Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 15 gáfu sumir þeirra fiskunum á leiðinni út og heim aftur. Hver ferð tekur um þrjár klukkustundir Elding – hvalaskoðun fer í daglegar ferðir og er lagt af stað kl. 10.30 að morgni. Hver ferð tekur um þrjár klukkustundir og er ensku- mælandi leiðsögumaður til staðar og fer yfir það sem fyrir augu ber. Í þessari ferð hljóp Vignir Sigur- sveinsson þó í skarðið sem leiðsögumaður, en hann er annars skipstjóri á móti Helga Jóhannssyni, sem hélt um stýrið að þessu sinni. Eftir um 20 mínútna sigl- ingu birtust nokkrar hnísur, en voru styggar og létu sig hverfa allsnarlega. Litlu síð- ar kom Vignir auga á hrefnu í fjarlægð, en hún vildi ekk- ert með fólkið eða skipið hafa og lét sig einnig hverfa, líkt og hnísurnar áður. Áfram var siglt og lengi vel sást ekkert, en loks birtust hnýðingar og léku á als oddi. Þar var um að ræða 10-15 dýr í hópi, jafnt ung sem eldri og af báðum kynj- um og sáust alls þrír slíkir hópar í ferðinni. En þrátt fyrir stím Eldingar þvers og kruss næsta tímann og bet- ur, sáust engar fleiri hrefn- ur eða þaðan af stærri hval- ir. Enginn veit fyrirfram hvernig túrinn verður Að sögn Vignis er ekki á vísan að róa þegar hvalir eru annars vegar, því eng- inn viti fyrirfram hvort eitt- hvað komi til með að sjást. Í fyrra hafi þó sést hvalur í næstum hverri einustu ferð. Daginn áður, laugardaginn 12. maí, höfðu t.d. 10 hrefn- ur verið allt í kringum bát- inn á nákvæmlega þessum slóðum, í blankalogni, og verið mjög spakar. Munaði engu að ein þeirra færi í skrúfu Eldingar. Og svipað var upp á teningnum nokkr- um dögum fyrr. „Maður veit aldrei fyrirfram hvernig túr- inn verður, en við erum gjarnan búin að sigla innan við klukkustund, þegar eitt- hvað fer að sjást,“ sagði Vignir. „Yfirleitt erum við um 10 sjómílur vestur af Gróttu, en það kemur fyrir að við þurfum að sigla alveg að Garðskaganum, og þá verða túrarnir aðeins lengri, eða fjórir tímar. Höfrungar og hrefnur sjást í yfir 90% tilfella og aðrir hvalir í yfir 60% tilfella,“ sagði Vignir, og felldi svo talið og bjóst til að skyggnast eftir fleiri hvölum, sem þennan dag ákváðu einhverra hluta vegna að vera einhvers stað- ar á öðrum miðum. En á morgun er nýr dag- ur. Morgunblaðið/Ómar Á MEÐAL farþega voru hjónin Carola Martone og Hans Karlsson frá bænum Köping í Svíþjóð. Þetta var fyrsta heimsókn þeirra til Íslands og þau höfðu aldrei séð hval áður. „Mér fannst þetta mikil upplifun,“ sagði Hans. „En konan mín varð sjóveik og missti því miður af öllu,“ bætti hann við. Þau sögðust hafa búið við stórfljót en þar hafi aldrei verið svona miklar og háar öldur. „Maður varð að horfa á ein- hvern fastan hlut til að verða ekki sjóveikur líka,“ sagði Hans. Þau hjón komu til landsins síðastliðinn fimmtudag og höfðu farið víða síðan. Taka börnin með næst „Já, við erum búin að heimsækja Bláa lónið, Gull- foss og Geysi og marga fleiri staði. Þetta er búið að vera mjög fínt en það verð- ur svo mikið að að fara á svona marga staði á ekki lengri tíma, svo að við ætl- um að hafa þetta öðruvísi næst. Þá ætlum við að koma með börnin líka og gefa þessu öllu betri tíma,“ sagði Carola en þau hjón lögðu af stað heim til Sví- þjóðar í morgun. Með afa á sjó Yngsti farþeginn í túrn- um var Sigrún Elfa Reyn- isdóttir. Hún er 4 ára og býr í Hafnarfirði. Hún var um borð í Eldingu í fyrsta sinn, en hafði þó áður farið á sjóinn. Það var afi henn- ar, Helgi Jóhannsson, sem bauð henni með í hvala- skoðunarferðina og hann var reyndar skipstjóri í ferðinni. Sigrún vissi lengra nefi sínu, þrátt fyrir ungan aldur, því hún kannaðist við hvalina sem sáust. „Þetta voru höfrungar,“ sagði hún og fannst þeir fallegir. „Mikil upplifun“ Morgunblaðið/Ómar Sænsku hjónin Carola Mart- one og Hans Karlsson voru hæstánægð með túrinn og ætla að koma aftur að ári. Sigrún Elfa Reynisdótt- ir sagði að höfrungarnir væru fallegir. ÍBÚAR við Miðholt í Mos- fellsbæ hafa farið fram á við bæjaryfirvöld að komið verði upp leiksvæði fyrir börn sem búa við götuna. Deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir leik- svæði í götunni en vegna mót- mæla íbúa, sem búa næst staðnum þar sem leiksvæðið átti að vera, var hætt við að koma því upp. Að sögn Örnu Bech, eins íbúanna í Meðalholti, er að- staða fyrir börn lítil sem eng- in í hverfinu. Gæsluvöllur sé fyrir enda götunnar en hann sé einungis ætlaður börnum til fimm ára aldurs auk þess sem reglur segi til um að barn megi ekki sækja völlinn hvorutveggja fyrir og eftir há- degi. „Ég er með þrjú lítil börn sem eru tveggja, fjög- urra og fimm ára en þau hafa enga möguleika til að vera á afmörkuðu svæði því í Mið- holtinu er ekkert nema göt- urnar fyrir krakkana til að leika á,“ segir hún. Hún bendir á að mikil um- ferð sé við götuna vegna ná- lægðar við Kjarnann sem er eitt aðalverslunarsvæði bæj- arins. „Þannig að þar sem krakkarnir eru við götuna er ekið á ofsalegum hraða auk þess sem Vesturlandsvegur- inn er þarna rétt við.“ Að sögn Örnu langt í næsta svæði fyrir utan Miðholtið en mikið sé af börnum í hverfinu. Enda hafi verið mikill einhug- ur meðal íbúa um að óska eftir svæðinu og fylgdu erindinu 32 undirskriftir íbúa í götunni. Aðeins hafi íbúar þriggja íbúða verið ósammála er- indinu og því ekki skrifað undir erindið. Mótmæli íbúa hindruðu byggingu leiksvæðisins Jóhann Sigurjónsson, bæj- arstjóri í Mosfellsbæ, segir að á sínum tíma hafi verið gert ráð fyrir leiksvæði við fjöl- býlishúsin samkvæmt deili- skipulagi en íbúar þess húss sem næst var á svæðinu hafi mótmælt og því hafi ekki ver- ið farið í framkvæmdirnar. Nú sé hins vegar verið að kanna möguleika á að taka svæði sem tengist gæsluvell- inum undir leikvöll en það krefjist deiliskipulagsbreyt- inga og grenndarkynningar. Hann segir það markmið bæjarins að hafa góð leik- svæði sem næst barnahverf- unum. „Síðan þetta var hefur ekki komið þrýstingur fyrr en nú á að setja upp leiksvæðið. Þessvegna er gott að þessi beiðni er komin fram því þá tökum við málið upp á ný og vonandi verður það til þess að við getum klárað þetta mál í góðri sátt við íbúana.“ Vilja leiksvæði við Miðholt „Börnin leika á götunum“ Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.