Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. FYRSTU umræðu um frumvarp sjávarútvegsráð- herra til að binda enda á sex vikna sjómannaverk- fall lauk á Alþingi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Var málið að því búnu sent sjávarútvegsnefnd til af- greiðslu. Var búist við áliti hennar í nótt og stóð til að dreifa því strax til þingmanna. Stefnt er að því að önnur umræða um málið hefjist í dag klukkan 10. Í gær kom fram gagnrýni á 3. grein frumvarps- ins, þar sem segir að gerðardómur, sem skipa á vegna málsins takist samningar ekki, skuli taka mið af kjarasamningi Vélstjórafélagsins og LÍÚ, sem gerður var 9. maí sl. Undir lok umræðnanna í gær- kvöldi boðaði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra stefnubreytingu í málinu. Sagði hann að vel mætti vera að í leiðbeiningum til gerðardóms væri gengið of langt og fór þess á leit við sjávarútvegs- nefnd að hún færi yfir málið og legði mat á það hvort ástæða væri til að leggja fram breytingartil- lögu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins felst í breytingartillögu meirihluta sjávarútvegsnefndar að 3. grein frumvarpsins er breytt á þann veg að numið er brott ákvæðið um viðmið við kjarasamn- ing vélstjóra en gerðardómi þess í stað falið að ákveða gildistíma samningsins með hliðsjón af öðr- um kjarasamningum. Umræðurnar á Alþingi stóðu í tæpar 13 klukku- stundir í gær. Við umræðurnar kom fram hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið. Samninganefndir Sjómannasambandsins, Far- manna- og fiskimannasambandsins, Alþýðusam- bands Vestfjarða og samninganefnd LÍÚ komu til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara kl. 10 í gærmorg- un. Samninganefndir deiluaðila sátu á fundum hvor í sínu lagi en komu ekki saman til viðræðna. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sleit fundi kl. 12 á hádegi og hefur annar fundur ekki verið boð- aður. Þórir sagðist ætla að vera í sambandi við samninganefndirnar en að það réðist af framvindu mála á næstunni hvort ástæða væri til að boða til nýs sáttafundar. Samninganefnd Sjómannasambandsins kom saman til fundar síðdegis í gær til að fara yfir stöðu málsins. Á fundinum var m.a. rætt um hvort rétt væri að aflýsa verkfallinu, en að sögn Sævars Gunn- arssonar, formanns Sjómannasambandsins, var engin ákvörðun tekin. Hann sagðist sannfærður um að ef ákvörðun yrði tekin um að aflýsa verkfallinu stæðu félögin innan sambandsins saman um hana. Hann sagði að samninganefndin myndi aftur koma saman í dag til að fjalla um málið. Í hádeginu í gær var stjórnarfundur í Sjómanna- félagi Reykjavíkur. Jónas Garðarsson, formaður félagsins, sagði að á fundinum hefði verið rætt um að aflýsa verkfallinu, en ekki hefði verið tekin end- anleg ákvörðun. Sjálfur sagðist hann sannfærður um að það eina sem sjómenn gætu gert í þeirri þröngu stöðu, sem þeir væru í, væri að aflýsa verk- fallinu. Fyrstu umræðu um frumvarp um kjaramál fiskimanna lauk á Alþingi í gærkvöldi Sjávarútvegsnefnd legg- ur fram breytingartillögu  Frumvarp/10, 36–37 fatlaðra til sveitarfélaganna og dregið til baka frumvörp þar að lútandi sem hafa verið til meðferðar á Alþingi. Páll sagði að ástæðuna fyrir þessari ákvörðun mætti rekja til þess að kom- ið hefði í ljós mikil andstaða við málið í þremur öflugum sveitarfélögum, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Þá hefði fulltrúaráðsfundur Sam- bands íslenskra sveitarfélaga mót- mælt því að frumvörpin yrðu afgreidd á þessu þingi, en félagsþjónustufrum- varpið og fylgifrumvörp hefðu einnig verið til meðferðar á Alþingi í fyrra. Það væri ekki tiltækilegt að leggja frumvörpin fram í þriðja sinn. „Það getur vel verið að einhvern tíma í framtíðinni komi sveitarfélögin til með að óska eftir því að fá að taka þennan málaflokk yfir, en þangað til það gerist gerum við ekki meira. Það var búið að leita allra leiða.“ PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjórnina horfið frá því að færa félagsþjónustu Báðu um málaflokkinn árið 1992 Páll sagði að sveitarfélögin hefðu upphaflega beðið um að fá þennan málaflokk árið 1992. Síðan hefði verið unnið að þessu og það væri „sorglegt að láta alla þá vinnu fara til ónýtis, en það er ekki gott að gera úr því að and- staðan í þessum mektugu sveitar- félögum var svona mikil eða hjá for- ráðamönnum þeirra og embættis- mönnum,“ sagði Páll. Hann bætti við að búið hefði verið að leggja mat á hvaða fjármunir þyrftu að fylgja með til sveitarfélag- anna til þess að þau gætu tekið við málaflokknum og rekið hann eftir að biðlistum hefði verið eytt og ekki hefði verið ágreiningur um það út af fyrir sig. Aftur á móti væri auðvitað hægt að ímynda sér að hægt væri að leggja meira fé til þessa málefnis. Þær stéttir sem ynnu að stórum hluta að þessum málaflokki væru ekkert sérstaklega vel launaðar og ef til vill hefði þessi andstaða sveitarfélaganna að einhverju leyti markast af því að þau hefðu búist við að kjara- samningar yrðu erfiðir. Hann sagði að samkvæmt útreikn- ingum færu núna rúmlega 3,5 millj- arðar til málaflokksins. Ef biðlistar yrðu jafnframt kláraðir þyrfti að verja til þessa málefnis 600 milljónum kr. til viðbótar eða 4,1 milljarði kr. samtals. Að auki hefði frumvarpið haft í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélögin, þannig að saman- lagt var um að ræða 4,4 milljarða kr. sem færa hefði þurft yfir til sveitar- félaganna. Páll sagði að það hefði líka haft sín áhrif að Öryrkjabandalagið lagðist gegn því á endasprettinum að málaflokkurinn yrði færður. EFTIR einmuna veðurblíðu á Norðurlandi síðustu daga snerist veðrið til norðlægrar áttar í gær og í nótt var spáð snjókomu og éljagangi. Í dag er spáð allt að tveggja gráða frosti á Norður- landi. Eiríkur Hreiðarsson, garð- yrkjubóndi á Grísará í Eyjafjarð- arsveit, og hans fólk voru í óða önn að breiða plast yfir skógar- plöntur er ljósmyndari Morgun- blaðsins var þar á ferð í gær. „Ég er að búa mig undir slæma nótt og vont veður,“ sagði Eiríkur og bætti við að í þessari starfsgrein færi drjúgur tími í að verjast veðri og vindum. „Maður gerir lítið annað á þessum árstíma en að berjast við veðrið.“ Eiríkur var að breiða plast yfir skógarplöntur sem hann er að rækta fyrir Norður- landsskóga, en hluti plantnanna á að vera tilbúinn til afhendingar innan tíðar. Eiríkur sagði að hitastigið hefði farið niður undir frostmark í fyrrinótt og hann vildi því vera við öllu búinn fyrir enn kaldari tíð sem spáð væri þessa vikuna. Eiríkur garðyrkjubóndi á Grísará í Eyjafjarðarsveit „Er að búa mig undir vont veður“ Morgunblaðið/Kristján Eiríkur Hreiðarsson, garðyrkjubóndi á Grísará, og Ragnar Páll Ólafsson breiða plast yfir skógarplöntur. Horfið frá að færa málefni fatlaðra til sveitarfélaga ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta um sinn ákvörðunum er varða deili- skipulag Skuggahverfis frá Lindar- götu að Hverfisgötu. Í viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í Morgun- blaðinu í dag kemur fram að í síðustu viku var ákveðið að ljúka deiliskipu- lagi á svæðinu frá Skúlagötu að Lindargötu. Vegna athugasemda frá íbúum var hins vegar ákveðið að taka lengri tíma í að ákvarða deiliskipulag hverfisins frá Lindargötu að Hverf- isgötu en á því svæði eru langflest þeirra húsa, sem gert var ráð fyrir að rífa samkvæmt hugmyndum sem íbúum voru nýlega kynntar. Deiliskipulagi Skuggahverf- is frestað  Hugmyndirnar ganga/14 FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur boðað tveggja sólarhringa verkfall 30. og 31. maí nk. Á vegum hjúkrunarforstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss verður fjallað um verkfallsboðunina í dag, þriðjudag, þar sem afleiðingar verkfallsins verða ræddar. Verkfallið beinist gegn íslenska ríkinu og þeim stofnunum þess sem félagsmenn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga starfa hjá, ásamt þeim stofnunum sem ríkið hefur samn- ingsumboð fyrir. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls stóð dagana 3. til 9. maí 2001. Talning atkvæða fór fram 12. maí 2001. Niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar var eftirfarandi: Á kjörskrá voru 1.812 félagsmenn. Þátt í atkvæðagreiðslunni tóku 1.081 eða 59,7% félagsmanna. Úrslit í at- kvæðagreiðslunni voru eftirfarandi: 925 sögðu já eða 85,6% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 145 sögðu nei eða 13,4% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Auðir og ógildir seðlar voru 11. Hjúkrunar- fræðingar hafa boðað verkfall ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.