Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Konur í læknastétt Hvetjum ungar konur til dáða Á FIMMTUDAGklukkan 13.30hefst málþing í húsi Læknafélags Íslands að Hlíðarsmára 8 í Kópa- vogi. Á málþinginu verður fjallað um stöðu kvenna í læknastétt á Íslandi. Einn frummælanda er Ingi- björg Georgsdóttir barna- læknir. Hún var spurð hver væri staða kvenna í læknastétt á Íslandi um þessar mundir? „Á seinni árum hafa æ fleiri konur lokið námi í læknisfræði hér á landi eins og annars staðar á Vesturlöndum og vaxandi fjöldi kvenna fer til náms í sérgreinum læknisfræð- innar en þegar litið er á hlut kvenna í sambandi við stöðuveitingar á stóru sjúkrahús- unum og innan HÍ blasir við önn- ur mynd. Þar eru mjög fáar kon- ur. Þetta er ekki séríslenskt vandamál en þó má segja að hlut- ur kvenna í læknastétt hér sé heldur rýrari en almennt gerist í nágrannalöndunum.“ – Hvers vegna er þetta svo? „Það eru litlar upplýsingar fyr- irliggjandi sem svara spurning- unni hvað Ísland varðar, en marg- ar erlendar rannsóknir eru til sem að sýna að konum gengur illa að fá kennslustöður og æðri stjórnun- arstöður. Þeir sem skoða þessi mál velta fyrir sér hvers vegna þetta er svona, hvort konur stundi ekki nám sitt eða rannsóknir jafn- vel og karlar. Það hefur sýnt sig að ábyrgð kvenlækna gagnvart sjúklingum er síst minni en karla en rannsóknarvinna þeirra hefur oft á tíðum ekki verið jafnmikil. Þá liggur líka fyrir að vinnuálag á konur í læknastétt er meiri en á körlum og skýrist það m.a. af því að þær sinna börnum og heimili jafnhliða krefjandi starfi.“ – Hvað er hægt að gera til að breyta áherslum? „Erlendis hefur verið bent á einkum tvær leiðir, annars vegar að auka sveigjanleika í starfi þannig að dragi úr álagi svo konur geti frekar sinnt störfum og rann- sóknarvinnu en aðrir benda á hættuna sem í þessu felst, að þetta geti enn frekar dregið úr möguleikum kvenna til starfa. Það er ekki að sjá að nein algild og auðveld lausn liggi á borðinu. Miðað við íslenskar aðstæður telj- um við konurnar í Félagi kvenna í læknastétt á Íslandi að það sé mikilvægt að auka sveigjanleika í læknanámi, rannsóknarvinnu og í klínískum störfum unglækna sem geri þá konum og körlum kleift að samræma starf sitt við fjölskyldu- ábyrgð.“ – Um hvað verður fjallað nánar til tekið á málþinginu? „Við höfum boðið helstu ráð- andi stjórnendum í heilbrigðis- og menntakerfinu að koma og skýra frá því hvernig þetta blasir við þeim og hvernig tekið er á jafn- réttismálum. Við vonumst til að þeir segi okkur frá reynslu sinni sem stjórnendur og yfir- menn og hvert þeir telji að stefna beri í nánni framtíð. Við höf- um m.a. boðið heil- brigðisráðherra Jóni Kristjáns- syni, landlækni Sigurði Guðmundssyni og æðstu stjórn- endum læknadeildar Háskóla Ís- lands og Landsspítala – háskóla- sjúkrahúss, einnig höfum við boðið formönnum læknafélaganna og Láru V. Júlíusdóttur hæsta- réttarlögmanni. Haldin verða sex stutt erindi og síðan munu fara fram pallborðsumræður. Þátttak- endur í þeim umræðum verða, auk fyrrtaldra, fulltrúar ung- lækna og læknanema og fulltrúar frá jafnréttisnefnd HÍ. “ – Hvar í læknastétt hafa konur einkum haslað sér völl? „Konur hafa í raun lagt fyrir sig flestar sérgreinar læknisfræðinn- ar og þær eru flestar í heimilis- lækningum, lyflækningum, barnalækningum, kvenlækning- um, augnlækningum og svæfing- arlækningum, í öðrum greinum eru þær færri.“ – Hverju velta konur fyrir sér þegar þær ákveða sérnám í lækn- isfræði? „Það hefur ekki verið gerð at- hugun á viðhorfum íslenskra kvenna til sérgreinavals innan læknisfræði en Þorgerður Einars- dóttir, sem er lektor í félagsvís- indastofnun HÍ, vann doktorsrit- gerð um sérgreinaval lækna í Gautaborg og þar birtast mjög sérstakar niðurstöður sem að vissu leyti má heimfæra á Ísland og ef til vill Vesturlönd almennt. Konurnar velja „mjúkar greinar“, öldrunarlækningar og ákveðnar lyflækningar, heilsugæslulækn- ingar, kven- og barnalækningar svo eitthvað sé nefnt, en þetta eru allt greinar sem krefjast mikilla samskipta við fólk. Þegar litið er á það hvernig þessar sérgreinar eru metnar er það oft svo að þessar greinar njóta ekki sömu virðingar og aðrar sem karlarnir hafa fremur sótt í. Það er erfitt að segja af hverju þetta er, kannski er þetta að hluta til arfur fortíðar- innar.“ – Hafa íslenskir kvenlæknar komið sér saman um aðferðir til að reyna að brjóta niður karla- veldið í læknastétt? „Já, við viljum takast á við þennan vanda með því m.a. að draga þessar upplýsingar fram og vekja á þeim athygli en þó fyrst og fremst að styðja ungu konurn- ar í stéttinni til dáða.“ Ingibjörg Georgsdóttir  Ingibjörg Georgsdóttir fædd- ist 7. apríl 1953 í Reykjavík. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1972 og út- skrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 1978. Hún stundaði sér- fræðinám í Reykjavík, Winnipeg og Vancouver og er barnalæknir og nýburalæknir að sérgrein. Hún starfaði á Landspítala á námsárum en eftir námslok starfaði hún á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins en árið 1995 hóf hún störf hjá Trygg- ingastofnun ríkisins þar sem hún starfar enn. Ingibjörg er gift Reyni Jónssyni tannlækni og eiga þau fjögur börn. Konur í lækna- stétt velja „mjúkar greinar“ Það ætti að vera betra fyrir þig að halda á „Two Tricky“ svona, Friðrik minn. Á SÍÐASTA ári voru 98 ökumenn krafðir um greiðslu á tjóni sem þeir ollu í umferðinni. Í fjárhæðum talið nema þessar endurkröfur samtals rúmlega 28 milljónum króna. Hæsta einstaka endurkrafan nam 2,5 millj- ónum. Ungir ökumenn eiga stóran hlut að þessum málum. Umferðarlagabrot ökumanna, t.d. ölvunarakstur og hraðakstur geta valdið ökuleyfissviptingu og refsingu í formi sektar eða fangelsis. Tjón, sem verður á ökutæki tjónvalds í slíkum tilvikum, verður hann einnig iðulega að bera sjálfur. Afleiðingarn- ar fyrir brotlegan ökumann eru þó ekki upp taldar með þessu, því í um- ferðarlögum er svo fyrir mælt að vá- tryggingarfélag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum öku- tækja, eignast endurkröfurétt á hendur þeim, sem tjóni olli af ásetn- ingi eða stórkostlegu gáleysi. Dóms- málaráðherra skipar nefnd þriggja manna, til að kveða á um, hvort og að hve miklu leyti beita skuli endur- kröfum. Í nefndinni sitja Helgi Jó- hannesson, formaður, Andri Árna- son og Sigmar Ármannsson. Á árinu 2000 bárust nefndinni samtals 107 ný mál til úrskurðar. Af þessum 107 málum samþykkti nefndin endurkröfur að öllu leyti eða að hluta í 98 málum. Í fjárhæðum tal- ið nema þessar endurkröfur samtals rúmlega 28 milljónum króna, og er þá einnig tekið tillit til viðbótarend- urkrafna í eldri málum. Á árinu 1999 var heildarfjöldi mála á hinn bóginn 113, samþykktar endurkröfur að öllu eða einhverju leyti það ár voru einn- ig 98, en samtals að fjárhæð rúmlega 25 milljónir króna. Hæsta einstaka endurkrafan nam 2,5 milljónum króna árið 2000, en 16 endurkröfur voru kr. 500.000 eða hærri. Ástæður endurkröfu eru langoftast ölvun tjónvalds, þ.e. í 77 tilvikum. Lyfja- neysla var ástæða endurkröfu í einu tilviki. Réttindaleysi ökumanna réð endurkröfu í 5 tilvikum. Þá voru 2 ökumenn endurkrafðir vegna ásetn- ings, og 4 vegna stórkostlega víta- verðs aksturslags. Í þeim 77 tilvikum, þar sem mælt var fyrir um endurkröfu vegna ölv- unar, reyndust 62 ökumenn í efri mörkum umferðarlaga, þ.e.a.s. töld- ust óhæfir til að stjórna ökutækinu. Í þessum 98 málum voru karlar 78, en konur voru 20 af tjónvöldum sem endurkröfu fengu. Hlutur kvenna í málum af þessu tagi hefur farið vax- andi á undanförnum árum. Hlutfall kvenna sem fengu endurkröfu var 14% 1992, en á árinu 2000 26%.Öku- menn 25 ára og yngri áttu hlut að 47% mála árið 2000, en voru 43% 1999. Ölvunarakstur oftast ástæða endurkröfu Ökumenn krafðir um 28 milljónir í fyrra vegna tjóna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.