Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞING Makedóníu samþykkti á sunnudag með miklum meirihluta skipun nýrrar þjóðstjórnar. Mark- miðið með myndun hennar er að reyna að binda enda á átök við al- banska skæruliða. Einungis einn þingmaður greiddi atkvæði gegn stjórninni. „Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem þjóðstjórn er mynduð í landinu. Ástæðan er ekki kærleikar milli flokkanna heldur brýn þörf, stjórnin er mynduð til að vinna bug á hryðju- verkum og ofbeldi,“ sagði Branko Crvenovski, þingmaður jafnaðar- manna. Til átaka kom á sunnudag er skæruliðar réðust á búðir stjórnar- hersins í tveimur þorpum í norður- hluta landsins og var þeim árásum svarað af stórskotaliði stjórnarinnar. Ljubco Georgievski, forsætisráð- herra Makedóníu, sagði í gær að ver- ið væri að herða ólina um háls skæruliða. Nú ætti einungis eftir að ákveða hvort þeir yrðu brotnir á bak aftur í einu stóru áhlaupi eða hvort það yrði gert í smærri skrefum. „Það sem við óttumst helst er að ef við ráðumst inn í þorpin til að berjast við þá muni makedónskir hermenn falla og ekki síður óttumst við um mannfall meðal almennra borgara,“ sagði forsætisráðherrann. Hann úti- lokaði hins vegar viðræður við skæruliða. Þjóðstjórn mynduð í Makedóníu Hafnar viðræð- um við skæruliða Skopje. AFP, AP. LJÓST þótti í gær, að hinn umdeildi fjölmiðlajöfur, Silvio Berlusconi, og bandalag mið- og hægriflokka hefðu unnið sigur í þingkosningunum á Ítalíu. Hafði bandalagið unnið góðan sigur á Ólífubandalaginu, kosninga- bandalagi mið- og vinstriflokka, í kosningunum til neðri deildarinnar en svo virtist sem það fengi aðeins nauman meirihluta í efri deild. Fari svo kann það að vera ávísun á áfram- haldandi óstöðugleika í ítölskum stjórnmálum. Ítalskir kjósendur létu það ekki á sig fá þótt ýmsir erlendir fjölmiðlar hefðu talið hann óhæfan til að stýra Ítalíu vegna þeirra hagsmuna, sem hann hefur að gæta í ítölsku við- skipta- og fjölmiðlalífi; vegna ótal málaferla gegn honum og viðskipta- veldi hans og vegna bandalags hans við tvo hægriöfgaflokka. Um miðjan dag í gær tilkynnti ítalska innanrík- isráðuneytið, að bandalag Berluscon- is, Hús frelsisins, hefði fengið að minnsta kosti 161 þingmann af 315 í efri deildinni og tölvuspár bentu til, að það fengi á bilinu 330 til 365 sæti í neðri deildinni en þar eru þingmenn 630. Á eftir Húsi frelsisins kom síðan Ólífubandalagið, sem hefur verið við völd á Ítalíu frá 1996. Leiðtogi þess er Francesco Rutelli, fyrrverandi borgarstjóri í Róm. Massino D’Alema, fyrrverandi for- sætisráðherra og leiðtogi stærsta flokksins í Ólífubandalaginu, Lýð- ræðissinnaðra vinstrimanna, viður- kenndi í raun ósigur sinna manna í gær þegar hann sagði, að svo virtist sem næsta ríkisstjórn yrði skipuð mið- og hægrimönnum. Úrslitin eru að sjálfsögðu mikill sigur fyrir Silvio Berlusconi, sem var forsætisráðherra í sjö óróasama mánuði á árinu 1994, og hann mun nú taka að sér að leiða 59. ríkisstjórnina á Ítalíu frá stríðslokum. Bossi reiður vegna fylgishruns Norðurbandalagsins Ekki er þó alveg víst, að siglingin verði Berlusconi miklu auðveldari nú en 1994 en það mun fara mikið eftir því hvort Norðurbandalagið undir forystu Umberto Bossis, flokkur, sem berst gegn innflytjendum og jafnvel Evrópusambandinu, verður í oddaaðstöðu í efri deildinni. Það var Norðurbandalagið, sem felldi stjórn Berlusconis 1994 vegna deilna um umbætur á lífeyriskerfinu, og nú þegar úrslitin liggja nokkurn veginn fyrir, eru Bossi og flokks- bræður hans ævareiðir kosninga- bandalaginu, Húsi frelsisins. Er ástæðan sú, að Norðurbandalagið fékk líklega aðeins um 4% atkvæða en fékk um 10% í kosningunum 1996. Bossi sagði í gær, að kosninga- bandalagi Berlusconis væri um að kenna þessi litli árangur: „Við höfum greitt stuðninginn við bandalagið dýru verði,“ sagði Bossi. „Við gerðum allt til að gera veg þess sem mestan en hefðum við staðið ein- ir, þá hefðum við fengið miklu fleiri atkvæði.“ Bætti Bossi því við, að hugsanlega yrði boðað til aukaþings hjá flokknum í september. Ýmsir erlendir fjölmiðlar sögðu fyrir kosningarnar, að Berlusconi væri óhæfur til að stjórna Ítalíu vegna hagsmunaárekstra og minntu á, að hann hefði margsinnis verið sakaður um mútur og ólöglega, póli- tíska fjármögnun. Hefur hann að vísu verið sýknaður af þessum sökum flestum en hans bíða þó enn tvenn réttarhöld vegna ásakana um mútur og skattsvik. Þá hefur hann að auki verið sakaður um óeðlileg tengsl við ítölsku mafíuna. Lítil viðbrögð innan Evrópusambandsins Leiðtogar annarra Evrópusam- bandsríkja hafa af þessum sökum nokkurn vara á sér gagnvart Berlus- coni og þá ekki síður vegna þess, að hann er í slagtogi með Norðurbanda- laginu og Þjóðarbandalaginu, eins konar arftaka fasistaflokks Mussol- inis. Ekki er þó búist við neinum refsiaðgerðum að hálfu ESB enda gáfust þær ekki svo vel gagnvart rík- isstjórnarþátttöku Jörg Haiders og flokks hans í Austurríki. Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, sagði þó í gær, að vel yrði fylgst með ríkisstjórn Berlusconis og kosningabandalags hans. Styrk stjórn jákvæð fyrir Ítalíu Væntanleg ríkisstjórn verður að tryggja sér meirihluta í báðum deild- um þingsins áður en Carlo Azeglio Ciampi forseti getur lagt blessun sína yfir hana. Eins og staðan var í gær benti flest til, að Hús frelsisins fengi þann meirihluta og ýmsir stjórnmálaskýrendur telja, að það sé það jákvæðasta við kosningaúrslitin. Væntanleg stjórn verði því sú sterk- asta á Ítalíu frá stríðslokum og búist er við, að fjármálamarkaðirnir muni einnig bregðast vel við því. Tæplega 50 milljónir manna voru á kjörskrá og var kjörsóknin 81,2%, litlu minni en 1996 þegar hún var 82,9%. Tafðist talningin mikið vegna þess, að kjörfundur var framlengdur til að tryggja, að allir, sem biðu við kjörstaðina, gætu kosið. Ösin við þá stafaði aftur af því, að fráfarandi stjórn fækkaði þeim um þriðjung í sparnaðarskyni. Kalla margir það hneyksli enda kom víða til átaka úti fyrir kjörstöðunum. Féllu en fara samt á þing? Enzo Bianco, innanríkisráðherra Ítalíu, sem bar ábyrgð á því, að kjör- stöðunum var fækkað, féll í sínu kjör- dæmi og svo var líka með umhverfis-, samgöngu- og fjármálaráðherra frá- farandi stjórnar. Þrátt fyrir það munu þeir hugsanlega sitja á þingi áfram vegna ítölsku kosningalag- anna, sem kveða á um, að auk ein- menningskjördæmanna skuli fjórð- ungur þingmanna kosinn hlut- fallskosningu. Gagnast þetta litlu flokkunum sérstaklega og er talið eiga mikinn þátt í þeirri óreiðu, sem lengi hefur einkennt ítölsk stjórnmál. Rutelli játaði í gær ósigur og sagði, að Ólífubandalagið myndi veita stjórn Berlusconis öflugt aðhald. Kosningabandalag Berlusconis stefndi í meirihluta í báðum deildum ítalska þingsins Horfur á sterkustu stjórn frá stríðslokum Norðurbandalagið, flokkur Umberto Bossis, gæti sett strik í reikninginn Róm. AFP, Reuters. AP Margir urðu að bíða klukkustundum saman eftir að komast að til að kjósa og sums staðar kom til uppþota. Svona var ástandið á einum kjörstaðanna í Napólí eftir að hópur manna hafði sett þar allt á annan endann. FYRRVERANDI sænskur prins, Sigvard Bernadotte, hyggst draga sænska ríkið fyrir mann- réttindadómstól Evrópu til að endurheimta titilinn sem hann var sviptur árið 1934. Fullyrðir prinsinn fyrrverandi að sænska hirðin hafi brotið mannréttindi hans þegar hann missti prinstit- ilinn fyrir að kvænast borg- aralega. Bernadotte segir ákvörðun Karls Gústafs Svíakonungs, bróður hans, um að svipta hann titlinum ekki hafa haft neina stoð í lögum. Hefur Bernadotte ítrek- að tekið málið upp við bróðurson sinn, núverandi Svíakonung, en svarið er ævinlega að engar breytingar verði gerðar á titlum meðlima konungsfjölskyldunnar. Harmaði Bernadotte þetta í sjón- varpsþætti sem sýndur var á sunnudagskvöld og sagði það bera vott um skort á velvilja. Lögfræðingur Bernadotte seg- ir málið spurningu um sjálfs- mynd prinsins sem er elsti núlif- andi meðlimur konungsfjölskyldunnar. Hann var sviptur titli og arfi er hann kvæntist borgaralega en síðar var reglunum breytt og árið 1976 kvæntist Bertil prins borg- aralega án þess að glata arfi eða titli. Prins vill endur- heimta titilinn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.