Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 35
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 35 Húsbréf Þrítugasti og þriðji útdráttur í 2. flokki húsbréfa 1992 Innlausnardagur 15. júlí 2001 5.000.000 kr. bréf 1.000.000 kr. bréf 100.000 kr. bréf 10.000 kr. bréf 92220137 92220148 92220190 92220408 92220479 92220486 92220517 92220518 92220566 92220791 92220966 92220983 92221090 92221264 92221555 92221597 92221700 92221739 92221861 92221966 92222052 92222185 92222192 92222197 92222310 92222325 92222331 92222552 92222613 92222716 92222758 92222772 92222875 92222882 92222961 92222994 92223162 92223173 92223396 92223398 92250001 92250037 92250215 92250325 92250663 92250841 92250903 92251052 92251296 92251498 92251517 92251926 92252175 92252231 92252465 92252919 92253020 92253032 92253050 92253058 92253060 92253224 92253638 92253798 92254133 92254534 92254643 92254899 92254916 92255003 92255166 92255225 92255317 92255353 92255579 92255681 92256005 92256085 92256235 92256262 92256372 92256723 92257107 92257271 92257304 92257319 92257385 92258053 92258067 92258081 92258793 92258825 92258904 92258987 92270200 92270308 92270409 92270515 92270719 92270891 92270896 92270949 92271349 92271370 92271483 92271487 92271864 92272384 92272743 92272776 92273187 92273689 92273823 92273895 92273917 92273946 92274045 92274069 92274466 92274475 92274569 92274845 92274876 92274966 92275050 92275372 92275456 92275826 92276209 92276366 92276391 92276410 92276440 92276567 92276574 92276619 92276811 92276813 92276864 92276992 92277065 92277084 92277806 92277813 92277856 92277973 92278113 92278138 92278265 92278410 Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Því er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í öllum bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. 92210032 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Hvernig er hægt að komagæðastjórnun við í skóla-starfi? Ef við göngum út frá því að skóli sé stofnun og veiti þjón- ustu eins og önnur fyrirtæki, þá eru þeir sem þjónustunnar njóta við- skiptavinir. Grunnviðfangsefni eða þjónusta skóla er „kennsla“ sem mið- ar að því að efla færni og þroska nem- enda. Foreldrar ásamt nemendum eru í þeim hópi sem kalla má „mik- ilvægustu viðskiptavini“ skólans. Þar sem gæðastjórnun er hugmynda- fræði sem hefur verið notuð í hefðbundnum fyrirtækjum og þjónustustofn- unum með góð- um árangri hef- ur hún einnig verið notuð í skólum. Meginviðfangsefni gæðastjórnunar eru sjálfsmat, skilvirkni og breyt- ingar. Einnig er mikið lagt upp úr markvissri forystu, valddreifingu, samvinnu og framsæknum stofn- anabrag. Gæðastjórnun í skólum er til dæmis að fyrirbyggja vanda. Að beina athygli að grunnatriðum eins og lestri, skrift og reikningi hjá börn- um, í stað þess að sigta út þá ung- linga í efri bekkjum sem ekki standa sig. Hugtakið gæðastjórnun kom fyrst fram á tímabilinu 1920–1930 sem sérstök aðferð við eftirlit í iðnaði. Skilvirkni er eitt þeirra hugtaka um gæðastjórnun sem fræðimenn nota þegar þeir fjalla um gæði skóla. Skólar geta verið mis skilvirkir að ná sömu markmiðum. Rannsóknir á skilvirkni skóla hófust í Bandaríkj- unum á sjöunda áratugnum. Nýjasta og yfirgripsmesta rannsóknin á skil- virkni skóla var gerð af Mortimore og fleirum 1988. Niðurstöður þeirrar rannsóknar birtust í bókinni Skóli skiptir máli. Fræðimenn sem skrifa um stjórn- un eru yfirleitt sammála um að í upp- lýsingasamfélagi framtíðarinnar munu framkvæmdastjórnun og breytingastörf einkum móta skil- virkni fyrirtækja og stofnana. Að læra og breytast einkennir allar æðri lífverur. Þegar talað er um „skóla sem lærir“ byggist það á þeirri hug- mynd að allir vinni saman að því að breyta og bæta starfsemi skólans með því að skoða og meta gagnrýnið það sem verið er að gera. Myndhverf- ingin um skólann sem lærir og kenn- ingar um mat á skólastarfi byggjast á hugmyndinni um þekkingu sem for- sendu framfara. Hugmyndir um gæðastjórnun byggja á sama grunni. Upphaflega skilgreiningu ámati á skólastarfi má rekjatil skólafræðingsins R. Tyler en hann skilgreindi mat sem athugun á því hve vel kennslumarkmiðum væri náð. Ýmis líkön hafa verið hönnuð til að meta skólastarf og leggja grunn að markvissri þróun. Líkönin eiga það öll sameiginlegt að draga upp mynd af skólanum sem stofnun og leggja til hvernig vinnubrögðum skuli háttað þegar starfsemi skóla er metin. Gengið er út frá ákveðnu verklagi og áherslum í mati og eftirliti sem forsendu þekkingar og framkvæmda. Talið er að hugmyndin um gæða- stjórnun, mat á skólastarfi og uppeldi og menntun fari vel saman vegna þess að sá sem þiggur þjónustu er alltaf aðalatriðið. Því er mat á skóla- starfi og gæðastjórnun talin álitleg aðferð til að stjórna, breyta og þróa skóla. Ískólastarfi eru vandamálinmörg. Kennsla, stjórnun ognám barna eru allt víðtæk við- fangsefni sem krefjast stöðugra um- bóta og eðli málsins samkvæmt verð- ur aldrei hægt að ná fullkomnun í neinu þeirra. Til þess er verkefnið að „mennta“ nemendur allt of yfirgrips- mikið. Stöðugar umbætur er því ferli sem aldrei tekur enda. Nemendur og markmið móta vinnulag í skólum, svo sem hvernig námskrá er byggð upp, hvernig kennsla fer fram og hvernig skólum er stjórnað. Nemendur eiga að breyta sér sjálfir með aðstoð kenn- ara. Þörfin fyrir breytingar er alltaf fyrir hendi og er einn helsti útgangs- punktur í hugmyndafræðinni um gæðastjórnun. Mikilvægur hluti þess er meðal annars að rjúfa einangrun kennara í starfi, með meiri samvinnu en tíðkast hefur. Þegar nemandi hefur skólagöngu við sex ára aldur má hann búast við að verja næstu 10–24 árum ævi sinn- ar í að undirbúa sig fyrir þátttöku í samfélagi sem verður að mörgu leyti ólíkt því sem er við upphaf skóla- göngu hans. Margt ber að athuga í skóla sem er að tileinka sér vinnulag samkvæmt hugmyndafræðinni um gæðastjórn- un svo sem valddreifingu og endur- menntun. Gæðakerfi má skilgreina sem heildarumgjörð um viðkomandi starfsemi þar sem settar eru reglur um vinnulag í mikilvægum málum. Gæðakerfi er gjarnan byggt á op- inberum gæðastöðlum. Við vitum að sömu skútu er hægt að sigla á ólíkum hraða og af mismik- illi leikni og það sama á við um skóla- starf. Ljóst er að í íslensku skólakerfi þarf að stuðla að markvissri endur- menntun á öllum sviðum. Talsmenn gæðastjórnunar leggja mikið upp úr afstöðu til símenntunar þar sem hún er hluti hugmyndafræðinnar um skólann sem lærir. Hugmyndir um gæðastjórnuneiga rætur sínar að rekja tilstjórnunar iðnfyrirtækja og fjöldaframleiðslu á vörum. Ýmis hug- tök og áherslur koma skólafólki því spánskt fyrir sjónir. Þrátt fyrir það má spyrja hvort ekki sé vænlegt að líta á hugmyndir, hugtök og verklag gæðastjórnunar sem einfaldar hag- nýtar leiðir til að stjórna og bæta nám, kennslu og skólastarf í heild. Mikilvæg hugtök og aðferðir þyrfti að sjálfsögðu að laga að skólastarfi. Hugmyndafræðin um gæðastjórnun hefur ekki svör við öllum spurningum en er einföld og aðgengileg aðferð til að stjórna skólum og gera gott skóla- starf betra. Áhersla á breytingar og markvissara skólastarf er aðal- áherslan bæði hér á landi og í ná- grannalöndum okkar. Nýlegar hugmyndir um upp- stokkun í skólamálum hér á landi má finna í skýrslunum Til nýrrar aldar (1991), áliti frá Nefnd um mótun menntastefnu (1994) og skýrslunni Enn betri skóli. Þeirra réttur – okkar skylda (1998).  Skólastarf og gæðastjórnun. Höfundar Börkur Hansen og Smári S. Sigurðsson. Rann- sóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Bókin kom út í Reykjavík 1998. Hún er 192 bls. hægt er fá upplýsingar um hana á http://www.khi.is/ khi/rkhi/skolastarf.htm. Gæðastjórnun í skólastarfi Höfundur er með BA-próf í íslensku og uppeldisfræði, og uppeldis- og kennslufræði. INNSÝN Eftir Sigrúnu Oddsdóttur sodds@strik.is Veistu að nú fást líka Diesel b arna- föt í Krílinu? Já og þ au eru í stærðum 2-14  Ýmiskonar tengsl- aráðstefnur er varða skólastarf eru haldnar víðs vegar um Evrópu. Áhugasamir kennarar/skólastjórn- endur í leik-, grunn- og framhalds- skólum, sem vilja tengjast evrópsku skólasamstarfi geta skráð sig hjá landsskrifstofu Sókratesar.  Sókrates – Undirbún- ingsheimsóknir styrktar: Leik-, grunn-, og fram- haldsskólakennarar geta fengið styrki til undirbúnings- heimsókna í Evrópu til að koma á evrópskum samstarfsverkefnum. Nánari upplýsingar rz@hi.is og katei@hi.is Sókrates-kennarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.