Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á borði mínu logar kertaljós liðlanga nótt til þakka móður minni - henni móður minni . . . Hjarta mitt undir herðablaði mér logar liðlanga nótt . . . til þakka móður minni . . . (Else Lasker-Schüler, þýð. H. Pét.) Mig langar til að minnast móður minnar sem hefði orðið áttræð í dag, 15. maí. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir hinn 7. mars síðastlið- inn. Þar hafði hún búið við góða umönnun og hlýju starfsfólks í tæp tvö og hálft ár. Móðir mín fæddist í Klaksvík í Færeyjum 15. maí 1921 og bjó þar fyrstu 25 ár ævi sinnar. Foreldrar hennar, Heini og seinni kona hans Marin Heinesen, áttu tvö hús í Brekkunni í Klaksvík. Móðuramma mín vann á sjúkra- húsinu sem var skammt frá heimili þeirra. Annað húsið lánuðu þau spítalanum en þangað var fólk sett í einangrun, ef það var með smitandi sjúkdóm. Móðir mín missti móður sína ung. Einnig dó yngsta systir hennar árs- gömul, þannig að móðir mín var yngst í stórum systkinahópi. Hún vann við ýmis konar störf; fór m. a. í vist sem unglingur og vaskaði fisk. Hún unni ávallt Færeyjum afar heitt og miðlaði hún áfram þessari ást sinni og virðingu á föðurlandi sínu til barna sinna. Dvöldumst við oft sumarlangt í Klaksvík. Systur hennar voru mjög góðar við okkur og fannst mér ég oft eiga margar mæður. Því miður kynntist ég aldr- ei móðurafa mínum og ömmu nema af frásögnum annarra. Hún kynntist tilvonandi eigin- manni sínum, Matthíasi Helgasyni, í Klaksvík og fluttu þau skömmu síðar til Siglufjarðar ásamt syni hennar, Jakobi, sem þá var einungis 5 ára gamall. Gekk faðir minn hon- um í föðurstað. Á Siglufirði eign- uðust þau fjögur börn, en fyrsta barn sitt, Þóri Símon, f. 1947, misstu þau aðeins fjögurra mánaða gamlan. Hin eru Marin Henný, f. 1948, Þórir Símon, f. 1949 d. 6.1. CECILIA HEINESEN ✝ Cecilia Heinesenfæddist í Klakks- vík í Færeyjum 15. maí 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 7. mars síðastlið- inn og fór útför hennar fram í kyrr- þey 19. mars. 2000, og undirrituð, f. 1954. Móðir mín sagði ætíð að hún hefði átt sín bestu ár á Siglu- firði. Þarna eignaðist hún góða vini sem komu að einhverju leyti í stað fjölskyldu hennar. Þegar ég var 2ja ára fluttu þau suð- ur. Þau bjuggu á Akra- nesi í nokkurn tíma í kjallaranum hjá Guð- laugu, föðursystur minni, við gott atlæti. Voru móðir mín og Guðlaug miklar vinkonur eftir þessa sambúð. Hef ég alltaf haft sterkar taugar til þessa skyldfólks míns á Akranesi. Þarna var ekki mikið húsrými en mikil hjartahlýja og voru allir velkomnir. Á jóladag 1957 fæddist bróðir minn, Jón Helgi, í Kópavoginum, þar sem for- eldrar mínir leigðu hjá góðu fólki að vestan. Stuttu síðar fluttu þau í eig- ið húsnæði í Reykjavík, þar sem yngsti bróðirinn, Henrý Kristinn fæddist árið 1961, d. 6.2. 1995. Móð- ir mín var mikil húsmóðir og var vinnudagurinn oft langur enda fjöl- skyldan stór. Hún saumaði og prjónaði öll föt á okkur og dáðist fólk að fallegu peysunum og kjól- unum, sem hún hafði prjónað. Faðir minn var sjómaður og því oft lengi í burtu frá heimilinu. Ég minnist þess að einu sinni var hann 103 daga á sjó! Móðir mín eignaðist marga góða vini á Suður- landsbrautinni þar sem við bjugg- um. Ásta vinkona hennar kom dag- lega í heimsókn. Á móti okkur bjó Clausen-fjölskyldan. Voru góð tengsl á milli okkar, því að tvær dætur þeirra voru vinkonur okkar systra. Þarna var mjög fjölþjóðlegt umhverfi, því að konur frá Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Færeyjum bjuggu hlið við hlið. Ellen frá Þýskalandi kenndi mér mín fyrstu orð í þýsku og lagði ég seinna stund á þýsk fræði. Þarna var mikill sam- gangur fjölskyldna á milli og hjálp- aðist fólk að í lífsbaráttunni. Minn- ist ég þess að hafa oftar en einu sinni verið send í næstu hús með ýmis konar góðgæti sem faðir minn hafði keypt í útlöndum. Var hann þá að launa vinargreiða. Móðir mín vann utan heimilis, þegar börnin fóru að stækka. Hún vann við hrein- gerningar, í frystihúsi og síðast í eldhúsi á deild 10 á Kleppsspítalan- um í mörg ár. Síðar var deildin flutt á Landspítala. Hún kunni ávallt mjög vel við sig á þessum vinnustað og veit ég að hún var elskuð af mörgum samstarfsmönnum sínum og vistmönnum. Þurfti hún að hætta að vinna nokkru áður en hún varð 67 ára vegna veikinda. Móðir mín ræktaði ætíð fjöl- skyldutengslin vel. Hún fór næstum á hverju sumri til Færeyja til að heimsækja systur sínar. Saman fóru þær stundum til Danmerkur til að heimsækja systurdætur sínar. Við systkinin kölluðum systur henn- ar, Kristínu og Kristjönnu „samlok- urnar“; svo samrýndar fannst okk- ur þær vera. Móður minni var fjölskyldan mjög mikils virði og inn- rætti hún okkur slíkt hið sama. Þeg- ar hún nálgaðist sjötugsaldurinn fór að bera á sjúkdómi þeim sem síðar magnaðist og dró hana fyrir tveim- ur mánuðum til dauða. Þetta var heilabilun og reyndist henni mjög erfið. Erfiðast tel ég þetta hafa verið fyrir hana, þegar hún hafði enn fulla rænu og gerði sér grein fyrir þessum sjúkdómi. Allt í einu mundi hún ekki hvar hún hafði sett hlutina, þekkti fólkið ekki lengur og gat ekki lengur prjónað. Hlutirnir léku einfaldlega ekki lengur í höndunum á henni. Hún varð smám saman aðeins skugginn af sjálfri sér. Þessi gjafmilda og kraftmikla kona, sem alltaf var mjög stolt, varð allt í einu svo umkomulaus. Það varð henni mikill harmur þegar yngsti sonur hennar, Henrý, lést aðeins 33ja ára að aldri. Þó að hún væri orðin mjög veik, þá skynjaði hún afar vel þennan sársauka. Einnig hafði hún misst tengdason sinn tveimur árum áður sem hafði ætíð reynst henni vel. Þegar eldri bróðir minn, Þórir, lést úr krabbameini í byrjun síðasta árs, var ég fegin að hún skyldi vera komin út úr heiminum. Þó veit ég ekki alveg fyrir víst hve mikla grein hún gerði sér fyrir dauða hans, en þau mæðgin höfðu alltaf verið mjög náin. Heimsótti Þórir móður sína daglega svo lengi sem hann hafði þrek til. Móðir mín var rúm fjögur ár í dagvistun í Hlíðabæ. Þar leið henni vel, því að þetta var henni sem heimili. Í október 1997 fór hún síðan inn á Landakot og dvaldi þar í tæpt ár. Þar var mjög vel séð um hana og vil ég hér með þakka starfsfólki deildarinnar fyrir þá ástúð og þann velvilja sem það sýndi henni. Við systkinin heimsóttum hana eins oft og við gátum. En oft finnst mér að fólk mætti gera meira fyrir fólkið sitt sem dvelur á sjúkrastofn- unum. Þegar það er farið, er það orðið of seint. Ég kveð elsku móður mína. Lífi hennar sem svo sannarlega var oft erfitt er lokið og hvílir hún nú við hlið föður míns, sem lést 1983. Megi þau hvíla saman í friði. Þín elskandi dóttir, Guðrún. Amma mín, Cecilia Heinesen, lést á hjúkrunarheimili sem kennt er við gyðju lækninga, Eiri, hinn 7. mars sl. Í dag hefði hún orðið áttræð, ef hún hefði ekki fengið þetta örlaga- ríka heilablóðfall. Ég var aðeins smápolli þegar ég heyrði tal foreldra minna og ætt- ingja, er þau ræddu um sjúkdóm Cillu ömmu. Hún var þá farin að gleyma ýmsu og var þetta greint sem alzheimers-sjúkdómur af sér- fræðingum. Ég tók að sjálfsögðu ekki eftir neinu, enda var hún amma mín eins og hún átti að sér að vera. Samt sem áður talaði full- orðna fólkið um alla þá hluti sem amma gleymdi í skúffunum sínum og trúði að væru horfnir. Mér fannst hún ekki svo rugluð, því hún gat enn prjónað á mig sokka og hún gat enn sagt okkur frænda mínum sögur, og það þótti mér næg sönnun þess að hún væri enn til staðar. Úr því að Cecilia hvarf svo snemma úr heiminum hef ég því aldrei getað kynnst henni almenni- lega. Matthías afi dó fyrir fæðingu mína og því hef ég aldrei kynnst móðurforeldrum mínum að ráði. Vertu sæl amma, afi bíður nú þegar. Jakob Tómas Bullerjahn. Elsku Sævar. Komið er að kveðjustund. Mín fyrsta minning um þig er þegar ég kom hingað norður á Ak- ureyri til starfa við Dagþjónustu fatlaðra (síðar Hæfingarstöðvar v/ Skógarlund), síðsumars 1992. Þú tókst á móti mér þegar ég kom í fyrsta skipti á minn verðandi vinnu- stað. Þú stóðst þar teinréttur, fagn- andi og brosandi. Dálítil spurn var í svipnum. Þarna var einhver ný kona á ferðinni, hver skyldi hún vera? mátti lesa úr svip þínum. Góð kynni tókust fljótt með okkur. Ég kynntist fljótt skemmtilegum manni, alveg frábærum húmorista og stundum dálítið uppátektarsömum. Við höfum fylgst að síðan. Til að byrja með áttum við samstarf uppá gömlu Sólborg og saman fluttumst við í Skógarlundinn. Þú settir mik- inn svip á daglegt líf Hæfingarstöðv- arinnar með þínu einstaka viðmóti. Það var alltaf gaman að ganga inn í nýjan dag með þér. Þegar þú komst hingað á morgnana barst með þér gleði. Þú bauðst góðan dag með þínum táknum og væntir þess að sjálfsögðu að þér yrði svarað á sama hátt. Sævar, þó þú gætir ekki tjáð þig vel með orðum, þá áttir þú ekki erfitt með að gera þig skiljanlegan. Þú varst ákveðinn og vissir hvað þú vildir og varst kannski ekki endilega alltaf sammála skipulagi dagsins. Áhugamál þín tengdust mikið ým- iskonar vélum og tækjum. Bílar voru í huga þínum þarfir þjónar, eins fundust þér snjósleðar skemmtileg og bráðnauðsynleg tæki. Hér í Hæfingarstöð eru ekki mörg tæki utan bílar starfsfólks, en það tæki sem þú komst þó í snert- ingu við hér og veitti þér ómælda ánægju, var fjórhjóla sláttuvél. Ein- hverju sinni „fékkst“ þú að „aka“ slíku tryllitæki við mikla kátínu þína og skelfingu þeirra sem fylgdust með. Þessi ökuferð þín sem aldrei á eftir að gleymast, endaði á farsælan hátt. Kæri vinur, nú skiljast leiðir. Það er hins vegar mín bjargfasta trú að við eigum eftir að vera saman á ný í öðrum lífum. Tilvera þín hér í jarðlífi hafði mik- inn tilgang. Þeir sem kynntust þér eru ríkari í hjarta sínu. Þakka þér fyrir samveruna. Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðmundsson.) SÆVAR ÖRN SIGÞÓRSSON ✝ Sævar Örn Sig-þórsson fæddist á Akureyri 10. nóv- ember 1969. Hann lést 7. maí. Foreldrar hans eru Guðríður Bergvinsdóttir, f. 26. nóvember 1951, og Sigþór Bjarnason, fæddur 11. febrúar 1948. Bræður Sæv- ars eru Sigurður Rúnar, f. 29. desem- ber 1967, maki Pál- ína Austfjörð, og eru synir þeirra Bjarki og Einar; Viðar Geir, f. 18. ágúst 1973, maki Björg Jónína Gunnarsdóttir; og Elvar Dan, f. 1. júlí 1982. Útför Sævars fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Gauja, Dandi og bræður Sævars, megi almættið vaka yf- ir ykkur og styrkja í sorg ykkar. Dýrmætar minning- ar um þig, Sævar, geymi ég í hjarta mínu. Megi góður Guð geyma þig. Þín vinkona, Margrét Ríkarðs- dóttir (Magga). Hann er hjá guði hvíslar rödd gegnum dyrnar og ský í lögun eins og lamb siglir yfir himininn (…). Ég sem hélt að litlir strákar gætu ekki dáið. (Einar Már Guðmundsson – úr Riddurum hringstigans.) Elsku Sæbbi! Nokkur fátækleg orð til þín frá mér, þakklæti fyrir að hafa fengið að þekkja þig og starfa með þér. Þú mættir alltaf til vinnu glaður og reifur og heilsaðir á þinn fallega hátt og gafst ekki eftir fyrr en búið var að taka kveðju þinni. Þú tjáðir þig alltaf mjög skýrt þótt þú hefðir ekki mörg orð, varst ákveðinn og fylginn þér, stríðinn og mikill húmoristi. Þú varst borðherra minn í mörg ár og var oft fjör við þær at- hafnir. Þér fannst súpugutl ekki gott en „góðan mat“ kunnir þú að meta, ég sakna þín sárt við borðið okkar. Þú varst duglegur til vinnu og vildir hafa reglu á hlutunum. Þú elskaðir að fá að fara með út á plastiðjuna Bjarg/Iðjulund með verkefni og að heilsa upp á fólk þar. Þú varst mjög hrifinn af bílum og þá stórum og fín- um bílum. Þín bíður örugglega starf hjá hinum góða guði tengt vélum. Við röltum oft um á Glerártorgi á frjálsum dögum, þú naust þín þar, hittir oft fólk sem þú þekktir og heilsaðir á þinn einstaka hátt. Ég get endalaust haldið áfram að rifja upp minningar um þig en ætla að geyma þær í hjarta mínu. Ég þakka þér yndislega samfylgd og bið guð að geyma þig elsku Sævar minn. Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra, bræðra og nánustu ættingja. Einnig innilegar samúðarkveðjur til sambýlisins Byggðavegi 91 þar sem þín verður sárt saknað æringinn minn. Þín vinkona Pálína Björnsdóttir (Palla). Kveðja úr Hæfingarstöðinni við Skógarlund Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran – úr Spámanninum.) Kæri vinur. Okkur samstarfs- mönnum þínum á Hæfingarstöðinni langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér ógleymanleg kynni. Við minnumst þinna einstöku faðmlaga, glaðlegs viðmóts og hress- leika. Ógleymanlegir eru boltaleik- irnir þar sem þú varst mjög skot- fastur og góður „dripplari“. Þú varst mikill bílaáhugamaður og þér tókst einu sinni að taka traustataki litla vinnusláttuvél og keyra hana inn í runna, ábyrgðarmönnum til mikillar skelfingar en hamingjusamur varstu þá. Þetta sýnir hversu mikill prakk- ari þú varst og ákveðinn í að fara þínu fram. Þín er sárt saknað á vinnustaðnum þínum og tómlegt er á Hæfingarstöðinni þessa dagana. Vertu sæll, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir dásamlegar stundir. Samstarfsfólk þitt í Hæfingarstöð. ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina *"    ?537 5 !  (@ !    /'0   0/ AB!    <      02   "  '")"! 5/"" 3'#'#! )$    "#'"#              *767 8* :* .*      ! . " "# <-! ( ' !   *%" %) )  '      00     7  $ 4" '"# )$  (#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.