Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 59 ÞEGAR ég var barn og þangað til ég var 23 ára gamall lásu foreldrar mínir Passíusálmana á hverju ári á föstunni og mun það hafa tíðkast á flestum heimilum í fæðingarsveit minni. Auk þess var talið sjálfsagt að lesa hugvekju og sálma á sunnudög- um, og öðrum helgidögum, og voru þá lesnar ræður presta úr hugvekj- um þeirra og sungnir sálmar fyrir og eftir. Þegar farið var að lesa Passíusálma í útvarpinu á föstunni og útvarpa messum á helgidögum hygg ég að þetta hafi lagst niður þarsem ég þekkti til, enda eðlilegt. Presturinn sem fermdi mig lét okkur læra 15 til 20 sálma og áttum við að kunna þá utanbókar. Einnig hvatti hann okkur til að kynna okk- ur vel Passíusálmana enda taldi hann séra Hallgrím mesta sálma- skáld Íslands og þeir hefðu verið þýddir á flest erlend tungumál af öllum íslenskum bókum. Í fyrrasumar var mér gefin bók, ekki mjög stór í sniðum en 95 blað- síður á lengd og í alla staði mjög vönduð að öllum frágangi. Hún heitir Ómar frá hörpu Hallgríms úrval úr Passíusálmum. Sigurbjörn Einarsson valdi. Ég get ekki neitað því að ég var mjög hissa. Ég fékk Passíusálmana í fermingargjöf 1935 og á þá enn þá. Mér finnst þeir vera helgidómur sem enginn hafi leyfi til að hrófla við. Þó kom mér enn þá meira á óvart að gera það á þennan hátt- .Mér taldist til að í úrvalinu væru 335 vers en 473 vers sem ekki eru í bókinni. Í 4 fyrstu sálmunum eru ekki birt 53 vers. Í 10., 11. og 12. sálmi er 41 vers ekki birt. Í 15., 16. og 17. eru 44 vers sem eru ekki birt. Í 31., 32. og 33. eru 38 vers sem eru ekki birt. Í 45., 46. og 47. sálmi eru 34 vers sem eru ekki birt, svo nokkur dæmi séu tekin. Hins vegar eru birt 5 af 10 í 9. sálmi í bókinni, 20 af 25 í 14. sálmi, 2 af 13 í 33. sálmi og 2 af 13 í 38. sálmi og loks 1 af 10 í 26. sálmi. Ég skil ekki hvaða tilgangi það þjónar að gefa út svona bók, jafnvel þótt hún sé falleg. Mér finnst það móðgun við séra Hallgrím. SIGURÐUR LÁRUSSON, Árskógum 20b, Egilsstöðum. Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar Frá Sigurði Lárussyni: SAMEINUÐU þjóðirnar hafa ákveð- ið að tileinka málefnum fjölskyldunn- ar árlega einn dag, það er 15. maí. Þetta er í áttunda sinn sem Samein- uðu þjóðirnar halda daginn hátíðleg- an í þeim tilgangi að vekja athygli á mikilvægi ýmissa mála er tengjast fjölskyldunni sem og mikilvægi fjöl- skyldunnar sjálfrar í samfélögum þjóða heims. Í tilefni alþjóðlegs dags fjölskyld- unnar vill Fjölskylduráð leggja áherslu á mikilvægi þess að fjölskyld- ur eigi sér samverustundir þar sem ungir jafnt sem aldnir geti talað sam- an og hlustað hver á annan. Nauðsyn- legt er að foreldrar gefi sér tíma í því annríki er fylgir nútímalegum lífs- háttum til að eiga ánægjulegar stund- ir, ekki eingöngu með börnum sínum heldur einnig eigin foreldrum. Fjölskylduráð fór þess á leit við sveitarstjórnir að þær stuðli að því að fólk gefi sér tíma til að vera með fjöl- skyldum sínum. Í upplýsingaefni sem fjölskylduráði hefur borist frá Sam- einuðu þjóðunum þetta árið, er lögð áhersla á gildi sjálfboðastarfs fyrir samfélagið og tækifæri sem felast í því fyrir fjölskylduna. Sem dæmi má nefna mikilvægi þess að fjölskyldan vinni saman að sjálfboðastarfi og að foreldrar axli ábyrgð á uppeldi barna sinna jafnframt því sem þeir fái í auknum mæli áheyrn og þátttöku í skólastarfi. Mörg sveitarfélög hafa brugðist við óskum ráðsins, t.d. býður Gerða- hreppur frítt í sund auk þess sem stofnanir eru opnar í dag. Í Reykja- nesbæ verður fjölskylduhátíð í Reykjaneshöllinni þar sem m.a. börn frá öllum leikskólum bæjarins og eldri borgarar munu syngja. Á síðasta ári var farið í eftirminnilega fjöl- skyldugönguferð í Garðabæ og mörg sveitarfélög buðu frítt í söfn og sund. Fjölskyldudagurinn er að vinna sér sess í samfélaginu sem samverudagur fjölskyldunnar. Eitt stærsta verkefnið sem okkur er falið á lífsleiðinni er að vera uppal- endur. Það er vandasamt hlutverk og því mikilvægt að sveitarfélögin leiti leiða til að styrkja foreldra til að þeir geti betur sinnt hlutverki sínu. Fjölskylduráð hvetur því allar sveitarstjórnir til að gera 15. maí að degi fjölskyldunnar. DRÍFA SIGFÚSDÓTTIR, formaður fjölskylduráðs. Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar Frá Drífu Sigfúsdóttur: FLEST þurfum við að greiða ým- islegt, sem við höfum keypt eða gerst kaupendur að. Þar að auki eru opinber gjöld til ríkis og borgar. Þau eru innheimt mánaðarlega eins og flest. Um mánaðamót væri æskilegast að flestir reikningar bærust, svo að hægt væri að sameina greiðsl- urnar, greiða sem sagt allt sem greiða þarf í einu lagi. Í seinni tíð ber hins vegar mjög á því, að reikningar berist jafnt og þétt allan mánuðinn. Hinir svo- nefndu gíróseðlar láta mann þess vegna aldrei í friði. Stöðugar ferðir í banka með þessa bréfmiða eru leið- ar, vægast sagt. Nú er það svo, að eindagi er oft annar en gjalddagi. Hvernig væri, að gjalddagi yrði einn, síðasti dagur eða fyrsti dagur næsta mánaðar, en þá berast flest- um laun inn í bankana? Þetta er mín tillaga. Fleiri orð þarf ekki til að koma skoðun minni á framfæri, varðandi þetta atriði. Vit- anlega er ófært að gera fólki fleiri ferðir til að greiða gjöldin sín en þörf er á. Með kveðju til allra sem innheimta gjöld og greiðslur hjá okkur. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Hagræðing í innheimtu Frá Auðuni Braga Sveinssyni: Auðunn Bragi Sveinsson strets- gallabuxur v/Nesveg Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun MOSATÆTARAR - SEM VIRKA - Þar sem garðáhöldin fást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.