Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR sem eru staddir á höfuðborgarsvæðinu og vilja komast í hvalaskoðun geta snúið sér til Hafnarfjarðar því þar eru einu fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu sem sigla á haf út í því augna- miði að skoða þessar tign- arlegu skepnur. Þetta eru fyrirtækin Húni II og Eld- ing – hvalaskoðun. Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður á Akureyri árið 1963, en Elding er 125 tonna stálskip, sem nýlega hefur verið breytt og það innrétt- að sem farþegaskip. Morgunblaðið fór í hvala- skoðunarferð með Eldingu á sunnudaginn var, til að at- huga hvernig þetta gengi nú fyrir sig. Um borð voru um 30 manns af ýmsu þjóðerni, m.a. frá Svíþjóð, Eistlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi en uppistaðan í ferðunum, eða um 95% farþega, eru enn sem komið er útlendingar þótt Íslendingar sæki þess- ar ferðir í ríkari mæli. Voru menn sammála um að veðrið hefði mátt vera betra enda Þvers og kruss í hvalaskoðun Morgunblaðið/Ómar Það var létt yfir farþegum í hvalaskoðunartúrnum, þrátt fyrir að lítið sæist af hvölum þann daginn. Allir fengu kuldagalla að láni til að verjast næðingnum. Hér sést í nokkra úr einum hnýðingahópnum sem fylgdi bátnum um tíma. Hafnarfjörður FULLLANGT er gengið í endurskipulagningu íbúðar- byggðar í Skuggahverfi, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Hún á ekki von á að lóðir eða hús- eignir verði teknar eignarnámi vegna framkvæmdanna. Ingi- björg segir borgina hljóta að kaupa eignir af fólki á svæðinu ef ekki fást aðrir kaupendur vegna þeirrar skipulagsvinnu sem nú er í gangi. Í Morgunblaðinu á laugar- dag sögðu íbúar á svæðinu að tillögurnar hefðu komið sér verulega á óvart. Ingibjörg segir að Borgarskipulag hafi í þrígang sent íbúum bréf þar sem fram hafi komið að skipu- lagsvinna vegna svæðisins væri í gangi. „Þannig gafst öll- um hagsmunaaðilum á svæð- inu kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ seg- ir hún og bætir því við að sú hugmynd að deiliskipulagi sem nú er í gangi hafi ekki verið samþykkt sem deiliskipulag- stillaga. „Hugmyndin er ennþá í forkynningu, beinlínis til þess að kalla eftir viðbrögðum og sjónarmiðum hagsmunaaðila á svæðinu,“ segir hún. Að sögn Ingibjargar var ákveðið í síðustu viku að ljúka deiliskipulaginu á svæðinu frá Skúlagötu og að Lindargötu en lengri tími yrði tekinn í deiliskipulagið frá Lindargötu og upp að Hverfisgötu. „Vegna þeirra athugasemda sem þar komu fram ákváðum við að taka lengri tíma í þá vinnu og kalla eftir sjónarmiðum þeirra sem þarna búa.“ Ekki hægt að varðveita allt Mörg þeirra húsa sem ráð- gert er að rífa í Skuggahverfi, samkvæmt tillögunum, standa á eignarlóðum. Að sögn Ingi- bjargar er alltaf flókið að gera nýtt deiliskipulag fyrir gömul hverfi eins og Skuggahverfið vegna mismunandi eignar- halds auk þess sem húsin eru mismunandi vel á sig komin. „En ég geri ekki ráð fyrir því að við myndum taka þarna eignarnámi hús eða lóðir,“ seg- ir hún. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið vegna fyrirhug- aðra framkvæmda er að reynslan erlendis frá, þar sem heil hverfi hafa verið rifin og ný byggð upp í staðinn, sýni að slíkt sé ekki góður kostur og víða litið á slíkt sem skipulags- legt slys. „Ég er nú sjálf mikil húsfrið- unarkona og vil gjarnan reyna að varðveita byggðarmynstur þar sem það er heillegt og skemmtilegt en auðvitað er ekki hægt að varðveita allt,“ segir Ingibjörg. Hún segir að enda séu miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir miðborgina að íbúðarbyggð á svæðinu styrkist enn frekar. Viðbrögð íbúa skiljanleg „Það sem við þurfum auðvit- að að gera er að reyna að prjóna saman gamalt og nýtt svo að vel fari. Ég held hins vegar að þessi hugmynd sem hefur verið kynnt gangi of langt,“ segir Ingibjörg Sólrún og undirstrikar að hér sé að aðeins um að ræða forkynn- ingu sem ákveðið var að setja fram og sjá hver viðbrögðin yrðu. Ingibjörg segir viðbrögð fólks mjög skiljanleg enda sé um að ræða heimili þess og hí- býli og fólk sé búið að fjárfesta allt sitt í þeim. „Ég lít jafn- framt svo á að ef einhverjir vilja selja bara af þeirri ástæðu einni að verið er að deiliskipu- leggja svæðið hljóti borgin að vera tilbúin að kaupa eignir ef ekki fást aðrir kaupendur,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um íbúðarbyggð í Skuggahverfi Hugmyndirnar ganga of langt Skuggahverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.