Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 19

Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 19 LANDBÚNAÐARNEFND Alþing- is leggur til að frumvarp landbúnað- arráðherra um útvíkkun Suðurlands- skóga til Suðurnesja og Austur-Skaftafellssýslu verði sam- þykkt. Formaður nefndarinnr mun mæla fyrir áliti nefndarinnar ein- hvern næstu daga og er búist við að það nái fram að ganga á yfirstand- andi þingi. Hins vegar nýtist laga- breytingin skógræktarstarfi á Suð- urnesjum illa og ekki virðist vera vilji til þess að láta frumvarp Kristjáns Pálssonar um sérstaka Suðurnesja- skóga ná fram að ganga. Kristján Pálsson og fjórir aðrir al- þingsmenn fluttu fyrr í vetur tillögu um Suðurnesjaskóga og er hún end- urflutt frá fyrra þingi. Felur tillagan í sér að skipaður verði starfshópur til að undirbúa landshlutabundið verk- efni um landgræðslu og skógrækt á Suðurnesjum. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum nógu tímanlega til að verkefnið geti hafist árið 2002. Tillögunni var vísað til landbúnaðar- nefndar þar sem hún er enn. Nær aðeins til lögbýla Landbúnaðarráðherra lagði í vet- ur til breytingar á lögum um Suður- landsskóga þannig að Austur-Skafta- fellssýslu og Gullbringusýslu yrði bætt við starfssvæði Suðurlands- skóga en þeir náðu áður aðeins yfir Suðurlandskjördæmi. Í greinargerð með tillögunni er rifjað upp hvernig landshlutabundin skógræktarverk- efni urðu til með Héraðsskógum, seinna bættust Suðurlandsskógar við, Norðurlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Vesturlandsskógar og Austurlandsskógar. Suðurnesin voru eftir ásamt Austur-Skaftafells- sýslu. Þótti eðlilegt að víkka út starfssvæði Suðurlandsskóga til að þessi landshlutabundnu skógræktar- verkefni næðu til landsins alls. Skógræktarverkefni þau sem kennd eru við landshlutana taka fyrst og fremst til ræktunar fjöl- nytjaskóga og skjólbelta á lögbýlum. Frumvarp Kristjáns Pálssonar var víðtækara, miðaðist við að áhuga- menn gætu einnig fengið stuðning til skógræktar og landgræðslu, en stuðningurinn væri ekki bundinn lögbýlum. Segir Kristján að eins og málið komi frá landbúnaðarnefnd sjái hann ekki að að það hjálpi Suð- urnesjamönnum. Ekki sé mikið um bændur á lögbýlum sem ætla megi að hafi áhuga á skógrækt. Telur hann jafnvel möguleika á að breytingin skemmi fyrir skógræktarstarfi á svæðinu. Hjálmar Jónsson, formaður land- búnaðarnefndar Alþingis, segir að á Suðurnesjum séu nokkur lögbýli og að þau fái nú sama rétt og eigendur lögbýla á Suðurlandi. Hins vegar muni frumvarpið á engan hátt skaða starf skógræktarfélaga eða annarra sem fyrir eru. Segir Hjálmar að ekki sé vilji í þinginu til að samþykkja frumvarp Kristjáns um sérstakt skógræktar- og landgræðsluátak fyrir Suðurnes- in. Á hann því ekki von á því að frum- varp hans nái fram að ganga. Mikil gróðureyðing Í umræddu frumvarpi Kristjáns Pálssonar er vakin athygli á því að mikil gróðureyðing hafi orðið á Suð- urnesjum frá landnámi. Hrís hafi verið rifið og eftir að binding jarð- vegarins hvarf hafi verið auðvelt fyr- ir sterka vinda sem oft blási um Suð- urnesin að feykja jarðveginum burt. Fá láglendissvæði á Íslandi séu því jafn illa leikin og Suðurnesin og Reykjanesið í heild, þrátt fyrir friðun síðustu ár. Aðstæðurnar kalli því á sérstakt átak ef skila eigi landinu í líkingu við það sem var þegar landnámsmenn settust hér að. Í áætlun Landgræðsl- unnar um Suðurnesjaskóga sem fylgir frumvarpinu er gert ráð fyrir að verkefnið verði stofnað í haust, stjórn kosin og ráðinn framkvæmda- stjóri. Hafist verði handa á næsta ári og er gert ráð fyrir að þá þurfi verk- efnið að fá 17 milljónir kr. til að vinna fyrir. Unnið verði að áætlun í þremur áföngum. Stefnt skuli að því að verk- efnið verði komið á fullan skrið árið 2009 og verður fjárþörf þess þá 34 milljónir kr. á ári. Greinargerðinni fylgja gróðurkort sem sérfræðingar Náttúrufræði- stofnunar, Eyþór Einarsson og Ein- ar Gíslason, hafa gert. Með saman- burði á þeim sést hvernig ætla má að gróður á þessu svæði hafi þróast frá landnámi. Á kortinu frá landnámi sést að Reykjanesskaginn hefur nán- ast allur verið vaxinn birkiskógi eða kjarri (dökkgræni liturinn). Á nýja kortinu sést að skógurinn er að mestu horfinn en þar er núna mest annar þurrlendisgróður (ljósgrænt) og bersvæðisgróður þar sem land er hálfgróið eða minna (ljósbleiki litur- inn). Lagt til að Gullbringusýsla falli undir Suðurlandsskóga Nýtist illa til uppgræðslu á Suðurnesjum Reykjanes Á korti Náttúrufræðistofnunar er sýnt hvernig sérfræðingar hennar áætla að gróðurfar á Suðurnesjum hafi verið um landnám. Reykjanes- skaginn er nánast allur vaxinn birkiskógi eða kjarri eins og dökkgræni liturinn sýnir. Ástand gróðurs er öllu verra nú, eins og sést á þessu korti Náttúru- fræðistofnunar. Skógurinn er að mestu horfinn og ljósgræni liturinn sýnir að þar er mest annar þurrlendisgróður og stór svæði eru hálfgróin bersvæðisgróðri eða minna eins og ljósbleiki liturinn sýnir. Börnin koma með afa og ömmur FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður í Reykjaneshöllinni í dag. Börn af leikskólunum og eldri borgarar taka þátt í hátíðinni. Í tilefni af alþjóðlegum degi fjöl- skyldunnar bjóða leikskólarnir, eldri borgarar, Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar (TÍR) og forvarn- arverkefnið Reykjanesbær á réttu róli bæjarbúum að taka þátt í fjöl- skylduhátíð í dag kl.17 í Reykjanes- höllinni. Börn af öllum leikskólum Reykja- nesbæjar og eldri borgarar munu syngja. Börnin bjóða sérstaklega foreldrum sínum, öfum og ömmum. Þá bjóða eldri borgarar öllum bæj- arbúum að taka þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Grétari Gunnarssyni, verkefnis- stjóra í forvarnarverkefninu „Reykjanesbær á réttu róli“, er markmið hátíðarinnar að stórfjöl- skyldan eigi saman góðan dag, komi saman og blandi geði. Þeir yngstu og þeir elstu í samfélaginu hafi af miklu að miðla, gleði og einlægni æskunnar og visku og lífsreynslu þeirra eldri. Tilgangurinn er að gefa foreldrum möguleika á að njóta þess að vera með börnum, ömmum og öfum með því að koma sama og njóta fjöl- skyldudagsins. Fjölskylduhátíð í Reykjaneshöllinni Reykjanesbær ERU ekki allir með? gæti leikskólakennarinn í Keflavík verið að spyrja sjálfa sig. Hún fór í gönguferð með börnin úr leikskólanum Garðaseli og þau voru að ganga fram hjá Reykjaneshöllinni þegar myndin var tekin. Morgunblaðið/Golli Eru ekki allir með? Hópslags- mál eftir dansleik HÓPSLAGSMÁL brutust út að loknum dansleik í Stapanum í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags. Einn var fluttur á sjúkrahús og þrír handteknir. Dansleikur var í Stapanum á laugardagskvöldið. Að honum loknum brutust út slagsmál fyrir utan húsið. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru 50 til 80 manns við húsið og lentu flestir í slagsmálunum. Fjórir lögreglumenn komu á staðinn og veittust einhverjir úr hópnum að þeim þegar þeir fóru að skipta sér af málum með því að handtaka þá sem létu verst að þeirra mati. Vörðu þeir sig með gasúða. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna áverka sem þó reyndust ekki alvarlegir, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Þrír voru handteknir og var einn þeirra færður í fanga- geymslur. Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.