Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 64
STEMMNINGIN fyrir Evróvisjón- söngvakeppninni hefur vaxið und- anfarin ár og óhætt er að segja að sjaldan hafi jafnmikið verið spáð í lögin, eða jafnmörg teiti og skipulaðar uppákomur verið haldnar í sambandi við keppnina. Í Leikhúskjallaranum fylgdust vongóðir Íslendingar með „Ang- el“ og öðrum ágætum lögum á meðan snæddur var dýrindis mat- ur. Eftir keppnina voru sýnd eldri Evróvisjónlög og greinilegt var að „Gleðibankinn“, „Nína“ og „Minn hinsti dans“ eiga vissan sess í hjarta Íslendinga, hvert á sinn hátt. Magga Stína og Hringir spiluðu síðan fyrir balli með Evr- óvisjónþema, þar sem margur góður gestasöngvarinn greip í hljóðnemann. Matthías Matthíasson, skemmti- kraftur í þættinum Björn og félagar á Skjá 1, og heitmey hans, Brynja Ólafsdóttir, voru í hópi ótal margra sem boðuðu vini og vandamenn til Evróvisjón- veislu. Þessi var þó með óvenju- legra sniðinu því hún hófst með óvissuferð sem reyndar endaði í Lágafellskirkju þar sem Matthías og Brynja gengu í það heilaga. Brúðkaups- og Evró- visjónveislunni var því slegið saman í eitt, öllum til tvöfaldrar ánægju. Það hafa þó áreiðanlega fá tár fokið á þeim bænum vegna lítillar velgengni „Angel“. Allir horfðu á Evróvisjón Gremja og gleði Morgunblaðið/Jón Svavarsson Brynju finnst greinilega hann Matti sinn fyndinn. Ætli hann sé að syngja uppáhalds Evróvisjón-lagið hennar? Morgunblaðið/Jón Svavarsson Áshildur Haraldsdóttir, Halla Hamar, Hlédís Sveinsdóttir og Geir Jón Karlsson ræddu stigagjöfina yfir molasopanum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gestir Spotlight fylgdust íbyggnir með niðurstöðum dómnefnda. FÓLK Í FRÉTTUM 64 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA voru mikil vonbrigði, nið- urstaða sem við áttum ekki von á,“ sögðu Kristján Gíslason og Gunnar Ólason, íslensku keppendurnir í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva eftir að ljóst var að þeir deildu neðsta sætinu með Norðmönnum. Einar Bárðarson höfundur lagsins tók í sama streng. „Á endanum féll lagið ekki í kramið en flytjendurnir stóðu sig með prýði.“ Margir furða sig á niðurstöðunum Gunnar sagði flytjendurna ekki rétta fólkið til að dæma um hvers vegna lagið hefði hlotið svo litla náð fyrir augum og eyrum evr- ópskra hlustenda. „En þetta var engu að síður frábær lífsreynsla, besta stund lífs míns var að standa á sviðinu og flytja lagið. En Evrópa vildi ekki dansa með okkur,“ sagði hann og Kristján kvaðst vilja vitna í Davíð Oddsson sem sagði Evrópu ekki tilbúna fyrir Íslendinga. „Ég stend við það sem ég hef áður sagt, að mér finnst lagið gott og held að flutningurinn hafi einnig verið góð- ur. Við gerðum okkur vonir um eitt af tíu efstu sætunum og þegar taln- ingin hófst trúðum við varla eigin augum. Aðrir flytjendur hafa einn- ig verið að koma til okkar og furða sig á niðurstöðunni,“ sagði Krist- ján. Jónatan Garðarsson viðurkenndi að íslenska lagið hefði reynst sein- tekið, eins og svo oft áður þegar Ís- lendingar sendu lög í keppnina. „Íslensku lögin þykja sérstök og lagið nú var líklega of nútímalegt í keppni þar sem niðurstaðan er skýrt dæmi um að fólk velur þá tónlist sem það vill heyra þegar það er að fara út að skemmta sér.“ Lagahöfundurinn Einar sagði fall Íslands úr keppni í eitt ár kunna að nýtast til að hugsa um hvers konar lög nýttust í Söngva- keppninni en Jónatan varaði við því að farið væri að laga framlög hverrar þjóðar að því sem menn teldu að áhorfendur keppninnar vildu heyra. Hann sagði það at- hyglisvert að öll lögin í efstu sæt- unum, að Svíþjóð undanskilinni, hefðu verið flutt undir lok keppn- innar og það benti vissulega til þess að staðsetning í keppninni hefði sitt að segja um endanlega niðurstöðu. Dýrt gaman fyrir Eistlendinga Viðbrögðin í Danmörku við nið- urstöðunni hafa verið jákvæð og ekki hefur verið amast við sigri Eistlendinga yfir danska laginu. Flytjendur þess hafa prísað sig sæla fyrir að hafa ekki unnið og Jørgen Ramskov, sem sá um fram- kvæmd keppninnar, tók í sama streng fyrir hönd danska sjón- varpsins. Rætt hefur verið um að hann verði ráðinn sem sérstakur ráðgjafi eistneska sjónvarpsins við framkvæmd keppninnar að ári en formaður sendinefndar Eistlend- inga var sagður hafa stunið „guð minn góður“ er ljóst var að þeir myndu verða næstu gestgjafar. Yf- irmaður eistneska sjónvarpsins, Aare Urm, væntir þess að Norð- urlandaþjóðirnar, svo og fjársterk fyrirtæki, muni koma Eistum til aðstoðar við framkvæmdina. Danir eru sumsé farnir að anda léttar, svo og grasið í Parken sem var hulið á meðan á keppni stóð. Það eina sem skyggir á gleðina eru fréttir af lýsingu BBC frá keppn- inni en þulur stöðvarinnar upp- nefndi kynnana, Natasha Crone og Søren Pilmark, tannálfinn og dr. Dauða og gaf þeim þá einkunn að á hverju ári virtist sem ekki yrði sokkið dýpra og Danmörk hefði sannað það. Evrópa vildi ekki dansa með okkur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ásdís Margir hafa furðað sig á gengi Two Tricky. Evróvisjónfararnir Morgunblaðið/Ásdís Tannálfurinn og dr. Dauði? Hefur staðsetning laga í keppninni sitt að segja um endanlega niðurstöðu? ./01                                                  # 23+45 " "  "    "  " "   ,  , &6  7#./01 86 ) "&9, 06 7  +*  #):(; . % .%%  <; %) =6%*  7  #>  !!  !  8%  #; ) =;  ?@!   A %  % 3 !!  1 $B! " " " " " " "  " " " "     "  " " " " " "   " " " "   " " " "   " " " " "   " " "  " " " "    " "  " " " "  " " " " "  " " "     " " " "    " " " "  " "  " " "  " " " " "  " " " " " "   "   " " "  " " " "  " " " "  " "  "   " " " " "  "  " " " " "   " "   " " " " "   " " " "  "  " "  "  " " " " "  " " " " " "   "   "  " "  " "  " " " "  "  " " " "   " " " " " "   " " " "  "   " "  " " " " " "  " " " " "  "   "   " " " " "  " " " " "  " "   "   " " " " "  " " " "  " " " "     " " " " " "   " " "   " " " "   " " " " " "   " " "   " " " "   " " " " " "  " " " " "  "  "    " " " " " " " " "  " " "    "   " " " " "  "  " " "  " "  "  "  " "  " "   " " " " " "   " "  " " " " "   " " " " "   " " "   " "  " " " " " " " " "  " "     "          VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 4507-4500-0030-3021                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ MOGGABÚÐIN mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.