Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 53

Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 53
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 53                 !  "  #  $  %&&'    ()* ++  UPPBOÐ Uppboð Laugardaginn 19 mai nk. fer fram uppboð á reiðhjólum og öðrum óskilamunum sem eru í vörslu lögreglunnar í Hafnarfirði. Uppboðið verður haldið í Suðurhrauni 2b í Garðabæ og hefst kl. 13:00. Lögreglan í Hafnarfirði. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eign: Eyrarvegur 31, efri hæð, 010201, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Hjörtur Hvannberg Jóhannsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., föstudaginn 18. maí 2001 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 14. maí 2001. Harpa Ævarrsdóttir, ftr.NAUÐUNGARSALA Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp á Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, þriðjudaginn 22. maí 2001 kl. 15.00: JH 524, Renault 5, árg. 1988 RV 896, Tailor, árg. 1987 OT 686, BMW 520 JC 562, Toyota Carina Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Blönduósi, Blönduósi, 10. maí 2001. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu — Suðurlandsbraut Fallegt og bjart 45 fm skrifstofuhúsnæði á 1. hæð. Inngangur úr stóru marmaraklæddu anddyri. Sérsnyrting. Laust. Fáir en stórir og vandaðir aðilar í húsinu. Frábær staðsetning. Góð aðkoma. Upplýsingar í síma 893 0200.     Til leigu 600 fm lager- og skrifstofu- húsnæði í Skeifunni. Hentar t.d. fyrir heildsölu og lager. Innkeyrsludyr, lofthæð um 4,4 m. Uppl. í símum 588 2220 og 894 7997. Laugavegur 213 m² skrifstofuhúsnæði í snyrtilegu lyftuhúsi með góðri aðkomu frá Grettisgötu. Rýmið skiptist í 6 lokaðar skrifstofur, tvö salerni og „server“herbergi. Húsnæðið er allt nýtekið í gegn að innan. Sér bílastæði fylgja. Mánaðarleiga kr. 213.000. Sími 511 2900. SUMARHÚS/LÓÐIR R A Ð A U G L Ý S I N G A R FRÉTTIR mbl.is Reykjavíkurmeistaramóti Fáks hefur vaxið fiskur um hrygg eftir að farið var að hafa það opnið og voru skráningar nú ríflega 270 talsins sem þýðir að hér var um að ræða eitt stærsta mót ársins. Íslandsmót- in hafa verið stærst til þessa en óvíst er hvort svo verði nú þar sem búið er að skipta því móti í tvennt. En hestakostur mótsins nú var með miklum ágætum þótt þar vantaði marga góða hesta og knapa í hópinn eins og Íslandsmeistarana í tölti Hring frá Húsey og Svein Ragn- arsson og sömuleiðis Íslandsmeist- arana í fimmgangi þá Klakk frá Bú- landi og Vignir Jónasson. Keppt var í meistaraflokki, fyrsta og öðrum flokki auk yngri flokkanna þriggja. Sigurbjörn Bárðarson fór mikinn eins og oft áður og sigraði nú í báð- um töltgreinunum, fimmgangi, öll- um skeiðgreinum og að sjálfsögðu varð hann stigahæstur keppenda í meistaraflokki. Sannarlega stinnur og sterkur þótt vafalítið hafi hann verið elstur kpenda á mótinu. Á mótinu gat að líta margar góð- ar sýningar og er ekki neinum blöð- um um það að fletta að gróskan í þróun reiðmennskunnar er mikil um þessar mundir. Framfarirnar má greina í mörgu og má til dæmis nefna úrslitin í tölti meistara. Þar vakti athygli hversu góðan höfuð- burð menn eru farnir að ríða hross- unum í. Þar má benda á Hallgrím Birkisson sem keppti á Guðna frá Heiðarbrún. Var á köflum stórkost- legt að sjá stillingu og fas hestsins og greinilegt að þar hefur verið vandað til þjálfunar í vetur. Einnig var Ólafur Ásgeirsson með Glúm frá Reykjavík vel stilltan á köflum. Því hefur löngum verið haldið fram að nær útilokað sé að ríða hrossum á tölti í lóð með höfuðið en dæmin sanna að hægt er að ná býsna langt í þeim efnum með þolinmæði og góðum vinnubrögðum. Þá vakti það einnig athygli hvað börnin og ýmsir aðrir knapar í hin- um yngri flokkunum voru vel ríð- andi. Þessum miklu framförum má ótvírætt þakka ört fjölgandi reið- höllum og inniaðstöðu til þjálfunar víða um land. Fróðlegt getur verið grúska í nið- urstöðum mótsins þar sem hún er fyrsta vísbending um möguleika manna á komast í íslenska lands- liðið sem keppa mun í Austurríki í sumar. Í fimmgangi voru til dæmis tveir kandídatar, Sigurbjörn með Byl og Sveinn Ragnarsson með Brynjar frá Árgerði, og fleiri mætti nefna til sögunnar. Starfsmenn mótsins áttu fullt í fangi með allt það verðlaunaflóð sem veitt var á mótinu. Höfðu menn á orði að farandbikarar í öllum þeim greinum og flokkum sem keppt var í yllu orðið miklum vandræðum og töldu sumir þeirra að hætta beri að veita slíka gripi. Þá var nokkuð rætt um að tímabært væri að fækka verðlaunum og má þar nefna skeiðtvíkeppni og íslenska tví- keppni. Oft er það svo í til dæmis barnaflokkum á þessum íþrótta- mótum að einn og sami keppandinn fær tvenn verðlaun fyrir sama af- rekið þ.e. stigahæsti keppandi og íslensk tvíkeppni svo dæmi sé tekið. Reykjavíkurmótið fór vel fram. Talsvert af fólki fylgdist með alla dagana sem mótið stóð yfir en það hófst á fimmtudegi og lauk á sunnu- degi. Gera má ráð fyrir æsispenn- andi keppni í sumar þar sem há- punktarnir verða úrtakan fyrir HM, fjórðungsmótið á Vesturlandi og sjálft heimsmeistaramótið. Þá er eins víst að stórmót Norðlendinga, sem haldið verður á Vindheimamel- um, getur orðið athyglisvert. Á Andvaravöllum var haldið lok- að mót Andvara samtímis mótinu í Fáki. Tókst það prýðilega en mikill kurr var þó í mönnum vegna dóm- aranna og þá sérstaklega deilt á einn þeirra sem þótti gefa skrýtnar einkunnir til dæmis í úrslitum fimmgangs. Gaf hann til dæmis ein- um keppandanum 2,0 fyrir skeið meðan meðdómendurnir gáfu 7,7 og 6,80. Þá gefur hann öðrum kepp- anda 8,0 þegar hinir gefa 6,5 og 6,2 og svo má nefna 4,0 á móti 7,8 og 7,2 og svo gefur hann 3,8 meðan standa stífir á 0,0. Í öðru tilviki gef- ur hann 6,0 fyrir stökk þegar hinir gefa 3,5 og 4,8. Þarna töldu menn að skrítnir hlutir væru að gerast sem þörfnuðust rannsóknar við. Hjá Fáki voru fimm dómarar og var ekki annað að heyra en full sátt ríkti um þeirra störf og var sam- ræmi þar í góðu lagi. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurbjörn Bárðarson sem hér situr Odd frá Blönduósi sópaði til sín gullinu og þurfti aðstoð dóttur sinnar Sylvíu, Snorra, formanns Fáks, og Guðrúnar Berndsen til halda á gripunum við myndatöku. Þeir voru vel ríðandi, krakkarnir á Reykjavíkurmótinu. Camilla Petra, lengst til vinstri, sigraði á Fróða frá Miðsitju. Reykjavíkur- mótið gefur fyr- irheit um spenn- andi keppni Góðir skeiðsprettir Gáska frá Reykjavík tryggðu Þórunni Hannesdótt- ur yfirburðasigur í fimmgangi unglinga hjá Andvara. Keppnistímabil hestamanna er nú hafið fyrir alvöru en nokkur mót voru haldin um helgina og ber þar hæst opna Reykja- víkurmeistaramótið sem haldið var á Víðivöllum. Andvari hélt einnig sitt lokaða íþróttamót og kíkti Valdimar Kristinsson á þessi tvö mót en auk þess var athyglisvert þriggja kvölda mót haldið um miðja vikuna í Hafnarfirði. Guðni frá Heiðarbrún var fasmikill í framgöngu hjá Hallgrími Birkissyni og vakti góður höfuðburður sérstaka athygli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.