Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 33 Vínarvalsar létta lund á milli jóla og þorra Eli'n Ósk Þorgeir J. Óskarsdóttir Andrésson TOIVLIST I þ r ó 11 a s k e in in a n á A k u r e y r i NÝÁRSTÓNLEIKAR Vínartónleikar Karlakórs Akureyr- ar-Geysis og Hljómsveitar Akur- eyrar. Einsöngvarar Þorgeir J. Andrésson og Elfn Ósk Óskarsdótt- ir. Iþróttaskemnian á Akureyri, laugardaginn 8. janúar. KARLAKÓR Akureyrar-Geysir efndu til nýárstónleika í íþrótta- skemmunni á Akureyri og fluttu dagskrá með vínardönsum laugar- dagskvöldið 8. janúar sl. og endur- tóku tónleikana daginn eftir. Kórinn hefur á síðustu árum efnt til slíks nýársfagnaðar við góðar undirtektir fjölda tónleikagesta. Roar Kvam var nú sem áður stjórnandi og setti sitt faglega mark bæði á stjórnun og útsetningar á mörgum laganna á tónleikunum. Auk eigin útsetninga færði hann flest laganna í búning fyrir fjórtán manna hljómsveit. Hljómsveitin, sem nefnd er Hljóm- sveit Akureyrar í efnisskrá, var skipuð fjórum fiðlum og einum hljóðfæraleikara á hvert eftirtal- inna hljóðfæra: flautu, klarinettu, óbó, trompet, horn, básúnu, selló, kontrabassa, slagverk og píanó. Konsertmeistari var Anna Pod- hajska fíðluleikari. Einsöngvarar voru þau: Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, og Þorgeir J. Andrésson, tenór, en þau höfðu veigamiklu hlut- verki að gegna. Hér verður fjallað um laugardagstónleikana. Karlakór Akureyrar-Geysir er skipaður 50 söngmönnum og er mjög vel þjálfaður kór. Jafnvægi milli radda er gott, en þó fannst mér helst skorti á meiri styrk og breidd í bassa og þéttari háa tóna í tenór, en síðarnefnda röddin söng háu tónana þó af lagni og smekkvísi. Roari tókst yfirleitt mjög vel að stilla saman strengi söngvara og hljómsveitar, bæði var innbyrðis jafnvægi í styrk- leika milli radda gott og hraða- og styrkleikabreytingar með ágætum. Tónleikai’ með vínardönsum í byrj- un árs hafa slegið sinn árvissa takt í brjóstum okkar hér á landi um margra ára skeið. Sjónvarpið, með sinni árlegu útsendingu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Vínarborgar með tónlist þeirra valsakónga og Straussfeðga var um áraraðir flutt í sinni glæstustu mynd, hefur örugg- lega öðrum fremur skotið stoðum undir þá hefð að létta okkur lundina milli jóla og þorra með fjörugum og glöðum vínardönsum. Hvað er annars orðið um nýárs- tónlistarkveðju sjónvarpsins frá Vín? Sinfóníuhljómsveit íslands hefur þessa góðu dægradvöl á efnis- skrá sinni á þessum árstíma og það gerði einnig Kammerhljómsveit Ak- ureyrar á meðan hún var og hét, en Roar Kvam var einn af stofnendum hennar og aðalstjórnandi frá upp- hafi. Að vissu leyti er dálítið villandi að kenna eingöngu þessa ákveðnu tón- list við borgina Vín, því Vín var ekki einasta háborg skemmtitónlistar heimsins á átjándu og nítjándu öld, heldur allrar tónlistar. Því til stað- festu minni ég á vínarklassíkina, vínarskólann eldri og yngri, ásamt tónskáldunum Haydn, Mozart, Beethoven, Schubert, Brahms, Bruckner, Mahler og Schönberg. En það breytir því ekki að þeir Straussfeðgar sömdu og fluttu vín- ardansa á þann hátt að vart hefur í annan tíma verið betur gert. Og svo sterkt sungu þeir sig inn í hjörtu að- dáenda að jafnvel dönsk tónlist eftir Tívolítónskáldið, Lumbye, er flokk- uð með Vínartónlist. Þetta er kann- ske í stíl við „vínar“-brauðin sem Danir kenndu okkur að meta. Hefð- bundnir vínartónleikar þurfa alltaf að hafa viss lög á efnisskránni, eins og „Heims um ból“ er og verður óaðskiljanlegur þáttur jólahaldsins. Að sjálfsögðu verða þau að vera eft- ir Jóhann Strauss eldri (1804-1849) eða son hans og alnafna þann yngri (1825-1899) og einnig er óperettu- tónskáldið sívinsæla, Franz Lehár, nær ómissandi á slíkum tónleikum. Vínartónleikarnir í Iþróttaskemm- unni uppfylltu þessi skilyrði og þrjú fyrrnefnd tónskáld voru þar í fyrir- rúmi. I efnisskrárheftinu, sem ann- ars var til fyrirmyndar, var ekki tekið fram hvort lögin væru eftir föður eða son, þ.e. Jóhann Strauss, yngri, eða Jóhann Strauss, eldri, sem þrátt fyrir náinn skyldleika voru hvor sinn maðurinn með sinn eigin höfundarrétt. Mér fínnst mik- ilvægt að áheyrendur viti einnig hver af lögunum séu upphafiega samin fyrir hljóðfæri eingöngu og síðar útsett og settur söngtexti við. Það átti við um all- mörg laganna s.s. „Gléðisöng" (polka), „Dóná svo blá“ og „Keisaravalsinn" og skýrir oft hve erfitt er að fella orð að hrynj- andi hljóðfæraleiksins, sem tókst þó að mínu mati furðuvel. Erling- ur Sigurðarson frá Grænavatni hefur t.d. ort ágætan texta við „Keisaravalsinn", sem féll vel að röddum lagsins. Eins og áður var sagt voru einsöngvararnir í veigamiklu hlutverki sem þau skil- uðu með prýði. Elín Osk söng af inn- lifun og glæsileik. Röddin blæ- brigðarík og tækni á háum skreytinótum eða berandi laglínum eins og best verður á kosið. Flutn- ingur hennar á „Liebe Du Himmel“ var hrífandi fagur og hlaðinn næmri túlkun tilfinninga. Þorgeir byrjaði á mjög vandasömum háum tóni í „Nótt í Feneyjum“ og skorti nokkuð á mýkt og hlýju. Hann var síðan að bæta sig út tónleikana og söng bæði „Dein ist mein ganzes Herz“ og „Söng Barinkays" með ágætum. Þorgeir hefur margsinnis sýnt og sannað að hann er í framvarðasveit íslenskra tenóra, og ég er sannfærð- ur um að aukin mýkt í tónmyndun skili honum enn lengra. Textameðferð er til mikillar fyrir- myndar hjá Þorgeiri. Tveir kórfé- lagar sungu einsöng með Elínu Osk og Þorgeiri í atriði úr Leðurblök- unni eftir Lehár (Dömufrí), en það voru þeir Björn Jósef Arnviðarson, baríton, og Gísli Baldvinsson og komust vel frá því. Tónleikarnir voru ekki bara dans fyrir eyru, því að danspar gladdi augað með vel útfærðum valsi á gólfinu fyrir framan sviðið fyrir hlé. Yfirleitt voru samtök milli söngvara og hljómsveitar góð, þó fylgdu hljóðfæraleikarar ekki nógu vel eft- ir hraðabreytingum í „Keisaravals- inum“ og í „Um vígslu spyr hann nú“, vantaði þar meiri „teygju" í hægari hlutum og bassahljóðfæri léku aðeins á undan í pizzicatohluta. Tónleikunum lauk með miklu fagnaðarklappi sem var endurgold- ið með tveimur aukalögum og það voru að sjálfsögðu lögin „Ra- detzkymarsinn" og „Vín, borg minna drauma“. Vínarvalsar létta lund á milli jóla og þorra. Jón Hlöðver Askelsson „ Af hvíslara sem situr bakvið tjöldin“ BÆKUR L j« ö SÓNHENDUR eftir Kristján Hreinsson, Gutti, Reykjavík, 1999, 32 bls. „SÓNHENDA" er þýðing á orðinu „sonn- etta“ og einsog nafnið bendir til samanstanda Sónhendur Kristjáns Hreinssonar af sonn- ettum, tuttugu og níu talsins. Þetta eru ensk afbrigði sonnettunnar, þrjár ferhendur sem fylgja tvær línur með ályktun. Sonnettur Kristjáns bera allar heiti þema síns með nýyrðinu sónhenda, svo sem „Trúarsón- hendan“, „Dauðasón- hendan“ og „Sjóara- sónhendan". Kristján Hreinsson er ekki nýgræðingur í ljóðagerð, hefur verið lengi að og gefið út nokkrar ljóðabækur. Hann yrkir í hefð- bundnu formi og hefur séð um vísnaþætti í útvarpi og staðið fyrir hagyrðingamótum, eftir því sem ég best veit. „Hvíslarasónhendan“ er dæmi- gerð fyrir bókina: A sviði heimsins margt er skrýtið skrafað og skondið er nú sumt sem þar er gert, þar hefur dýrð frá ótal stjörnum stafað, þar straumur lífsins oft fær hjörtun snert. Par hafa fangað salinn garg og grátur og gremja stigið mörg og ólík skref en eftir sorgir löngum hefur hlátur þar hljómað einsog töfrum þrungið stef Og þarna geta ýmsar tungur talað, þar tryggð og reiði sína útrás fá og speki fær þar þorsta sumra svalað þar sorg og gleði fá að takast á Þar er í sálum ljósið kveikt á kvöldin af hvíslara sem situr bakvið tjöldin. Sónhendureru almennar hugleið- ingar um lífið og tilveruna, ef til vill of almennar. Oft er á þeim tækifær- isbragur, keimur af gamanmálum og kerksni, samanber þessa línu hér: „Og þeir sem vilja klóna Krist- ján Hreins/þeir kaupa þannig tvo á verði eins“ („Klónunarsónhendan“, 19). Útleggingin, sem hefðin segir að eigi að vera í síðustu línunum tveimur, er gjarnan þessi kerksni sem stundum jaðrar við að vera beinlínis klén að mínu mati: Hann síst var verri harðstjóri en hinir/því hinir voru bara alltof linir“ („Neró- sónhendan", 20). Skáldskapur Ki'istjáns á þó til mun alvörukennd- ari tón og „Dauðasónhendan" (8) byggist á gotneskri kirkjugarðs- mynd: „Um nótt í kirkjugarði vil ég vaka,/mín vitund tengist konu sem er dáin“. En í því annars ágæta kvæði eru þessar fremur kiaufalegu línur hér: „í huga mér ég síst vil trúa táli/og tauti því sem Dauðinn vill mér segja“. Klaufaskapur af þessu tagi er ljóður á ráði Sónhendna, orð og smáorð áberandi til komin einungis for- msins vegna (orðið „bara“ er algengt til þess arna), línur sem ekki ganga alveg upp. Sónhendur eru til- raun til að búa til þematískan, hvassan og heimspekilegan skáldskap í hefð- bundnu formi, klass- íska heiðríkju með nú- tímalegu inntaki. Um margt athyglisverð tilraun, þótt rýnirinn sem ritar verði að játa að eiga erfitt með að ná neinu afger- andi sambandi við þennan kveð- skap. Hermann Stefánsson -------+++-------- Tengsl ljós- myndar og leikhúss TOVE Thage frá Nationalhistorisk museum paa Frederiksborg heldur fyi'irlestur í Odda, stofu 101, á morg- un, miðvikudag, kl. 20. Fyrirlestur- inn er á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og nefnist „Photo- graphy and Theatre: Staged Photo- graphy in the 19th Centui-y. Gerð verður grein fyrir því hvernig ljós- myndin tengist leikhúsi, bæði í sögu- legu samhengi og hvernig leikhúsið hefur mótað ljósmyndina fagur- fræðilega. Einnig verður rætt um orðræðu raunhyggju og túlkunar- stefnu í ljósmyndun og hugmyndina um uppstillingar í ljósmyndun. Tove Thage er sýningarstjóri ljós- mynda og frumkvöðull að samtíma- söfnun ljósmyndaverka við Nation- alhistorisk museum paa Frederiks- borg og Danska portrettgalleríið í Kaupmannahöfn. Thage er jafn- framt deildarstjóri samtímadeildar safnsins. Fyrirlesturinn er á ensku og er að- gangur ókeypis. Kristján Hreinsson hef jast í stöðum: Biblfuskólinn við Holtaveg, S: 588-8899 Frelsið kristileg miðstðð, S: 533-1777 Frikiikjan Vegurinn, S: 564-2355 Hafnarijarðaikirkja, S: 695-4490 Hvftasunnukiikjan Ffladelffa, S: 552-1111 islenska Kristskirkjan, S: 567-8800 Kletturinn k.s. S: 565-3987 Keflavfkuiklikja, S: 421 -4337 KFUM og K Akranesi S: 431 1745 Leikmannaskðli Þjððklrkjunnar S: 562 1525 Kynntu þér alfa námskeið i heimasíflu okkar, á xt* á 1 i r g* r a Hitablasarar fra ABB Margar stærðir, mjög hagstætt verð. Kynntu þér málið. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 588 5000 It Hátekni Ármúla 26 * 108 Reykjavík Sími 588 5000 • Fax 568 9443 thorir@hataekni.is • halldor@hataekni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.