Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN spöruðu síst stóru orðin við umræður á Alþingi í gær eftir að Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra hafði mælt fyrir frum- varpi til laga um kjaramál fiski- manna og fleira. Frumvarpinu, sem er ætlað að binda enda á sex vikna verkfall sjómanna, var dreift á sk. útbýtingarfundi sl. laugardag og fóru tæplega þrettán klukkustundir í að ræða það við 1. umræðu í gær, að viðstöddum fjölda sjómanna á þing- pöllum. Undir lokin boðaði sjávarút- vegsráðherra þó stefnubreytingu; sagði að vel mætti vera að í leiðbein- ingum til gerðardóms væri gengið of langt og fór þess vegna þess á leit að sjávarútvegsnefnd Alþingis færi yfir málið og legði mat á hvort ástæða væri til að flytja breytingartillögu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu framlagningu frumvarpsins raunar enn að umtalsefni í upphafi þingfundar í gær og héldu áfram uppi gagnrýni á vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar og forseta þingsins og kölluðu þau fordæmislaus. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók þátt í þeim umræðum og sakaði stjórnar- andstöðuna um upphlaup og að reyna að villa um fyrir almenningi. Hann sagði þingmenn vel geta tjáð hug sinn á frumvarpinu í umræðum um það en að gera framlagningu þess á útbýtingarfundi væri fráleitt. „Af hverju er verið að reyna að varpa þessu ryki í augun á íbúum landsins? Hvað gengur mönnum til?“ spurði forsætisráðherra og undraðist að menn leyfðu sér slíka vitleysu. Stjórnarandstaðan lagðist gegn afbrigðum Leita þurfti afbrigða til að taka frumvarpið á dagskrá þar sem frest- ur til að leggja fram ný þingmál rann út 1. apríl sl. Stjórnarandstöðuflokk- arnir lögðust gegn afbrigðunum og gerðu formenn Samfylkingar og Vinstri grænna, þeir Össur Skarp- héðinsson og Steingrímur J. Sigfús- son grein fyrir þeirri afstöðu. Sagði Steingrímur að skyndileg ákvörðun um lög á sjómenn væri stórpólitískt mál og umdeilt, auk þess sem ljóst væri að það raskaði öllum þeim áformum sem unnið hefði verið eftir varðandi þingfrestun nk. föstudag. Steingrímur benti á að með því að leyna stjórnarandstöðuna upplýs- ingum um frumvarpið sl. laugardag hefði komið skýrt fram að ekki væri óskað eftir samvinnu við stjórnar- andstöðuna í þessu máli. „Þvert á móti er valin sú leið að gera þetta með eins illu og nokkur kostur er. Ríkisstjórnin verður þá auðvitað að sitja uppi með það, ef hún velur sér þau vinnubrögð að gera hlutina með valdi og eins illu og nokkur er kost- ur. Þá er best að hún fái að súpa seyðið af því,“ sagði hann. Össur sagði hins vegar að Sam- fylkingin teldi ríkisstjórnina með umræddu frumvarpi ganga einhliða erinda útgerðarmanna og við það gæti hún ekki sætt sig. Þá telji Sam- fylkingin að 3. gr. frumvarpsins brjóti í bága við ákvæði stjórnar- skrár um félagafrelsi og af þeim sök- um synji hún afbrigðanna fyrir sitt leyti. Aukinheldur samþykkti forseti Al- þingis beiðni þingflokks Frjálslynda flokksins um tvöfaldan ræðutíma í 1. umræðu um málið. Skv. þingsköpum á hver þingflokkur rétt á að fá ræðu- tíma lengdan, allt að tvöföldum tíma, ef fyrir liggur rökstudd beiðni þar að lútandi áður en málið er tekið til um- ræðu. Í erindi Frjálslyndra til for- seta þingsins kom einmitt fram að um svo viðamikið mál væri að ræða að ekki yrðu gerð fullnægjandi skil í venjulegum ræðutíma. Fram kom í máli sjávarútvegsráð- herra, er hann mælti fyrir frumvarp- inu, að verkfall sjómanna hefði haft gríðarlegt áhrif á þjóðlífið allt. Það hefði nú veruleg áhrif á heimilin í landinu; gríðarleg áhrif á hinar veik- ari byggðir landsbyggðarinnar sem byggðust á sjávarútvegi og fisk- verkafólkið með því ekki væri hrá- efni til vinnslu og því væri það komið á atvinnuleysisskrá. Þá benti hann á að markaðsstarf íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja erlendis væri í upp- námi og miklir hagsmunir væru þar í húfi. „Verkfallið hefur auk þess stór- kostleg áhrif á útflutningstekjur þjóðarinnar sem dragast að sjálf- sögðu verulega saman þegar um er að ræða atvinnugrein sem skilar á milli 40–50% af útflutningstekjum þjóðarinnar,“ sagði Árni og nefndi ennfremur að þar með hefði verk- fallið haft áhrif á stöðu krónunnar og raunar efnahagsmál þjóðarinnar í heild. Fram kom í máli Árna að ef sjómannasamtökin aflýstu verkfalli sínu væru þau ákvæði frumvarps um kjaramál sjómanna og fleira, sem lytu að verkfalli sjómanna og gerð- ardómi um kjör þeirra, óþörf. Hins vegar væri ekki ástæða til að draga ákvæði um afnám kvótaþings til baka. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Árna um þetta eftir að ráðherra hafði mælt fyrir frumvarpinu. Fleiri þingmenn stjórnarflokk- anna, sem tóku þátt í umræðunni, gerðu að umtalsefni þann langa tíma sem verkfallið hefði staðið og þau verðmæti sem væru í húfi fyrir þjóð- arbúið. Þrátt fyrir langar og strang- ar viðræður væri ekki útlit fyrir samninga og því væri ljóst að stjórn- völd þyrftu að grípa inn í atburða- rásina. Hjálmar Árnason, Framsóknar- flokki, benti á að stjórnvöld hefðu mjög verið gagnrýnd fyrir að fresta verkfalli fyrir nokkrum vikum. Þá hefðu menn sagt að frestunin hefði seinkað samkomulagi sem verið hefði á næsta leiti. Nú væri sex vikna verkfall að baki, enn væri ekkert út- lit fyrir samninga og því ljóst að aldrei hefði verið útlit fyrir samn- inga á sínum tíma. Lagði Hjálmar áherslu á að allt væri pikkfast í deilunni; ríkissátta- semjari treysti sér ekki til að koma með miðlunartillögu og því væri rík- isstjórn nauðugur einn kostur, að grípa til lagasetningar. Allt annan tón kvað hins vegar við í málflutningi þingmanna stjórnar- andstöðunnar. Guðjón Arnar Krist- jánsson, þingflokksformaður Frjáls- lyndra og fyrrv. formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, fullyrti að með tengingu við Lax- dælu í frumvarpinu, þ.e. samning vélstjóra og útgerðarmanna, fælist launalækkun fyrir sjómenn og hana ætti að binda í lög til næstu 5 ára. Össur Skarphéðinsson sagði ljóst með frumvarpinu að í sjávarútvegs- ráðuneytingu væri enn í gangi sjálfs- afgreiðsla mála fyrir útvegsmenn. Einungis þannig mætti skýra hina umdeilu 3. gr. frumvarpsins, þar sem verið væri að tímasetja niðurstöðu gerðardóms fimm ár fram í tímann. Að sama skapi væri ljóst að með því væri brotið gegn alþjóðlegum skuld- bindingum Íslendinga, t.d. mann- réttindasáttmálanum og reglum Al- þjóða vinnumálastofnunarinnar. Steingrímur J. Sigfússon tók í sama streng og benti á að svo virtist sem stjórnvöld væru að gera sér grein fyrir ágöllum frumvarpsins, ekki síst 3. greininni. Tók hann hins vegar skýrt fram að þótt gerðar yrðu á því breytingar að því leyti, myndi Vinstrihreyfingin – grænt framboð engu að síður leggjast harkalega gegn því enda væri um að ræða vont frumvarp og vondan gjörning á stétt manna og ekki kæmi til greina annað en að berjast gegn því af öllum kröft- um. Nokkur tíðindi urðu hins vegar undir lok umræðunnar seint í gær- kvöldi, þegar Árni M. Mathiesen lýsti því yfir að hann færi þess á leit við sjávarútvegsnefnd Alþingis að kanna hvort of langt væri gengið í frumvarpi um kjaramál sjómanna varðandi leiðbeiningar til gerðar- dóms sem fjalla á um þau mál. Sagð- ist Árni með þessu vera að bregðast við gagnrýni þingmanna og sjó- manna á þann kafla frumvarpsins sem m.a. gerir ráð fyrir að gerðar- dómurinn taki mið af samningi Vél- stjórafélags Íslands og útvegsmanna bæði varðandi innihald og gildistíma. Árni sagði í lok 1. umræðu um frumvarpið að það sem hæst hefði borið væri umræða um lögmæti að- gerðanna. Árni sagði ljóst að það bryti ekki í bága við stjórnarskrá að setja lög á vinnudeilur sem hefðu staðið lengi og deiluaðilar hefðu haft tækifæri til að leysa deiluna og mikl- ir almannahagsmunir væru í húfi. Þetta hefði Alþjóða vinnumálastofn- unin staðfest í fyrri málum. Þá sagði Árni að þingmenn hefðu tekið undir gagnrýni sjómanna á 3. grein frumvarpsins þar sem fram koma leiðbeiningar til gerðardóms sem fjalla á um kjaramál sjómanna. Sagði Árni að vel mætti vera að gengið hefði verið of langt í þessu efni í frumvarpinu. Sagðist Árni því vilja fara þess á leit að sjávarútvegs- nefnd Alþingis færi yfir málið og legði mat á hvort ástæða væri til að flytja breytingartillögu við þessa grein frumvarpsins. Fyrsta umræða um lög á verkfall sjómanna stóð í hálfan sólarhring á Alþingi í gær Ráðherra segir áhrif verk- fallsins á þjóðlífið gríðarleg Loft var lævi blandið á Alþingi í gær við nærfellt 13 tíma 1. umræðu um frumvarp sjávarútvegsráðherra til laga um kjaramál fiskimanna. Morgunblaðið/Golli Árni Mathiesen og Ögmundur Jónasson hlýða á umræður. MEIRIHLUTI samgöngunefndar Alþingis hafnar með öllu hugmyndum um að skilja grunnnetið frá Landssímanum. Nefndin segir að fyrir því liggi m.a. tæknilegar ástæður en sérfræðingar telji að aðskilnaður grunnnets- ins frá annarri starfsemi myndi leiða til vand- kvæða og erfiðleika í þróun þess með þeim afleiðingum að þjónusta við notendur versn- aði. Þá mundi það rýra verðmæti fyrirtæk- isins verulega og hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir notendur. Þetta kemur fram í áliti sem nefndin hefur skilað um frumvarp um sölu á hlutafé ríkisins í Landssíma Íslands hf. Nefndarmeirihlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt að undanskilinni tæknilegri breytingu sem snýr að rafrænni skráningu hlutafélags- ins. Fram kemur í nefndarálitinu að í athugun nefndarinnar á frumvarpinu hafi verið fjallað ítarlega um aðstöðu fyrirtækja utan höfuð- borgarsvæðisins til að stunda fjarvinnslu og aðra þjónustu á sviði upplýsingatækni sem gerir kröfu til öflugra gagnaflutninga. Þrátt fyrir að verðskrá fyrir gagnaflutninga hafi lækkað mikið að undanförnu, þ.m.t. fyrir gagnanet og leigulínur, sé ljóst að enn sé talsverður munur á verðlagningu á þeirri þjónustu eftir því hvar notandinn er á land- inu. Meiri hlutinn telur nauðsynlegt að áfram verði unnið markvisst að því að jafna kostnað og aðgang landsmanna að öflugustu og hag- kvæmustu gagnaflutningsleiðum, eins og tæknin þróast á hverjum tíma óháð vega- lengd. Þá telur nefndarmeirihlutinn eðlilegt að nýta hluta af söluverðmæti Landssímans til að ná markmiðum um að upplýsingatæknin nýtist öllum landsmönnum sem best og að fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu takmarki ekki samkeppnisstöðu fyrirtækja á lands- byggðinni. Er því beint til samgönguráðherra að hann vinni, í samstarfi við samgöngunefnd, tillögur um að jafna kostnað við gagnaflutn- inga og þar með samkeppnisstöðu fyrirtækja um allt land og skuli þeirri vinnu vera lokið fyrir árslok 2001. Þá segir í álitinu að með nýju fjarskiptalög- unum hafi aðkoma nýrra fyrirtækja að fjar- skiptamarkaði verið auðvelduð verulega. Þá séu víðtækar heimildir í fjarskiptalögum til að tryggja fullnægjandi þjónustustig með svokallaðri alþjónustu, auk þess sem sam- gönguráðherra hafi heimildir til að leggja í framkvæmdir eða rekstur sem er til al- mannaheilla, í öryggisskyni, af umhverfis- ástæðum eða samkvæmt byggðasjónarmiðum og ætla má að skili ekki arði. Þannig getur ríkið eflt fjarskiptaþjónustu þar sem sam- keppni skortir. Nefndarmeirihlutinn bendir á að nú sé til umfjöllunar í þinginu tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um að fella inn í EES-samninginn reglugerð Evrópu- þingsins og ráðsins um opinn aðgang að heimtaugum. Með upptöku reglna þessara í íslenskan rétt muni jafn aðgangur allra að grunnnetinu vera tryggður enn frekar en nú er. Þá lýsir nefndarmeirihlutinn því áliti að það lagaumhverfi sem skapað hefur verið á fjarskiptasviði tryggi að samkeppnisaðilar fái eðlilegt svigrúm til athafna. Þessa megi þeg- ar sjá merki, sbr. samninga Íslandssíma og Tals um aðgang að farsímakerfi Landssím- ans. Undir nefndarálitið skrifa þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nefndinni, þau Árni Johnsen, Hjálmar Árna- son, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Guðmund- ur Hallvarðsson, Magnús Stefánsson og Arn- björg Sveinsdóttir. Meirihluti samgöngunefndar Alþingis hefur skilað áliti um símafrumvarpið Hafnað með öllu að skilja grunnnetið frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.