Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 45 ✝ Steinar Magnús-son fæddist í Árnagerði, Fljóts- hlíð, 5. september 1927. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Fossvogi, 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Sigríður Jensdóttir húsfreyja í Árnagerði, f. 26. júní 1891, d. 21. mars 1970, og Magnús Steinsson bóndi í Árnagerði, f. 1. mars 1896, d. 10. janúar 1943. Systkini Steinars eru: Sig- rún, f. 7. september 1923, d. 26. desember 1995, Sólveig, f. 6. sept- ember 1926, d. 6. maí 1996, Eiður, f. 1. maí 1929, Guðrún, f. 6. nóv- ember 1931, og Jenný f. 21. febr- úar 1935, d. 13. nóvember 1987. Hinn 30. janúar 1960 kvæntist Steinar eftirlifandi eiginkonu sinni, Sjöfn Guðjónsdóttur, f. 11. ingur, Reykjavík, f. 12. október 1960, maki Helga Bogadóttir kennari, synir þeirra eru Steinar Ingi, f. 25. september 1991, og Kristinn Thór, f. 17. september 1995. 3) Guðjón, húsasmiður, Tjaldhólum, Hvolhreppi, f. 24. júní 1962, maki Særún St. Bragadóttir húsmóðir, börn þeirra eru Sjöfn Dagmar, f. 11. apríl 1990, og tví- burarnir Guðni Steinarr og Ragn- ar Rafael f. 18. janúar 2000. 4) Bjarni Ingi búfræðingur, býr í Árnagerði, f. 22. október 1965. 5) Sigurður, iðnrekstrarfræðingur Reykjavík, f. 4. desember 1972, í sambúð með Eyrúnu Hörpu Har- aldsdóttur, barn hans er Sindri Steinn, f. 11. febrúar 2000. Steinar tók snemma við búi af föður sínum, sem lést fyrir aldur fram, ásamt systkinum sínum og móður, auk þess var hann nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum á þess- um tímum. Upp úr 1960 tekur hann alfarið við búi í Árnagerði með konu sinni og fjölskyldu. Stundaði hann búskap alla sína tíð eða allt þar til heilsan tók að bresta í aprílmánuði 2000. Útför Steinars fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 12. maí. febrúar 1930. For- eldrar hennar voru Guðjón Karlsson vél- stjóri frá Reykjavík, f. 27. nóvember 1901, d. 15. maí 1966, og Sig- ríður Markúsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 26. september 1902, d. 13. ágúst 1993. Fóstursonur hans er Sverrir E. Ragnars- son, f. 18. maí 1951, maki Kristín H. Krist- mundsdóttir nemi, dóttir þeirra er Ólöf Linda, f. 2. nóvember 1973, sambýlismaður Sigþór H. Guðmundsson. Sonur þeirra Sverrir Ingi, f. 23. febrúar 2000. Börn Steinars og Sjafnar eru: 1) Viðar H., bóndi, Kaldbak, f. 11. febrúar 1957, maki Sigríður H. Heiðmundsdóttir, húsmóðir, Kald- bak, dætur þeirra eru Klara, f. 11. október 1979, og Ösp, f. 18. des- ember 1985. 2) Magnús, vélfræð- Enn rata ég göturnar sem við gengum tveir – ungir vinir mót eldi morguns í skýjum vorgræna jörð... (Hannes Pétursson.) Vorið hafði boðað komu sína óvenju snemma að þessu sinni, söng- ur vorfugla hafinn og jörð tekin að grænka í lok aprílmánaðar. Það kom því á óvart eftir nær snjólausan vet- ur, er út var litið að morgni 2. maí, að jörð var hulin ökladjúpri mjöll sem tindraði í skini vorsólar af heið- um himni. Greinar trjánna drúptu niður undan snjóþunganum. Í „Laufskála“ morgunútvarps var ver- ið að ræða við fjárbónda austur á landi um annasama vordaga í fag- urri og friðsælli sveit. Þá barst mér sú frétt að nágranni minn og vinur, Steinar Magnússon bóndi í Árnagerði, hefði látist þá um morguninn, eftir all langa og stranga sjúkdómsbaráttu, – á 74. aldursári. Ósjálfrátt skaut upp í huga mínum umdeildri ljóðlínu eftir Jónas Hall- grímsson: „Dauðinn er hreinn og hvítur snjór“. En eftir vorlangan daginn, þegar ylgeislar sólar höfðu eytt hinu hvíta nálíni næturinnar og afhjúpað hin vaknandi gróðuröfl sigrandi lífs á ný, þá komu til mín orð guðspjall- anna um tákn og dæmisögur frels- arans: „Þetta allt talaði Jesús í dæmisögum til fólksins og án dæmi- sagna talaði hann ekki til þeirra“ (Matt.13,34). Aðeins með táknum og dæmisögum gefst okkur til kynna það sem er orðum æðra og umlykur alla okkar tilveru. Kynni okkar Steinars í Árnagerði og ævilöng vinátta hófst í frum- bernsku, a.m.k. jafnskjótt og við komumst á fót og fórum að geta bor- ið okkur um bæjarhlöðin og kanna götuna yfir túnið, því stutt er á milli bæjanna. Engin hlið heftu för, engin girðing var þá milli samliggjandi túna. Margs er að minnast frá þeim ár- um sem á eftir fóru, þegar leikið var í grænum túnum eða á ísilögðum tjörnum eftir því sem aðstæður og árstíðir leyfðu. Margt er nú breytt frá því Steinar var sð stíga æskusporin, í glöðum barnahópi og einatt fjölmennum, þegar „saman safnast var“ af ná- grannabæjum. Og gott var að eiga hann að sem tápmikinn leikfélaga og eins ef eitthvað skarst í odda eða óhöpp urðu. Þeirra tíma er ljúft að minnast, þegar engin tækni tafði eða truflaði holla útileiki, hvorki sími né sjónvarp, ekki tölvuleikir né trylli- tæki af neinu tagi, leikföngin að mestu heimafengin eða heimasmíð- uð. Framför var það minnisstæð, þegar Magnús faðir Steinars smíð- aði í eldsmiðju sinni skauta úr járni handa okkur, sem komu í stað leggj- anna er áður var notast við. Félagsskapur og samgangur milli bæja var þá líflegri og tíðari miklu en síðar gerðist, enda heimilin fólks- fleiri og tími nægur til flestra hluta. Léttir barnsfætur áttu mörg spor- in milli bæja og áttu ekki minnstan þátt í að móta troðnar göngugötur þvert um túnin, sem betra var að stíga ekki mikið út úr þegar nær dró slætti. Þær götur eru löngu grónar og horfnar, með færra fólki og fleiri bílum sem þræða lagða vegi. Engin þörf virtist á því að hafa of- an af fyrir börnum þess tíma, þau voru sjálfum sér næg, höfðu alltaf meira en nóg fyrir stafni, bæði í leikjum sínum og með þátttöku í störfum hinna fullorðnu. Foreldrar Steinars, þau Sigríður og Magnús í Árnagerði, voru með af- brigðum gestrisin og barngóð, og þegar ekki viðraði til útileikja fylltist litli burstabærinn þeirra einatt af smáfólki af næstu bæjum, til viðbót- ar þeirra eigin barnahópi og stund- um sumarbörnum og unglingum sem hjá þeim dvöldu til gagns og þroska. Þá var oft kátt í koti og góðgerð- irnar ekki skornar við nögl, þó aldrei væri veraldarauður í búi. Svo kom skólaganga, klukku- stundar gangur hvora leið. Þá kom hagleikur föður hans enn að notum, er hann smíðaði sínum börnum og öðrum skólatöskur úr krossviði með burðarólum úr leðri til að smeygja yfir axlirnar. Það gaf frjálsar hendur og létti gönguna. Fjölskyldan í Árnagerði átti sín föstu sæti í Breiðabólsstaðarkirkju, á bekknum undir prédikunarstólnum. Og fyrr en varði var ferming afstaðin. Eftir það varð stutt í alvöru lífsins fyrir Steinar vin minn. Hálfu öðru ári síð- ar lést faðir hans úr lungnabólgu. Þá féll mikil ábyrgð á herðar 15 ára unglings. Móðir hans hélt áfram búskap með börnum sínum og það kom í hlut Steinars, sem eldri sonar, að taka á sig stjórn og framkvæmd bústarfanna utanhúss, þótt allir hjálpuðust að sem best mátti verða. En einnig var honum styrkur að móðurbróður sínum, Guðna Jens- syni í Teigi, sem var í Árnagerði sumarið eftir og fjölskyldunni innan handar þegar á reyndi. Sama mátti segja um fleiri nágranna og ættingja af báðum kynjum sem liðsinntu eftir ástæðum. Því að traustan frændgarð átti Steinar í Fljótshlíðinni og víðar. Eigi að síður varð hann eftir þessi umskipti að treysta í mörgu á sjálfan sig og stjórna búverkunum um árs- ins hring, svo ungur sem hann enn var að árum. Þar kom þó eftir nokkur ár að Eiður bróðir hans, sem var tveimur árum yngri, gekk í verk hans nokkra mánuði í senn, svo að Steinar fékk að kynnast öðrum vettvangi og öðrum störfum tímabundið. Þannig mun hann t.d. hafa farið á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum og í Þorlákshöfn, auk þess að grípa í störf um styttri tíma annars staðar. En æskuheimilið og bústörfin áttu hug hans allan. Áhugi hans og eig- inleikar stóðu til þess að rækta og hirða jörð og bústofn. Í því brá hon- um til frænda sinna margra, sem voru og eru búmenn góðir og af- burðamenn í búfjárrækt og hesta- mennsku. Hlutskipti hans varð því að standa fyrir búi móður sinnar fram yfir þrítugsaldur. Systkini hans höfðu haldið að heiman hvert af öðru, til að stofna eigin heimili og til annarra starfa, nema yngsta syst- irin, Jenný, sem var um kyrrt, sá um heimilisstörfin og annaðist móður þeirra er hún tók að eldast og heilsu hennar að hnigna. Rúmlega þrítugur að aldri kynnt- ist Steinar ungri konu, sem nýlega var flutt í sveitina með tvo unga syni sína. Þetta var Sjöfn Guðjónsdóttir, í móðurætt frá Valstrýtu í Fljótshlíð en fædd og uppalin í Vestmannaeyj- um. Þau Steinar og Sjöfn felldu hugi saman og gengu í hjónaband árið 1960. Tóku þau þá að fullu við jörð og búi af móður Steinars, en hún flutti nokkru síðar með Jennýju dóttur sinni til Reykjavíkur. Steinar gekk sonum Sjafnar í föð- urstað og ættleiddi hinn yngri þeirra, en saman eignuðust þau fjóra syni. Er þetta hinn mannvænlegasti hópur, sem ásamt mökum og afkom- endum er ærinn auður til framtíðar, enda kunni Steinar að meta og þakka þá hamingju sem honum veittist með sinni ágætu konu og margföldu barnaláni. Þegar Steinar tók við forstöðu bús að föður sínum látnum, sem að fram- an segir, var auðfundið og eðlilegt hversu hann reyndi að fara að for- dæmi föður síns og beita því sem hann hafði af honum lært við bú- störfin. En þá fóru breytingatímar í hönd með tilkomu vélaaldar og framförum í ræktun og byggingum til sveita. Ungi bóndinn í Árnagerði, eða fjölskylda hans, hafði skiljanlega ekki sterka stöðu í fyrstu til að fljóta á faldi þeirrar bylgju. Þó tókst þeim þegar árið 1950 að byggja nýtt íbúð- arhús eftir kröfum tímans og vax- andi túnrækt og vélakaup breyttu smám saman aðstöðu og afkom- umöguleikum til hins betra. Jörðin Árnagerði var afbýli frá kirkjustaðnum Breiðabólsstað, talin góð undir bú, en ekki stór frekar en margar aðrar jarðir í Fljótshlíð. Steinar fyllti flokk þeirra góðbænda í sveitinni, sem lögðu meira upp úr góðri meðferð og auknum afurðum eftir hvern grip, heldur en bústærð. Reyndust þeir bændur einatt leggja meira til sveitarsjóðs og samfélags- þarfa en hinir sem meira höfðu um- leikis og mændu eftir hagnaði af stórbúskap. Steinar hafði frá barnsaldri mikið dálæti á hestum og frjálsar stundir á yngri árum voru flestar nýttar í hestastúss, tamningar og útreiðar í góðum félagsskap unga fólksins í sveitinni. Hann eignaðist líka marga gæðinga, bæði fyrr og síðar á æv- inni, þó Hörður frá Kirkjubæ (og Hvassafelli í Eyjaf.) hafi líklega ver- ið honum kærastur og þjónað honum lengst. Steinar var einnig mjög glöggur og áhugasamur búfjárrækt- armaður og átti jafnan fallega og nytjagóða gripi í fjósi og fjárhúsi. Veitti sér líka þá aukaánægju að skreyta fjárhópinn eilítið með fer- hyrndu fé og mislitu. Þótt vík yrði milli vina um nokk- urra ára skeið, er ég flutti í fjarlægt byggðarlag, slaknaði lítt á þeim böndum sem tengdu okkur saman. Hvor vissi af öðrum rétt eins og í ósýnilegri nálægð. Og þegar ég kom aftur á æskustöðvar má kannski segja að við höfum endurlifað bernskuárin í okkar eigin börnum sem léku sér um þau sömu tún og stéttar og við höfðum gert einni kyn- slóð fyrr. Betri nágranna og hjálpsamari en Steinar í Árnagerði er vart hægt að hugsa sér. Samvinna okkar og samskipti voru af mörgum toga og óefað hefi ég meira þegið en gefið í þeim að flestu leyti. Ávallt var hægt að leita til hans ef einhvers þurfti við. Hvort sem var vegna fjarvista frá heimili og búi, eða ef eitthvað bjátaði á í sauðburði eða skepnur veiktust. Steinar var einstaklega laginn við að hjálpa í slíkum tilvikum. Stórar og vinnulún- ar hendur hans voru líknandi lækn- ishendur þegar til þeirra kasta kom, og árangurinn einatt undraverður. Frá unglingsaldri fór Steinar fjall- ferðir á haustin til að smala afrétt Fljótshlíðinga, Grænafjall. Raunar stundum í fleiri en eina leit á hausti, auk þess sem hann á fyrri árum var með lambfé á fjalli á vorin, ásamt nokkrum öðrum bændum, og þurftu þeir þá einnig að smala fjallið til að marka lömbin og rýja ærnar. Fáir munu því hafa þekkt þetta land- svæði jafn vel og Steinar, enda var honum falið að vera fjallkóngur í seinni leit um margra ára skeið. Þar var hann eins og á heimavelli, að- gætinn og athugull, forðaðist alla áhættu, bæði gagnvart mönnum og skepnum. Haggaðist lítt á hverju sem gekk í ógöngum sem illviðrum. Traustvekjandi, stór og kempulegur á stæltum fjallhestum sínum með broddstöng í hendi. Hógvær samt og jafnlyndur, leysti hvern vanda með lagni. Frábitinn þrætum og hroka. Gott var að vera í liði með honum, eins og í leikjum bernskunnar forð- um. Þegar góður vinur kveður, sem hefur verið okkur samferða í gegn- um lífið, gengið okkur við hlið frá einu aldursskeiði til annars, finnst okkur að með honum hverfi einhver hluti af okkur sjálfum, okkar lífi, okkar tilveru til þessa. Nútíð verður fortíð með skjótari og skilmerkilegri hætti en við annars gerum okkur grein fyrir, meðan allt leikur í lyndi. En um leið lifnar og skýrist mynd hins liðna í hugum okkar, minning- arnar streyma fram og við finnum hvernig það sem var, hefur auðgað okkur að reynslu og skilningi og vonandi að andlegum þroska um leið. Og þá vaknar með okkur þakk- arkennd og gleði yfir því sem okkur var gefið og við fengum að njóta fyr- ir samveruna og samfélagið við kær- an vin. Síðasta árið varð Steinari erfitt vegna veikinda sem ágerðust og dvaldi hann um tíma á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Aftur fékk hann þó að koma heim og naut þá nær- gætinnar umhyggju og hjúkrunar Sjafnar eiginkonu sinnar í nokkra mánuði. Enn um miðjan vetur veikt- ist hann enn alvarlega og var lengst af síðan á gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, þar sem eigin- kona hans og fjölskylda sátu hjá honum löngum stundum uns yfir lauk. Veit ég að þau voru þakklát starfsfólkinu þar fyrir frábæra umönnun og aðstoð. Vin minn, Steinar í Árnagerði, finnst mér hæfa að kveðja með orð- um sjálfs frelsarans: „Sælir eru hóg- værir, því að þeir munu jörðina erfa ... Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“. Og aftur tek ég undir með skáld- inu sem ég í upphafi vitnaði til: Kennið mér ykkar hógværð, blóm... full af hreinum ilmi sem enginn finnur án þess að koma til ykkar... Kennið mér slíka hógværð. Þið hlustið og bíðið, hlustið, rík af lífi. Þeim einum sem vitja ilms ykkar, lífs ykkar, takið þið tveimur höndum því tíminn er kominn, hin rétta stund til að anga. (Hannes Pétursson.) Enn sigrar hinn hljóði máttur, - enn fáum við að líta vorgræna jörð. „Enn renna hjarðir til efstu grasa,“ - enn rís líf upp frá dauða - og andinn til Guðs sem gaf. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að blessa minning- arnar um góðan dreng, og veita eig- inkonu hans og ástvinum huggun og styrk í söknuði þeirra og eftirsjá. Sváfnir Sveinbjarnarson. STEINAR MAGNÚSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.