Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                  !"  $ "         % &       !  '     "            ((       (    $ (  ! $  $        ! )*    + #  , +"      '     "  -              !  '     +    !' " !' . -' !  '      '   /   "                ,#.  !" 0 '    *     '  !' -'    &" 1-   * * "   '         " 2 -  #   ((   *          "     $ -       !'     "  * - $ ( !    3   '           !       ! *!  - )  !        +"      !  $     +   4        (         *         "    5 )  '         *      (    6   !"( '        $    '   (  '  #  )        "   7       (  8 )  !"  '   ( * (  $  ' $  (*  #  $ -   99  :  ; /!    #       '   <  (   - #  )*     ! *      ' (       "  )      (        FJÓRTÁNDU tónleik- arnir í röðinni Bach í Breiðholtskirkju verða í kvöld, þriðjudagskvöldið, kl. 20.30, en breyting hefur orðið á tímasetn- ingu tónleikanna. Það er Jörg E. Sondermann, organisti í Hveragerði og kennari við tónskóla þjóðkirkjunnar, sem leik- ur á orgel kirkjunnar. Tónleikaröðin er í tilefni af 250 ára ártíð tón- skáldsins. „Tónleikaröðinni hefur nú verið haldið úti á ann- að ár og er rúmlega hálfnuð. Allmargir hafa lagt leið sína í Breiðholtskirkju til að hlýða á þekkt og minna þekkt verk meistara Bachs – og nokkur hópur fastagesta hefur orðið mun fróðari um þann mikla sjóð sem hann lét eftir sig á sviði orgeltón- listar,“ segir Jörg. „Það er oft bæði fróðlegt og skemmtilegt að heyra ýmis lög, sem löngum hafa verið sungin í helgi- haldi kirkjunnar, eru vel þekkt og mörgum kær, í um- skrifunum og radd- færslum Bachs – auk stærri verka.“ Á tónleikunum nú verður flutt Pre- lúdía, Adagio og Fúga í G-dúr (BWV 541/528), Fantasía um sálmalagið Christ lag in To- desbanden (BWV 718), Fúga í c-moll (BWV 574), Prelúdía og Fúga í C-dúr (BWV 547), Sálmforleikir (BWV 748), (BWV 730/731), (BWV 734 b) og Concerto í G-dúr, (BWV 592). Aðgangseyrir er 900 kr. og renn- ur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Fjórtándu Bach-tónleik- arnir í Breiðholtskirkju Jörg E. Sondermann FORFÖLL Ricos Saccanis, aðal- stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, hafa vakið talsverðar vanga- veltur að undanförnu um hugsanleg starfs- lok hans hjá hljómsveitinni. Stjórn Sinfóníu- hljómsveitarinn- ar hefur staðfest að forföll Saccan- is hafi stafað af veikindum hans. Hins vegar hefur það einnig fengist staðfest að á síðustu dögum hefur Saccani verið að stjórna Fílharmón- íusveitinni í Búdapest en hann er einnig aðalstjórnandi þeirrar hljóm- sveitar. Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ekki enn viljað tjá sig um framtíð Saccanis með hljómsveit- inni en búist er við opinberri yfirlýs- ingu frá stjórn hljómsveitarinnar eftir stjórnarfund á morgun. Saccani stjórnar í Búdapest Rico Saccani ÚTSKRIFTARSÝNING listnema Listaháskóla Íslands var opnuð sl. laugardag í húsnæði skólans að Laugarnesvegi 91. Þar gefur að líta verk 64 nemenda, bæði af hönnunar- og myndlistarsviði. Þetta er annað árið sem Listahá- skóli Íslands útskrifar nema með BA gráðu. Sýningin stendur til 20. maí og verður opin daglega milli klukkan 14 og 18. Alla daga sýningarinnar verða nemendur á staðnum og munu veita leiðsögn um svæðið. Sýning 64 nýrra listamanna Morgunblaðið/Ómar Frá útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands. VANDAMÁL það sem oft kemur upp, þegar um er að ræða tónlist- arhópa, sem flokka má ýmist sem áhuga- eða atvinnufólk, er af marg- víslegum toga og oftar en ekki er gerður ósanngjarn samanburður á þessum starfshópum, sem í raun eru að vinna sama verk. Í fátækum og vanþróuðum samfélögum er jafnvel lítið um samvinnu áhuga- fólks og það er ekki fyrr en með vaxandi menntun og efnahag, að fólk fer að huga að samvirkni í list- iðkun og þegar allt þetta hefur vax- ið að mun, efnahagur, menntun og listiðkun, kemur til sögu fólk, sem sakir menntunar sinnar og kröfu samfélagsins um kennslu og leið- sögn, gerist atvinnufólk. Þessa mynd þróunar mátti sjá á sviði tón- listar, hér á landi frá 1850, til dags- ins í dag og er enn að gerast, t.d. á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. Frumþörfinnni þarf fyrst að svala og því margslungnari sem starf- semi áhugahópa er, er staða at- vinnumennskunnar vænlegri. Ótrú- legur fjöldi kóra hér á landi er beinlínis atvinnuskapandi og sama má segja um starfsemi tónlistar- skóla og alla þá sem með einhverj- um hætti standa að tónleikahaldi. Í grein sem Berþóra Jónsdóttir ritaði í Morgunblaðið, um síðustu helgi, er fjallað um þessi mál. þar kemur fram að kórar, einsöngvarar, dæg- urlagahljómsveitir og jazzleikarar, halda 815 tónleika á ári og ef mjög lágt er reiknað, að á hverjum tón- leikum mæti 100 til 200 áheyrend- ur, verður áheyrendahópurinn alls frá 80 til 160 þúsund. Raunrétt tala áheyrenda er trúlega mun hærri, svo að hér er um að ræða mikil um- svif, sem eru mikilvæg í margbrot- inni umferð fjármagns. Tveir kórar utan af landsbyggðinni, sem leggja sitt að mörkum í þessari listflóru, Jórukórinn og Karlakór Selfoss, héldu tónleika í ými, s.l föstudags- kvöld og það voru „Jórurnar“ sem hófu tónleikana og sungu lög af léttara taginu, Nú er sumar, Vakna Dísa, Mamma, eftir Björgvin Þ. Valdimarsson, Och flickan hon går í dansen, í jazzaðri og taktbreyttri útgáfu, Exodus, Ef þig langar að syngja. Kenndu mér að kyssa rétt, The Rose og Mama Kuyjo, sænskt lag við afríkanskan texta, skemmti- lega útsett af söngstjóranum, Hel- enu R. Káradóttur. Sextett söng tvo negrasálma Oh. Freedom og Joshua fit de battle ob Jerico. Með kórnum lék smá hljómsveit í nokkr- um laganna og létti skemmtilega á hljóðfallinu. Raddlega er Jórukór- inn vel skipaður og hljóman radd- anna mjög þétt og hljómfalleg. Það vakti og athygli hversu skýr fram- burður textans var og fallegastur var söngur kórsins í, Ef þig langar að syngja, lagi eftir Bengt Ahlfors, við ljóð Heimis Pálssonar. Það var sérlega skemmtilegt að heyra lagið Kenndu mér að kyssa rétt, í mjög góðri útsetningu söngstjórans, sem Jórurnar sungu með tælandi svip- brigðum. Öll lögin voru flutt af sönggleði en minnst var bragð af einsöngnum og sextettinum, því til slíks leiks, nefnilega einsöngs, þarf meiri raddhljóm en hér stóð til boða. Karlakór Selfoss á sér lengri sögu en Jórurnar, sem er nýstofn- aður kór og var efnisskráin nokkru viðameiri en hjá konunum. Fyrstu þrjú viðfangsefnin voru eftir Árna Thorsteinsson, Fyrstu vordægur, Þú stóðst á tindi Heklu hám og listaverkinu, Nú ríkir kyrrð í djúp- um dal, er öll voru mjög vel flutt. Þá var slegið á léttari strengi með lögum eins og Suður um höfin, Ljósbrá, eftir Eirík Bjarnason og Sveinkadans, Sigvalda Kaldalóns. Þarna réði hressileikinn ríkjum og einnig í lagi eftir Þórarin Guð- mundsson, Ég heiti á horska rekka. Þrjú síðustu viðfangsefnin voru al- vörumeiri og skal fyrst telja Íslands hrafnistumenn, eftir Inga T. Lár- usson, er var sérlega fallega sungið, nokkuð hægt og ekki í þeim mars- takti, sem oft á sér stað. Stóru við- fangsefnin voru svo O Isis und Os- iris, welche Wonne, úr Töfraflautunni, eftir Mozart og Landkenning, eftir Grieg. Þessi lög voru glæsilega sungin og auðheyrt að söngstjórinn, Loftur Erlingsson, er laginn söngstjóri og hefur skólað sína menn til, í að syngja með þétt- um hljómi og þeirri sönggleði, er gerði allan söng karlanna sérlega aðlaðandi, enda er Loftur vel menntaður og frábær söngvari. Tónleikunum lauk með samsöng Jórukórsins og Karlakórsins, er til saman voru ekki minna en 100 manns og sungu með glæsilegum hljómi, íslenska þjóðlagið, Sofðu unga ástin mín. TÓNLIST T ó n l e i k a s a l u r i n n Ý m i r Jórukórinn og Karlakór Selfoss sungust á í Ými, undir stjórn Hel- enu R. Káradóttur og Lofts Erlings- sonar. Föstudagurinn 11. maí, 2001. KÓRTÓNLEIKAR Aðlaðandi og glaðlegur söngur Jón Ásgeirsson Njálsgötu 86, s. 552 0978 Brúðargjöfin fæst hjá okkur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.