Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRA Einarsdóttir og Jónas Ingimundarson efndu til tónleika í Salnum á laugardag í tilefni af að- steðjandi brottför söngkonunnar suður til Þýzkalands, þar sem hún mun nýráðin við óperuna í Wies- baden. Aðsókn var heldur með minna móti, um þriðjungsset- inn salur, og sýnir enn sem oftar, að laugar- dagssíðdegin eru varla vænlegasti tími vik- unnar, sérstaklega þegar dregur að sumri. Seinni hluti dagskrár mótaðist að mestu af væntanlegum óperuhlutverkum þar syðra, en sá fyrri sam- anstóð af átta ljóða- söngslögum eftir Mozart og einu eftir Schubert. Yfir flestu var létt- ur og glaðvær vorblær, eins og þegar kom fram af fyrsta laginu, Sehnsucht nach dem Frühlinge. Í lögum eins og Das Veilchen og Abendempfindung an Laura komu fram skemmtilega fjölbreyttir tónalitir í raddbeitingu er helguð- ust af túlkun textans, sem því mið- ur virðast enn ekki allt of tíðir meðal hérlendra óperusöngvara, þótt ættu að heita sjálfsagðir í klassískum ljóðasöng. Var gott til þess að vita hvað söngkonan gerði sér ljósa kosti þess að geta t.a.m. temprað víbrató í þjónustu sjálf- stæðrar tjáningar, þótt hin fíngerð- ari tilþrif komi sjálfsagt að minna haldi í óperuhúsi við hljómsveit- arundirleik en í litlum sal með pí- anói. Verður vonandi framhald á því, þrátt fyrir óvægnar kröfur óp- erunnar um kraft og úthald. Meðal áhrifameiri söngva fyrri hlutans mætti nefna vel mótaða út- færslu á Ridente la calma, hið kankvísa Der Zauberer, smitandi gáska í Das Kinderspiel og lau- flétta en hnitmiðaða túlkun á An Chloë; hið síðasttalda einnig fyrir skýran textaframburð, sem framan af hefði stundum mátt vera harðari á samhljóðum og kringdari á þýzk- um sérhljóðum eins og o. Með Der Hirt auf den Felsen eftir Schubert lauk fyrri hálfleik, þar sem Ár- mann Helgason blés sjálfstæðu fylgiröddina á klarínett af fjall- ferskum þokka, og sveif lýrísk spintorödd Þóru þar tignarlega yfir hæðir með miklum glæsibrag og tæknilegu öryggi. Söngkonan kynnti munnlega inn- tak óperuaríanna eftir hlé. Fyrst var Vedrai carino, huggun Zerlínu til brúðguma síns úr Don Giovanni eftir kynferðislega áreitni kvennabósans, sungin af nettri lip- urð. Þá komu tvær aríur Önnu litlu úr Töfraskyttu Webers. Kommt ein schlanker Bursch gegangen var túlkuð af fjörmiklum krafti, og „drauga- söguarían“, Einst träumte meiner sel- ’gen Base, skartaði hrífandi innlifun og miklu öryggi þrátt fyrir miður þægileg tónbil. Hinn annars svo fislétti píanóleikur Jónasar Ingimundar- sonar var hér heldur stirðari en endranær, en glampaði aftur af sinni vanalegu lipurð í aríu Óskars úr Grímudansleik Verdis, Volta la terrea, þar sem spinto- tækni Þóru leiftraði skært. Önnur aría Óskars úr sömu óperu kom þar næst á eftir, Saper vorreste með trall-viðlaginu kunna, sem Þóra söng með fírugu trukki svo varla varð á betra kosið. Síðust á skrá var Spiel’ ich die Unschuld vom Lande úr Leðurblöku Johanns Strauss með öllum sínum ólíku persónugervingum, sem léku allar í meðförum söngkonunnar, enda gerði flutningurinn engu minni en „rífandi lukku“ meðal áheyrenda eins og sagt er, og það verðskuld- aða. Þarf ekki mikið ímyndunarafl til að spá henni öðru eins á fjölum Wiesbaden-óperunnar ef ekki tekst verra til en hér gat að heyra og sjá. Enda virtist af öllu óhætt að álykta, að Þóra Einarsdóttir sé nú fullfleyg og fær í flestan sjó hvað klassísku viðfangsefni léttari radd- gerðar varðar. Fylgja henni beztu óskir héðan um gæfu og gengi í suðurhlíðum Taunus-fjalla við Rín- arfljót. TÓNLIST S a l u r i n n Sönglög og aríur eftir Mozart, Schubert, Weber, Verdi og J. Strauss. Þóra Einarsdóttir sópran; Jónas Ingimundarson, píanó, auk Ármanns Helgasonar, klarínett. Laugardaginn 13. maí kl. 17. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Söngfugl á suðurleið Ríkarður Ö. Pálsson Þóra Einarsdóttir ÁRLEGAR Vorvindaviðurkenning- ar Barna og bóka – Íslandsdeildar IBBY, fyrir menningarstarf í þágu barna og unglinga voru veittar í Nor- ræna húsinu sl. laugardag. Margrét Gunnarsdóttir hlaut Vorvinda IBBY fyrir störf sín í þágu barna og barna- menningar. Margrét, sem er leik- skólakennari og kennari, hefur kennt barnabókmenntir í Fóstur- skólanum í 25 ár. Telst það lengsti samfelldi starfsferillinn í barnabók- menntakennslu hér á landi. Silja Aðalsteinsdóttir hlaut Vor- vinda IBBY fyrir fræðslustörf á sviði barnabókmennta en hún kenndi um árabil barnabókmenntir við HÍ ásamt því að skrifa fyrstu og einu barnabókmenntasöguna sem út hef- ur komið hér á landi. Þórarinn Eld- járn rithöfundur hlaut Vorvinda IBBY í ár fyrir leikverkið Völuspá sem Möguleikhúsið hefur haft til sýninga. Þar færir Þórarinn nor- ræna goðafræði til nútímans. Verðlaun fyrir ljóð unga fólksins Einnig voru veitt verðlaun fyrir Ljóð unga fólksins, en það er sam- keppni sem Þöll, samstarfshópur um barna og unglingamenningu á bóka- söfnum, stendur fyrir. Sex ung skáld voru heiðruð og fengu þau einnig afhent eintök af bókinni Vetur, sumar, vor og haust frá Máli og menningu. Í bókinni eru ljóð sem lögð voru inn í samkeppnina að þessu sinni. Verðlaunahafar í Ljóðum unga fólksins eru (yngri hópur): 1. sæti Snærós Sindradóttir, 9 ára, Árstíðirnar; 2. sæti Ragnheið- ur Sjöfn Reynisdóttir, 10 ára: Ég vildi að ég væri, 3. sæti Ólafur Rand- ver Stefánsson, 10 ára: Dagur. Í eldri hópi var í 1. sæti Sigrún Ísleifs- dóttir, 15 ára: Í spegli; 2. sæti Gró Einarsdóttir, 12 ára: Trén, 3. sæti Hugrún Geirsdóttir, 15 ára: Ég er. Vel á annað þúsund ljóð bárust til undirbúningsnefndar frá 16 bóka- söfnum víðs vegar um landið. Viðurkenning fyrir störf í þágu barna Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þau hlutu viðurkenningu IBBY-samtakanna: Margrét Gunnarsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Silja Aðalsteinsdóttir. Verðlaunahafar í ljóðakeppninni: Einar Haraldsson, fyrir Gró Einarsdóttur, Hugrún Geirsdóttir, Sigrún Ísleifs- dóttir, Snærós Sindradóttir, Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir og Ólafur Randver Stefánsson. HÚNAKÓRINN lýkur vetr- arstarfi sínu með tónleikum í Árbæjarkirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20:30. Kórinn er afsprengi Hún- vetningafélagsins í Reykjavík og var stofnaður veturinn 1993. Hann hefur fengið til liðs við sig tónlistarfólk í fremstu röð á sínu sviði því á tónleikunum syngja einsöng og tvísöng Elín Ósk Óskarsdóttir, Kjartan Ólafsson, Laufey Egilsdóttir, Margrét Grét- arsdóttir og Ólafur M. Magnússon. Stjórnandi kórsins er Kjartan Ólafsson og pí- anóleikari Peter Máté. Á efnisskránni eru ís- lensk og erlend sönglög og tónverk úr ýmsum áttum og ættu flestir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Húnakórinn syngur í Árbæjarkirkju Elín Ósk Óskarsdóttir TROMMARINN Jim Black hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu ís- lenskra tónlistaráhugamanna og komið hér oft ásamt landa sínum Chris Speed til að leika með Skúla og Hilmari. Síðast komu þeir hingað 1998 með balkandjasssveitinni Pach- ora, en hana skipa Jim, Chris og Skúli auk gítaristans Brad Shepik. Nú er aftur von á Jim, Chris og Skúla og Hilmari til landsins og verða tónleikar með kvartettinum í Tjarnarbíói á miðvikudagskvöld. Þeir hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu auk þess að taka upp nýjan disk fyrir Winther&Winther í Þýskalandi. Það fer ekki milli mála þegar hlustað er á AlasNoAxis að dreng- irnir leika einsog englar – stundum væri þó réttara að segja púkar þegar djassinn er hvað frjálsastur og tón- listin gneistar og logar. Jim Black hefur samið alla ópusana á disknum og leitar víða fanga – ekki síst í popp- músík okkar tíma – og Björk og Bítl- arnir koma m.a. upp í hugann í Opti- cal og Maybe. Svo er Jim einkar laginn við að setja saman einfaldar ballöður sem Chris blæs jafnan af miklum næmleik. Ambacharm, Icon og Luxuritate eru þeirrar gerðar. Burstaleikur Jims er kafli út af fyrir sig einsog í Blackfloatpedal þarsem hann tengir tónlist sína djassögunni. Trylltur frjálsspuni er á undanhaldi í djassinum, en honum bregður þó víða fyrir á þessari skífu, sér í lagi hjá Chris Speed. Sólóar eru að vísu stuttir og tónsmíðarnar fastar í formi en manni hlýnar jafnan um hjartarætur þegar menn sleppa fram af sér beislinu. Stundum má greina í tónlist þeirra félaga hinn norræna andblæ í stjörnumerki Garbareks og Balke, en ekki síður rokk og ról. Einn gleði- ópus er á disknum, Boombye, þar sem popphrynur blandast djass- spuna á hinn skemmtilegasta hátt. Best er þó við þennan disk að þeim félögum hefur tekist að móta eigin stíl í tónlist sem er þeirra. Um hljóð- færaleikinn þarf ekki að fjölyrða. Þeir hafa allir slíkt vald á hljóðfær- um sínum að unun er á að hlýða og hvergi snurða á samleiknum og mað- ur bíður með óþreyju eftir að fá að heyra það sem þeir hafa fram að færa. Af djassskífum yngri manna hef ég ekki heyrt neina betri sem af er árinu nema ef vera skyldi Klif Jóels Pálssonar, en þar leika bæði Skúli og Hilmar. DJASS G e i s l a d i s k u r Chris Speed, tenórsaxófón og klarinett, Hilmar Jensson, gítar, Skúli Sverrisson, rafbassa, og Jim Black, trommur.Verk eftir Jim Blake: M m, Optical, Maybe, Ambacharm, Garden Frequency, Poet Staggred, backflotpedal, Icon, Luxuriate, Boombye, Auk and Dromedary, trace, Nionm Melize og abnfels and artiface. Tekið upp í New York í febrúar 2000. Winther&Winther/Japis. JIM BLACK: ALASNOAXIS Formfast íslensk- amerískt frelsi Vernharður Linnet Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND. HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN OG ÞÚ BLÓMSTRAR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.