Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 60
DAGBÓK 60 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Thor, Goðafoss, Arnarfell og Furevik koma í dag. Cidade de Amarante fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss og Olga komu í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Árskógar 4. Föstudag- inn 18. og laugardaginn 19. maí, verður hin ár- lega handverkssýning í félagsmiðstöðinni. Undirbúningur fyrir sýninguna verður alla þessa viku og mun því hin venjulega dagskrá í handavinnustofunum vera í lámarki af þess- um sökum. Margt fag- urra muna verður á sýningunni, skemmti- atriði verða báða dag- ana og mun Gerðuberg- skórinn koma og syngja fyrir gesti á föstudag kl. 14.30 og á laug- ardaginn mun Halldóra Björnsdóttir leikkona flytja vorljóð, hin gömlu góðu, hún kemur kl. 14.30. Kaffi og meðlæti verður selt á meðan sýningin er. Sýningin verður opin milli kl. 13 og 17 báða dagana. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tré- skurður, kl. 9–16 handavinna,kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og fönd- ur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, kl. 10 sam- verustund, kl. 14 félags- vist. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Handavinnu og listmunasýning verður laugardaginn 19. maí frá kl. 13–17. Kór- söngur undir stjórn Ingunnar Guðmunds- dóttur. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söngfélag FEB, kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla Sigvalda fellur niður. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB kl. 10.30-11.30 á mið- vikudag panta þarf tíma. Þriðjudaginn 29. maí verður farin stutt vorferð í Hafnarfjörð og Heiðmörk. Lagt verður af stað kl. 13 og leið lögð um Hafn- arfjörð og þar litast um undir leiðsögn Rúnars Brynjólfssonar. Síðan er ekið um Heiðmörk- ina og staldrað þar við og Vatnsveita Reykja- víkur skoðuð. Að lokum eru kaffiveitingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Leiðsögn Páll Gíslason og Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin. 6.-8. júní ferð til Vestmannaeyja. Skoð- unarferðir um eyjuna. Gisting á Hótel Þórs- hamri. Nokkur sæti laus. Ath. þeir sem pantað hafa pláss í Vestfjarðaferð 2.–7. júlí vinsamlegast staðfestið sem fyrst, vegna fjölda þátttakenda. Silfurlínan opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. Opnun- artíma skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Þriðjudag 15. maí: skyndihjálp kl. 14. Miðvikudag 15. maí spilað í Holtsbúð kl. 13.30. ATH. breyttan dag. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumur kl. 13. brids kl. 13.30. Á morgun verður línudans kl 11 og píla kl. 13.30. Vegna verk- falls Hlífar getur þurft að fresta fyrirhugaðri sýningu á handverki eldri borgara er á að vera 17., 18. og 19. maí, fylgist með fréttum. Dagsferð á Njáluslóðir fimmtudaginn 7. júní nk. Skráning hafin, all- ar upplýsingar í Hraunseli, sími 555- 0142. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar falla niður um tíma. kl. 9–16 30 vinnstofur opn- ar, kl. 13 boccia. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 14 boccia, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13–16.30 myndlist. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 boccia, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, tréskurður. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 bútasaumur, tréút- skurður og frjáls spila- mennska. Mánudaginn 21. maí verður farið á handverkssýningar í Hvassaleiti og Norð- urbrún. Lagt af stað kl. 13. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morgun- stund, kl. 10 leikfimi kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Sein- asta opið hús verður í dag þriðjudag frá kl. 11. Guðrún Lóa kemur í heimsókn og syngur einsöng. Verið velkom- in. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borg- arar velkomnir. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin halda fundi á Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Kvenfélag Hreyfils. fundur verður þriðju- daginn 15. maí kl. 20. Ath. breyttan fund- ardag. Hana-nú, Kópavogi. Farið verður í síðdeg- isferð á Njáluslóðir þriðjudag 29. maí. Lagt af stað kl.12. Leið- sögumaður Arthúr Björgvin Bollason. Sögusetrið á Hvolsvelli skoðað, síðan verður farið í leiðangur á Njáluslóðir. Kl. 18 verð- ur þríréttuð veislu- máltíð. Til skemmtunar verður leikþáttur í létt- um dúr, söngvarar úr Rangárþingi syngja. Takmarkaður fjöldi miða. Upplýsingar og skráning í Gjábakka 554-3400 og Gullsmára 564-5260. Haukar, Öldungaráð. Sumarferðin er 13. júní. Skráning í símum 555- 0176 eða 555-0852. Í dag er þriðjudagur 15. maí, 135. dagur ársins 2001. Hallvarðsmessa. Orð dagsins: Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama. (Kor. 6, 18.-19.) MIG langar að ræða að- eins um notkun á farsím- um. Það er ansi oft sem maður sér fólk vera að keyra og að tala í farsíma um leið. Þetta finnst mér að eigi að banna (bannað erlendis). Þetta er allt of hættulegt og er ekki nóg að einbeita sér að akstr- inum? Ég bara spyr. Í öðru lagi finnst mér það fáránlegt að fólk geti ekki slökkt á farsímum sínum þegar maður er í bíó (hef oft lent í þessu), annar hver maður er með hringjandi farsíma. Þetta er mjög truflandi og eyði- leggur alveg fyrir manni myndina, ég tala nú ekki um hvað þetta er mikið tillitsleysi gagnvart hin- um sem eru í bíósalnum. Lærið eitthvað af þessu! Hildur Egilsd. Píkusögur ÉG fór í Borgarleikhúsið þriðjudaginn 8. maí sl. og sá leikritið Píkusögur. Ég get hreinlega ekki orða bundist. Þetta er stór- kostlegt leikrit. Þær Hall- dóra Geirharðsdóttir, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elíasdóttir fara gjörsamlega á kostum. Þær segja sögur kvenna og gera það frábærlega. Þær spiluðu á tilfinninga- skalann hjá mér þannig að ýmist var ég með kökkinn í hálsinum eða með astmaeinkenni af hlátri. Verkið er mjög op- inskátt og er ekki hefð- bundið leikhúsverk. Þær stöllur gera þetta ein- staklega vel. Mig langar að hvetja fólk til þess að fara og sjá þetta einstaka verk. María. Krossgáta Morgunblaðsins ÉG var svo glöð um dag- inn þegar ég sá að búið var að færa krossgátuna í Morgunblaðinu, en það stóð bara í tvö eða þrjú skipti. Síðan er allt komið í sama farið aftur. Maður þarf að liggja með hönd- ina yfir skýringunum þegar maður er að ráða gátuna. Er ekki hægt að ráða bót á þessu? Kona. Ömurlegur 1. maí 1. MAÍ var ömurlegasti dagur sem ég hef lifað. Ég fór í gönguna frá Hall- grímskirkju og niður í bæ. Dagskráin var til skammar, einungis tvær ræður og síðan var dag- skránni lokið. Ekkert var gert fyrir börnin. Verka- lýðshreyfingin ætti að fara að gera eitthvað fyrir verkalýðinn í landinu. Dagblöðin gera heldur ekkert í tilefni dagsins, nema að birta ræðurnar. Áður fyrr fóru blaðamenn á vinnustaði og ræddu við verkafólk. Einnig finnst mér að hernámsandstæð- ingar eigi ekki að vera þátttakendur á degi verkalýðsins. Þetta er í síðasta skiptið sem ég fer í 1. maí göngu. Hallgrímur Helgason. Póstþjónusta í Eskihlíð KONA hafði samband við Velvakanda og vildi kvarta yfir póstþjónust- unni í Eskihlíð. Fyrir rúmri viku bárust bréf ekki nema þrisvar þá vik- una. Í þeirri viku komu reikningar frá Euro, Stöð 2 og Rafmagnsveitunni. Þessir reikningar áttu að greiðast 4. maí sl. en höfðu ekki borist 8. maí. Af þessum sökum var Stöð 2 lokað. Hún hafði samband við þá hjá Ís- landspósti og þeir sögðu henni að reikningarnir væru löngu farnir frá þeim. En hvert fóru þeir? Það er mjög bagalegt að fá ekki reikningana á réttum tíma. Tapað/fundið Hvar er fólkið? FÓLKIÐ sem kom með kassann, sem fannst eftir bruna á Njálsgötunni, suður í Kópavog er vin- samlegast beðið að hafa samband við Guðrúnu í síma 554-1432. Dýrahald Kannast einhver við kisu ? MJÖG gæfur og góður bröndóttur fress er búinn að vera á þvælingi í bak- garði ofarlega við Lauga- veg. Hann er ólarlaus. Ef einhver kannast við hann, vinsamlegast hringið í síma 551-7110 eða 847- 2257. Pási er týndur PÁSI er hvítur páfagauk- ur, gári, með grænbláa bringu. Hann hvarf frá Bræðraborgarstíg laug- ardaginn 12. maí sl. Ef einhver hefur orðið hans var, vinsamlegast hafið samband í síma 551-4020 eða 588-7600. Friðgeir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Notkun á farsímum Víkverji skrifar... GÓÐ vinkona Víkverja á móður-systur sem er svolítill einstæð- ingur á áttræðisaldri. Hún hefur verið nokkuð hress og kát framund- ir það seinasta, en þá gerðist það að hún datt heima á baðgólfinu hjá sér og lá þar sem hún var komin í nokkra klukkutíma. Upp úr þessu lenti hún á spítala og var þar í rúma viku. Áður en hún var send heim á ný var komið að máli við hana og henni boðið að fá sendan mat heim, og hún spurð hvort ekki væri gott fyrir hana að fá aðstoð við böðun nokkrum sinnum í viku, hvort ekki væri gott að fá heimilishjálp til að fara yfir gólfin aðra hvora viku og hvort hún vildi ekki fá öryggis- hnapp. Sú gamla þáði allt þetta sem henni var boðið og hún er nú enn glaðari í bragði en áður. Það getur vissulega verið erfitt fyrir fólk að þurfa að biðja um aðstoðina. Því ber að geta þess sem vel er gert, en í þessu tilfelli er um að ræða góða þjónustu við aldraða í Kópavogi. ÞÁ er Evróvisjónkeppninnni lok-ið þetta árið og hvað sem öllu líður þá verða Danir að teljast hinir einu sönnu sigurvegarar keppninn- ar. Öll framkvæmdin einkenndist af fagmennsku og léttleika, umgjörðin var með miklum glæsibrag og greinilega mikil stemmning. Þá var danska lagið ekki af lakara taginu og að margra mati átti það fyrsta sætið skilið þótt sú yrði ekki raunin. Sennilega hefur spennufallið hér á landi sjaldan verið jafnmikið og eftir keppnina að þessu sinni. Þótt þjóðin hafi ekki verið með sömu væntingar nú um velgengni íslensku keppend- anna og oft áður þá hlýtur niður- staðan samt að hafa vakið gremju hjá fleirum en þulnum sem lýsti her- legheitunum í Sjónvarpinu. Kannski er hann ekki einn um þá skoðun að aðrir Evrópubúar séu einfaldlega ekki komnir á það stig að kunna að meta frábært framlag íslensku þjóð- arinnar. Það er hins vegar mikið lán að hafa þessa keppni og leitun að öðrum viðburðum sem sameina þjóðina jafnþétt og vel og stuðla eins kröftuglega að sterkari fjölskyldu- og vináttuböndum. Stórfjölskyldur hittast, vinnufélagar efla samstöð- una, gamlir vinir hittast, því að það er hefð að horfa saman á júró. Það er þó ekki laust við að margir skammist sín svolítið fyrir þetta og fáir virðast hafa fylgst með kynn- ingunni á lögunum eða yfirleitt vita nokkurn skapaðan hlut um þetta mál. Ef það ber hins vegar á góma í kaffitímanum á vinnustöðum kemur í ljós að samanlögð vitneskja manna er nokkuð heilleg og svo virðist sem flestir hafi heilmikið vit á íslenska laginu og flytjendunum og væntan- legri stöðu þeirra í söngvakeppn- inni. Víða á vinnustöðum mun svo atkvæðagreiðsla fyrir keppnina vera fastur liður þar sem spáð er um í hvaða sæti íslensku keppendurnir lenda. Þótt fáir hafi kannski farið nærri um þau úrslit sem nú urðu gerir það sennilega ekkert til, því það hefur jú enginn áhuga á Evró- visjón þegar upp er staðið. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sælgætinu, 8 grenjað, 9 veiðarfæri, 10 beita, 11 eldstæði, 13 fæddur, 15 malda í móinn, 18 hæsta, 21 dý, 22 kjaft, 23 við- kunnanleg, 24 nafn á sveitarfélagi. LÓÐRÉTT: 2 fyrirgangur, 3 þrautin, 4 áma, 5 sparsemi, 6 æsa, 7 hugboð, 12 næla, 14 meðal, 15 virða, 16 káta, 17 hindra, 18 eyja, 19 siðprúð, 20 skynfæri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 þegar, 4 tækin, 7 fæðin, 8 ritan, 9 gæf, 11 reim, 13 öldu, 14 öflug, 15 svöl, 17 nefs, 20 æra, 22 mánar, 23 uggur, 24 rúmur, 25 taðan. Lóðrétt: 1 þefur, 2 Guðni, 3 röng, 4 tarf, 5 ketil, 6 nunnu, 10 ætlar, 12 möl, 13 ögn, 15 semur, 16 ösnum, 18 engið, 19 sárin, 20 ærir, 21 aumt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.