Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 13

Morgunblaðið - 15.05.2001, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 13 Blómasmiðja Ómars - Keflavík FJARSKIPTASAFNIÐ á Melunum hyggst auka samvinnu við grunn- skólana og hefur Landssíminn af því tilefni látið gera kennsluefni um safnið. Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, upplýsinga- og kynningarfulltrúa Landssímans, er stefnt að því að fá einstaka bekki grunnskólans í heim- sókn í safnið næsta vetur. Heiðrún segir að jafnframt sé ráðgert að virkja kennara í grunnskólanum til að kynna safnið fyrir nemendum. Á myndinni eru f.v.: Gerður Óskars- dóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, Fanný Gunnarsdóttir kennari og höfundur kennsluefnis, Ármann Jakobsson safnvörður, Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, og Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningardeildar Landssímans. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kennsluefni um fjarskiptasafnið Aukið samstarf við grunnskólana ÍSLAND vann um helgina bikarkeppni Norðurlandanna í brids en keppnin er haldin á tveggja ára fresti í Rottneros í Svíþjóð. Íslenska liðið átti í lengi í harðri keppni við Svía um efsta sætið en tryggði sér sigur í síðustu umferðinni með því að vinna Færeyjar 23:7 og á sama tíma töpuðu Svíar fyrir Norðmönnum 9:21. Þetta er í annað skipti sem Ís- land sigrar á þessu móti. Lokastaðan í mótinu var þessi: 1. Ísland 95 stig 2. Nor- egur 86 stig 3. Svíþjóð 82 stig 4. Danmörk 77 stig 5. Finn- land 64 stig 6. Færeyjar 42 stig. Íslenska liðið var skipað þeim Karli Sigurhjartarsyni, Jóni Baldurssyni, Magnúsi Magnússyni og Sverri Ár- mannssyni. Þrír þeir fyrst- nefndu verða í landsliðinu sem keppir á Evrópumóti í brids á Kanaríeyjum síðari hluta júnímánaðar. Ísland vann Rottneros- bikarinn í brids RÍFLEGA eitt af hverjum tíu lán- um sem einstaklingar tóku á síð- asta ári, ef íbúðalán eru undan- skilin, voru í erlendri mynt, eða 11%. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru þessi lán aðallega tekin vegna gjaldeyrisvið- skipta, svokallaðir skiptisamning- ar, þ.e. að taka erlend lán og skipta þeim yfir í íslenskar krónur. Sambærilegt hlutfall lána ein- staklinga í erlendri mynt árið 1997 var 1%, þ.e. ef íbúðalánin eru ekki höfð til viðmiðunar. Í árslok 2000 námu útistandandi skuldir einstak- linga í erlendri mynt rúmum 17 milljörðum króna. Mesta lántakan af þessu tagi var frá miðju ári 1999 fram í byrjun árs 2000. Það sem af er árinu, einkum eft- ir að Seðlabankinn breytti geng- isstefnu sinni í mars sl. og krónan veiktist, hefur snarlega dregið úr erlendum lánum einstaklinga. Vaxtamunur, sem einstaklingar ætluðu að hagnast á, vegur ekki upp þær breytingar sem hafa orðið á vísitölu krónunnar að undan- förnu. Erlend lán einstaklinga Flest vegna gjaldeyris- viðskipta Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.