Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERÐLAUN og viðurkenningar í ljósmyndasamkeppni fréttaritara Morgunblaðsins voru afhent á að- alfundi Okkar manna, félagi fréttaritaranna, síðastliðinn laug- ardag. Sigurður Jónsson á Sel- fossi fékk aðalverðlaunin fyrir mynd sína, Kærleikskossinn. Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, heldur aðalfund annað hvert ár. Að þessu sinni mættu um þrjátíu fréttaritarar á fundinn sem haldinn var í Morg- unblaðshúsinu. Samþykkt var til- laga um að efla menningarsjóð Okkar manna og hugmyndir sett- ar fram að úthlutun símennt- unarstyrkja úr honum. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa Grímur Gíslason í Vest- mannaeyjum, formaður, Jón Gunnlaugsson á Akranesi, ritari, og Jón Sigurðsson á Blönduósi, gjaldkeri. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa var fjallað um breyt- ingar á skipulagi Morgunblaðsins og samskipti blaðsins við frétta- ritara sína. Björn Vignir Sig- urpálsson fréttaritstjóri, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri og Ólaf- ur Þ. Stephensen aðstoðarrit- stjóri sögðu frá skipulaginu og störfum á blaðinu og sátu fyrir svörum ásamt Styrmi Gunn- arssyni ritstjóra. Urðu miklar umræður um efni framsöguer- indanna og almennt um blaðið og starf fréttaritarans. Myndirnar sífellt betri Í lok fundarins voru afhent verðlaun í ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn og Morg- unblaðið standa fyrir meðal fréttaritaranna. Í þessari sam- keppni sem nær yfir árin 1999 og 2000 bárust á sjöunda hundrað myndir frá 24 fréttariturum og ljósmyndurum á landsbyggðinni. Keppnir af þessu tagi hafa verið haldnar í nokkur skipti og kom fram í áliti dómnefndar að frétta- ritararnir verða sífellt betri ljós- myndarar og að myndirnar sem skilað var í keppnina að þessu sinni voru betri en nokkru sinni áður. Veitt voru verðlaun fyrir myndir í níu keppnisflokkum. Mynd Sigurður Jónssonar, Kær- leikskossinn, var valin mynd keppninnar. Á henni sést Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sýna hug sinn til íslensku kýr- innar með því að láta vel að Skrautu í fjósinu á Laugardælum eftir að hann kynnti áætlun um innflutning norskra fósturvísa. Sigurður tók við verðlaunum sín- um úr hendi Haralds Sveinssonar, stjórnarformanns Árvakurs hf. sem er útgáfufélag Morgunblaðs- ins. Verðlaun og viðurkenningar hlutu einnig: Jónas Erlendsson í Fagradal sem fékk viðurkenn- ingar í sex flokkum, Jón Sigurðs- son á Blönduósi, Egill Egilsson sem var um tíma fréttaritari á Flateyri, Finnur Pétursson á Tálknafirði, Birkir Fanndal Har- aldsson í Mývatnssveit, Sigurður Aðalsteinsson á Vaðbrekku, Theodór Kr. Þórðarson í Borg- arnesi sem fengið hefur verðlaun eða viðurkenningar í hverri ein- ustu ljósmyndasamkeppni frétta- ritara frá upphafi, Halldór Svein- björnsson á Ísafirði, Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum, Að- alheiður Högnadóttir á Hellu, Svavar B. Magnússon á Ólafsfirði, Valdimar Guðjónsson í Gaul- verjabæ, Sigurður Sigmundsson í Hrunamannahreppi, Atli Vigfús- son á Laxamýri og Hafþór Hreið- arsson á Húsavík. Myndirnar hafa verið settar upp á sýningu sem verður í Vín- búðinni í Hyrnutorgi í Borgarnesi frá og með morgundeginum til föstudagsins 25. maí. Fréttaritarar Morgunblaðsins á fundi Okkar manna Morgunblaðið/Kristinn Fulltrúar á aðalfundi Okkar manna, verðlaunahafar í ljósmyndasamkeppni og nokkrir starfsmenn Morgunblaðsins stilla sér upp til myndatöku. Verðlaun af- hent í ljós- mynda- samkeppni Morgunblaðið/Kristinn Haraldur Sveinsson, stjórnarformaður Árvakurs hf., afhendir Sigurði Jónssyni aðalverðlaun ljósmyndasamkeppni fréttaritara. SVO virðist sem verðsamkeppni olíufélaganna sé lokið því verð á 95 oktana bensíni var í gærmorg- un mjög svipað á bensínstöðvun- um og hafði hækkað um nálægt 8 kr. lítrinn frá því sem það var ódýrast. Ódýrast varð bensínið 90,90 kr. á stöð Orkunnar á Ak- ureyri á sunnudag. Á sunnudags- kvöld var verð á lítranum af 95 oktana bensíni komið upp í 98,30 kr. á sjálfsafgreiðslustöðvum Ork- unnar og á sjálfsafgreiðsludælu Esso á Ægissíðu var verðið 98,60 kr. Þar með er verðið á sjálfs- afgreiðslustöðvum orðið talsvert hærra en áður en verðsamkeppnin hófst, þegar það var um eða yfir 96 kr. lítrinn. Hjá ÓB-stöðvum Olís og hjá Esso Express kostar lítrinn kr. 98,50. Verð með fullri þjónustu hjá Esso og Shell er eftir sem áð- ur 102,90. Hjá Esso er veittur af- sláttur ef fólk dælir sjálft á bíla sína. Mestur er þessi afsláttur kr, 4,80 af lítranum á völdum stöðv- um. Annarsstaðar er hann 2 kr. Lítraverð með fullri þjónustu hjá Olís er krónu lægra en hjá Esso og Shell; kr. 101,90. Við sjálfs- afgreiðsludælur Olís er veittur af- sláttur frá kr. 2,0–4,0 kr., misjafnt eftir stöðvum. „Komið út í vitleysu“ Gunnar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Bensínorkunnar hf., segir að skýringin á því að verðið hafi hækkað svo mikið sé einfald- lega það að það hafi verið komið of langt niður. „Við vorum komnir langt niður fyrir öll eðlileg mörk sem hægt var að selja bensín á til lengri tíma. Þetta var í rauninni komið út í vitleysu. Við urðum hins vegar bara að standa þetta af okkur því við höfum alltaf sagt við þjóðina alla að hún geti treyst því að bensínverðið er alltaf lægst hjá Orkunni,“ segir Gunnar. Hann segir að þetta væri her- kostnaður og þegar salan væri deild niður á allt árið vonuðust menn til þess að fyrirtækið væri réttum megin við strikið. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að verð- hækkunin leiði hugann að því hvort hér hafi sýndarverðstríð geisað. „Það vekur líka athygli að það verð sem sjálfsafgreiðslu- stöðvarnar stilla upp núna er hærra en það verð sem neytend- um stóð til boða í kjölfar hækk- unar Orkunnar um síðustu mán- aðamót áður en verðstríðið byrjaði. Þá var verð hjá Orkunni í 96,20 kr. og er núna í 98,30 kr. Þeir bjóða sínum viðskiptavinum lítrann á 2,10 kr. dýrari en var áð- ur. Það munar ekki nema 3,60 kr. á milli ódýrustu sjálfsafgreiðslu- stöðvar og þar sem verðið er hag- kvæmast með fullri þjónustu. Það er minnsti verðmunur sem ég man eftir. Eru menn í kjölfar þessara verðæfinga að láta neyt- endur borga brúsann?“ segir Run- ólfur. Bensínlítrinn hækkaði um 8 krón- ur á einum degi SIGURGEIR Sigurðsson, bæj- arstjóri Seltjarn- arnesbæjar, hef- ur tekið ákvörðun um að láta af störfum eftir kosningarnar vorið 2002, en hann hefur setið í bæjarstjórastóli samfleytt frá janúar 1965. Sigurgeir hefur verið bæjarstjóri sem fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og nú hefur fulltrúaráð flokksins boðað prófkjör í fyrstu viku nóvember í haust fyrir sveitarstjórn- arkosningar á næsta ári. Reiknað er með að efsti maður á lista flokksins verði bæjarstjóri, takist sjálfstæðis- mönnum að halda meirihlutanum sem flokkurinn hefur haldið frá 1962. Að sögn Sigurgeirs er kominn tími á að draga sig í hlé og segist hann treysta sínu fólki vel til að taka við. Nú þegar hafa nöfn fimm einstak- linga verið orðuð við slaginn um efsta sæti listans, að sögn Sigur- geirs. Það eru þau Inga Hersteins- dóttir, forseti bæjarstjórnar, Jón- mundur Guðmarsson, 2. varaforseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórs- dóttir, María E. Ingvadóttir og Ingi- mar Sigurðsson. Sigurgeir segist jafnvel búast við fleiri frambjóðend- um og nú sé verið að ýta við fólki að taka ákvörðun. Enginn hefur til- kynnt þátttöku formlega enda hefur prófkjörið ekki ennþá verið auglýst formlega. Aðspurður sagði Sigurgeir það leggjast ágætlega í sig að draga sig í hlé. „Ég held að ég geti sagt með nokkurri vissu að fólk taki hér við góðu búi, þannig að það er ósköp þægilegt að vita til þess. Ég þykist vera búinn að gera hér töluvert mik- ið og verulegar breytingar hafa orðið á Nesinu síðan ég fluttist hingað árið 1956.“ Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnar- ness, hættir næsta vor Bæjar- stjóraefni valið í prófkjöri Sigurgeir Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.