Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu MMC Pajero GLS 3200 diesel, sjálfskiptur, ný- skráður, 25,05,2000 leðurinn- rétting, sóllúga, ekinn 24,000, km. Ásett Verð 4.250.000 BJÖRN Sigtryggsson, fyrrver- andi bóndi í Framnesi í Blöndu- hlíð, varð 100 ára í gær, 14. maí. Björn lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla og bjó í Framnesi frá árinu 1924 og til 1990. Síðustu árin í samvinnu við son sinn Brodda. Björn gegndi mörgum trún- aðarstörfum, sat í hreppsnefnd og átti sæti um árabil í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga. Árið 1935 kvæntist Björn Þuríði Jónsdóttur frá Flugu- mýri, og eignuðust þau 8 börn og eiga 25 barnabörn. Þau Þuríður og Björn dvelja nú á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Björn er ern og heilsugóður og fylgist vel með. Hélt upp á 100 ára afmælið Sauðárkróki. Morgunblaðið. KARLMAÐUR var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir árekstur tveggja bíla skammt frá bænum Enniskoti í Húnaþingi vestra síðdegis á sunnudag. Maðurinn var ökumaður fólksbíls sem lenti í árekstri við jeppling en samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á á Blönduósi virðist sem jepp- lingnum hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming. Við áreksturinn valt fólksbíllinn út af veginum. Auk mannsins var kona hans og barn í bílnum og voru þau öll flutt á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Þaðan var maðurinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hann var þó ekki talinn í lífshættu. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir og er fólksbíllinn talinn ónýtur. Fluttur með sjúkra- flugi eftir árekstur VEÐURBLÍÐAN lék við ferðalanga í Þórsmörk um helgina þegar skáli Ferðafélags Íslands, Skagfjörð- sskáli, var formlega opnaður í byrj- un sumarvertíðar. Vinnuhópur frá Ferðafélaginu vann að því alla helgina að koma húsinu og um- hverfi í rétt horf fyrir sumarið og var m.a. reist ný fánastöng og göngubrú sett yfir Krossá rétt við skálann. Erla Björk Jónsdóttir, skálavörður, segir að með tilkomu göngubrúarinnar verði auðveldara fyrir fólk að komast að staðnum, þegar ekki þarf að fara í bíl yfir Krossána. Fólk geti lagt hinum megin við ána, gengið yfir brúna og látið sækja það dót sem það ekki ber með sér. Að sögn Erlu gekk allt vel um helgina og farnar voru opn- unarferðir í glampandi sól. Svæðið kemur mjög vel undan vetri þó gróður sé lítt farinn að grænka ennþá. Gert er ráð fyrir talsverðri umferð í skála Ferðafélagsins í Þórsmörk í sumar og stór hópur tók forskot á sæluna fyrir rúmri viku og fyrsti hópurinn kom í dags- ferð í gær. Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Börnin nutu sín vel í veðurblíðunni í Þórsmörk um helgina. Snorri Þór Ingólfsson og Ólöf Sjöfn Jóhannsdóttir standa á brúnni en Viktor Einar Vilhelmsson situr og horfir í átt að skálanum. Vorverk í veðurblíðu í Þórsmörk ÞAÐ ER blómlegt í Garði hjá odd- vitahjónunum í Grímsey, Huldu og Þorláki. Ærin Gústa bar fjór- um lömbum. Gústa á sér langa frægðarsögu. Fyrst skal nefna að hún er fjórlembingur sjálf sem kom í heiminn á óvenjulegum tíma fyrir á, nefnilega í ágúst og þaðan fær hún nafnið sitt. Undanfarin fjögur vor hefur Gústa skilað húsbændum sínum 15 lömbum og geri aðrar ær betur! Árin 1998 og 1999 var hún fjór- lembd og vorið 2000 bar hún þremur lömbum. Fjórlembingar Gústu eru tvær gimbrar og tveir hrútar sem öll eru kolsvört. En það er bjart í kringum móðurina, Gústu, því lömbin hennar hafa ávallt skilað sér með tölu heim að hausti. Enn fékk Gústa í Garði fjórlembinga Morgunblaðið/Helga Mattína Oddvitahjónin í Grímsey, Þorlákur og Hulda. með fjórlembuna Gústu. Grímsey. Morgunblaðið. FJÖGUR hundruð blaðamenn og dekkjakaupmenn frá allri Evrópu eru væntanlegir til landsins næstu daga á vegum ítalska dekkjafram- leiðandans Pirelli til þess að prófa nýjustu tegund vetrardekkja frá fyr- irtækinu. Fyrsti hópurinn kom í gær og kemur nýr hópur á hverjum degi næstu níu daga. Hver hópur hefur viðdvöl hér á landi í þrjá daga. Fyrsta daginn er farið með hóp- ana í Bláa lónið og á öðrum degi flog- ið með þá í Húsafell. Þaðan er farið í reynsluakstur á jeppum á nýju dekkjunum upp að Langjökli, en þar taka breyttir jeppar við og flytja fólkið upp á jökulinn. Sportbílar á Langjökli Pirelli leggur hundruð milljóna króna í kynninguna og hafa m.a. 15 Porsche- og Jagúar-sportbílar verið fluttir upp á jökulinn til reynsluakst- urs. Einnig hafa verið ruddar akst- ursbrautir þar sem ferðamennirnir munu kynnast íslenskum jeppaferð- um af eigin raun. Fyrirtækið Íslenskar ævintýra- ferðir hefur undirbúið komu hóp- anna síðastliðin tvö ár og er t.d. búið að byggja snjóhús fyrir ferðamenn- ina á jöklinum, sem Arngrímur Her- mannsson hjá Íslenskum ævintýra- ferðum fullyrðir að sé stærsta snjóhús í heimi. 975 rúmmetrar af snjó voru notaðir í snjóhúsið sem verður notað sem athvarf fyrir blaðamennina og bílageymsla. Pirelli hefur stærstu markaðshlut- deild í dekkjum fyrir sportbíla og dýra merkjabíla á borð við Jagúar og Porsche. Pirelli prófar ný dekk á Langjökli Byggðu stærsta snjóhús í heimi HÉRAÐSDÓMARI hafnaði í gær kröfu um að felld yrði úr gildi synjun sýslumannsins í Reykjavík um að leggja lögbann við útboði um rannsóknahús við Háskólann á Akureyri í einkaframkvæmd. Arikitektar Glámu/Kím ehf., sem hafa hannað nýbyggingar á há- skólasvæðinu og aðlagað eldra húsnæði þar, fóru fram á lögbann- ið vegna þess að hönnun rann- sóknahússins er boðin út. Arkitektarnir lögðu höfundar- réttinn til grundvallar í þessu máli, og er hann virðurkenndur í forsendum og niðurstöðum Skúla J. Pálmasonar dómara: „Bygging þess (rannsóknahússins) kann því að raska heildarsvip og ásýnd Sól- borgarlóðarinnar og breyta þannig skipulagstillögu sóknaraðila, sem telja verður að hann eigi höfund- arrétt að og varnaraðili (ríkisvald- ið) samþykkti og kaus að vinna eftir.“ Tímasetning kröfunnar um lög- bannið virðist hinsvegar hafa unn- ið gegn sókn arkitektanna því dómarinn segir að forval að útboði rannsóknahússins geti ekki talist athöfn eins og lög um lögbann setja skilyrði um. „Forval það, sem varnaraðili stóð fyrir beinist eingöngu að því að velja þá úr hópi umsækjenda, sem hæfastir þykja til að sjá um og kosta byggingu fyrirhugaðs rannsóknahúss, eiga og reka.“ Raskar ekki lögvörðum rétti Forvalið raskar því ekki lög- vörðum rétti sóknaraðila með þeim hætti, að lögbanni verði beitt, að mati dómarans. „Það gæti á hinn bóginn leitt til þess, að síðar verði efnt til útboðs meðal þeirra, sem valdir verða,“ stendur í niðurstöð- um dómara. Dómari segir að eftir eigi að koma í ljós „hvers eðlis þær fram- kvæmdir (í fyrirmælum útboðs) verða, hvar rannsóknahúsið verður staðsett og nánari upplýsingar liggja fyrir um það, hvort fram- kvæmdirnar muni raska réttindum sóknaraðila ...“ og hann ályktar að „því þyki rétt, eins og hér stendur á, að hafna kröfu sóknaraðila um að felld verði úr gildi synjun sýslu- mannsins ...“ Niðurstaðan úr forvalinu fékkst í febrúar og taka Íslenskir að- alverktakar með ISS Ísland og Nýsir með Ístaki þátt í útboðinu. Arkitektar Glámu/Kím hafa tvær vikur til að meta hvort farið verðo með málið fyrir Hæstarétt. Lögbanni á rannsókn- arhús HA hafnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.