Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 11 LÍKUR eru á að fallið verði frá því dómsmáli sem Samband íslenskra bankamanna hafði höfðað gegn Byggðastofnun vegna þeirra starfs- manna sem ekki vildu flytjast með stofnuninni norður á Sauðárkrók. Um er að ræða átta starfsmenn, allt konur. Friðbert Traustaston, for- maður Sambands íslenskra banka- manna, sagði að samkvæmt samn- ingsdrögum sem kynnt hefðu verið sambandinu hefði stofnunin gengið að flestum kröfum starfsmannanna. Hann sagðist þó ekki hafa fengið endanlega útgáfu samningsins í hendur og á meðan væri dómsmálið ekki dregið til baka. „Málið fór fyrir dómstóla þar sem Byggðastofnun vildi ekki samþykkja að þessi flutningur jafngilti niður- lagningu á þessum störfum. Til við- bótar við það að biðlaunarétturinn yrði viðurkenndur var tilgangur okkar með málshöfðun sá að tryggja áframhaldandi veru þessara starfs- manna í lífeyrissjóði ríkisstarfs- manna með fullum réttindum. Til þess varð að skilgreina þetta sem niðurlagningu á starfi til að tryggja áfram réttindi í lífeyrissjóðnum þó að starfsmennirnir færu til annarra fyrirtækja en ríkisins. Þessu tókst að ná fram með samningi við Byggða- stofnun og við getum ekki annað en fagnað því. Þó eigum við eftir að sjá samninginn,“ sagði Friðbert. Samkvæmt samningnum viður- kennir Byggðastofnun að störf þess- ara átta kvenna séu formlega lögð niður. Þær sem ekki fá vinnu annars staðar fá biðlaun í tólf mánuði. „Sárast að fá neitun í marga mánuði við okkar kröfum“ Friðbert áréttaði að með samn- ingnum væri Byggðastofnun ekki að samþykkja að flutningurinn sem slíkur jafngilti niðurlagningu á störf- um. Aðeins væri verið að leggja nið- ur þau störf sem eftir voru í stofn- uninni. Þessi samningur hefði því ekki fordæmisgildi fyrir aðra flutn- inga ríkisstofnana út á land en Frið- bert sagði að starfsmenn Rarik hefðu fylgst náið með málinu vegna fyrirhugaðs flutnings höfuðstöðva þess fyrirtækis til Akureyrar. „Það sem okkur þykir sárast er að fá neitun í marga mánuði frá stjórn Byggðastofnunar og viðskiptaráðu- neytinu við okkar kröfum og þurfa að ganga svona langt með mál sem að okkar mati er augljóst. Hins veg- ar erum við að hugsa um hagsmuni viðkomandi starfsmanna og af þeim sökum erum við ánægð með niður- stöðuna,“ sagði Friðbert. Hann bætti því við að Samband ís- lenskra bankamanna myndi fylgjast vel með hvort viðkomandi starfs- menn fengju aðra vinnu. Búið er að útvega 3–4 störf hjá öðrum stofnun- um ríkisins sem Friðbert vonaði að væru framtíðarstörf og hinir fengju viðunandi lausn sinna mála. Líklegt að fallið verði frá málaferlum vegna flutnings Byggðastofnunar Gengið að kröfum um líf- eyris- og biðlaunarétt VINNA við Upphéraðsveg, 12,5 km kafla milli Brekku og Valþjófs- staðar í Fljótsdalshreppi, stendur nú yfir. Jafnframt uppbyggingu vegarins og lagningu slitlags verða byggðar tvær brýr, önnur á yfir Hengifossá en hin yfir Bessa- staðaá. Héraðsverk vinnur að vegarlagn- ingunni en tilboð þess í verkið nam 64 milljónum króna. Vegurinn er byggður upp og sett verður á hann slitlag. Verklok eru áætluð 15. ágúst næstkomandi. Þá eiga einnig brýrnar tvær að vera tilbúnar en Malarvinnslan annast smíði þeirra. Þær eru hvor um sig liðlega 20 metra langar. Tilboðsupphæðin í brúarsmíðina var um 57 milljónir króna. Að sögn Sigurþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Malarvinnsl- unnar og setts framkvæmdastjóra Héraðsverks til næstu mánaða- móta, starfa nú um 20 manns við verkefnin en þeim á eftir að fjölga eitthvað er á líður þegar brúar- smíðin kemst í fullan gang. Sig- urþór segir verkin bæði ganga vel, vegarlagningin sé heldur á undan áætlun og brúarsmíðin standist áætlun. Þá er í undirbúningi smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá í Fljóts- dal en hún verður reist mun utar en núverandi brú, raunar innarlega í sjálfu Lagarfljóti. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú við að reka niður staura fyrir brúarsökkl- ana en sjálf brúarsmíðin hefur ver- ið boðin út. Á að opna tilboð í hana næstkomandi mánudag. Brúin verður um 250 m löng og verður vegurinn lagður á fyllingu að brúnni beggja vegna. Brúin á að vera tilbúin 1. júní á næsta ári. Morgunblaðið/jt Nú er unnið að vega- og brúargerð innarlega við Lagarfljót og verður 12,5 km langur kafli endurnýjaður og tvær nýjar brýr smíðaðar. Brúarsmíði og vega- lagning í Fljótsdal UNDIRRÉTTUR í Hollandi hefur samþykkt framsalsbeiðni sem dóms- málaráðuneytið fór fram á vegna Ís- lendings sem grunaður er um aðild að smygli á um 17 kílóum af hassi til Ís- lands. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar Hollands. Maðurinn var handtekinn í Hollandi 19. október sl. um leið og tveir menn voru handtekn- ir hér á landi í tengslum við málið. Meirihluti hassins, um 10 kíló, fannst um borð í Skógarfossi síðasta haust. Lögreglan hafði fylgst náið með ferðum skipsins vikum saman en hassið náðist í þriðju ferð skipsins til landsins eftir að eftirlitið hófst. Grunaður um aðild að smygli á 17 kílóum af hassi Fram- salsbeiðni samþykkt í undir- rétti DAVÍÐ Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, var kosinn annar tveggja formanna aðal vinnuhóp- anna á 54. þingi Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar sem hófst í Genf í gærmorgun. Um þúsund fulltrúar 124 þjóða sitja þetta 54. þing Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar. Kosinn for- maður vinnuhóps GAGNVIRKUR farsímaleikur og íþróttaupplýsingar í farsímann voru á meðal nýjunga sem fyr- irtækið Kast ehf. hefur kynnt. Fyrirtækið, sem er dótturfyrir- tæki Landssímans, hefur verið að þróa ýmsa þjónustu fyrir farsíma- notendur og segir Andri Gunnars- son, verkefnastjóri hjá fyrirtæk- inu, að ýmis erlend síma- og fjölmiðlafyrirtæki hafi sýnt áhuga á þeim nýjungum sem fyrirtækið ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Stefju hefur þróað. Kynnt var þjónusta þar sem áhugafólk um íþróttir fær sendar í símann upp- lýsingar t.d. um fótbolta- og hand- boltaleiki sem haldnir eru og lið sem keppa á þeim. Þá opnaði Árni Johnsen, formaður samgöngu- nefndar Alþingis, nýjan gagnvirk- an farsímaleik sem fyrirtækið stendur fyrir í samstarfi við út- varpsstöðina Fm 9,57. Íþróttaupp- lýsingar í farsímann Morgunblaðið/Kristinn Árni Johnsen sótti og sendi fyrstu skilaboðin í nýjum farsímaleik. Með honum á myndinni eru Magnús Einarsson, fjármálastjóri Kast, og Ómar Einarsson framkvæmdastjóri. FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur sýknaði í gær 22 ára gamlan mann af ákæru fyrir að hafa nauðgað tvítugri stúlku í Ingólfs- stræti 16. september sl. Stúlkan var flutt á neyðarmóttöku á Landspítal- anum í Fossvogi og kærði atburðinn. Fram kom fyrir dómi að kærandi og ákærði hefðu þekkst, þar sem þau hefðu hist einu sinni áður. Fyrir dómi sagðist ákærði hafa kynnst stúlkunni í gegnum svokallað yrki á Netinu. Að mati dómsins varð að leggja til grundvallar að kærandi og ákærði hefðu farið inn í húsasund og haft kynmök á palli, skammt frá húshorni við Ingólfsstræti. Fyrir dómi skýrði kærandi svo frá að hún hefði lagst á pallinn eftir að ákærði hefði reynt kynmök við hana standandi. Þá kvaðst kærandi ekki hafa mótmælt því að ákærði hefði við hana kynmök og ekki gert tilraun til að standa upp eða fara meðan á því stóð. Þá bar stúlkan að ákærði hefði verið ágengur en ekki ógnandi. Ákærði neitaði sök en viðurkenndi að hafa reynt samfarir við stúlkuna í húsasundinu. Taldi hann það hafa verið að frumkvæði hennar og með hennar samþykki. Honum hafi hins vegar ekki tekist að hafa við hana samfarir einkum þar sem hann hefði ekki haft fulla stinningu. Héraðsdómararnir Valtýr Sigurðs- son, Gréta Baldursdóttir og Eggert Óskarsson kváðu upp dóminn. Ragn- heiður Harðardóttir saksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Sveinn Andri Sveinsson var verjandi ákærða. Sýknað- ur af nauðgun- arákæru SAMNINGUR hefur verið undirrit- aður um að koma upp sameiginlegum vef á Netinu um landbúnað. Eftir- taldir aðilar gerðu samninginn, að því er fram kemur á vef Bændasamtak- anna: Aðfangaeftirlitið, Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri, Lífeyris- sjóður bænda, Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), Yfirkjöt- mat ríkisins og Bændasamtökin. Á vefnum verður hægt að nálgast upplýsingar um íslenskan landbúnað á einum stað, upplýsingar sem ann- ars hefði þurft að leita á mörgum vefjum. Reiknað er með að fleiri að- ilar komi að málinu á seinni stigum. Gengið var til samninga við Hóp- vinnukerfi ehf. um hönnun og upp- setningu vefjarins. Landbún- aðarvefur í undir- búningi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.