Morgunblaðið - 11.01.2000, Side 67

Morgunblaðið - 11.01.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 67 FÓLK í FRÉTTUM Ný íslensk náttúrulífsmynd Sofa urtubörn á útskerjum SOFA urtubörn á útskerjum er heiti nýirar íslenskrar náttúrulífsmynd- ar sem frumsýnd var sl. laugardag í Háskólabíói. Höfundur og stjórn- andi kvikmyndarinnar er Páll Steingrímsson kvikmyndagerðar- maður. Yrkisefnið er íslenskir selir, landselur og útselur. Fylgst er með lífsferli sela allt frá því að urta kæp- ir á þarabeði og þar til þeir enda al- dur sinn. Fjallað eru um hlutverk og samspil sela við aðra þætti lífríkis- ins, bæði fugla, fiska og menn. Myndin var þrjú ár í vinnslu og tekin ofansjávar og neðan- við strendur íslands, m.a. í Breiðafjarð- areyjum, á Vatnsnesi, Ströndum og í Surtsey. Náðust einstök mynd- skeið af þessum þjóðsagnaskepnum sem eru jafn fimar í sjó og þær eru klunnalegar á landi. Páll er að góðu kunnur fyrir kvik- myndir sínar um íslenska náttúru en áður hefur hann m.a. gert myndir um hvali, æðarfugla, lunda og gæsir. Náttúrulífsmyndir Páls eru sérstak- ar að því leyti að þær fjalla ekki síst um samspil mannsins og villtrar náttúru. Hér er slegið á sömu strengi og fá áhorfendur að kynnast fólki sem tekur selkópa í fóstur og einnig hefðbundnum selanytjum. Myndin er 52 mínútur að lengd og ætluð til sýningar í sjónvai'pi og verður hún sýnd í Ríkissjónvarpinu á næstunni. Einnig hafa borist fyrir- spurnir um myndina frá útlendum sjónvarpsstöðvum. Morgunblaðið/Porkell Páll Steingrírnsson, kvikmyndagerðarmaður (t.h.), heilsar Þorvarði Björgúlfssyni (t.v.), sem var einn fimm kvikmyndatökumanna mynd- arinnar. Á milli þeirra er Hjörtur Howser, en hann útsetti tðnlist og annaðist hljóðvinnslu og samsetningu. : ■ ■ ‘..............................................................................................................................................................................■ VIKAN 4.-10. jan. llilÉíl Nr. var vikur Mynd Útgefandi ;Tegund 1. 2. 3 Entrapment Skífan ! Spenna 2. 1. 3 Notting Hill Háskólabíó : Gaman 3. 5. 2 The Out-of-Towners CIC myndbönd ; Gaman 4. 3. 4 10 Things 1 Hote About You Sam myndbönd ; Gaman 5. 4. 6 EDTV CIC myndbönd ; Gaman 6. 13. 2 Virus Skífan i Spenna 7. 11. 2 The Astronouts Wife Myndform ; Spenna 8. 6. 6 Motrix Wurner myndir ; Spenna 9. NÝ 1 Go Skífan : Gaman 10. 7. 7 Cruel Intentions Skífan :Spenna 11. 9. 8 True Crime Warner myndir : Spenna 12. 8. 9 Forces of Noture CIC myndbönd ; Gaman 13. 16. 3 Mod Squod Warner myndir ■ Spenna 14. 12. 4 In Dreoms CIC myndbönd Spenna 15. 19. 8 Resurrection Myndform I Spenna 16. 10. 12 Arlington Rond Háskólabíó i Spenna 17. 14. 3 My Fovorite Mortion Sam myndbönd t Gaman 18. 18. 4 Svartur köttur, hvítur köttur Háskólabíó : Gaman 19. 15. 4 Simply Irresistible Skífan : Gaman 20. NÝ 1 October Sky CIC myndbönd ; Dramo i Svika- myllan á toppnum GILDRAN eða „The Entrapmcnl" með þeim Catherine Zeta-Jones og Sean Connery í aðalhlutverk- um er vinsælasta mynd liðinnar viku á myndbandaleigunum og þurfa skötuhjúin Hugh Grant og Julia Roberts því að víkja úr toppsætinu niður í annað sætið uieð rómantísku gamanmyndina „Notting Hill“. í þriðja sæti er gamanmyndin „Utanbæjarslektið" eða „Out-of-Towners“ með Goldie Hawn og Steve Martin í aðal- hlutverkum. Tvær nýjar myndir eru á lista vikunnar. Farðu eða »Go“ er unglingamynd sem naut talsverðra vinsælda í kvikmynda- húsum en mörg þekkt Iög eru í myndinni og fer hún í 9. sæti list- ans. í 10. sæti er síðan nýja myndin Októberhiminn eða „October Sky“ með Jake Gyllen- ham og Laura Dern í aðal- hlutverki, en hún hefur notið mikillar hylli gagnrýnenda vest- anhafs. íþróttir á Netinu vg> mbl.is -*LLTaf= «7T«l«0 tJÝTT Sean Connery og Catherine Zeta-Jones í Svikamyllu. V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4500-0026-7523 4548-9000-0053-6690 4539-8600-0012-1409 4543-3700-0029-4648 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA (slandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vlsa á vágest VISA l'SLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavik. Sími 525 2000. CONNECTfON Kringlunni sími 568 6845

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.