Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 13 Blómasmiðja Ómars - Keflavík FJARSKIPTASAFNIÐ á Melunum hyggst auka samvinnu við grunn- skólana og hefur Landssíminn af því tilefni látið gera kennsluefni um safnið. Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, upplýsinga- og kynningarfulltrúa Landssímans, er stefnt að því að fá einstaka bekki grunnskólans í heim- sókn í safnið næsta vetur. Heiðrún segir að jafnframt sé ráðgert að virkja kennara í grunnskólanum til að kynna safnið fyrir nemendum. Á myndinni eru f.v.: Gerður Óskars- dóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, Fanný Gunnarsdóttir kennari og höfundur kennsluefnis, Ármann Jakobsson safnvörður, Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, og Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningardeildar Landssímans. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kennsluefni um fjarskiptasafnið Aukið samstarf við grunnskólana ÍSLAND vann um helgina bikarkeppni Norðurlandanna í brids en keppnin er haldin á tveggja ára fresti í Rottneros í Svíþjóð. Íslenska liðið átti í lengi í harðri keppni við Svía um efsta sætið en tryggði sér sigur í síðustu umferðinni með því að vinna Færeyjar 23:7 og á sama tíma töpuðu Svíar fyrir Norðmönnum 9:21. Þetta er í annað skipti sem Ís- land sigrar á þessu móti. Lokastaðan í mótinu var þessi: 1. Ísland 95 stig 2. Nor- egur 86 stig 3. Svíþjóð 82 stig 4. Danmörk 77 stig 5. Finn- land 64 stig 6. Færeyjar 42 stig. Íslenska liðið var skipað þeim Karli Sigurhjartarsyni, Jóni Baldurssyni, Magnúsi Magnússyni og Sverri Ár- mannssyni. Þrír þeir fyrst- nefndu verða í landsliðinu sem keppir á Evrópumóti í brids á Kanaríeyjum síðari hluta júnímánaðar. Ísland vann Rottneros- bikarinn í brids RÍFLEGA eitt af hverjum tíu lán- um sem einstaklingar tóku á síð- asta ári, ef íbúðalán eru undan- skilin, voru í erlendri mynt, eða 11%. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru þessi lán aðallega tekin vegna gjaldeyrisvið- skipta, svokallaðir skiptisamning- ar, þ.e. að taka erlend lán og skipta þeim yfir í íslenskar krónur. Sambærilegt hlutfall lána ein- staklinga í erlendri mynt árið 1997 var 1%, þ.e. ef íbúðalánin eru ekki höfð til viðmiðunar. Í árslok 2000 námu útistandandi skuldir einstak- linga í erlendri mynt rúmum 17 milljörðum króna. Mesta lántakan af þessu tagi var frá miðju ári 1999 fram í byrjun árs 2000. Það sem af er árinu, einkum eft- ir að Seðlabankinn breytti geng- isstefnu sinni í mars sl. og krónan veiktist, hefur snarlega dregið úr erlendum lánum einstaklinga. Vaxtamunur, sem einstaklingar ætluðu að hagnast á, vegur ekki upp þær breytingar sem hafa orðið á vísitölu krónunnar að undan- förnu. Erlend lán einstaklinga Flest vegna gjaldeyris- viðskipta Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.