Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Meistarakokkarnir hafa unnið afrek Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra kom til veislunnar með fríðu föruneyti. Hann sagði meðal annars í ræðu sinni að lambakjötið væri ein- hver besti veislukostur sem fólkið í veröldinni ætti aðgang að. Íslending- ar væru heppnir að eiga þessa afurð sem bændur stæðu ekki einir um að kynna. Íslensku meistarakokkarnir hefðu unnið mikið og þakkarvert af- rek við vörukynningu. „Landið okkar, sem er hreint og ósnortið, á sterka bændastétt sem á metnað og sóknarhug og kann til verka. Við áttum okkur æ betur á því að framleiðslustigið sjálft þarf ekki eingöngu á framleiðendum að halda. Það þarf einnig á þeim að halda sem bera lambakjötið á borð fyrir neyt- endur, meistarakokkar þessa lands hafa unnið vel og tekið tryggð við ís- lenska bændastétt,“ sagði Guðni. Hann þakkaði eldhugunum Þór- arni Guðlaugssyni fyrir framtakið og einnig Gunnari Páli Ingólfssyni kjöt- iðnaðarmeistara og hljómlistar- manni fyrir áratuga baráttu við ötula kynningu á lambakjötinu og með- höndlun þess. Gunnar var einmitt viðstaddur og lék kvöldverðartónlist fyrir veislugesti. Guðni sló víða á létta strengi eins og honum er einum lagið, hann sagði meðal annars að ís- lenska forystukindin hefði vit á við meðal stjórnmálamann. Í föruneyti ráðherra var m.a. Jó- hannes Kristjánsson skemmtikraft- ur og fór á kostum að venju. Skemmtu veislugestir sér konung- lega og nutu veislunnar. LANDSSAMBAND sauðfjárbænda og markaðsráð kindakjöts buðu til veislu á Flúðum síðastliðið þriðju- dagskvöld, sem á annað hundrað manns sótti. Að sögn Össurar Lár- ussonar framkvændastjóra Lands- sambands sauðfjárbænda er þetta hugmynd Þórarins Guðlaugssonar matreiðslumeistara að koma saman kjötiðnaðarmönnum, matreiðslu- mönnum og bændum til að kynna nýjar og breyttar aðferðir í vinnslu og matreiðslu á lambakjöti. Össur sagði að aðstaðan væri góð í félagsheimilinu á Flúðum, starfsfólk Hótels Flúða hefði verið boðið og bú- ið að veita aðstoð, því hefði verið ákveðið að byrja þar en að efnt yrði til kynningar með svipuðu sniði með haustinu. „Það hefur verið unnin mikil þró- unarvinna á síðustu árum með sauð- fjárafurðir m.a. með sérstökum skurði á skrokkunum og matreiðslu á kjötinu. Það er því nauðsynlegt að sýna framleiðendum hvað verið er að gera í þessum efnum en neikvæðar raddir hafa heyrst um að of lítið væri gert í markaðssetningu. Það er ekki svo, það er ekki lengur verið að selja kjötið í pokum og kössum. Það er mikil framþróun í meðferð og mat- reiðslu lambakjöts og þetta er liður í því að kynna það fyrir bændum,“ sagði Össur. Barist fyrir málstað bænda Jakob H. Magnússon meistara- kokkur sem var veislustjóri sagði meðal annars í ávarpi að matreiðslu- menn á Íslandi hefðu til margra ára barist fyrir málstað bænda. Sérstak- lega sauðfjárbænda vegna þeirra af- burða gæða sem íslenska lambakjöt- ið hefði ef rétt væri með það farið. Gera þyrfti bændunum hátt undir höfði m.a. til þess að auka verðmæti afurðanna. Matreiðslumenn hefðu gert margt til að auka hróður þessa afbragðs vöru og þeir væru í faglegu sambandi við helstu matreiðslu- meistara víðsvegar um heiminn til að kynna lambakjötið sem alltaf hefði fengið mikið lof sem úrvals hráefni. Það hefði margoft unnið til verð- launa eins og kunnugt væri. Jakob sagði að sérstaka áherslu þurfi að leggja á kjötskurðinn með betri nýtingu í huga, þá væru allir matreiðslumenn sérvitrir og vildu fá vöruna vandlega snyrta. Jakob lýsti hvernig hentugast væri að skera nið- ur skrokkinn til að nýtingin yrði sem best. Hann sagði að matreiðslu- meistarar vildu gjarnan meiri sam- vinnu við bændur og kjötvinnslu- menn. Eftir að Jakob hafði lýst nokkrum matreiðsluaðferðum lagði hann áherslu á að möguleikar á meiri nýtingu lambakjötsins væru miklir eins og sjá mætti á hlaðborði kvölds- ins sem var afar fjölbreytt. Lambakjötið er hágæðavara Árni Þorvaldsson á Bíldsfelli for- maður félags sauðfjárbænda í Ár- nessýslu sagði að hann væri mjög ánægður með þetta framtak og sagð- ist vonast til að þetta verði á lands- vísu. Það væri mikil lyftistöng að sjá nýtinguna á öllum skrokknum á svo mjög fjölbreyttan hátt og allt væri faglega unnið og mjög gott. „Meistarakokkarnir eiga heiður skilinn fyrir þetta framtak og hafa unnið einstakt starf við kynningu á lambakjötinu. Sauðfjárbændur hafa átt undir högg að sækja, salan hefur þó aðeins aukist undanfarið á kjöt- inu. Margir bændur hafa selt fram- leiðslurétt sinn og sauðfé þ fækkað mikið, á síðastliðnu ári var t.d. 5% fækkun fjárstofnsins. Við megum ekki fækka mikið meira eins og stað- an er í dag, bæði upp á félagslega þáttinn að gera svo og framleiðslu- getuna,“ sagði Árni. Árni sagði að erfitt væri að eiga við útflutninginn, við ættum að kynna lambakjötið betur hér heima, leggja áherslu á menningarþáttinn og notfæra okkur það. Einkum þyrfti að kynna ferðamönnum þessa hágæðavöru enn frekar sem væri í rauninni lífrænt ræktuð á fjölbreytt- um gróðri. Sauðfjárbændur og markaðsráð buðu til veislu á Flúðum Liður í átaki um breytta úrvinnslu lambakjöts Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hrunamannahreppur Meistarakokkarnir sem sáu um veisluna. Frá vinstri: Sverrir Þór Hall- dórsson, Ólafur Helgason, Kristján Sæmundsson, Eysteinn Hjörleifsson, Þorvarður Óskarsson, Jakob H. Magnússon og Þórarinn Guðlaugsson. Sótt var í munaðarvöruna; lambakjötið, sem matreitt var á ýmsa vegu. Sverrir Þór Halldórsson mat- reiðslumeistari með flamberuð lambalæri í veislunni. HJÁ Kristjáni Ólafssyni og Huldu Valdísi Steinarsdóttur tómstunda- bændum á Ísafirði er mikil frjó- semi í fé. Á fimmtudag voru 20 kindur bornar, 17 tvílembur, tvær þrílembur og ein fjórlemba. Fjórlembingarnir og móðir þeirra voru öll við bestu heilsu þegar Morgunblaðið leit við. Einu afföllin í sauðburðinum voru að einn þrílembingurinn fæddist dauður, svo af þessum 20 kindum komu 43 lömb. Ólafur Vilhjálmsson 74 ára faðir Kristjáns hefur að mestu séð um sauðburðinn fyrir son sinn, en hann er öllum hnútum kunnugur og natinn við búskapinn, enda séð um fé frá því að hann gat gengið. Faðir Ólafs Vilhjálmur Jónsson póstur á Ísafirði var alltaf með fé á húsum við íbúðarhús sitt undir Stórurðinni á Ísafirði. Þar hefur Ólafur alla tíð búið og verið með bú og tún, þar til að vaxandi bær flæmdi hann burt með sauð- féð. Nú eru fjárhúsin í húsum sem áður voru notuð sem minkabú í Engidal, þar sem margir tóm- stundabændur á Ísafirði halda kindur og hesta. Ólafur sagði í samtali við blaðið að mikil og góð gjöf og góð húsa- kynni ættu mestan þáttinn í frjó- seminni. Afburðagott tíðarfar hef- ur verið á Ísafirði í vetur og óvenjulegt að tún séu orðin græn fyrir miðjan maí eins og algengt er nú. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson 43 lömb frá 20 kindum Ísafjörður KVENNAKÓRINN Norðurljós frá Hólmavík hélt tónleika í Árnes- kirkju nýlega og voru það loka- tónleikar vorsins. Að sögn Sigríðar Óladóttur, stjórnanda og kórstjóra, er kórinn skipaður 27 konum og er það ná- lægt þriðjungur kvenna á Hólma- vík, þetta voru fimmtu og síðustu tónleikar vorsins en þær héldu tón- leika fyrr í vetur og vor á Hólma- vík, í Bústaðakirkju í Reykjavík, á Búðardal og Drangsnesi og nú síð- ast í Árnesi. Undirleikari með kórn- um, bæði á gítar og harmonikku, er Gunnlaugur Bjarnason. Norðurljós frá Hólmavík Árneshreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.