Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 1
108. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 15. MAÍ 2001 AUÐKÝFINGURINN Silvio Berl- usconi bjó sig í gær undir að taka aft- ur við embætti forsætisráðherra Ítalíu eftir að kosningabandalag hans bar sigurorð af bandalagi mið- og vinstriflokka í þingkosningum á sunnudag. Berlusconi hét því að styrkja tengsl Ítalíu við Evrópusam- bandið og mynda sterka ríkisstjórn sem gæti verið við völd út kjörtíma- bilið. Bandalag mið- og hægriflokk- anna, undir forystu Berlusconis, fékk nauman meirihluta í efri deild þingsins og því var spáð öruggum meirihluta í neðri deildinni. „Þeir sem kusu sýndu að þeir vilja breyt- ingu. Við bregðumst þeim ekki og munum stjórna með stöðugleika út allt fimm ára kjörtímabilið,“ sagði Berlusconi í sjónvarpsávarpi í gær- kvöldi. Alls hafa 58 ríkisstjórnir verið myndaðar á Ítalíu frá 1945 og engin þeirra hefur verið við völd heilt kjör- tímabil án þess að skipt hafi verið um forsætisráðherra eða samstarfs- flokka. Francesco Rutelli, forsætisráð- herraefni Ólífubandalagsins, kosn- ingabandalags mið- og vinstriflokk- anna, játaði sig sigraðan á blaðamannafundi í Róm. Samkvæmt lokatölum innanríkis- ráðuneytisins fékk bandalag Berl- usconis 177 þingsæti af 315 í efri deildinni og Ólífubandalagið 125. Mið- og hægriflokkunum var spáð 330–365 þingsætum af 630 í neðri deildinni og miðju- og vinstri- mönnum 250–280 sætum. Ekki var ljóst í gær hvort banda- lag Berlusconis hefði fengið starf- hæfan meirihluta í efri deildinni án Norðurbandalagsins, sem varð fyrri stjórn auðkýfingsins að falli árið 1994 þegar hún hafði verið við völd í sjö mánuði. Norðurbandalagið sagð- ist hafa fengið 16–17 sæti í efri deild- inni, en það myndi þýða að stjórn Berlusconis þyrfti ekki á stuðningi bandalagsins að halda. Varfærnisleg viðbrögð í öðrum ESB-ríkjum Þurfi Berlusconi ekki að reiða sig á stuðning Norðurbandalagsins, undir forystu Umbertos Bossis, er talið líklegt að stjórn hans verði ein af sterkustu ríkisstjórnum Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöldina. Norðurbandalagið og annar sam- starfsflokkur Berlusconis, Þjóðar- bandalagið, hafa barist gegn inn- flytjendum og látið í ljósi efasemdir um Evrópusambandið. Hefur það valdið áhyggjum meðal ráðamanna í öðrum ESB-ríkjum, en viðbrögð þeirra við sigri bandalags Berlusc- onis voru þó varfærnisleg í gær og þeir hótuðu ekki refsiaðgerðum eins og þeim sem gripið var til gegn Aust- urríki í fyrra vegna stjórnarþátttöku flokks Jörgs Haiders. „Ég virði lýðræði Ítalíu og ber traust til ítölsku þjóðarinnar,“ sagði Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, sem beitti sér fyrir ein- angrunaraðgerðum ESB-ríkjanna gegn austurrísku stjórninni. „En í ljósi stöðu landsins í Evrópu þurfum við að fylgjast grannt með myndun stjórnarinnar og stefnu hennar.“ Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kvaðst virða úrslit kosn- inganna en athygli vakti að hann óskaði ekki sigurvegurunum til ham- ingju. „Við erum stolt af því að vera hluti af Evrópusambandinu og í sérstök- um tengslum við Bandaríkin. Við ætlum að efla þessi tengsl,“ sagði Berlusconi í sjónvarpsávarpi sínu. Berlusconi og bandamenn hans sigruðu í kosningunum á Ítalíu Lofar sterkri stjórn út allt kjörtímabilið Róm. Reuters, AP. AP Silvio Berlusconi flytur sjón- varpsávarp eftir sigur mið- og hægriflokkanna á Ítalíu.  Horfur á sterkustu stjórn/26 FIMM palestínskir lögreglumenn biðu bana þegar ísraelskir her- menn hleyptu af vélbyssum á varð- stöð þeirra á Vesturbakkanum í gær. Tveir Palestínumenn voru skotnir til bana í átökum á Gaza- svæðinu. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, fordæmdi árásina á lög- regluvarðstöðina og sagði að allir lögreglumennirnir nema einn hefðu verið sofandi þegar þeir voru „myrtir af ásettu ráði“. „Þetta var fúlmannleg og siðlaus árás. Ísrael- ar verða að gera sér grein fyrir því að þeir fá harðan dóm fyrir þennan glæp,“ sagði Arafat. Lögreglumennirnir voru á aldr- inum 17–29 ára og urðu fyrir vél- byssuskotum í varðstöð nálægt bænum Beituniya á Vesturbakkan- um, að sögn palestínskra embættis- manna. Er þetta mannskæðasta árásin í átökum Ísraela og Palest- ínumanna frá 14. febrúar þegar Palestínumaður varð átta Ísraelum að bana með því að aka rútu á hóp fólks sunnan við Tel Aviv. Raanan Gissin, ráðgjafi Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sagði að skotið hefði verið á ísr- aelska hermenn úr palestínsku lög- regluvarðstöðinni og þeir hefðu svarað árásinni. Hann kvaðst hins vegar ekki vita með vissu hvort lögreglumennirnir fimm hefðu gert árásina. Sprengjuárásir á palestínskar öryggissveitir Ísraelskar herþyrlur skutu sprengjum á skotmörk á Gaza- svæðinu, meðal annars byggingu palestínskrar öryggissveitar, lög- reglustöð og skrifstofur Fatah, hreyfingar Arafats. Fjórir særðust í árásunum og tíu brynvarðar bif- reiðar eyðilögðust. Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana og særðu tvo aðra í borginni Khan Yunis á Gaza-svæðinu. Talsmaður Ísraels- hers sagði að Palestínumennirnir hefðu hleypt af byssum og kastað handsprengju á varðstöð hersins. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði það „mikið áhyggjuefni“ hvernig átökin hefðu stigmagnast að undanförnu. „Við ætlum að tala hreinskilnislega við báða aðila, hvetja þá til að gera allt sem þeir geta til að draga úr of- beldinu,“ sagði Powell í viðtali við CNN í gærkvöldi. Ísraelskir hermenn skjóta fimm palestínska lögreglumenn til bana Arafat for- dæmir „siðlausa árás“ Ísraela AP Palestínumenn í bænum Nablus á Vesturbakkanum mótmæla drápum Ísraelshers og halda á myndum af Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, og fjögurra mánaða palestínskri stúlku sem lét lífið í sprengjuárás hersins á flóttamannabúðir á Gaza-svæðinu 7. maí. Beituniya. Reuters, AP. FILIPPSEYINGAR gengu til þing- kosninga í gær og talið er að þær ráði úrslitum um hvort hægt verði að afstýra enn meiri ólgu í stjórn- málum landsins í kjölfar ákær- unnar á hendur Joseph Estrada, fyrrverandi forseta, sem var hand- tekinn í janúar og sakaður um spillingu. Kjörsóknin var rúm 80% og kosn- ingarnar fóru friðsamlega fram þótt 79 manns hafi látið lífið í átök- um í kosningabaráttunni síðustu vikurnar. Búist er við að úrslitin liggi fyrir eftir tæpar tvær vikur. Estrada greiðir hér atkvæði ásamt syni sínum á hersjúkrahúsi í Manila. Kosið á Filipps- eyjum Reuters UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins deildu í gær um tillögu þess efnis að í aðildarsamningum við Mið- og Austur-Evrópuríki yrði kveðið á um allt að sjö ára að- lögunartíma frjálsra flutninga vinnuafls milli þessara ríkja og núverandi aðildarríkja ESB. Þjóðverjar og Austurríkis- menn kröfðust slíks aðlögunar- tíma þar sem þeir óttast að ódýrt vinnuafl streymi inn á vinnumarkað þeirra frá Austur-Evrópu. Spánverjar sögðust aftur á móti ekki geta stutt tillöguna nema þeir fengju örugga tryggingu fyrir því að fjárstyrkir ESB til fátækra héraða í Suður-Evrópu yrðu ekki skertir eftir að Mið- og Austur-Evrópuríkin fengju að- ild að Evrópusambandinu. Þjóðverjar og Austurríkis- menn sögðu ekki koma til greina að veita slíka tryggingu og sökuðu Spánverja um að stofna áformunum um stækkun ESB í hættu. Deilt um aðlögun- artíma Brussel. AP. Stækkun ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.