Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 47 ✝ Haukur Krist-jánsson fæddist 3. september 1913 á Hreðavatni í Norður- árdal í Mýrasýslu. Hann lést á Drop- laugarstöðum 8. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Kristján Gestsson bóndi á Hreðavatni, f. 21. desember 1880, d. 22. september 1949 og Sigurlaug Daníels- dóttir húsfreyja á Hreðavatni, f. 7. febrúar 1877, d. 8. febrúar 1974. Bræður hans voru Daníel, f. 1908, d. 1982, Gestur, f. 1910, d. 2000, Ingimundur, f. 1912, d. 2000, Magnús, f. 1916, Þórður, f. 1921 og uppeldisbróðir Reynir Ásberg, f. 1931. Fyrri kona Hauks var Erla Axelsdóttir, f. 19. apríl 1924, d. 25. ágúst 1985. Þau skildu. Eftirlifandi eiginkona hans er Svandís Matthíasdóttir húsfreyja, f. 13. september 1926. Foreldrar hennar voru Matthías Ásgeirsson skattstjóri á Ísafirði, f. 16. maí 1893, d. 4. mars 1946, og Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 1. desember 1996, d. 15. ágúst 1987. Börn þeirra eru: 1) Birgir skógarvörður, f. 20. janúar 1951, maki Gróa Erla Ragnvaldsdóttir kennari, f. 5. maí 1959, börn Dag- björt og Haukur. 2) Rósa iðju- þjálfi, f. 29. júní 1953, barn Svan- dís, faðir hennar Sveinn B. Hauksson. 3) Baldur verslunar- maður, f. 12. ágúst 1954, maki: Steinunn Björk Eggertsdóttir, starfsmaður Háskóla Íslands, f. 18. september 1960, sonur hans Tryggvi, móðir Tryggva Karolína Hulda Guðmundsdóttir. Dætur Steinunnar eru Kolbrún, Gunn- hildur og Elísabet. Haukur tók stúdentpróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1936, lauk kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1943 og hlaut sérfræð- ingsleyfi í bæklunar- lækningum 1948. Hann stundaði fram- haldsnám í bæklun- arlækningum í Bandaríkjunum og var aðstoðarlæknir á bæklunardeild Medi- cal College of Virg- inia Hospital í Rich- mond í Virginíu. Hann starfaði einnig sem aðstoðarlæknir á Massachusetts General Hospital, Robert B. Brigham Hospital í Boston Massachusetts og á Welch Emergincy Hospital í Welch í Virginíu. Hann sneri aftur til Íslands árið 1948 og starfaði m.a. sem héraðslæknir í Djúpa- vogshéraði, við ameríska sjúkra- húsið á Keflavíkurflugvelli, og Sjúkrahúsið á Akranesi. Árið 1955 varð hann yfirlæknir á Slysavarðstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur og síðar Borgarspítalanum, slysadeild og starfaði þar þar til hann lét af störfum sökum aldurs í mars 1974. Jafnframt þessu var hann læknir Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og aukakennari í með- ferð slysa við læknadeild Háskóla Íslands og síðar dósent og pró- fessor frá 1979-1984. Hann gegndi ýmsum félags- og trúnað- arstörfum og átti meðal annars sæti í úthlutunarnefnd bifreiða til fatlaðs fólks og nokkrum sinnum sæti í dómnefndum vegna stöðu- veitinga lækna við Borgarspítal- ann og kennslu við læknadeild Há- skóla Íslands. Hann var meðlimur í Alþjóðasambandi slysa- og bækl- unarlækna frá 1957 og var lengi fulltrúi Íslands þar. Hann skrifaði einnig greinar í Læknablaðið og önnur innlend tímarit. Útför Hauks fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á milli tektar og tvítugs dvaldi ég langtímum saman á heimili þeirra Hauks og Svönu í Eikjuvoginum. Þar kynntist ég heilsteyptu fjöl- skyldulífi, samheldni og tryggð sem varð mér ómetanleg æ síðan. Í Tryggva, frumburði mínum, eignuð- ust þau hjónin sitt fyrsta barnabarn og fyrir nákvæmlega 21 ári síðan, þann 15. maí 1980 komum við saman í Langholtskirkju við skírn drengs- ins. Í dag er líka komið saman í kirkju Guðbrands en nú til að kveðja Hauk, þennan mikla heiðursmann. Í huga mínum er djúpt og innilegt þakklæti fyrir allt það sem hann miðlaði Tryggva á þeim árum sem eru hverju barni dýrmætust til þroska og mótunar. Haukur gaf hon- um ástúð, visku og ómældan tíma, nokkuð sem aldrei verður fullþakk- að, en lifir um eilífð. Hulda. Kveðja frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra Haukur Kristjánsson læknir var einn þeirra sem stofnuðu Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra (SLF) sunnudaginn 27. janúar 1952. Stofn- endur voru 24 að tölu. Munu flestir gengnir og nú síðast Haukur. Hann var ekki aðeins einn áhugamann- anna sem komu saman á stofnfund SLF heldur gegndi hann síðar um langt árabil ábyrgðarstarfi fyrir félagið. Haukur útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið l943 og fékk ár- ið l948, að loknu sérnámi í Banda- ríkjunum, sérfræðileyfi í bæklunar- lækningum, sá þriðji í röð íslenskra lækna sem hlotið hafa sérfræðileyfi í þeirri grein. Hann starfaði á amer- íska sjúkrahúsinu á Keflavíkurflug- velli og á Landspítala næstu ár en var yfirlæknir sjúkrahússins á Akra- nesi l952 til 1955. Árið 1955 varð hann yfirlæknir á nýstofnaðri Slysa- varðstofu á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Sama ár gekk mænu- veikifaraldur á Íslandi og veiktist Haukur hastarlega af þeim sjúk- dómi. Þótt hann næði vissum bata eftir þann hildarleik bar hann menj- ar veikinnar varanlega í formi hluta- lömunar í ganglimum. Þrátt fyrir það tók hann á ný upp störf sín á Slysavarðstofu sem síðar fluttist af Heilusverndarstöðinni yfir í nýreist- an Borgarspítala þar sem Haukur stýrði stofnun og skipulagi sérstakr- ar slysadeildar. Hann var yfirlæknir þeirrar deildar fram til ársins l984, að hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var kennari í meðferð slysa við læknadeild Háskóla Íslands frá l957, dósent frá l959 og prófessor frá l979 fram til þess að hann lét af kennslu vegna aldurs árið l984. Þegar mænuveikifaraldurinn gekk árið l955 var Heilsuverndar- stöðin við Barónsstíg nýlega byggð og var ein hæð hússins tekin undir meðferð mænuveikisjúklinga. Hins vegar fyrirfannst engin aðstaða til eftirmeðferðar þeirra sem útskrifuð- ust. SLF réðst því í að koma á fót Æfingarstöð fyrir mænuveikilamaða á Sjafnargötu 14 í Reykjavík. Hauk- ur var læknir SLF á Sjafnargötunni frá upphafi til ársins l968 og frá því ári fram til l979 í nýju aðsetri félag- ins á Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Sem betur fór tókst frá árinu 1956 að útrýma mænuveikinni að mestu hér á landi. Eftir það fór þjónusta SLF, m.a. að undirlagi Hauks, að standa til boða öðrum fötluðum, ekki síst börnum, hömluðum vegna með- fædds eða síðar tilkomins skaða. Haukur Kristjánsson gegndi þannig lykilhlutverki í þjálfun fatl- aðra á Íslandi á vegum SLF í rúm tuttugu ár og er það mikið framlag í sögu lækninga á Íslandi, auk þess sem hann stjórnaði fyrstu skipu- lögðu slysavarðstofu á Íslandi og síð- ar sérstakri sjúkrahúsdeild slysa eins og áður greinir. Persónulega á undirritaður sér- stakar minningar um Hauk Krist- jánsson. Hann var á sínum tíma kennari minn í slysalækningum og yfirmaður við störf á Slysavarðstof- unni. Hann hvatti mig til að kynna mér endurhæfingarlækningar þegar ég fór, dálítið óráðinn um framtíðina, til sérnáms erlendis. Það varð til þess að ég hóf sérnám í endurhæf- ingarlækningum vestan hafs og urðu endurhæfingarlækningar starfs- vetvangur minn í rúma fjóra áratugi. Haukur beitti sér fyrir því að ég tæki að mér hlutastarf sem endurhæfing- arlæknir við Æfingastöð SLF árið l964 sem ég gegndi til ársins l984 og eftir það hlutastarfi yfirlæknis stöðvarinnar til ársins l999. Með Hauki Kristjánssyni er brott- genginn merkur frumkvöðull í ís- lenskri læknastétt á þeim sviðum sem að ofan eru greind. Hann var hugmyndaríkur hugsjónamaður og mannþekkjari góður. Sjúklingar báru traust til hans og hann var skiljanlega í sérstökum metum hjá þeim sem lifðu með afleiðingar mænuveikinnar, enda þeirra trúnað- arlæknir og vinur til margra ára. SLF og skjólstæðingar félagsins fyrr og síðar eiga Hauki Kristjáns- syni miklar þakkir að gjalda sem og undirrritaður persónulega. Eigin- konu hans, börnum og öðrum honum skyldum og tengdum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Haukur Þórðarson, varaformaður SLF og fv. yfirlæknir Æfingastöðvar SLF. HAUKUR KRISTJÁNSSON EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina             ! "# $  %&! '( (!                    !  "   #$   %      &"  "    '   (     ) %"  *  +    ,  #  -   "   %"  % - )+       %  . /   ' '# )$  "#'"#    "         *+ , -*  -..*   %    *   %  01    0223 4     %    /   # //   5    " -$ )"! $ '$  $  # ! '""     )"!  "/#  "# !  ,#0 # ! " 1) '"# !  $ 2 1) '"# !   3  (! ,#0 "" )$ $ 4" #       "    "    5 * 67 8 59 -..*   ) $ "'! :0' ;<! '( (!   6  6                !  (  !   "  #+  6   6      7%  *    (4 1) (')"!  , (4)"! 8 " (4)" 8$         .  .=:   - 9  * "     00  $ " >(' " >('! 5'"" >('! 5)" >('! '$" >('! >/' >(' )$  " " 8$           5 * ! .4"$  ;!  "# (!      00   %    .    %   0:    02;23 3""'  0"## !  0"# 5")"! # )$# ! 0$' 5")"! '$   5"# !   5")"! '$ -$0  0"## ! 0  5")"! $   )# !  $ 5")"!   ('  '# !  " " )$  " " "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.