Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 2
Guðjón Valur Sigurðsson gerði þriggja ára samning við Essen/B1 16 síðna blaðauki um Símadeildina í knattspyrnu/C-blað 24 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. 2001  ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÁRANGUR LIÐANNA Í MEISTARABARÁTTUNNI FRÁ 1991 / C8,C9 ÞAÐ þarf ekki að fara mörgum orðum um að baráttan um Íslandsmeistaratitlinn í knatt- spyrnu verður hörð í sumar, eins og undanfarin ár. Tíu lið eru kölluð til leiks, en aðeins eitt verð- ur krýnt Íslandsmeistari 2000. Þó nokkrar breyt- ingar hafa verið í herbúðum liðanna tíu. KR- ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum 1999 eftir 31 árs bið og þeir vörðu hann í fyrra. Að mati forráðamanna liðanna, þjálfara og fyrirliða, koma KR-ingar til að verja meistaratitil sinn á ný í ár. Á merkjum liðanna hér á síðunni má sjá í hvaða röð liðin verða ef spáin gengur eftir. Liðin eru kynnt hér í blaðinu og spáð í styrkleika þeirra, auk þess sem þjálfarar segja álit sitt á spánni. Ýmsar fróðlegar upplýsingar eru um leikmenn liðanna og sagt er frá dómurunum sem dæma í efstu deild (Símadeildinni). Hart barist um meistaratitil Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fylkismaðurinn Sævar Þór Gíslason sparar ekki kraftana og einbeitinguna við markskot sitt. Félagi hans, Theodór Óskarsson, fylgist grannt með og Keflvíkingurinn Garðar Newman fær engum vörnum við komið. Meistarabaráttan 2001 Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR leikskólar og gæsluvellir í rekstri Hafnarfjarðarbæjar, tólf talsins, hafa verið lokaðir síðan í gær, mánudag, vegna verkfalls 400 félagsmanna í verkalýðsfélaginu Hlíf. Verkfallið gekk í gildi á mið- nætti á sunnudag eftir árangurs- lausan samningafund hjá ríkissátta- semjara. Á klukkustundarlöngum fundi í gær, mánudag, þokaðist ekkert í samkomulagsátt og verður næsti fundur á morgun, miðvikudag. Vegna verkfallsins eru 1.100 leik- skólabörn í Hafnarfirði án leikskóla- pláss. Verkfallið nær til um helmings alls starfsfólks á leikskólunum og er þar um að ræða ófaglærða leiðbein- endur á leikskóladeildum, starfs- menn í ræstingu og eldhúsum. Verkfallið hefur ennfremur áhrif á starfsemi grunnskóla í Hafnarfirði þar sem ræstingum, sem félags- menn Hlífar vinna við, hefur verið hætt meðan á verkfalli stendur. Grunnskólunum verður lokað á morgun Að sögn Magnúsar Baldurssonar hjá skólaskrifstofu Hafnarfjarðar verður grunnskólunum að öllum lík- indum lokað á morgun, miðvikudag, ef ekki semst. Um 3.400 börn eru í grunnskólum Hafnarfjarðar og verða þau utan skóla í verkfallinu. Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verður þó hægt að halda lengur gangandi þar sem ræsting þar fer ekki ekki fram nema annan hvern dag, auk þess sem um mun minni ræstingu er að ræða í samanburði við grunn- skólana. Þess er vænst að hægt verði að halda úti kennslu út vikuna. Um 500 nemendur stunda nám við tónlistarskólann. Undanþága til að sinna brýn- ustu verkefnum heimaþjónustu Verkfallið nær einnig til starfs- fólks í félagslegri heimaþjónustu, en í gær fékk félagsþjónustan í Hafn- arfirði undanþágu fyrir nokkra starfsmenn til að sinna um það bil tíu skjólstæðingum félagsþjónust- unnar sem ekki geta án hennar ver- ið. Heimaþjónustan nær til tæplega 300 manns á 200 heimilum í Hafn- arfirði og eru þá ótaldir þeir sem fá mat sendan heim og borða í mötu- neytunum. Heimaþjónustan felst í aðstoð við dagleg störf þeirra sem ekki eru færir um slíkt vegna aldurs eða sjúkleika. Starfsmenn heima- þjónustunnar fara allt frá einu sinni á dag upp í hálfsmánaðarlega til skjólstæðinga sinna. 6 til 8 manns þurfa á daglegri þjónustu að halda. Í félagslegri heimaþjónustu felst einnig heimsending á mat, sem ekki hefur stöðvast þrátt fyrir verkfallið, vegna innkaupa frá öðrum aðila. Mötuneyti félagsþjónustunnar, sem eru tvö talsins, hætta hins vegar starfsemi sinni í verkfallinu, en tæp- lega 90 manns borða þar daglega. Þá stöðvast kaffisala í félagsstarfi aldraðra. Lamandi áhrif verkfalls 400 starfsmanna Hlífar Gæti bitnað á rúmlega fjögur þúsund börnum RÚSSAR búsettir á Íslandi hafa skrifað Minjavernd erindi og falast eftir ÍR-húsinu gamla sem réttrún- aðarkirkju Rússa og safnaðarheim- ili. Rúmlega 400 Rússar eru búsett- ir á Íslandi og er verið að stofna samtök þeirra í tengslum við þetta mál. Í gamla ÍR-húsinu var fyrsta kaþólska kirkjan á Íslandi eftir siðaskipti. Að sögn Jóns Ólafssonar, for- stöðumanns Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, hefur lengi verið á dagskrá að rússneska réttrún- aðarkirkjan stofnaði söfnuð á Ís- landi. Jón tengist málinu á þann hátt að kona hans er rússnesk og er hún ásamt tveimur öðrum konum í forsvari fyrir landa sína hér á landi vegna þessa máls. Kirkjan skiptist snemma í tvær deildir, þ.e. Austurkirkjuna og Rómarkirkjuna. Þjóðkirkjur Aust- urkirkjunnar eru sjálfstæðar og er rússneska kirkjan þeirra stærst. Jón segir að eftir að Sovétríkin liðu undir lok hafi kirkjan gengið í gegnum mikla endurreisn og stofn- aðar hafa verið kirkjudeildir er- lendis þar sem búa margir Rússar. Rússneska kirkjan ákvað í fyrra að gera athugun á því að stofnuð yrði kirkjudeild á Íslandi. Síðastliðinn vetur kom rússneskur biskup hing- að til lands til þess að leggja drög að þessu. Þá var stofnuð safn- aðarnefnd og er hennar hlutverk m.a. að fá tilskilin leyfi til þess að rússneska kirkjan geti komið hér á fót söfnuði. Gangi þetta eftir verð- ur hér á landi í fyrsta sinn til trú- félag réttrúnaðarkirkjunnar á Ís- landi og rússneskur prestur yrði hér með fast aðsetur. Hugmyndir um samstarf Serba og Rússa Jafnframt hafa Serbar búsettir hér á landi, sem eru um 300 talsins, í huga að stofna sína eigin kirkju- deild á Íslandi. Þeir tilheyra einnig réttrúnaðarkirkjunni og komið hef- ur til tals að samstarf yrði á milli Rússanna og Serbanna, jafnvel sameiginleg samtök og sameig- inlegt kirkjuhús þótt trúfélögin yrðu tvö. Reykjavíkurborg er skuldbundin til þess að láta gera húsið upp í sem næst upprunalegri mynd. Þorsteinn Bergsson, forstöðumaður Minja- verndar, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til framtíðarnotkunar hússins eða staðsetningar þess. Af þessum sökum hafi erindi Rússanna enn ekki verið svarað. Hann segir að fleiri hugmyndir hafi vaknað um nýtingu hússins, einkum í tengslum við íþróttaiðkun. Þorsteinn segir að sér lítist alls ekki illa á þann valkost að kirkja réttrúnaðarsafnaðar Rússa yrði í húsinu. Vilja að ÍR-húsið verði rússnesk rétt- trúnaðarkirkja Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá flutningi ÍR-hússins að Ægisgarði í mars síðastliðnum. HAFÍSINN hefur nálgast landið óðfluga síðustu dagana og búast má við að hann eigi eftir að færast enn nær landi næstu tvo dagana að minnsta kosti því spáð er óhag- stæðum vindáttum á svæðinu. Næst landi 21 sjómílu norður af Kögri Landhelgisgæslan fór í ískönn- unarflug í gær og reyndist hafísinn vera mun nær landinu en hann var í síðasta ískönnunarflugi sem farið var á fimmtudaginn í síðustu viku. Hafísinn var næst landi 21 sjómílu norður af Kögri en var 45 sjómílur norður af Kögri á fimmtudaginn var. Þór Jakobsson, verkefnisstjóri hafísrannsókna á Veðurstofu Ís- lands, sagði í samtali við Morg- unblaðið að spáð væri norðan- og norðvestanátt á svæðinu í dag og suðvestanátt á morgun. Allar vest- lægar áttir væru óhagstæðar vegna þess að þær stöðvuðu fram- rás íssins suður Grænlandssund. Báðar áttirnar myndu því færa hafísjaðarinn nær landi og það væri ekki fyrr en á fimmtudag sem spáð væri heppilegri vindátt á svæðinu. Þá væri spáð suðaust- anátt. Aðspurður hvort hætta væri á að hafísinn næði landi, sagði Þór full- snemmt að segja til um það að svo komnu. Það gæti skýrst frekar í dag því fylgst yrði náið með fram- haldinu. Þór benti jafnframt á að engir togarar væru á svæðinu vegna verkfalls sjómanna og því væru einu upplýsingarnar um hafísjaðar- inn þær sem fengjust með ískönn- unarflugi Landhelgisgæslunnar. Mest hætta á hafís á þessum árstíma Þór sagði að mest hætta væri á hafís á þessum árstíma. Ísinn hefði safnast fyrir í Grænlandssundi yfir veturinn og væri mestur í maí- mánuði. Hann færi ekki að minnka fyrr en í júníbyrjun. Hafís færist hratt nær landi ÍBÚÐARHÚSIÐ á eyðibýlinu Ytri- Bakka í Kelduhverfi hrundi í Jökulsá á Fjöllum líklega einhvern tíma á sunnudag vegna þess að áin hefur grafið undan undirstöðum hússins. Ekki hefur verið búið í húsinu frá árinu 1964. Jökulsá á Fjöllum heitir Bakka- hlaup á þessu svæði. Hún skipti um farveg snemma á síðustu öld og hef- ur ágangur árinnar síðan verið mik- ill. Hún hefur jafnt og þétt brotið á landinu að austanverðu þar sem Ytri-Bakki stendur og hefur áin færst nær íbúðarhúsinu ár frá ári. Ljósmynd/Guðmundur Ómar Landbrot árinnar hefur verið gífurlegt á Ytri-Bakka eins og myndin sýnir, en hún var tekin síðastliðið sumar. Íbúðarhús- ið hrundi í ána                          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.