Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 28
Ekki sáttatónn í Assad BASHAR Assad, sem nú hefur verið nærri ár á forsetastóli í Sýrlandi, virðist æ meir vera að hallast að sama harðstjórnar- stílnum og faðir hans tíðkaði og þegar talið berst að grannrík- inu Ísrael hikar hann ekki við að taka dýpra í árinni en Hafez Assad heitinn gerði nokkru sinni. Þegar forsetinn heilsaði Jó- hannesi Páli II páfa er hann kom í fjögurra daga opinbera heimsókn til Sýrlands sem lauk sl. þriðjudag, lýsti forsetinn Ís- raela ábyrga fyrir átökunum sem staðið hafa yfir milli Ís- raela og Palestínumanna und- anfarna mánuði. Hann gekk síðan skrefi lengra og blandaði saman stjórnmálum og trúar- brögðum með því að segja Ís- raela hafa „reynt að drepa grundvallargildi allra trúar- bragða með sama hugarfari og þeir sviku Jesú Krist og á sama hátt og þeir reyndu að svíkja og drepa Múhameð spámann.“ Þessi ummæli vöktu litla hrifningu í Ísrael og á Vestur- löndum. Ríkisstjórnir nokkurra landa fordæmdu þau fyrir að bera með sér gyðingahatur og hið sama gerðu leiðarahöfundar mestu þungavigtardagblað- anna í Bandaríkjunum. „Við vonuð- um að eftir Helförina heyrðu slík um- mæli sögunni til,“ sagði Michael Mechior, aðstoðarutanríkisráðherra Ísraels. Til vinsælda fallið í arabaheiminum En stjórnmálaskýrendur í araba- löndunum telja að hörð afstaða Ass- ads gegn Ísrael afli honum fylgis meðal araba, sem margir hverjir eru Ísraelum reiðir vegna þeirra hundr- aða Palestínumanna sem látið hafa lífið í átökum í Ísrael og á palestínsku heimastjórnarsvæðunum á undan- förnum sjö mánuðum. Hinn 36 ára gamli Assad þarf á þessu fylgi að halda heima fyrir, þar sem efnahagur Sýrlands er í molum. Jórdanski stjórnmálaskýrandinn Rami Khouri segir að Assad hafi þó einnig látið þessi ummæli falla vegna þess að hann tryði þeim sjálfur. „Hann lætur svona yfirlýsingar frá sér fara að hluta til vegna þess að hann trúir þeim sjálfur og að hluta til vegna þess að þjóð hans og stór hluti arabaheimsins trúir þeim,“ segir Khouri. „Svona harðlínuyfirlýsingar auka á trúverðugleika hans og lög- mæti sem stjórnmálaleiðtoga í aug- um araba almennt og meðal þjóðar sinnar.“ En Gehad Auda, stjórnmálafræð- ingur við Helwan-háskóla í Egypta- landi, segir að öðrum leiðtogum arabaríkja kunni að þykja Assad hafa farið lítið eitt yfir strikið með því að ráðast á Ísrael á þessum nótum. „Það gilda reglur um það hvernig haga beri gagnrýni á Ísrael. Við þurf- um að lifa með [Ísraelum] alla okka ævi (...) vil viljum að þeir virði líka settar reglur,“ segir Auda. Páfagarður hefur leitt um- mæli Assads hjá sér að mestu, þótt páfi hafi harðlega fordæmt gyðingahatur. Í Sýrlandsheim- sókn sinni hvatti páfi ítrekað til þess að allir íbúar Mið-Austur- landa – arabar og Ísraelar, kristnir, múslimar og gyðingar – sameinuðust um að koma á friði. Er Assad kvaddi páfa sl. þriðjudag var hann við sama heygarðshornið. Hann gat hinna sameiginlegu semízku róta araba og gyðinga. „Því miður er enn til fólk í þessum heimi sem er hrætt við að nefna upphátt sögulegar staðreyndir og ... saka okkur, semítana, um and-semítisma.“ Eftir hin hörðu viðbrögð á Vesturlöndum reyndu þó tals- menn Sýrlandsstjórnar að draga úr yfirlýsingum Assads; þær hefðu verið mistúlkaðar. Var tekið fram, að – réttilega – hefði forsetinn ekki nefnt gyð- inga á nafn í ummælum sínum, „þar sem tilgangur hans var ekki að níða eða að hvetja til haturs gegn neinum trúflokki,“ heldur að krefjast þess að endir yrði bundinn á „blóðugar“ að- gerðir Ísraela gegn Palestínu- mönnum. Úti um þíðuvonir Í mörgum ísraelskum fjölmiðlum er Assad nú úthrópaður sem gyð- ingahatari af gamla skólanum; menntun hans á Vesturlöndum breytti þar engu um, en ekki sízt í Ísrael höfðu menn bundið vonir við að það hve ungur Assad yngri er og að hann stundaði nám í Englandi myndi leiða til þess að stjórnarstefna hans yrði mildari en Assads eldri. Á síðustu stjórnarárum sínum hafði Assad eldri leitað leiða til að skapa þíðu í samskiptunum við Ísrael og Bandaríkin. En með tilliti til þess- ara nýjustu ummæla Assads yngri og að „gamli haukurinn“ Ariel Sharon skuli hafa tekið við völdum í Ísrael eru hverfandi litlar horfur á að fram- hald verði á þeirri þíðu á næstunni. Tæpt ár er nú frá því Bashar Assad tók við völdum í Sýrlandi Damaskus. AP. Þegnar Sýrlandsforseta veifa páfagarðsfán- anum fyrir framan risaveggmynd af þjóðar- leiðtoganum Bashar Assad á meðan á heim- sókn páfa í Damaskus stóð. AP ERLENT 28 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ DANSKA samkeppnisstofnunin sæt- ir nú gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint við því sem einn helsti sérfræð- ingur landsins í samkeppnisreglum og hringamyndun segir augljóst verð- samráð hjá olíufélögum. Tvö stærstu dagblöð Danmerkur hafa undanfarna daga birt greinar þar sem fullyrt er aðforstjórar olíufélaganna hringi hver í annan og ræði bensínverð, auk þess sem því er lýst hvernig öll stærstu olíufélögin hafi sent út bréf til langferðabílstjóra þar sem nákvæm- lega sömu kjör eru boðin, í sumum til- fellum eins orðuð. Forstjórar stærstu olíufélaganna vísa ásökunum á bug og segja samkeppnina svo harða að félögin verði að fylgjast náið með verði keppinautarins. Á sama tíma hefur bensínverð enn hækkað og kostar 95 oktana bensín nú 9,05 kr. danskar, eða rétt um 105 kr. ísl. „Samkeppnisstofnunin á þegar í stað að hefja rannsókn hjá olíufélög- unum til að finna sannanir fyrir því að þau hafi haft samráð,“ segir Peter Vesterdorf en fyrir skemmstu kom út eftir hann bók um hringamyndun og samkeppnisreglur. Vesterdorf segir aðgerðir samkeppnisstofnunarinnar fjarri því að duga til en hún hefur sent út bréf til olíufélaganna þar sem ósk- að er skýringa á því að nær öll félögin séu með sama verð, upp á eyri. Sofið á verðinum „Danska samkeppnisstofnunin hef- ur sofið á verðinum. Þegar hin sænska systurstofnun hennar gerði húsleit hjá olíufélögunum á síðasta ári, fann hún skrifleg gögn er færðu sönnur á að olíufélögin höfðu samið innbyrðis um bensínverð. Dönsku samkeppnisstofnuninni bar að standa fyrir svipaðri rannasókn í býtið morg- uninn eftir,“ segir Vesterdorf. Samkeppnisstofnunin vísar gagn- rýninni á bug og segir varaforstjóri hennar, Erik Monrad, að verið sé að safna gögnum svo að stofnunin geti áttað sig á málinu. Of snemmt sé að segja til um hvort ný rannsókn verði gerð en fyrir rúmu ári urðu svipaðar ásakanir til þess að stofnunin lét gera slíka rannsókn. Telur Monrad hins vegar ólíklegt að svo verði þar sem svo mikið hafi verið fjallað um málið að olíufélögin „hafi sjálfsagt ekki gleymt að þurrka neitt út úr tölvun- um“. Ástæðu þess að ekki var gerð hús- leit hjá dönsku olíufélögunum í kjölfar þeirrar sænsku segir Monrad vera að danska samkeppnisstofnunin hafi ekki haft gögn undir höndum sem gæfu tilefni til slíks, ólíkt Svíum sem höfðu sterkar vísbendingar. Meðal þess sem olíufélögin eru sök- uð um er að lækka afslátt á bensíni í júní árið 2000, um 1 kr. ísl. og 1,73 kr. á dísel til atvinnubílstjóra. Í bréfum til bílstjóranna, sem bárust með nokkurra daga millibili sagði að grunnverðið yrði lækkað sem svaraði minni afslætti. Félögin sendu bréfin út svo þétt á eftir hvert öðru að heim- ildarmenn Berlingske Tidende innan danska olíubransans, segja að ómögu- legt sé að þau hafi tekið ákvörðun hvert í sínu lagi án samráðs. Slíkar breytingar krefjist undirbúnings. Þá er vakin athygli á því að orðalag bréf- anna sé ekki aðeins áþekkt, sumar setningarnar séu orðrétt hafðar eftir á milli félaga. Er bréfin bárust runnu tvær grím- ur á langferðabílstjóra og leituðu þeir til samkeppnisstofnunarinnar. Hún vildi ekkert gera í málinu þar sem hún hafði þá nýverið lokið rannsókn á ol- íufélögunum sem leiddi ekki til mál- sóknar. Sagði forstjóri stofnunarinn- ar að olíufélögin hefðu haft nægan tíma til að koma öllum gögnum um samráð undan, væru þau til. Áðurnefnd rannsókn var gerð að kröfu stjórnmálamanna vegna mikilla hækkana á bensíni og olíu og þrátt fyrir að ekki fyndust neinar sannanir um verðsamráð, gagnrýndi stofnunin skort á samkeppni á milli olíufélag- anna. „Fjögur skýrustu dæmin um það eru mikill hagnaður olíufélag- anna, sömu grunnverð, óskýrt afslátt- arkerfi og óumbreytanleg markaðs- hlutföll,“ segir í skýrslu sam- keppnisstofnunar frá því á síðasta ári. Þá kemur fram í henni að bensínverð í Þýskalandi sé lægra en í Danmörku vegna minni álagningar olíufélaganna en skýring þeirra á muninum var að kostnaðurinn væri meiri í Danmörku. Segir í skýrslunni að „mikill kostn- aður kann að vera merki um óvirkni vegna of lítillar samkeppni“. Þrátt fyrir að ekki kæmi til frekari aðgerða voru olíufélögin engu að síð- ur afar ósátt við skýrsluna og sögðu niðurstöðuna hafa verið pantaða af stjórnmálamönnum. Þá fullyrtu þau að lækkun afsláttar og lægra bens- ínverð hafi verið tilraun til að gera af- sláttarkerfið gagnsærra en dönsk dagblöð og neytendur hafa ekki tekið undir þetta og segja verðmyndunina og kerfið jafn óskiljanlegt og fyrr. Reknir í Svíþjóð, í vinnu í Danmörku Málsóknin í Svíþjóð byggist á svip- uðu kerfi og í Danmörku. Hefur sænska samkeppnisstofnunin höfðað mál á hendur fimm félögum sem ráða 90% markaðarins. Krefst stofnunin þess að þau verði látin greiða 8,5 milljarða ísl. í bætur; Statoil og OK- Q8 2,7 og 2,6 milljarða, Shell 1,4 millj- arða, Preem 980 milljónir og Norsk Hydro 870 milljónir. Búist er við að málið verði tekið fyrir í byrjun næsta árs. Nú þegar hefur eitt olíufélaganna, OK-Q8, viðurkennt ólöglegt samráð. Þá voru nokkrir yfirmenn hjá olíu- félögunum reknir, þeirra á meðal tveir Danir sem nú hafa fengið stöður hjá dönsku olíufélögunum. Það eru Joe Brooker, sölustjóri Haahr Benzin, sem var rekinn frá Shell í Svíþjóð eftir að rannsóknin á síðasta ári leiddi í ljós að hann var einn lykilmannanna í samráði olíu- félaganna. Hinn er Steffen Pedersen, yfirmaður Q8 í Danmörku, en hann var framkvæmdastjóri sama fyrir- tækis í Svíþjóð og hafði, að mati sam- keppnisstofnunarinnar, vitneskju um verðsamráðið. Danska samkeppnis- stofnunin segir hina sænsku systur- stofnun sína ekki hafa upplýst um þátt dönsku yfirmannanna. Bensínverð í Danmörku hefur hækkað fimmfalt meira en almennt neysluverð sl. þrjú ár og er nú komið upp í sem svarar til 105 kr. ísl. fyrir lítra af 95 oktana bensíni. Sterkar vísbending- ar um verðsamráð Dönsku olíufélögin eru sökuð um að hafa samráð um verð, líkt og gerðist í Svíþjóð. Urður Gunnarsdóttir segir Samkeppnisráð Danmerkur ekki hafa gripið til aðgerða en gagnrýnt félögin fyrir skort á samkeppni. urdur@mbl.is Árið 2015 er búist við að EIN MILLJÓN ferðamanna komi til Íslands. Búðu þig undir það !!! Alþjóðlegt ferðamálanám IATA/UFTAA. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði IATA/UFTAA. Ferðaleiðsögunám, leiðsögn fyrir erlenda ferðamenn. Bíldshöfða 18 567-1466 opið til kl. 22:00 www.menntun.is 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.