Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 49 ✝ Helga Guðjóns-dóttir fæddist í Ytri-Skógum í Kol- beinsstaðahreppi, Snæfellsnesi 6. októ- ber 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- jón Jónsson bóndi, f. 19. febrúar 1889, d. 11. apríl 1972, og Ágústa Júlíusdóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1895, d. 25. mars 1982. Systkini Helgu eru Kristín, f. 6. október 1917, d. 27. júlí 1976, Margrét hús- freyja í Dalsmynni á Snæfellsnesi, f. 3. mars 1923, Svava, f. 3. nóv- ember 1928, d. 24. júlí 1947, Har- aldur bifreiðasmiður í Reykjavík, f. 28. maí 1926, og Sigurður bif- reiðasmiður í Reykjavík, f. 3. ágúst 1930. Hinn 1. desember 1944 giftist Helga Júlíusi Kristni Jóhannes- syni, starfsmanni Ritsímans í Reykjavík, f. 17. nóvember 1909, d. 1. apríl 1982. Foreldrar hans voru Jóhannes Bjarni Jóhannes- son bóndi, f. 15. september 1874, d. 15. apríl 1924, og Sigríður Júl- íusdóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1886, d. 3. febrúar 1967. Börn Helgu og Júlíusar eru: 1) Sigríður hárgreiðsludama, f. 12. september 1948, sambýlismaður Kristján Ásberg Reynisson smiður, f. 1955, börn hennar eru Trausti Pálsson, f. 1967, og Júlíus Símon Pálsson, f. 1971. 2) Svava Ágústa gjaldkeri, f. 28. desember 1950, dóttir hennar er Ey- rún Dögg Ingadótt- ir, f. 1973. 3) Bryndís þroskaþjálfi, f. 4. júní 1953, sambýlis- maður Jörgen Juhl Jörgensen kjötiðnaðarmaður, f. 1961, börn hennar eru Ásta Gréta Sigmunds- dóttir, f. 1971, og Heiðar Sig- mundsson, f. 1974. 4) Bjarki, lög- giltur endurskoðandi, f. 30. apríl 1956, kvæntur Elfu Björk Björg- vinsdóttur, framreiðslumanni og nema, f. 1967, börn hans eru Ólaf- ur Brynjar, f. 1977, og Helga Gunnlaug, f. 1992. 5) Valur bif- reiðasmiður, f. 8. ágúst 1962, maki Guðlaug Þórhallsdóttir kerfisfræðingur, f. 1964, börn þeirra eru Atli, f. 1989, og Þór- hallur, f. 1991. Barnabarnabörn Helgu eru átta. Útför Helgu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. Komið er að kveðjustund, látin er tengdamóðir mín, Helga Guð- jónsdóttir. Við fráfall hennar kem- ur svo margt upp í hugann og þá sérstaklega það hvað sterk kona hún var. Ég hef dáðst að henni frá þeim degi sem við kynntumst fyrir þann dugnað, kjark og visku sem streymdi frá henni. Ég dái þann styrk sem hún hefur sýnt undan- farið í þeim rannsóknum og í þeim veikindum sem að lokum urðu þess valdandi að hún lést, aldrei kvart- aði hún og öllu tók hún með stakri ró. Helga var uppfull af fróðleik og má þar nefna að hún var meðlimur í „gáfumannafélagi“ eldri borgara tengdum Vesturgötu 7, en sá félagsskapur tók þátt í spurninga- keppnum milli félagsmiðstöðva eldri borgara. Gaman hafði hún af lestri bóka og var sama hvar borið var niður í umræðunni, hún hafði örugglega lesið um það. Það var stórkostlegt hvað hún var opin fyr- ir öllu því sem var að gerast í kringum hana hvort sem það var hér á landi eða erlendis, hvert sem málefnið var. Hún var minnug með afbrigðum og ómissandi þátttak- andi í umræðum um heima og geima og gaman var að hvað hún hafði sterkar skoðanir og ósmeyk við að láta þær í ljós. Húmorinn var aldrei langt undan og alltaf sá hún spaugilegu hliðarnar á tilver- unni. Barnabörn og barnabarnabörn munu sakna hennar sárt, það að hafa öðlast það að umgangast slíka ömmu og langömmu verður þeim dýrmætt veganesti og minningin um hana mun lifa með okkur öllum. Blessuð sé minning þín elsku Helga. Þín tengdadóttir Elfa Björk. Föstudaginn 4. maí lést amma mín, Helga Guðjónsdóttir. Síðustu daga hef ég hugsað mikið um ömmu og rifjað upp atvik tengd henni. Við barnabörnin vorum mik- ið hjá henni þegar við vorum að alast upp. Afi og amma bjuggu þá á Ægisíðunni í rúmgóðu húsi þar sem pláss var fyrir alla. Þar mátti allt gera, við t.d teppalögðum stof- una og borðstofuna með Andrés- blöðum til að gá hvort amma ætti nógu mörg blöð til að þekja allt gólfið. Stundum komum við hund- blaut inn eftir að hafa leikið okkur við sjóinn en amma skammaði okk- ur ekki, hún bara hitaði te og rist- aði brauð með osti til að við fengj- um hita í kroppinn. Á sumrin slitum við upp rabarbarann í garð- inum og komum milljón ferðir inn til ömmu því að hún leyfði okkur alltaf að stinga honum í sykurkar- ið. Svona var amma alltaf við okk- ur, ekkert að gera of mikið vesen úr neinu. Matur, hlýja og notaleg- heit. Þannig tilfinningu fæ ég þeg- ar ég hugsa um ömmu, svona heimatilfinningu. Amma var líka alltaf dansandi, hún elskaði að dansa. Þegar gott lag var í útvarp- inu fór hún dansandi um íbúðina til að kenna manni að dansa gömlu dansana. Nú sé ég eftir því að hafa ekki lært meira af henni, spurt fleiri spurninga og hlustað betur. Amma mín hefur nefnilega alltaf verið eilíf í mínum augum, hún hafði svo mikinn karakter, svo upp- full af fróðleik, svo gáfuð. Hún las allt sem hún náði í og mundi allt sem hún hafði lesið og heyrt. Ef maður vildi vita eitthvað, sama hvort það var landafræði eða saga eða bara eitthvað þá var hægt að hringja í ömmu og hún vissi svarið. Hún vissi um alla merka staði á landinu, hvað hafði gerst þar og hvenær. Í sumarfríum var fínt að hafa samband við ömmu og hún gat bent manni á markverða staði til að skoða og hvernig ætti að komast þangað. Elsku amma, takk fyrir að hafa gefið mér góðar minningar til að ylja mér á. Takk fyrir allan tím- ann sem þú gafst okkur og fyrir að vera besta amma í heimi. Ég á eftir að sakna þín. Fylgdu vini þúsund mílna leið, en á endanum þarftu þó að kveðja. (Kínverskt spakmæli.) Bless amma mín, sjáumst síðar. Eyrún. HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR ÞÁ ER lokið síðasta námskeiði vetrarins á vegum Hafnarfjarðar- kirkju, þar sem fjallað hefur verið um margvísleg trúarbrögð heims- ins og áhrif þeirra í samtímanum. Markmið námskeiðanna var að opna umræðu um samskipti mis- munandi menningarheima og trúarbragða og þar með að eyða fordómum. Fyrsta námskeiðið var haldið á liðnu hausti. Þar var fjallað um margvíslegar nýtrúar- hreyfingar á Vesturlöndum og kristna trú. Annað námskeið haustsins fjallaði um þróun hug- mynda um dauðann og eilífðina í biblíunni og samkvæmt gyðing- dómi. Þessar „eilífðarhugmyndir“ voru síðan speglaðar í hugmyndum annarra trúarbragða. Eftir áramót var tekið fyrir hið fjölmenningar- lega samfélag sem við blasir á Ís- landi í dag. Og nú á vormánuðum var haldið námskeið um íslam, eða múhameðstrú eins og trú múslíma kallast á íslensku. Öll þessi nám- skeið voru fullskipuð og þétt setin og sóttu milli 40 og 60 manns hvert námskeið. Miklar umræður ein- kenndu námskeiðin eins og efni stóðu til. Næsta haust verður síðan fram haldið með þessa umfjöllun og mun fyrsta námskeið komandi vetrar fjalla um búddisma. Sr. Þórhallur Heimisson. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í neðri safnaðarsal kl. 10- 14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdótt- ur. Skemmtiganga kl. 10.30. Júlí- ana Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn. Bæna- og fyrirbæna- stund í kirkjunni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna. Léttur hádegisverður á vægu verði eftir stundina. Samvera foreldra ungra barna kl. 14-16 í neðri safn- aðarsal. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguð- sþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðar- stund þar sem Þorvaldur Halldórs- son leiðir söng við undirleik Gunn- ars Gunnarssonar. Ólöf I. Davíðsdóttir, kórfélagi í kirkjunni, flytur guðs orð og bæn. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30-18. Stjórnandi Inga J. Back- man. Foreldramorgunn miðviku- dag kl. 10-12. Sumarferð í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Árbæjarkirkja. Lokadagur for- eldramorgna kl. 10-12. Lokaveisla, pizza, súpa og brauð á Blásteini. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Bach í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Ath. breyttan tíma, verður nú þriðja þriðjudag í mánuði hverjum í sum- ar kl. 20.30. Þetta eru 14. tónleik- arnir í tónleikaröðinni. Þýski org- anistinn Jörg E. Sondermann leikur orgelverk eftir J.S. Bach. Aðgangseyrir rennur til Hjálpar- starfs kirkjunnar. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Leikfimi kl. 11.20. Léttur málsverður, samvera og kaffi. Fella- og Hólakirkja. Göngustund. Á þriðjudögum kl. 10.30 er lagt af stað frá Fella- og Hólakirkju í göngu í umsjón Lilju G. Hallgríms- dóttur djákna. Gangan er ætluð fólki á öllum aldri. Á eftir er boðið upp á djús eða kaffi í safnaðar- heimilinu. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkju- krakkar í Engjaskóla kl. 18-19 fyr- ir börn á aldrinum 7-9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í dag kl. 10-12 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Op- ið hús milli kl. 10-12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr- ir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-16 í safnaðar- heimili Vídalínskirkju. Kaffi á könnunni. Hægt að grípa í spil, rabba saman og yfirleitt að hitta mann og annan í góðu tómi. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg- unn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3. hæð frá kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu - tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17- 18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15- 19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar, þriðjudögum kl. 10-12. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Mikil þátttaka í trúarbragða- námskeiðum KIRKJUSTARF Klukkan var ekki orðinn sjö um morgun- inn þegar Ásgeir renndi í hlað á Hi-Lux- inum. Bankaði á gluggann og beið síðan í bílnum þar til ég drattaðist út. Það voru ekki margir komnir á fætur fyrir utan þröstinn og ein- staka þýska túrhesta. Það er fallegt í Hreðavatsskála á sumrin. Og stutt niður í Norðurá. Ásgeir er hress og vel hvíldur en ég reyni að bera mig vel eftir að hafa farið seint að sofa. Hann hlær að mér og ég dáist að því hvað hann er alltaf pottþéttur og með allt á hreinu. Mér fannst ekki sangjarnt að menn væru svona hæfileikaríkir. Að geta verið doktor í vísindum, framúrskarandi veiðimaður, mynd- arlegri en Kennedy og betri píanisti en margir sem hafa atvinnu af því að slá þá hvítu og svörtu. En þetta var allt satt. Við göntumst með ýmislegt alveg niður að á en þar er byrjað að renna fyrir fiskinn samkvæmt ÁSGEIR BJARNASON ✝ Ásgeir Bjarna-son fæddist í Hafnarfirði 2. mars 1958. Hann lést 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. ákveðnum stuðlum og reglum sem hljómuðu eins og einhver leyni- regla fyrir mér en allt- saman eðlilegt fyrir honum enda var hann þá búinn að vera að „gæda“ í norðurá í nokkur sumur. þetta vissi ég ekki þá. Hann kom alltaf á óvart. Hann reif upp tvo laxa og lét mig síðan taka í stöngina og var ekki ánægður fyrr en ég var búinn að draga einn upp. Hann vildi að ég veiddi. Og ég veiddi. Þetta var góður dagur. Geislandi lífs galdur. Ég man líka þegar við gengum niður að Lake Mendota og horfðum á tunglið í vatninu. Það var á þess- um sumarkvöldum í Madison sem við kynntumst og varð strax vel til vina. Það var alltaf ævintýri að vera í fygld með Ásgeiri og aldrei að vita hvað gerðist. Ég er ósegjanlega þakklátur fyrir að hafa kynnst hon- um. Hans er sárt saknað. En vel minnst. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til allra aðstandenda. Sigtryggur Baldursson. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina 8$        37 ('"" !  ' $  AC%! '( (!   %    *   %   01    033 8 " #!  0!  # "" )"! 3 0! $  )"! 3   " 0!  '" $    '0! $ $ 0! ' $D  " )" )$  " " ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.