sinni og er alltaf til staðar. Átakalaust leysti hún úr öllum okkar vandamálum. Hún kom til vinnu á morgnana léttstíg, bros- andi og kát. Bar með sér persónu- töfra og yndisþokka. Og það var svo gaman að gera eitthvað smálegt fyrir Oddnýju, því hún gaf okkur svo mikið af sér og hún gladdist svo með öðrum. Þeg- ar fréttist af einhverjum á leið á námskeið kættist fólk því nú var lag að senda henni íslenskt súkkul- aði, lakkrís, ópal og harðfisk. Og við vissum að samstarfsfólk hennar naut góðs af. Hún Oddný var Ís- lendingurinn okkar í Dronning- lund, hjálparhellan. Við kveðjum Oddnýju með virð- ingu og sárum söknuði og vottum Jens eiginmanni hennar og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks okkar sem sótt hefur námskeið hjá NUD. Anna Soffía Óskarsdóttir Fullorðinsfræðslu fatlaðra, Hólmfríður Sigurðardóttir Safamýrarskóla og Hrefna Þórarinsdóttir Lyngási. ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR FREDERIKSEN Hólmberg Gíslason, eða Húbbi eins og hann var oftast nefnd- ur af ættingjum og vinum er farinn. Kallið kom snögglega, er hann og Sóley höfðu aðeins dvalið í nokkra daga á Benidorm á Spáni. Það er margs að minnast á stundum sem þessum og gott að geta yljað sér við góðar minningar. Þær góðu minningar sem við fjöl- skyldan eigum um Hólmberg munu ætíð lifa með okkur. Hólmberg kynntist ég þegar ég fluttist aftur heim á Ísafjörð og fór að vinna með Sóley á leikskólanum. Hún tók að sér að passa Eyjólf son minn þegar ég hóf aftur störf eftir fæðingarorlof og drengurinn var aðein 4ja mánaða gamall. En Sóley sá svo sannanlega ekki ein um að gæta drengsins. Það var ekki síður HÓLMBERG GÍSLASON ✝ Hólmberg Gísla-son fæddist 2. apríl 1928 á Ísafirði. Hann lést á Beni- dorm á Spáni hinn 25. apríl síðastliðinn. Eftirlifandi eigin- konu hans er Sóley Gestsdóttir. Útför Hólmbergs fór fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju 8. maí. Hólmberg sem það gerði. Hann starfaði sem vörubílstjóri, hafði því óreglulegan vinnutíma og var oft heima þann hluta dagsins sem Eyjólfur var í gæslunni. Hvort sem það var svo alltaf tilviljun? Þið gátuð ekki verið heppnari með gæslu, sögðu for- eldrar mínir oft við mig. Betri barnfóstrur var ekki hægt að hugsa sér en Sóley og Húbba. Drengurinn hafði óskipta athygli þeirra beggja, þau tóku honum eins og eigin barnabarni. Þau voru ekki bara amma og afi Eyjólfs, Kristján Snorri og Inga Karen, yngri systk- inin, fengu síðar einnig að njóta þeirra sem ömmu og afa. Á meðan við bjuggum á Ísafirði og Eyjólfur hættur að vera í daglegri gæslu hjá Sóley og Húbba fór hann að fá að gista hjá þeim, eina og eina nótt og nokkrar vikur einu sinni, þegar for- eldrarnir brugðu sér út fyrir land- steinana. Þá var búið um hann á loftinu, í litla gula vinalega húsinu þeirra í Dokkunni á Ísafirði. Það voru ófáir bíltúrarnir sem dreng- urinn fékk að fara með vini sínum, en Hólmberg var mikill bílaáhuga- maður. Eftir því var tekið hversu flottir bílarnir hans voru alltaf, enda vel um þá hugsað. Eyjólfur var ekki mjög hár í loftinu, þegar hann þekkti orðið ansi margar bíla- tegundirnar. Scania var toppurinn, það var mikið spáð í þann vörubíl- inn. En það voru ekki bara við unga fjölskyldan sem eignuðumst góða vini í Sóley og Hólmberg, það gerðu foreldrar mínir líka. En ósjaldan var að þessi tvenn ömmu- og afapör hittust og ósjaldan hefur umræðu- efnið verið drengirnir þeirra. Ekki síst eftir að við fluttum frá Ísafirði. Árin liðu og Sóley og Húbbi fluttu suður, sama ár og við komum heim frá Danmörku. Það urðu fagnaðar- fundir og sambandið tekið upp þar sem frá var horfið á Ísafirði. Við gátum aftur farið að njóta samvista við þau, þau voru partur af fjöl- skyldu okkar og ómissandi á stund- um sem afmælum barnanna. Með fyrstu mönnum sem tilkynnt voru Benz kaupin hjá Eyjólfi, var Hólm- berg og að fá hann til að meta grip- inn, með reynsluakstri. Sjáið’ann voru orð sem Húbbi hafði oft um vin sinn Eyjólf og stoltur var hann af bílavalinu og hefur þá sjálfsagt hugsað „sjáið’ann“ nú. Hólmberg var ljúfur og góður maður og það var gott að koma til þeirra Sóleyjar á Lindargötuna og finna hlýjuna. Að leiðarlokum eru Hólmberg þakkaðar allar góðar stundir um leið og við vottum Sóley okkar dýpstu samúð. María, Eyjólfur, Kristján Snorri og Inga Karen. Skreytingar við öll tækifæri Langirimi 21, Grafarvogi 587 9300 Samúðarskreytingar Samúðarvendir Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.