Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 17

Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 17 VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is TÍU unglingar í Leikklúbbnum Sögu á Akureyri hafa staðið í ströngu við æfingar á spunaverki síðustu vikur, en þeir eru á leiðinni í leikför um Norðurlöndin í sumar. Leikklúbbur- inn Saga hefur um árabil tekið þátt í norrænu unglingaleikhúsi sem geng- ur undir nafninu Fenris, en fyrsta Fenris-verkefnið var sýnt árið 1985. Upphafið má rekja til lauslegra tengsla sem komið var á milli 6 ung- lingaleikhópa á Norðurlöndum í til- efni af alþjóðlegu ári unglinga á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Að tillögu danska leikhópsins sameinuðust hóparnir um leiksýningu sem m.a. fékk stuðning frá Norræna menn- ingarsjóðnum. Leikklúbburinn Saga hefur verið með frá upphafi, sem og danski hópurinn Ragnarock. Þemað er hræðslan við hið óþekkta Verkefnið sem nú er unnið að gengur út á þemað tabú og hræðslu við hið óþekkta og hafa unglingarnir unnið með eigin hugmyndir og út- fært þær í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Alls taka um 100 ungmenni þátt í Fenris-verkefninu, en auk Íslands koma þeir frá Færeyjum, Græn- landi, Álandseyjum, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Sýningin sem sett verður upp í júlímánuði og farið verður með í leikför um Norðurlönd- in er því afar viðamikil og krefst mik- ils og vandaðs undirbúnings. Agnar Jón sagði að um áramót hefði hóp- urinn sem að verkefninu stendur komið saman í Svíþjóð og um páskana í Danmörku þar sem settar voru upp vinnubúðir og farið var yfir málin. Að öðru leyti vinna hóparnir í sinni heimabyggð hver að sínu verk- efni og hafa svo nokkra daga saman áður en sýningar hefjast. Nú er verið að skoða hvort möguleiki sé á að fara með verkið til annarra staða en Ak- ureyrar, að sögn Agnars Jóns. „Metnaður okkar er sá að krakk- arnir geri sem mest sjálfir og unnið sé með þeirra hugmyndir,“ sagði hann. Þrír aðalhönnuðir eru þó að sýningunni, auk hans sem er leik- stjóri, þeir Sigurður Kaiser sem sér um búninga, leikmynd og ljós og Christjan Blak sem sér um tónlist. „Það er draumur hvers leikstjóra sem vinnur með ungu, hressu og hæfileikaríku fólki að fá það til að gera sem mest og það hefur verið magnað að fylgjast með þessum krökkum og sjá þau yfirstíga hverja hindrunina á fætur annarri,“ sagði Agnar Jón. Unglingar í leikklúbbnum Sögu æfa stíft þessa dagana Með Fenris í leikför um Norðurlöndin Morgunblaðið/Kristján Félagar í Leikklúbbnum Sögu æfa spunaverk sem farið verður með í leikför um Norðurlönd í sumar. RÚMLEGA tvítugur piltur hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norður- lands eystra í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Mað- urinn, sem er með dvalarstað í Kópa- vogi, gerðist sekur um að stela um 25.000 krónum sem stúlka á svipuðum aldri hafði safnað í fötu, en um var að ræða smámynt. Stuldurinn átti sér stað á Húsavík. Að auki var pilturinn dæmdur til að greiða allan kostnað sakarinnar. Viðurkenndi hann að hafa tekið 18 .000 kr. úr fötu stúlkunnar en hann hélt því fram að hún skuldaði sér fé og átti umrædd smámynt að ganga upp í skuldina. Stúlkan neitaði að hafa skuldað piltinum pening og þá bar hún og hafði til vitnis vinkonur sínar að 25.000 kr. hefðu verið í föt- unni þegar hún taldi féð skömmu áður en því var stolið. Á árunum 1997 til 2001 hefur pilturinn alloft hlotið refs- ingar fyrir ýmis brot og með um- ræddu broti rauf hann skilorð. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorð vegna stuldar á smámynt TÓNLEIKAR verða á sal Tónlistar- skólans á Akureyri á morgun, mið- vikudaginn 16. maí, kl. 20.30. Þar koma fram Katrín Harðardóttir, sem leikur á klarinett, og Helena G. Bjarnadóttir, sem spilar á píanó. Katrín er nemandi á 8. stigi og er að hverfa frá námi við Tónlistarskólann. Á fimmtudag verða vortónleikar Suzuki-nemenda haldnir í Glerár- kirkju og hefjast þeir kl. 18. Þar koma fram fiðlu- og sellónemendur við Tón- listarskólann á Akureyri. Tónlistarskólinn á Akureyri Útskriftar- tónleikar Glerártorg býður í sund Í TILEFNI af alþjóðlegum degi fjöl- skyldunnar í dag, þriðjudag, ætla eigendur verslana í verslunarmið- stöðinni Glerártorgi að bjóða öllum frítt í sundlaugarnar á Akureyri. Gildir þetta bæði um Sundlaug Ak- ureyrar og sundlaug Glerárskóla. Með þessu framtaki vill verslunar- miðstöðin leggja lóð sitt á vogarskál- ina svo fjölskyldan geti átt saman ánægjulega stund og sameinast um holla hreyfingu. ♦ ♦ ♦ NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.