Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 12
LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir myndum sem stolið var úr innbroti í Svarthamar-List- hús við Skólavörðustíg þann 27. apríl sl. Alls er 18 mynda saknað, þ.m.t. mynda eftir Ásgrím Jónsson, Kristján Davíðsson, Louisu Matthíasdóttur, Sigur- björn Jónsson, Snorra Arin- bjarnar, og Svavar Guðnason. Ljósmyndir af sumum mál- verkanna má nálgast á vefsíðu lögreglunnar í Reykjavík, www.lr.is, undir tenglinum: Stolið – eftirlýst. Lögreglan handtók mann skammt frá Skólavörðustíg en hann hafði þá 45 málverk undir handleggnum. Maðurinn gaf þær skýringar að hann hefði fundið málverkin á leið sinni í vinnuna. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar sem koma að gagni við rannsókn málsins eða hafa vitn- eskju um eitthvert verkanna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík, auðgunarbrotadeild, í síma 569 9000. Lýst eftir 18 stolnum málverkum TIL átaka kom milli hóps Pat- reksfiðinga og Bolvíkinga við verstöð á Patreksfirði aðfara- nótt sunnudags. Rúður voru brotnar í verbúðinni, húsið grýtt og barið utan með bar- eflum. Lögreglan á Patreks- firði segir að um tugur manna hafi tekið þátt í átökunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni munu átökin hafa átt sér upptök í deilum milli Patreksfirðings og Bolvíkings á skemmtistað í bænum fyrr um nóttina. Seinna um nóttina fór hópur Patreksfirðinga að ver- búðinni þar sem sló í brýnu milli hópanna. Lögreglunni á Patreksfirði tókst að stöðva átökin og róa mennina niður en enginn var þó handtekinn. Bú- ist er við að kærur verði gefnar út vegna málsins innan tíðar. Átök við verbúð á Patreksfirði FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir, arki- tekt frá Núpi í Dýrafirði, var kjörin nýr formaður Landverndar á aðal- fundi samtakanna sem haldinn var á Egilsstöðum sl. laugardag. Tekur hún við af Jóni Helgasyni frá Segl- búðum, fyrrverandi þingmanni og ráðherra, sem verið hefur formaður síðustu fjögur árin. Í ávarpi á fundinum sagði Ólöf Guðný að mikill árangur hefði náðst í landverndarmálum, náttúruvernd væri ekki lengur mál fámennra hópa eða einstaklinga heldur tækju margir afstöðu í dag, þyrðu að eiga sér drauma og kynnu að meta fegurð og náttúrugæði. Jón Helgason, fráfarandi formað- ur, sagði skilning hafa aukist á því hversu lífsnauðsynleg góð umgengni við náttúru og umhverfi væri. Hann sagðist hafa fundið það í starfi sínu sem formaður að ómetanlegt hefði verið að finna góðar undirtektir þeg- ar leitað væri eftir framgangi mála. Ályktað um erfðabreyttar lífverur og matvælaöryggi Samþykktar voru fjórar ályktanir á aðalfundinum, um umhverfismál á höfuðborgarsvæðinu, laxeldi í sjó, erfðabreyttar lífverur og matvælaör- yggi. Hér fara hér á eftir kaflar úr þeim: „Landvernd minnir á mikilvægi þess að beita varúðarreglunni þegar meta á hvort skynsamlegt sé að heimila notkun erfðabreyttra lífvera sem kunna að skapa hættu fyrir líf- ríkið og heilbrigði. Öryggissjónarmið mega ekki víkja fyrir skammtímavið- skiptahagsmunum. Landvernd hvet- ur stjórnvöld til að hraða innleiðslu nýrrar tilskipunar Evrópusambands- ins um erfðabreyttar lífverur. Með henni fær varúðarreglan skýrara hlutverk en í núgildandi löggjöf.“ Í ályktun um umhverfismál á höf- uðborgarsvæðinu segir m.a.: „Land- vernd hvetur sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu til að auka samstarf um skipulags- og umhverfismál og ljúka við gerð svæðisskipulags. Ein- stök mannvirki sem hafa áhrif langt út fyrir viðkomandi sveitarfélag þarf að skoða í samstarfi við önnur sveit- arfélög á svæðinu. Landvernd leggur til að sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu geri 5 ára áætlun um uppbyggingu stíga- kerfis sem skapi nýjar og bættar for- sendur fyrir göngufólk og hjólreið- ar.“ Laxeldi í sjó „Landvernd telur að stjórnvöld hafi heimilað eldi á laxi í sjókvíum í mun meiri mæli en samræmist var- úðarsjónarmiðum og telur nauðsyn- legt að undirbúa betur það laxeldi í sjókvíum sem nú er áformað,“ segir í ályktun um laxeldi. Segir einnig að marka verði skýrari stefnu um verndun íslenska laxins, setja þurfi sjókvíaeldi skýran lagaramma og skipuleggja þurfi eftirlit og vöktun lífríkis sem starfsemin kunni að ógna. Þá hvetur Landvernd íslenska bændur og stjórnvöld til að vinna markvisst að uppbyggingu vistvæns og lífræns landbúnaðar á Íslandi sem starfi í sátt við umhverfið og fram- leiði hollar og hreinar búvörur þann- ig að bændur treysti stöðu sína sem framleiðendur öruggra og góðra matvæla sem framleidd eru með sjálfbærum hætti. „Stjórnvöld eru hvött til að beina stuðningi og rann- sóknum með markvissum hætti í þennan farveg. Jafnframt þarf að stuðla að framþróun lífræns landbún- aðar svo að hann geti orðið raunhæf- ur og öflugur valkostur í framleiðslu matvæla. Minnt er á mikilvægi þess að vernda fjölbreytileika og sérstöðu íslensks búfjár og að gæta þarf mik- illar varúðar við innflutning erlendra tegunda.“ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir nýr formaður Landverndar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, nýr formaður Landverndar, og Jón Helga- son, fráfarandi formaður. Morgunblaðið/jt MÁL eru sögð hafa skýrst nokkuð varðandi framtíðarskipan mála við Norðlingafljót í Borgarfirði, en á síðasta ári voru fjörugar umræður um að koma laxi í ána og leggja jafnvel laxastiga um jarðgöng fram hjá Barnafossi. Sá möguleiki sem nú er hins vegar kannaður er að veita ánni í Hvítá fyrir neðan gljúfr- in sem hýsa Barnafoss og Hraun- fossa. Ef við rifjum þessa umræðu upp þykir það sannað að Norðlingafljót þykir henta afar vel sem sjálfbær laxveiðiá. Er það sagt líkjast að mörgu leyti Kjarrá og hafa bol- magn til að vera viðlíka sterk lax- veiðiá. Vandinn hefur verið sá að áin fellur í Hvítá fyrir ofan Barnafoss. Bæði er hann ólaxgengur og fleiri fossar ofar erfiðir og auk þess fellur svo gríðarlega kalt vatn í ána undan hrauninu í Hraunfossum að vatns- hiti nær tæplega því hitastigi sem þarf til að lax gangi hiklaust fram. Fram voru komnar hugmyndir um laxastiga um jarðgöng fram hjá Barnafossi sem ekki má hrófla við vegna friðlýsingar. Aðrir valkostir voru að leiða ána í Hvítá fyrir neðan hina köldu Hraunfossa. Gallinn við þær leiðir er sá að hafbeitarlaxi hef- ur verið sleppt í Fljótið um árabil og hann hefur raðað sér í ána eins og búast má við að villtur stofn myndi gera. Þannig geta menn séð í hendi sér að með því að leiða ána í Hvítá neðan Hraunfossa munu geysilega sterkir veiðistaðir og hrygningar- svæði tapast. Þetta er það sem menn hafa velt til og frá, að setja jarðgöngin fram hjá Barnafossi og lagfæra fossa of- ar og taka áhættuna, að laxinn gangi um ískalt vatnið, eða fórna veiði- og hrygningarstöðum fyrir öryggið að laxinn skili sér í ána. Það síðarnefnda virðist hafa orðið ofan á. Það mun þó taka allmörg ár að byggja Norðlingafljót upp sem lax- veiðiá, en búast má við að seiða- sleppingar hefjist von bráðar svo og kortlagning á nýjum farvegi. 20 punda urriði? Nýlega barst sú frétt að veiði- maður hefði dregið 20 punda urriða úr Minnivallalæk. Tók risinn flug- una black ghost, straumflugu núm- er 6 í Stöðvarhyl. Fiskinum var sleppt og var því aldrei veginn ná- kvæmlega og auk þess hafa ýmsir séð mynd þar sem svo virðist sem fiskurinn sé vart meira en 10–12 pund sem þó er enginn smáfiskur. Þröstur Elliðason, leigutaki Minnivallalækjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði upplýsingar um fiskinn frá fyrstu hendi og sér virtist engu logið um stærð urriðans. „Þessi urriði var lengdarmældur, 90 sentímetrar. Laxar af þeirri lengd eru yfirleitt um 8 kg, en urriði af þessari stærð- argráðu er að öllu jöfnu miklu mun sverari og þessi fiksur var í góðum holdum. Veiðimaðurinn var að auki með vigt sem tók mest 8 kg. Hann skellti háfnum með urriðanum í á vigtina og hún var keyrð í botn í ein- um rykk, fiskurinn greinilega mun þyngri. Samkvæmt erlendum stöðl- um um stærð og þyngd á urriða ætti 90 sentímetra fiskur í eðlilegum holdum að vera 22 til 24 libs, eða um eða rétt yfir 20 íslensk pund.“ Málin að skýrast við Norðlingafljót ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í nýlegu áliti sínu komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun úthlutunar- nefndar atvinnuleysisbóta fyrir Norðurland vestra um að fella niður bætur til konu í búrekstri á þeim forsendum að hún væri sjálfstætt starfandi einstaklingur hafi verið ólögmæt. Konan, sem hafði þegið atvinnuleysisbætur nær samfellt í rúm tvö ár þegar þær voru felldar niður, kvartaði til umboðsmanns yf- ir úrskurði úrskurðarnefndar at- vinnuleysisbóta sem staðfesti ákvörðun úthlutunarnefndar. Beinir umboðsmaður því til úrskurðar- nefndarinnar að taka mál konunnar fyrir að nýju, óski hún þess. Konan hélt því fram að úrskurð- urinn hefði ekki verið í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og reglugerð um bótarétt sjálfstætt starfandi einstaklinga úr Atvinnu- leysistryggingasjóði, þar sem hún væri ekki sjálfstætt starfandi í skilningi reglugerðarinnar, enda hefði hún aldrei staðið skil á trygg- ingagjaldi með reglubundnum hætti. Umboðsmaður bendir á í áliti sínu, eftir að hafa kynnt sér málið ít- arlega, að ekki hafi legið fyrir til- skilin gögn um það hvort konan hafi staðið skil á tryggingargjaldinu, né upplýsingar um að þeirra hafi verið óskað af hálfu úrskurðaraðila. Telur umboðsmaður að úrskurðarnefnd- inni hafi borið, samkvæmt stjórn- sýslulögum, að afla frekari gagna um meintan rekstur konunnar. Seg- ir umboðsmaður að upplýsingar um að konan hafi verið skráð fyrir virð- isaukaskattsnúmeri hjá skattstjóra hafi virst ráða niðurstöðu úrskurð- arnefndarinnar í málinu. Er það því niðurstaða umboðsmanns að úr- skurður úrskurðarnefndarinnar hafi verið ólögmætur. Úthlutunarnefndin gætti ekki ákvæða stjórnsýslulaga Kvörtun konunnar til umboðs- manns beindist einnig að fyrri ákvörðun úrskurðarnefndar um að vísa máli hennar til endurupptöku hjá úthlutunarnefnd atvinnuleysis- bóta á þeim grundvelli að hún, þ.e. úthlutunarnefndin, hafi ekki gætt ákvæða stjórnsýslulaga við ákvörð- un sína. Umboðsmaður rekur í áliti sínu ákvæði laga um endurupptöku og tekur fram að umrædd heimild sé bundin við að fram komi beiðni frá aðila máls. Stjórnvöld geti því ekki á grundvelli þessa ákvæðis beint því til lægra settra stjórnvalda að endurupptaka fyrri ákvarðanir. Vekur umboðsmaður athygli á því að stjórnvöld hafi hins vegar heim- ild samkvæmt stjórnsýslulögum til að afturkalla ákvörðun sína að eigin frumkvæði. Með vísan til þessa telur umboðsmaður Alþingis að úrskurð- arnefndinni hafi ekki verið heimilt að vísa máli konunnar til endurupp- töku hjá úthlutunarnefndinni. Hins vegar hafi henni verið skylt að end- urskoða ákvörðun úthlutunarnefnd- arinnar og úrskurða í málinu í sam- ræmi við stjórnsýslulög. Atvinnuleysisbætur til konu í búrekstri voru felldar niður Ólögmætur úr- skurður að mati um- boðsmanns Alþingis Lögreglu- bíl bakkað á ljósastaur LÖGREGLUMAÐUR í Vest- mannaeyjum bakkaði lög- reglubifreið á ljósastaur að- faranótt sunnudags en lögreglumaðurinn var að bakka til að forða árekstri við ölvaðan ökumann. Lögreglu- bíllinn og ljósastaurinn skemmdust nokkuð. Ökumað- urinn gaf sig fram við lögregl- una stuttu síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyj- um ók maðurinn inn á bif- reiðastæði lögreglustöðvarinn- ar um nóttina. Þar ók hann nokkra hringi og „reykspól- aði“ og hafði í frammi ógnandi tilburði við lögreglumenn sem voru fyrir utan stöðina. Lög- reglan veitti honum eftirför en hann sneri þá við og ók beint á móti lögreglubílnum. Öku- maður lögreglubílsins taldi þá rétt að bakka bílnum til að koma í veg fyrir árekstur en bíllinn lenti á rennisteini og hafnaði loks á ljósastaurnum. INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.