Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF SUMARFATNAÐI • Dagtir og kjólar frá LIBRA • Gallafatnaður og bolir frá ARÍA • Strech gallabuxur, kvartbuxur og létt • dress frá LA STRADA • Blússur, toppar og dress frá • SAHARA • 15% afsláttur af fatnaði frá • LA STRADA 14.-19. maí. Strandgötu 11, sími 565 1147 Opið laugardag frá kl. 10—15 lenskri sjónvarpsáhorf- endur séð í beinni útsendingu af ÓL- hnefaleikum nokkrar sumarnætur fyrir þremur árum. Þá lýsti undirritaður slíkum hnefaleikum í fjórar klukkustundir og á þeim tíma varð aðeins einn keppandi fyrir meiðslum. Til saman- burðar má nefna að fyrr um vorið hafði ver- ið sýndur úrslitaleikur í íslenskum kvennahand- bolta þar sem fjöldi kvenna meiddist á miklu skemmri tíma og ein þeirra var borin rotuð af velli. Ef mikið ójafnræði er með keppendum í ÓL-hnefaleikum er skylt að stöðva viðureignina, ólíkt því sem var í gömlu hlífalausu hnefaleikunum sem bannaðir voru hér á landi 1956, en þar gat slík viðureign haldið áfram vegna þess að það var alltaf inni í myndinni að sá sem halloka fór kæmi inn rothöggi líkt og í atvinnuhnefa- Í UMRÆÐUM um ólympíska hnefaleika er því iðulega haldið fram að markmiðið í þeim sé að slasa and- stæðinginn. Þetta er ekki rétt. Höfuðatriði ólympískra hnefaleika er svipað og í öðrum bardagaíþrótt- um, þ. e. stigagjöf, og þess vegna eru sjötíu íþróttagreinar með meiri meiðslatíðni en ólympískir hnefaleik- ar. Ef takmarkið í ÓL-hnefaleikum væri að valda meiðslum á andstæð- ingnum væru þeir auðvitað með hærri meiðslatíðni en aðrar íþrótta- greinar. Dæmi um þetta gátu ís- leikum okkar tíma. Hvorki mér né öðrum dettur í hug að vilja lögleiða þá hér á landi og mér finnst það okk- ur til sóma að viðhalda banni á þeim. Í þeim hnefaleikum ráðast að vísu úrslitin oftast á stigagjöf en einnig oft af því að annar kepp- andinn verður ófær um að halda áfram. Öðru máli gegnir um ÓL- hnefaleika. Vegna þess hve mikil áhersla er lögð á stigagjöfina, styttri viðureignir og notkun höfuðhlífa og hanska sem draga úr hættu á meiðslum kemur það oftlega fyrir í þeim að ekkert stig er skorað í heilli lotu vegna þess hve mikla áherslu keppendur leggja á vörnina til að koma í veg fyrir að and- stæðingurinn skori stig. Hliðstæða þessa eru skylmingar og engum dett- ur í hug að banna þær vegna þess að tilgangur íþróttarinnar sé að þjálfa menn í að deyða andstæðinginn með því að reka þá í gegn með sverði. Ómar Ragnarsson Hnefaleikar Hliðstæða þessa eru skylmingar, segir Ómar Ragnarsson, og engum dettur í hug að banna þær. Höfundur er fréttamaður. Ekki til að slasa heldur vinna á stigum ÞAÐ eru ýmis rök sem mæla gegn því að Ísland gerist aðili að myntbandalagi og taki upp nýja mynt sem ætl- að er að leysa mál þjóða sem búa við allt aðrar aðstæður en Íslending- ar. Ýmsir fræðimenn á sviði hagfræði og sér- fræðingar alþjóða- stofnana hafa ítrekað bent á að Íslandi henti best að hafa sveigjan- lega gengisstefnu og vera utan myntbanda- laga. Ástæðan er meðal annars sú að gerð ís- lensks hagkerfis er önnur en sunnar í álfunni og enn- fremur að hagsveiflur eru hér meiri og oft gagnstæðar á við það sem ger- ist í Evrópusambandinu. Ég vil hér vitna til tveggja greina um þetta efni og auk þess minna á skýrslur al- þjóðastofnana á borð við OECD. Ólík hagkerfi og mismunandi hagsveiflur Í grein Ágústs A. Eiríkssonar í Fjármálatíðindum árið 2000 eru birt- ar niðurstöður hans um orsakir hag- sveiflna á Íslandi á undanförnum áratugum. Niðurstöður Ágústs eru á þá lund að aðild Íslands að mynt- bandalagi Evrópu (eða fasttenging krónunnar við evru) myndi auka sveiflur í landsframleiðslu hér á landi þar sem peningamálastefnan gæti ekki brugðist við ýmsum áföllum. Hinum auknu sveiflum í landsfram- leiðslu myndi svo fylgja aukið at- vinnuleysi. Sveigjanleg gengisstefna heppileg á Íslandi Rök af þessu tagi eru ekki ný af nálinni og flestir málsmetandi hag- fræðingar taka þau góð og gild. Árið 1991 birtist í Fjármálatíðindum grein eftir þekktan bandarískan hag- fræðing, Paul Krugman, um tilhögun gengismála á Íslandi. Greinin er ít- arleg úttekt á stöðu og möguleikum Íslendinga, en þar segir meðal ann- ars: „Frumniðurstaðan er því á þann veg að fyrir því eru ekki sannfærandi efnahagsleg rök að Íslendingar stefni að myntbandalagi með öðrum Evrópuþjóðum.“ Krugman segir í greininni að kost- ir þess að reka sjálfstæða gengis- stefnu á Íslandi séu miklir. Ísland sé fámennt og útflutning- ur ekki mjög fjölbreytt- ur. Landið sé of langt frá Evrópu til að hreyf- anleiki vinnuafls sé nægur og vægi utanrík- isverslunar sé í raun ekki eins mikið og ætla mætti. Breytilegt gengi geti því gegnt mikil- vægu hlutverki í hag- stjórn og þurfi ekki að hafa ótæpilegt óhag- ræði og kostnað í för með sér. Krugman seg- ir reyndar að Íslend- ingar hafi ríkari ástæðu til þess en nokkur önn- ur OECD-þjóð að reka sveigjanlega gengisstefnu, en undir það taka sérfræðingar OECD, m.a. í skýrslu um Ísland frá árinu 1999. Þótt ýmislegt hafi breyst í íslensku hagkerfi á undanförnum áratugum er grunngerð þess hin sama. Aukin markaðsstarfsemi, fjölbreytni og frjálsræði breytir litlu um ókost þess að festa gengi hér á landi við Evrópu- gjaldmiðil vegna þess að grundvall- armunur er á hagkerfi okkar og þeim sem eru á meginlandi Evrópu. Það hefur ekkert komið fram sem breytir þeim niðurstöðum sem ótal hagfræð- ingar hafa komist að, niðurstöðum sem mæla gegn því að Ísland gerist aðili að myntbandalagi á borð við það sem Evrópusambandið stefnir að. Því er full ástæða til að vara við ein- hliða málflutningi þeirra sem nú hafa hæst um það að æskilegt sé að Ísland sæki um aðild að Evrópusamband- inu. Aðild Íslands að myntbandalagi? Stefán Jóhann Stefánsson Hagkerfið Aðild að myntbandalag- inu myndi samkvæmt þessu, segir Stefán Jó- hann Stefánsson, hafa í för með sér auknar sveiflur í landsfram- leiðslu og atvinnuleysi. Höfundur er formaður Kjördæmafélags Samfylkingarinnar í Reykjavík. UMRÆÐA um löggildingarnám- skeið iðnmeistara hefur ekki farið fram hjá byggingariðnaðarmönnum og þeim sem láta sig menntamál þeirra varða. Í grein Baldurs Þórs Baldvinsson- ar formanns Meistarafélags húsa- smiða í Reykjavík í Morgunblaðinu laugar- daginn 12. maí sl. segir að námskeiðið sé hald- ið á vegum og ábyrgð Menntafélags bygging- ariðnaðarins (MFB). Þetta sé jafnframt ástæða úrsagnar Meistarafélagsins úr MFB. Vegna þessa o.fl. sem varðar þetta mál er nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri. MFB er samstarfs- vettvangur fyrirtækja, meistara og starfs- manna í byggingariðn- aði um menntun. Að félaginu standa fyrirtæki í byggingariðnaði ásamt fjölda sveina- og meistarafélaga, sjö iðngreina, um land allt. Einn þáttur í starfsemi félagsins er námskeiðahald. Námskeiðin geta verið til komin vegna ákvörðunar sem tekin er innan félagsins og/eða það beðið af óskyldum aðila að setja saman námskeið. Í seinna tilfellinu er MFB verktaki sem tekur að sér gerð og umsýslu námskeiðs skv. verklýsingu og viðkomandi nám- skeið er þá í eigu og haldið á vegum og ábyrgð verkkaupa. Löggilding- arnámskeið iðnmeistara er eitt af þessum námskeiðum þar sem verk- kaupinn er umhverfisráðuneytið. Þetta námskeið er tilkomið vegna reglugerðar sem byggist á skipu- lags- og byggingarlögum sem sam- þykkt voru á Alþingi 1997 og tóku gildi 1. janúar 1998. Ekki var leitað umsagnar Menntafélag byggingar- iðnaðarins um lögin eða reglugerð- ina. Félagið kemur fyrst að þessu máli eft- ir útgáfu reglugerðar- innar, þ.e. þegar um- hverfisráðuneytið bað félagið um tilboð í framkvæmd og um- sýslu námskeiðsins. Það á öllum að vera er ljóst að lögin og reglugerðin um nám- skeiðið snerta hags- muni og starfsréttindi byggingariðnmeistara mismikið eftir iðn- greinum og einnig hvar á landinu meginstarf- semi þeirra er. Menntafélag bygging- ariðnaðarins getur ekki tekið afstöðu með einni iðn- grein gegn annarri eða einu aðild- arfélagi gegn öðru. MFB væri þá ekki sá samstarfsvettvangur sem því er ætlað að vera. Starfsmenntun eins og hún er á hverjum tíma leiðir til starfsrétt- inda. Almenn regla hefur verið í þjóðfélaginu að ný lög og reglugerð- ir taki ekki starfsréttindi af mönn- um sem þeir hafi áður fengið. Þrátt fyrir þessa almennu reglu ákveður alþingi og umhverfisráðuneytið að löggildingarnámskeið skuli haldið. Það er annað mál, og óháð þessari ákvörðun, að enginn virðist hafa séð fyrir þann fjölda iðnmeistara sem námskeiðinu var ætlað að verja rétt- indi fyrir og er ekki við neinn að sakast í þeim efnum og alls ekki MFB. Aðildarfélög MFB mega ekki láta ágreining um hvernig verja skal starfsréttindi, sem aflað var skv. menntunarkröfum fortíðarinnar, hafa áhrif á samvinnu og stefnumót- un til framtíðar í starfsmenntamál- um byggingariðnaðarins. Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík hefur í samstarfi við önn- ur sveina- og meistarafélög bygg- ingariðnaðarmanna látið sig varða menntamál þeirra á vettvangi MFB. Það er missir fyrir alla aðila ef þeir hverfa nú af þessum samstarfsvett- angi vegna misskilnings um á hvers vegum og ábyrgð löggildingarnám- skeiðið er. Að hengja bakara fyrir smið og menntafélag fyr- ir ráðuneyti og alþingi Kristján Karlsson Iðnnám Aðildarfélög MFB mega ekki láta ágrein- ing um hvernig verja skal starfsréttindi, sem aflað var skv. mennt- unarkröfum fortíð- arinnar, segir Kristján Karlsson, hafa áhrif á samvinnu og stefnu- mótun til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Menntafélags byggingariðnaðarins. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.