Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 61 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Þú ert fundvís á réttu orðin til að tjá hinar ýmsu tilfinn- ingar og átt auðvelt með að vinna hlustendur þína á þitt band. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert fljótur að sjá fyrir þér hvernig hrinda megi í fram- kvæmd tillögum bæði þínum og annarra. Þetta er dýrmæt- ur eiginleiki sem þú verður að nota af heiðarleika. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér hættir til nokkurrar fljót- færni sem skemmir fyrir þér og því er nauðsynlegt að þú söðlir um og gaumgæfir hlut- ina áður en þú hefst handa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gættu þess að hlaupa ekki upp til handa og fóta þótt ein- hver tali til þín af miklum sannfæringarkrafti. Það er gott að íhuga sjálfur hvað í orðunum felst. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ýmsir möguleikar standa þér nú til boða og það sannast að sá á kvölina sem á völina en gefðu þér bara góðan tíma til að velja og þá fer allt vel. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einhvern veginn ertu að missa tökin og verður að taka þig á ef hlutirnir eiga ekki að renna út í sandinn hjá þér. Sýndu dugnað og áræði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver hlutur setur allt á annan endann hjá þér í dag en í raun og veru hefur þú bara gott af því að breyta vinnutilhögun þinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Skynsemin verður að vera í fyrirrúmi þegar þú tekur ákvarðanir í starfi þínu og þess vegna verður þú að fara í gegnum málin áður en þú ákveður eitthvað. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ýmis verkefni sem þú hefur trassað heima fyrir geta nú ekki lengur beðið svo þú verð- ur að finna þér tóm til þess að afgreiða þau ef friðurinn á að haldast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þeir sem sækjast eftir vináttu þinni eru ekki allir af sama sauðahúsi svo þú skalt fara þér hægt áður en þú bindur trúss við einhvern þeirra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert eitthvað uppstökkur um þessar mundir og ættir að finna þér tíma til þess að líta í eigin barm og gera upp þau mál sem angra þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að læra að nýta þér þann eiginleika sem fær fólk til þess að opna hjarta sitt fyrir þér. En sá sem hjálpar öðrum verður að sýna mikinn trúnað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú et uppfullur af hugmynd- um og veist hreint ekki hverj- um þeirra þú átt að reyna að koma í verk. Þessvegna er nauðsynlegt að þú hægir að- eins á þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍSLENDINGAR urðu Bik- armeistarar Norðurlanda um síðustu helgi, en mótið er haldið á tveggja ára fresti í Rottneros-herra- garðinum í Svíþjóð. Ríkjandi bikarmeistarar hverrar þjóðar vinna sér rétt til þátttöku í mótinu og það var sveit Subaru sem fór fyrir Íslands hönd – reynar þó svolítið breytt, því allir sveitarmeðlimir áttu ekki heimangengt. Lið- ið í Svíþjóð var skipað Jóni Baldurssyni, Sverri Ár- mannssyni, Karli Sigur- hjartarsyni og Magnúsi E. Magnússyni. Spiluð var ein umferð, fimm leikir, og fékk Ísland 95 stig eða 19,00 að meðaltali úr leik. Norðmenn urðu í öðru stæti með 86 stig, en Svíar þriðju með 82. Norður ♠ 743 ♥ ÁK75 ♦ 43 ♣ K976 Vestur Austur ♠ Á6 ♠ 1092 ♥ G3 ♥ D9864 ♦ KD9752 ♦ 108 ♣ 543 ♣ DG8 Suður ♠ KDG85 ♥ 102 ♦ ÁG6 ♣ Á102 § Þetta spil er úr annarri umferð mótsins, þegar Ís- land mætti Dönum. Karl spilaði fjóra spaða í suður og fékk út tígulkóng. Karl dúkkaði og vestur spilaði tígli áfram. Karl fór inn í borð á hjarta til að spila spaða. Vestur gaf, en fékk næsta slag á spaðaás og spilaði tígli, sem makker hans gat trompað með tí- unni. Austur spilaði sér svo út á hjartadrottningu. Nú hefur vörnin fengið þrjá slagi, svo engan má gefa á lauf. Þvingun í hjarta og laufi er eini möguleikinn og Karl spilaði upp á þá legu. Hann byrjaði á því að fara inn í borð á spaðasjöu til að stinga hjarta. Til- gangurinn með því var að einangra hjartavaldið við annan mótherjann ef litur- inn hefði brotnað 4-3. Í þessu tilfelli reyndist vand- virknin óþörf, því austur átti fimmlit í hjarta og DG í laufi. Karl spilaði síðasta trompinu og henti laufi úr borði. Austur átti ekkert svar við því – hann hélt á hæsta hjarta og varð að henda laufi í þeirri von að makker hans ætti tíuna. Er hún var á hendi Karls og varð hans tíundi slagur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag þriðjudaginn 15. maí eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Áslaug Sólbjört Jensdóttir og Valdimar Kristinsson, Núpi, Dýrafirði, til heimilis að Bú- staðavegi 73, Reykjavík. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. maí, verður sjötugur Karl Jó- hann Ormsson, fyrrverandi deildarfulltrúi, Gautlandi 5, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. STAÐAN kom upp á afmæl- ismóti Viktors Kortsnojs sem lauk nýverið. Garry Kasparov (2.827) hafði hvítt gegn Nigel Short (2.676). 18. Bh6! gxh6?! 18. ...Dxb5 hefði verið hyggi- legra þó að stað- an væri ekki glæsileg eftir 19. Bxg7. 19. Dd2 f5 20. exf6 Bd8 21. Dxh6 Ha7 22. Rg5 Dxb5 23. f7 Hxf7 24. Rxf7 og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 24. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ...Kxf7 25. Dg7#. Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7 6. c3 b6 7. Bb5 Be7 8. 0-0 0-0 9. He1 a5 10. Rf1 Ba6 11. a4 Bxb5 12. axb5 He8 13. Rg3 Rf8 14. Rh5 Rbd7 15. g3 Rg6 16. h4 Rdf8 17. Kg2 Dd7 o.s.frv. Með morgunkaffinu Er ekki erfitt að vera kona, og eiga ekki konu til að segja sér hvað þarf að gera? LJÓÐABROT VÆRINGJAR Vort land er í dögun af annarri öld. Nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir. – Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans um staði og hirðir. Vort heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest, þar sem gæfan er ráðin, ef leikurinn sést, – og þá haukskyggnu sjón ala fjöll vor og firðir. Svo fangvíð sig breiða hér flói og vík móti fjarlægu ströndunum handan við sæinn: En verin fábyggð og vetrarrík byggja Væringjans krafta við háfjalla blæinn. Hann stendur hér enn, sem hann stóð hér fyrr, með stórgerðan vilja, þögull og kyrr, og langferðahugann við lágreista bæinn. – – – Einar Benediktsson 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. maí, verður fimmtug Þuríður Vigfúsdóttir, einkaritari, Álftamýri 22, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sínu nk. laugardag, 19. maí, frá kl. 20. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík ATVINNA mbl.is                       Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. 1. flokki 1991 – 38. útdráttur 3. flokki 1991 – 35. útdráttur 1. flokki 1992 – 34. útdráttur 2. flokki 1992 – 33. útdráttur 1. flokki 1993 – 29. útdráttur 3. flokki 1993 – 27. útdráttur 1. flokki 1994 – 26. útdráttur 1. flokki 1995 – 23. útdráttur 1. flokki 1996 – 20. útdráttur 2. flokki 1996 – 20. útdráttur 3. flokki 1996 – 20. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 2001. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ BÍLG REIN A Bílasalar Námskeið til undirbúnings prófs fyrir þá sem vilja afla sér leyfis til sölu notaðra bifreiða verður haldið dagana 21. maí til 11. júní í Reykjavík. Tekið er við skráningu í síma 586 10 50. Staðfesta þarf þátttöku fyrir 16. maí með greiðslu þátttökugjalds. PRÓFNEFND BIFREIÐASALA FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ BÍLGREINA HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.