Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 27 Lygilegt tilbo› ! TIMOTHY McVeigh er nú að íhuga hvort hann vilji láta taka sig af lífi og bandarískir þingmenn telja koma til greina að hafin verði rann- sókn á því hvers vegna Alríkislög- reglan (FBI) lét ekki í té öll gögn vegna sprengjutilræðisins í Okla- hóma fyrir nokkrum árum. Þegar McVeigh ákvað upphaflega að reyna ekki frekar að áfrýja dauðadóminum yfir sér hafði hann ekki hugmynd um að FBI hefði set- ið á gögnum í málinu, sagði lögmað- ur McVeighs, Robert Nigh. McVeigh var dæmdur til dauða fyrir að sprengja í loft upp opinbera byggingu í Oklahómaborg í Banda- ríkjunum 19. apríl 1995, en 168 manns fórust í tilræð- inu, þar af 19 börn. Aftak- an átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað til 11. júní vegna þess að FBI greindi nýlega frá því að upplýsingum um rannsókn málsins – þ. á m. viðtalsgögnum og ljós- myndum, bréfum og seg- ulböndum – hefði ekki verið komið til verjenda McVeighs. Nokkrir þingmenn hafa hvatt til þess að þingnefnd verði skipuð til að kanna hvers vegna FBI hafi ekki lagt fram umrædd gögn fyr, en lög- menn McVeighs eru nýbún- ir að fá þau í hendur. Hefur öldungadeildarþingmaður- inn Charles Schumer sagst munu fara fram á það við George W. Bush forseta að sérstök nefnd verði skipuð til að rannsaka alla starf- semi FBI. Fyrrverandi saksóknari í málinu, Beth Wilkinson, sagðist ekki telja að umræddum gögnum hafi verið stungið vísvit- andi undir stól og ólíklegt væri að þau myndu breyta nokkru um nið- urstöðu málsins. „Hann hefur játað á sig glæpinn. Sönnunargögnin við réttarhöldin voru yfirþyrmandi,“ sagði Wilkinson. „Ég tel afar ólík- legt að fram komi nokkrar upplýs- ingar sem geti nýst McVeigh.“ McVeigh og verjendur hans eru nú að meta það hvort reynt verði að fá aftökunni frestað enn frekar. McVeigh hafði gert grein fyrir því „að hann vildi ekki eyða því sem eft- ir er ævinnar í þröngum klefa,“ sagði Nigh. En það hafi verið þegar öllum áfrýjunarbeiðnum hafi verið hafnað og áður en þessar nýju upp- lýsingar hafi komið fram. Það væri á endanum McVeighs að ákveða hvort reynt yrði að áfrýja aftök- unni. McVeigh metur stöðuna Washington. AP. McVeigh HAFIST verður handa við að lyfta rússneska kjarnorkukafbátnum Kúrsk af botni Barentshafs um miðj- an næsta mánuð, að því er Ilja Kleb- anov, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, greindi frá í gær. Áætlað er að verkið taki þrjá mán- uði og á því að ljúka um 20. sept- ember, að því er Klebanov tjáði fréttastofunni Interfax. Bætti hann því við að Rússar væntu þess að skrifa undir samning við hollensk og norsk fyrirtæki á sunnudaginn kem- ur, en þau munu taka þátt í björg- unaraðgerðunum. Kúrsk sökk í ágúst sl. og fórst öll áhöfnin, 118 manns. Klebanov sagði að björgunaraðgerðirnar yrðu í tveim liðum, en útskýrði þær ekki nánar. Í fyrra var stofnaður söfnun- arsjóður í Brussel til að safna þeim 80 milljónum Bandaríkjadala sem björgunaraðgerðirnar munu kosta. Klebanov sagði að rússnesk stjórn- völd myndu tryggja fjármögnun að- gerðanna hversu miklum peningum sem sjóðurinn myndi safna. Lyfta Kúrsk í næsta mánuði Moskvu. AFP. KJÓSENDUR í Baskahéruðum Spánar hafa lýst sig fylgjandi frek- ara sjálfstæði héraðanna en kæra sig ekki um frekari uppgang stjórn- málaarms aðskilnaðarhreyfingar- innar ETA. Eru þetta niðurstöður kosninga er fram fóru í héruðunum á sunnudag. Stjórnmálaarmur ETA, Eusko Herritarrok (EH), tapaði helmingi þingsæta sinna í kosningunum. Of- beldisverkum ETA, sem berst fyrir sjálfstæði Baskalands í fjórum hér- uðum á Spáni og þremur í Frakk- landi, hefur fjölgað undanfarið, en alls hafa um 800 manns fallið í blóð- ugri aðskilnaðarbaráttu ETA undan- farin 33 ár. Sigurvegari kosninganna var hóf- samur þjóðernisflokkur, Þjóðernis- flokkur Baska (PNV), sem hefur verið við völd í héruðunum síðan 1980. Hlaut flokkurinn 42,3% at- kvæða og fjölgaði þingsætum hans og samstarfsflokks hans, Eusko Alk- artasuna, úr 29 í 33. Bandamenn ETA tapa San Sebastian. AFP. ♦ ♦ ♦ M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.