Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 41 Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ þar sem Duomo dómkirkjan gnæfir yfir, hinni frægu verslunargötu Galeria Vittorio Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Beint flug föstudaga engin millilending Flugsæti Flug og bíll Flug og hótel Mílanó í sumar frá 24.520 kr. Verð kr. 24.520 Verð p.mann, m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Skattar, kr. 2.495.- fyrir fullorðinn, kr. 18.10 fyrir barn, innifaldir. Ekki er öruggt að lægsta fargjald sé til á öllum brottförum. Verð kr. 24.870 Flugsæti fyrir fullorðinn. Verð kr. 27,365 með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is NÚ á lokadögum þingsins kemur ríkis- stjórnin fram með frumvarp um sölu á Landssíma Íslands hf. Það hefur legið fyrir lengi að ætlun ríkis- stjórnarinnar er að selja Landssímann. Það hefur hins vegar tekið drjúgan tíma fyrir sjálfstæðismenn að svínbeygja fram- sókn en það tókst, eins og reyndin hefur verið allan ríkisstjórn- arferil þeirra. Ég tel ámælisvert af ríkis- stjórninni að koma svo seint fram með þetta frumvarp og að mínu mati er það ekki Alþingi til sóma að láta þetta yfir sig ganga. Samgöngunefnd, sem ég á sæti í, hefur farið yfir frumvarpið og kallað til sín ýmsa einstaklinga og fulltrúa stofnana og fyrirtækja. Þar sem nefndinni er ætlaður lítill tími til yf- irferðar á frumvarpinu má líkja þess- um viðtölum við spretthlaup. Er þetta forsvaranlegt? Landsbyggðin og grunnnetið Ekki er hægt að ræða um alla þætti málsins í stuttri blaðagrein og því ætla ég að halda mig við það at- riði sem að mínu mati skiptir höf- uðmáli í þessu samhengi en það er spurningin um hvort selja á grunn- netið með Landssímanum eða hvort ríkið á að eiga það áfram og reka. Sá rekstur getur hvort heldur er verið hlutafélagsform eða rík- isfyrirtæki. Samkvæmt frumvarpinu ætla ríkis- stjórnarflokkarnir að selja grunnnetið með öðrum rekstrarþáttum Landssímans. Grunnnet Landssím- ans er jafn mikilvægt og þjóðvegakerfi landsins. Það hefur ekki verið ágreiningur um það milli stjórnmálaflokka að samfélagið, ríkið, á að eiga og reka þjóðvegina. Það er mín sannfæring að með sama hætti á rík- ið að eiga grunnnetið og selja öllum ótakmarkað- an aðgang að því á sanngjörnu verði. Mér finnst það vera aðför að lands- byggðinni að ætla að selja grunnnet- ið með. Ég fæ ekki séð að væntanleg- ir eigendur félagsins telji sig verða bundna af öðru en að tryggja hæfi- legan hagnað af rekstri og arðsemi af fjárfestingum. Þannig vil ég meina að þeir telji sig ekki þurfa að leggja í fjárfestingu á landsbyggðinni sem lítil arðsemi er af. Engu að síður vil ég trúa því að þeir muni vilja veita símnotendum góða þjónustu, a.m.k. ekki verri en samkeppnisaðilarnir. Framsóknarmenn sem í vetur boð- uðu harða andstöðu gegn sölu grunn- netsins hafa lúffað fyrir íhaldinu í þessu máli sem öðrum og fara nú í þessu máli eins og þægur rakki með skottið milli lappanna. Það er vonlaust að reyna að skilja framsóknarmenn um þessar mundir, gengisfall þeirra er mikið, og þeir búnir að gleyma landsbyggðinni. Þessu hefur Páll Pétursson félags- málaráðherra áttað sig á, hefur reyndar sagt það í hljóðvarpi. Mikill munur á þjónustu Bent skal á að flutningsgeta ein- stakra tenginga er afar mismunandi og á höfuðborgarsvæðinu eru fáan- legar, auk hefðbundinna tenginga, tengingar sem bjóða upp á afar mikla flutningsgetu eða 100 megabit og allt upp í 1 gigabit (1.000.000 kbps). Úti á landi er einungis búið að tryggja 128 kbps gagnaflutningsgetu á upp- hringisambandi undir kvöðum al- þjónustu og sú flutningsgeta er raun- ar ekki uppfyllt enn. Reiknað er með að það verði innan tveggja ára. Engin alþjónustukvöð er t.d. um ADSL-gagnaflutningsþjónustu. Þetta þýðir í stuttu máli að alþjón- ustukvöðin tryggir landsbyggðarbú- um reiðgötur í stað malbikaðra stofn- brauta, svo notuð sé einföld samlíking. Skyldu höfuðborgarbúar sætta sig við slíkar götur? Það er því ljóst að óbreyttu að frekari þróun mun leiða til þess að al- þjónustukvöðin úreldist mjög hratt og verður marklaus að skömmum tíma liðnum ef hún er ekki uppfærð reglulega. Því má með sanni segja að áform ríkisstjórnarinnar um sölu grunn- netsins með Landssímanum séu skýr skilaboð ríkisstjórnarinnar til lands- byggðarinnar, hún á áfram að vera annars flokks. Uppbygging LínuNets á „ljósleið- aranum“ veitir höfuðborgarbúum frábæra möguleika sem rétt er að fagna. Ég óska bæði fyrirtækinu og almenningi til hamingju með það stórkostlega frumkvæði sem borgar- yfirvöld í Reykjavík sýna til að tryggja samkeppni í gagnaflutning- um. Landsbyggðin borgar meira Ljóst er að enn sem komið er þá er framboð á gagnaflutningsgetu til einstakra notenda á landsbyggðinni verulega takmarkað miðað við það sem er á höfuðborgarsvæðinu. Tekur þetta einkum mið af því að gagnaflutningur í grunnnetinu milli landshluta er enn meira en tvöfalt og jafnvel þrefalt dýrari en í nágranna- löndunum auk þess sem hann er seldur á km-gjaldi skv. línuleiðum en ekki í loftlínu eins og þar. Þetta veldur því að í mörgum til- fellum tvöfaldar línulengdin enn þann mun sem er á verði gagnaflutn- ings. Landsbyggðin hefur ávallt borgað miklu hærra gjald fyrir leigulínur og landsbyggðarfyrirtæki hafa ávallt borgað miklu hærri gjöld en fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu. Sama má segja um gjaldskrá fyrir almenn- ing vegna talsíma áður en landið var gert að einu gjaldsvæði. Lands- byggðarbúar borguðu miklu meira fyrir símtöl sín en höfuðborgarbúar. Jöfnum leigulínuverð Ég tel að gera eigi skýlausa kröfu um að verðlagning á leigulínum verði jöfnuð fullkomlega og að Landssím- anum verði gert skylt að breyta þess- ari gjaldskrá til fulls jafnræðis milli fyrirtækja, án tillits til hvar þau eru staðsett á landinu, og ekki er hægt að sjá að því fylgi nokkur aukakostn- aður. Fyrirtæki á Raufarhöfn sem vill hafa 2 mb leigulínu þarf að greiða 262.618 kr. en sams konar fyrirtæki í Reykjavík þarf aðeins að greiða 25.664 kr. Þetta er óþolandi misvægi og því má með sanni segja að núverandi gjaldskrá fyrir leigulínur skekki samkeppnishæfni fyrirtækja eftir því hvort þau eru staðsett á lands- byggðinni eða á höfuðborgarsvæð- inu. Ein gjaldskrá fyrir talsíma og ATM-línur hjá Landssímanum styð- ur að þetta er hægt. Með sölu ríkisstjórnarinnar á grunnnetinu er hún að senda lands- byggðarfólki skýr skilaboð. Ríkisstjórnin telur það nógu gott að landsbyggðarbúar fái t.d. hljóð úr sjónvarpi í mono, meðan höfuðborg- arbúar fá hljóðið í stereo. Þetta er óþolandi misvægi. Þetta er misvægi sem þarf að leiðrétta, rétt eins og misvægi atkvæða. Landsbyggðin í mono – höfuðborgin í stereo Kristján L. Möller Símamálin Landsbyggðarbúar borguðu miklu meira fyrir símtöl sín, segir Kristján L. Möller, en höfuðborgarbúar. Höfundur er alþingismaður Norðurlandskjördæmis vestra fyrir Samfylkingu jafnaðarmanna. MANNI hlýnar allt- af um hjartaræturnar þegar maður sér aðra taka upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín. Þótt ótrú- legt sé er ekki annað að sjá en að gæðastjóri Landflutninga-Sam- skipa geri það fyrir hönd Ríkiskaupa í grein sinni 25. apríl sl. Innra eftirlit og GÁMES Gæðastjóri Land- flutninga-Samskipa, Svala Rún Sigurðar- dóttir, heldur því fram í byrjun áðurnefndrar greinar að ÁTVR geri kröfu um GÁMES-kerfi og að það sé skylda að nota GÁMES samkvæmt lögum frá því árið 1994. Hið rétta er, skv. þeim lögum og reglugerðum sem vitnað er í, að matvælafyrirtækjum er skylt að nota innra eftirlit. Aðalflutningar, líkt og önnur fyr- irtæki í flutningastarfsemi, nota innra eftirlit í starfsemi sinni. Þótt innra eftirlit Aðalflutninga sé ekki byggt á GÁMES-kerfi, þá er það innra eftirlit sem Aðalflutningar nota viðurkennt af heilbrigðisyfir- völdum. Úthlutun starfsleyfis heil- brigðisyfirvalda er undir því komin að innra eftirlit sé til staðar í fyr- irtækinu. Þessar staðreyndir hefði gæða- stjóri Landflutninga-Samskipa átt að kynna sér áður en hann gefur í skyn að Aðalflutningar noti ekki innra eftirlit og að starfsemi Að- alflutninga sé því í raun ólögleg flutningastarfsemi. Svala hefði einnig átt að kynna sér útboðsgögn Ríkiskaupa nr. 12645: Flutningur á áfengi og tób- aki innanlands fyrir ÁTVR. Í út- boðsgögnunum er ekki minnst einu orði á GÁMES-kerfi. Í símtali við undirritaðan sagði aftur á móti einn verkefnisstjóri Ríkiskaupa að GÁMES-kerfi hefði ráðið úrslitum við val á flutningsaðilum. Stuttu seinna dró hann þessi orð opinberlega til baka í frétt á bak- síðu DV. Grein Svölu varpar því frekara ljósi á umdeilanleg vinnubrögð Ríkis- kaupa; þar sem heim- ildir hennar virðast vera í beinum tengslum við það sem fram kom í fyrr- greindu símtali, en ekki útgefin útboðs- gögn. Það er enn eftirtekt- arverðara að fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Samskip-Land- flutningar þurfi að eyða ótöldum dálksentímetrum í það að sannfæra lesendur um ágæti eigin GÁMES- kerfis. GÁMES-kerfis sem er ekki annað en innra eftirlit byggt á GÁMES. Þrátt fyrir það erum við samála Svölu um það að til að tryggja öryggi í meðhöndlun mat- væla þurfi mjög virkt innra eftirlit. GÁMES-kerfi eykur gæðavitund starfsmanna og stuðlar að betri vöru meðhöndlun. Þessa staðreynd hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ur bent okkur á. Aðalflutningar hafa nú þegar hafið undirbúning og stefna að innleiðingu GÁMES-kerf- is á þessu ári. Gróf mismunun eða hvað? Að taka sér orð í munn og eigna það öðrum er kannski enn alvar- legra en að ofan greinir. Í grein minni var ekki minnst á grófa mis- munun. Í henni var einungis tiltek- ið; að um misjöfn vinnubrögð og ólíkindalega ákvarðanatöku væri að ræða hjá Ríkiskaupum. Lesendum var látið eftir að dæma um hvort um mismunun væri að ræða og hvort hún væri gróf eða ekki. Það er því eftirtektarvert að gæðastjóra Sam- skipa-Landflutninga þyki mismun- unin gróf. Það er vissulega undarlegt að grein sem krafðist svara Ríkis- kaupa, skuli nú svarað af verktaka fyrir þeirra hálfu, hálfu verra er þó að hún byrji á níði millistjórnanda. Þegar rætt er um viðskiptasiðferði hér á landi þá finnst manni ekki alltaf að aðgát sé höfð. Það er alla- vega vert að fyrirmaður, en ekki millistjórnandi, standi fyrir níði á það fyrirtæki sem herjað er á. Þetta á sérstaklega við þegar gefið er í skyn að starfsemi samkeppnisaðila sé ólögleg. Þegar litið er til baka í tíma muna sjálfsagt sumir eftir þeim tíma þeg- ar sjálfstæð fyrirtæki, byggð upp af einstaklingum í hverju byggðarlagi, stofnuðu Landflutninga og Vöru- flutningamiðstöðina. Í dag eru þessi fyrirtæki að mestum hluta í eigu skipafélaganna. Landslýð ætti að vera það ljóst að það er ekki í þágu skipafélaganna tveggja, sem skipta á milli sín megninu af vöruflutning- um til landsins og út á land, að stuðla að uppgangi Aðalflutninga. Endalaust er hægt að tala um sam- vinnu, samruna og yfirtökur í nafni hagræðingar. Staðreyndin er sú að ef Aðalflutninga nyti ekki við væri dýrara að flytja vörur á suma staði landsbyggðarinnar. Nú bregður mér Sigurður H. Engilbertsson Vöruflutningar Staðreyndin er sú, segir Sigurður H. Engilberts- son, að ef Aðalflutninga nyti ekki við væri dýr- ara að flytja vörur á suma staði lands- byggðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Aðalflutninga. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.