Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 29 Opinn fundur Upplýsingaiðnaðurinn - verkefni stjórnvalda Davíð Oddsson, forsætisráðherra Staða og þróun hugbúnaðariðnaðarins á Íslandi Ingvar Kristinsson, formaður SÍH Hvað getur íslenska ríkið gert til að bæta samkeppnishæfni UT-iðnaðarins? Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa hf. Skattalegt umhverfi upplýsingatæknifyrirtækja Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri, fjármálaráðuneyti Samkeppni á fjarskiptamarkaði Þorgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður Hugvekja: Útrás UT-fyrirtækja Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri GoPro Landsteina Framtíðarsýn: Möguleikar íslenskra fyrirtækja á sviði þráðlausra fjarskipta Dr. Sveinn Valfells, stjórnarformaður Dímon-hugbúnaðarhúss Umræður Upplýsingatækni í brennidepli Staða og þróun upplýsingaiðnaðar Brýnustu verkefni stjórnvalda og atvinnulífs Tækifæri Íslendinga - Horft til framtíðar Málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um upplýsingatækni heldur opinn fund 17. maí nk. kl. 16.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundarstjóri: Drífa Hjartardóttir alþingismaður SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN www.xd.is EINNIG undirrituðu 16 sveitarfélög á Austurlandi samstarfssamning sín á milli um samstarf í menningarmál- um auk þess að rita undir viljayfirlýs- ingu um stofnun fjögurra menningar- miðstöðva á Austurlandi. Smári Geirsson formaður Samtaka sveitar- félaga á Austurlandi undirritaði samninginn við menntamálaráðu- neytið en menntamálaráðherra hafði áður undirritað fyrir hönd ríkisins en gat ekki verið viðstaddur vegna óvæntra þingfunda. „Hér er um að ræða nýjung og þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitar- félaga á sviði menningarmála. Samn- ingar sem þessir hafa ekki verið gerðir áður en gætu orðið sveitar- félögum í öðrum landshlutum leiðar- ljós um menningarlegt samstarf og samvinnu við ríkisvaldið um þennan mikilvæga málaflokk,“ sagði Smári. Undir þessi orð tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og sagði: „Samningur þessi er um margt einstakur. Í fyrsta sinn taka sveitar- félög í heilum landsfjórðungi sig sam- an um stefnumótun og forgangsröð- un í menningarmálum og ganga í kjölfarið til samninga við ríkisvaldið um stuðning þess við menningar- starfið.“ „Í samningi sveitarfélaganna sín á milli er gert ráð fyrir skipun Menn- ingarráðs Austurlands sem m.a. gegnir því hlutverki að úthluta fjár- magni til menningarmála en ríkið leggur ráðinu til ákveðna fjárupphæð árlega. Framlag ríkisins nær til allra beinna framlaga ríkissjóðs til menn- ingarmála í landshlutanum að undan- skildum framlögum til safna sem fá fjárveitingar samkvæmt þjóðminja- lögum og lögum um þjóðskjalasafn auk sem sem fjárveitingar til Gunn- arsstofnunar (á Skriðuklaustri) eru utan samnings. Í menningarráðið eru skipaðið fulltrúar þriggja samstarfs- svæða sem landshlutanum er skipt í og sitja tveir fulltrúar frá hverju svæði í ráðinu; einn sveitarstjórnar- maður og einn fulltrúi lista og menn- ingarmála. Þá skipar Þróunarstofa Austurlands einn fulltrúa til setu í ráðinu. Með skipan Menningarráðs- ins eru það heimamenn sem úthluta fjármunum frá ríkisvaldinu til ein- stakra menningarverkefna og því er verið að færa valdið nær fólkinu með þessu fyrirkomulagi. Þetta er lykilat- riði í þessum samningi,“ sagði Smári Geirsson. Samið til þriggja ára Samningurinn milli sveitarfélag- anna og ríkisins er til þriggja ára. Framlag ríkisins árið 2002 verður 25 milljónir en framlögin á árunum 2003 og 2004 taki mið af reynslunni af framkvæmd samningsins fyrsta árið, en upphæðin verði þó aldrei lægri en á árinu 2002. Að sögn Smára er gert ráð fyrir að heildarframlög sveitar- félaganna til menningarmálanna verði ekki lægri en framlag ríkisins á hverjum tíma. Í samningnum er einnig kveðið á um að unnið verði að þátttöku ríkisins í uppbyggingu fjögurra menningar- miðstöðva í landshlutanum og var sérstök viljayfirlýsing undirrituð þess efnis. Menningarmiðstöðvarnar munu gegna sérhæfðum hlutverkum og eru þær Kirkju- og menningamið- stöðin á Eskifirði í Fjarðabyggð þar sem aðstaða er til tónleika og sýn- inga. Menningarmiðstöðin Skaftfell á Seyðisfirði þar sem áhersla er á myndlist og sýningar. Menningar- miðstöð á Hornafirði þar sem áhersla er lögð á söfn, sýningar, handverk, bókmenntir og aðstöðu fyrir fræði- menn. Menningarmiðstöð á Austur- Héraði þar sem aðstaða yrði sköpuð til sviðslista. Í viljayfirlýsingunni er Menningarráðinu falið að veita ár- lega sérstöku framlagi til menningar- starfsemi á Vopnafirði en ekki er gert ráð fyrir menningarmiðstöð. Viljayf- irlýsingin gerir ráð fyrir að ríkið veiti 51 milljón króna til menningarmið- stöðvanna á samningstímanum. „Nú er það næsta verkefni að tryggja að innihald þessarar viljayfirlýsingar verið að veruleika svo fljótt sem verða má, en tilkoma mennigarmið- stöðvanna er lykilþáttur í hinni nýju menningarstefnu þessa landshluta,“ sagði Smári Geirsson. Byggja á langri reynslu Aðspurður um hvers vegna sveit- arfélög á Austurlandi hefðu riðið á vaðið með samstarfssamning í menn- ingarmálum sagði Smári að sveitar- félögin byggðu á langri reynslu af samstarfi á ýmsum sviðum. „Austur- land er oftar í umræðunni vegna ann- arra mála og nægir að nefna virkj- unarmál, byggingu álvers og fiskeldismál. Austfirskir sveitar- stjórnarmenn gera sér góða grein fyrir því að ef á byggja upp eftirsótt framtíðarsamfélag í landshlutanum þá er ekki nóg að hugsa eingöngu um grunnþætti atvinnulífsins, einnig verður að hyggja að hinum menning- arlegu þáttum. Ekki má samt skilja þetta þannig að að menningarstarf- semi sé hverfandi á Austurlandi. Þvert á móti. En allt sem gert er til að efla starfið enn frekar hlýtur að vera af hinu góða.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson rakti aðdraganda þessa samnings í erindi sínu og benti á að Gísli Sverrir Árna- son forseti bæjarstjórnar á Horna- firði hefði á landsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1998 lagt fram tillögu um samstarf sveitarfélaga í menningarmálum sem hefði verið samþykkt samhljóða. „Á fundi for- manns og framkvæmdastjóra sam- bandsins 22. desember 1999 með menntamálaráðherra var óskað eftir því að menntamálaráðherra skipaði samstarfshóp um eflingu menningar- lífs á landsbyggðinni. Sá starfshópur skilaði af sér greinargóðri skýrslu sl. haust og þær fjölmörgu tillögur sem koma fram í henni eru gott veganesti fyrir sveitarfélögin, ríkisvaldið og ýmsa aðra aðila og sýna með ótvíræð- um hætti að fjölmargar leiðir eru til þess að efla menningarstarf og fjölga störfum sem tengjast menningarmál- um. Hlutur menntamálaráðherra við gerð þessa samnings er líka mikill og það ber að þakka. Frumkvæði ráð- herrans og starfsmanna hans eru já- kvæð skilaboð til sveitarstjórnar- manna og fólks sem starfar að menningarmálum. Aðrir ráðherrar mættu gjarnan fara að dæmi Björns Bjarnasonar og beita sér fyrir því að stutt verði við verkefni á landsbyggð- inni sem líkleg eru til þess að treysta þar búsetu,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Heimamenn ráðstafa fjár- mununum sem ríkið leggur til „Það sem ég sé við þennan samn- ing er að ríkið er þarna komið með einn samstarfsaðila sem frá okkar bæjardyrum séð er ákaflega mikil- vægt, því reynslan segir okkur að þeim mun fleiri sem koma að því að skipuleggja samstarf heima fyrir þeim mun meiri líkur eru á því að verkaskiptingin verði með þeim hætti að góður árangur náist,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra en hann sótti ráðstefnuna síðdegis í gær og óskaði Austfirðingum til hamingju með nýja samstarfsamninginn inn- byrðis auk samstarfssamningsins við menntamálaráðuneytið. „Það er einnig nýjung að heimamenn skuli sjálfir ráðstafa þeim fjármunum sem ríkið leggur til en viljayfirlýsingin sem undirrituð var tekur til for- gangsröðunar verkefna. Við höfum áður gert svona samstarfssamning við Akureyrarbæ en þetta er í fyrsta sinn sem samið er við hóp sveitar- félaga í einu. Nýjungin fyrir okkur í ráðuneytinu er mikil en þó er hún lík- lega enn meiri fyrir Austfirðinga sem hafa náð samstarfi um menningarmál allt frá Bakkafirði í norðri til Horna- fjarðar í suðri.“ Aðspurður sagði Björn að ef sveit- arfélög í öðrum landshlutum vilji leita eftir sams konar samningi við ríkið þá verði sá samningur að vera sambæri- legur á öllum sviðum. „Það er mikil heimavinna á bakvið þennan samning og menn verða að vinna hana áður en sest er niður.“ Ráðstefnunni Menningarlandið lýkur síðdegis í dag eftir fjölmörg er- indi og umræður um stefnumótun í menningarmálum á landsbyggðinni en henni er ætlað að reifa stöðu og framtíðarhorfur frá sjónarhóli þeirra sem bera ábyrgð á og standa að menningarstarfi á landsbyggðinni. „Þáttaskil í samstarfi ríkis og sveitarfélaga á sviði menningarmála“ Morgunblaðið/Hávar Sigurjónsson Sveitarstjórar á Austurlandi skrifa undir samstarfssamning sveitar- félaganna á ráðstefnunni á Seyðisfirði í gærmorgun. Við upphaf ráðstefnunnar Menningarlandið – stefnumótun menningarmála á lands- byggðinni, sem haldin er á Seyðisfirði, var undirritaður samningur milli samtaka sveit- arfélaga á Austurlandi og menntamálaráðu- neytisins um samstarf í menningarmálum. Hávar Sigurjónsson var viðstaddur. havar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.