Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 25 ÁTAPPAÐ vatn þarf ekki að vera betra og hollara en vatn sem kemur beint úr krananum fullyrða alþjóð- legu umhverfisverndarsamtökin WWF í nýlegri fréttatilkynningu. Gæðaeftirlit í löndum Evrópu og Bandaríkjunum er oft á tíðum meira með kranavatni en átöppuðu, segja þau enn fremur, auk þess sem vatn á flöskum er margfalt dýrara í verði en það sem kemur úr krananum.Í boði eru alls kyns flöskur sem fólk jafnvel safnar, markaðshyggjan er þannig farin að stjórna ferðinni. Mun umhverfisvænna er einnig að drekka kranavatnið því fram- leiðsla á plastflöskum undir vatn nemur um 1,5 milljónum tonna á ári. Eiturefni losna einnig við fram- leiðslu og eyðingu plastsins sem hefur slæm umhverfisáhrif. Umhverfisverndarsamtökin hvetja fólk því til að drekka fremur vatnið úr krananum en kaupa það í flöskum eða kútum. Hreint vatn úr jörðu telja for- svarsmenn samtakanna vera sjálf- sögð mannréttindi. Því ætti fremur að verja fjármunum í að hreinsa mengaðar ár og vötn svo allir jarð- arbúar hafi aðgang að gæðavatni á lágu verði. Mikil aukning hefur orðið á sölu átappaðs vatns víðast hvar í heim- inum. Mest er drukkið af flösku- vatni í Evrópu, til dæmis renna um 107 lítrar niður kok hvers Ítala ár- lega, segir í nýlegri frétt í Inter- national Herald Tribune. Þar segir enn fremur að mikil aukning sé í öðrum heimsálfum, um 15% árlega í Asíu og neyslan eykst um 10% ár frá ári í Norður-Ameríku svo dæmi sé tekið. Þórir Kjartansson, framkvæmda- stjóri vatnsútflutningsfyrirtækisins Þórsbrunns, segir vöxt fyrirtækis- ins mikinn. „Við erum í óðaönn að koma okkur fyrir á mörkuðum og seljum vatn á flöskum undir heitinu Iceland Spring. Vöxturinn í sölu flöskuvatns er nú um 30–40% í Bandaríkjunum, þar sem við seljum mest og salan hjá okkur er ekki undir því.“ Óréttmæt gagnrýni WWF Að mati Þóris taka umhverfis- verndarsamtökin WWF ekki tillit til þess, í gagnrýni á átappað vatn, að plastumbúðirnar eru næstum alltaf endurvinnanlegar og í sumum til- fellum einnig endurnýtanlegar. „Að vatn sé hollara úr krana en flösku á ekki almennt við rök að styðjast, fá- ar þjóðir hafa aðgang að jafn góðu vatni og við hér heima. Auk þess eru reglur um átöppun yfirleitt mjög strangar, jafnvel strangari en um vatnsdreifikerfi og vatns- leiðslur.“ Hvers vegna er átappað vatn vinsælt? Þórir nefnir nokkrar skýringar á hvers vegna átappað vatn er svo vinsælt. „Víða hafa vatnslagnakerfin farið versnandi, pípurnar eldast og þar með minnka gæði vatnsins. Vatnsból eru einnig mengaðri en þau voru. Í þriðja lagi er fólk farið að huga betur að heilsunni en áður og velur því vatn í stað gosdrykkja. Hagur stjórnenda fyrirtækja er einnig að halda heilsu starfsfólks í lagi og hvetur það starfsfólk til að hlú að henni. Hjá mörgum er vatns- drykkja fyrsta skrefið. Í fjórða lagi má nefna að þægindin eru oft á tíð- um meiri ef vatn er drukkið úr flösku en krana, hægt er að ferðast með það hvert sem er. Taka það til dæmis með í vinnuna.“ Þórir segir Iceland Spring-vatns- flöskur vera væntanlegar á íslensk- an markað undir lok mánaðarins. „Við ætlum að ná til erlendu ferða- mannanna sem þekkja margir ekk- ert annað drykkjavatn en úr flösk- um. Búast má við að Íslendingar verði aðeins lengur að taka við sér en benda má á að salan á flösku- vatni hefur aukist um 200–300% undanfarin ár í Skandinavíu og oft erum við nokkrum árum á eftir þeim.“ Enginn munur á íslensku flösku- og kranavatni Vatnsdrykkja hefur að líkindum aukist einnig hérlendis, um 10% aukning var á sölu vatns með gosi hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni milli áranna 1999 og 2000 og hjá fyrirtækinu Selecta, sem m.a. selur vatn á kútum í fyrirtæki, hefur orð- ið mikil söluaukning. „Sífellt fleiri fyrirtæki kaupa kælt vatn á kútum sem komið er fyrir á hentugum stöðum nálægt starfsfólki,“ segir Hjörtur Örn Hjartarson forstjóri. Kútana segir hann auðvelda aðgang að vatni og starfsfólk fái sér því jafnvel vatnsglas í stað gosdrykks eða kaffis. Enginn bragð- eða gæða- munur er á íslensku kranavatni og vatni á brúsum hjá Selecta enda kemur vatnið úr Gvendarbrunnum. „Í sumum tilfellum liggur vatn lengi í lögnum sem hefur áhrif á gæðin, en það á við sér í lagi í stórum bygg- ingum segir Hjörtur og undir það tekur Rögnvaldur Ingólfsson sviðs- stjóri matvælasviðs Hollustuvernd- ar Reykjavíkur. „Vatn sem er á boð- stólum á kútum hér er átappað með smitgát af dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur, vatnsveitu. Það er því um sama vatn að ræða og í dreifi- kerfinu. Gerðar eru miklar kröfur til umbúða undir vatn þannig að efnin í umbúðunum spilli ekki gæð- um þess. Þess vegna ætti ekki að vera mikill munur á hollustu átapp- aðs vatns og kranavatns hér í Reykjavík.“ Rögnvaldur telur hins vegar rétt að geta þess að vatn sem hefur stað- ið kyrrstætt í lögnum innanhúss getur hafa minnkað að gæðum ef það hefur náð að hitna í lögnunum. „Fjöldi örvera og magn járns og sinks hefur mælst yfir viðmiðunar- mörkum í slíku vatni. Rétt er að láta vatnið renna þar til það er orðið kalt til að fá ferskt vatn úr dreifikerfinu. Algengt hitastig í dreifikerfinu er 6–8°C. Í stórum byggingum, eins og t.d. stórum vinnustöðum, getur tek- ið nokkurn tíma að fá vatnið vel kalt og því handhægt að hafa kútavatn á stöðum sem eru aðgengilegir starfs- fólki.“ 180 sýni tekin árlega Heilbrigðiseftirlit sveitarfélag- anna hefur eftirlit með innra eftirliti vatnsveitna. Það fylgist með vatns- gæðum með reglulegri sýnatöku úr stofnæðum og sem víðast í dreifi- kerfinu í samræmi við ákvæði reglu- gerðar um neysluvatn. Á svæði Orkuveitu Reykjavíkur, vatnsveitu, eru tekin um 180 sýni á ári. Flest þeirra eru tekin með reglubundnum hætti og er samkomulag milli heil- brigðiseftirlitanna á höfuðborgar- svæðinu um skiptingu á töku sýn- anna milli eftirlitssvæða. Fylgst er enn fremur með gæðum átappaðs vatns hér á landi og er tekið sýni að meðaltali þrisvar í mánuði. Mikil aukning í sölu á vatni m.a. hjá Þórsbrunni Átappað vatn ekki endi- lega hollara en kranavatn Reuters Mikil aukning hefur orðið í sölu átappaðs vatns víðast hvar í heiminum. Morgunblaðið/Jim Smart Sífellt fleiri fyrirtæki kaupa kælt vatn á kútum sem komið er fyrir á hentugum stöðum nálægt starfsfólki. Hérlendis er enginn gæðamunur á átöppuðu vatni og kranavatni en alþjóðlegu umhverf- isverndarsamtökin WWF segja vatn úr krana jafnvel hollara og mun ódýrara en átappað vatn. Mikil aukning hef- ur orðið í sölu flösku- vatns víða erlendis og sala gengur vel hjá ís- lenska útflutningsfyr- irtækinu Þórsbrunni. NETVERSLUN Á mbl.is Langermabolir aðeins 1.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.