Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐ JUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rannsóknarnefnd birtir skýrslu um lestaslysið í Noregi Lestarstjóri sagður hafa valdið slysinu Ósló. AP, AFP. AP Bente Larsen, frá Tjome í Noregi, á sjúkrahúsi í Ósló á 33 ára afmæli sínu á sunnudag. Larsen var síðasti farþeginn, sem bjargað var úr brennandi lestunum eftir árekstur þeirra í vikunni sem leið. Hún var föst í lestarvagni þegar eldurinn blossaði upp og bjargaði b'fi sínu með því að nota brunaslöngu, sem björgunarmönnum tókst að koma til henn- ar. Þeir náðu henni úr vagninum fjórum klukkustundum síðar. LESTASLYSIÐ í Noregi fyrir viku orsakaðist að öllum líkindum af því að annar lestarstjórinn ók framhjá rauðu ljósi við lestarstöðina í Rustad þar sem lest hans átti að bíða eftir hraðlest frá Þrándheimi, að því er fram kemur í rannsóknarskýrslu sem birt var á sunnudag. Þar kemur einn- ig fram að umferðarstjórar í Hamar, sem fylgdust með ferðum lesta á þessum slóðum, áttuðu sig ekki á hættunni á árekstri fyrr en 35 sek- úndum áður en slysið varð. Talið er að ómögulegt hafi verið fyrir þá að vara lestarstjórana við árekstrar- hættunni á svo skömmum tíma. Lestimar rákust saman við Ásta- lestarstöðina, nálægt bænum Rena, á þriðjudaginn var og mikill eldur blossaði upp í nokkrum vagnanna. 19 manns fórust í slysinu og 16 þeirra voru Norðmenn, þar af tvær 12 og 13 ára gamlar stúlkur. Þi-jár konur frá Svíþjóð, Danmörku og Rússlandi létu einnig lífið. Lögreglan lauk rannsókninni á slysstað á sunnudag og björgunar- sveitir luku í gær við að fjarlægja lestirnar af brautarsporinu. „35 sekúndur eru of skammur tími“ Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu norsku jámbrautastofnunarinnar, JBV, sem birt var á sunnudag, bendir ekkert til þess að bilun hafi orðið á umferðarljósunum við lestarstöðina í Rustad. Minni lestin, sú sem var á norðurleið, hafi því að öllum líkindum ekið framhjá rauðu ljósi sem sýndi að hún átti að nema staðar. Ove Skovdal, formaður nefndar- innar, sagði að umferðarstjóramir í Hamar hefðu uppgötvað árekstar- hættuna of seint til að geta varað lest- arstjórana við. „35 sekúndur eru of Umferðarstjórar áttuðu sig of seint á hættunni skammur tími til að hringja í farsíma og stöðva lestir á svo miklum hraða.“ Rannsóknin leiddi í ljós að hraði minni lestarinnar var 90 km á klst. þegar slysið varð og talið er að hin lestin hafi verið á 70 km hraða á klst. Hringdu í ranga lest Skovdal sagði að umferðarstjór- amir hefðu reynt að hringja í lestar- stjóra minni lestararinnar en ekki náð sambandi. „Við teljum ástæðuna þá að lestimar hafi rekist saman áður en hringt var og farsíminn hafi því verið ónýtur," sagði Skovdal. Hann staðfesti einnig að umferðar- stjóramir hefðu ekki getað náð sam- bandi við hraðlestina frá Þrándheimi vegna þess að þeir hefðu ekki haft réttar upplýsingar um farsímanúmer hennar. Þeir hefðu hringt í númerið, sem gefið var upp, og fengið samband við lest á allt öðram stað á landinu. Skovdal taldi mjög ólíklegt að hægt hefði verið að afstýra árekstrin- um þótt umferðarstjóramir hefðu náð farsímasambandi við þá. Engin viðvörunarhljóð Tölvur stjómstöðvarinnar í Hamar sýndu að árekstur var yfirvofandi um fjóram mínútum áður en slysið varð. Umferðarstjóramir áttuðu sig hins vegar ekki á hættunni fyrr en 35 sek- úndum fyrir slysið þar sem þeir vora að stjórna lestaumferðinni á öðram stöðum á jámbrautarleiðinni. Um- ferðarstjóranum ber ekki skylda til að fylgjast með hverri lest. Norska dagblaðið Verdens Gang sagði að þunn, rauð lína á tölvu- skermi umferðarstjóranna hefði ver- ið það eina sem hefði varað þá við hættunni á árekstri. Hvorki hefðu verið notuð blikkandi Ijós né viðvör- unarhljóð til að vekja athygli þeiira á hættunni. „Það hefði að sjálfsögðu verið kostur ef viðvöranarhljóð hefðu verið notuð,“ sagði Kilh. Oryggiskerfið kemur nokkrum mánuðum of seint Rpros-brautin milh Þrándheims og Hamars er ein af þremur aðaljám- brautarleiðum Noregs þar sem ekki hefur verið komið upp öryggiskerfi sem gerir umferðarstjórum kleift að stöðva sjálfir jámbrautarlestir þegar hætta er á árekstri. Ráðgert hafði verið að koma upp slíku kerfi síðar á árinu. „Við höfum notað Roros-brautina í rám 120 ár - eða frá 1877 - og það er hræðilega kaldhæðnislegt að fyrsta slysið skuli verða á sama tíma og við eram að koma upp sjálfvirkum stöðv- unarbúnaði sem hefði getað afstýrt því,“ sagði Hákon Grimstad, talsmað- ur j ámbrautarstofnunarinnar. Rannsóknin leiddi í ljós að hvorag lestin hemlaði áður en þær rákust saman og þær vora því á fullum hraða. Stofnunin hafði verið vöruð við Jámbrautastofnunin JBV hefur sakað norska lestafyrirtækið NSB, sem er ríkisrekið, um að hafa sett fjárhagslega hagsmuni ofar öryggi farþega með því að draga það að koma upp nýju öryggiskerfi á Roros- brautinni. Jámbrautastofnunin, sem hefur yfiramsjón með skipulagningu og uppbyggingu norska lestakerfisins, hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert nægar ráðstafanir til að tiyggja öryggi farþeganna. JBV ákvað árið 1997 að breyta um- ferðarreglum lestanna þannig að lestarstjóramfr einir gætu ákveðið hvort óhætt væri að aka lestunum frá brautarstöðvunum þótt norska jám- brautaeftirlitið hefði ráðið stofnun- inni frá breytingunni. Áður höfðu lestarstjóramh-nir og verðir á braut- arstöðvunum tekið ákvörðunina í sameiningu. Rannsóknarnefndin gagnrýnd í skýrslunni kemur ekki fram hvers vegna lestarstjórinn ákvað að aka lestinni framhjá rauða ljósinu. Osmund Ueland, forstjóri NSB, var hneykslaður á niðurstöðu rann- sóknamefndar FBV. „Ég ræð mönn- um eindregið frá vangaveltum um hver eigi sökina þegar um er að ræða mann sem getur ekki varið sig og hef- ur ekki enn verið borinn til grafar.“ Rannsóknarmenn FBV vora einn- ig gagnrýndir í norskum fjölmiðlum fyrir að skella skuldinni á lestar- stjórarann einan og firra stofnunina í raun ábyrgð á slysinu. Tvær aðrar nefndir hafa verið skipaðar til að rannsaka slysið. Talið er að lokaskýrsla aðalnefndarinnar, sem norska stjómin skipaði, verði birt eftir nokkra mánuði. Trúin ógn við völd flokksins Barátta kínverskra stjórnvalda við trúar- hópa verður sífellt umfangsmeiri og kann að verða það sem einkenna mun þarlent ______stjórnmálalíf næstu árin._ Peking. The Washington Post. KÍNVERSK stjómvöld hafa undan- farið hvað eftir annað lent í útistöðum við tráarhópa á borð við Falun Gong og bendir þetta til þess að trá, fremur en hefðbundin stjómmálaandspyma, sé að verða það sem kommúnista- flokkurinn lítur helst á sem ógn við völd sín. Þegar barátta stjórnvalda við Fal- un Gong stóð sem hæst sagði Jiang Zemin forseti að baráttan væri ein af „þremur helstu stjómmálaátökum“ síðasta árs. Er þetta í fyrsta sinn síð- an í byltingunni 1949 sem það er op- inberlega forgangsatriði stjórnvalda að berja niður ópólitísk tráarsamtök. Vestrænir diplómatar og mann- réttindasamtök greina frá því að að- gerðir stjómvalda séu að breiðast út til kirkna kaþólskra og mótmælenda í Kína, sem talið er að þjóni 30-40 milljónum manna ólöglega á heimil- um. Síðan í desember hafa stjórnvöld notað lög, sem bönnuðu starfsemi Falun Gongs, til þess að lýsa 10 kristna tráarhópa ólöglega söfnuði og hafa yfir 100 leiðtogar kristinna manna verið handteknir, að sögn Franks Lus, framkvæmdastjóra upplýsingamiðstöðvar um mannrétt- indamál og lýðræðishreyfingu, sem hefur bækistöðvar í Hong Kong. Andlegt tóm Lu sagði að Kínveijar héldu upp- teknum hætti og fangelsuðu alla lýð- ræðissinnaða baráttumenn, en væra nú auk þess famir að hafa áhyggjur af trámálum. „Þeir vita að það er andlegt tóm í Kína. Þeir vita að flestu fólki er í nöp við stjómmál og vill þess vegna ekki fylgja lýðræðissinnum. En það myndi slást í för með nýjum Messíasi." í Kína er nú að renna upp það sem jafnvel ríkisfjölmiðlar kalla „gullöld" tráarbragðanna. Stjómvöld viður- kenna opinberlega fimm tráarbrögð: Búddisma, sem um 100 milljónir manna játa; múhameðstrá, sem 18 milljónir játa; mótmælendatrá, sem 15 milljónir játa; kaþólska trá, sem hefur um 4 milljónir fylgjenda; og taóisma, sem færri játa. En tráarhópar og neðanjarðar- samtök sem ekki era opinberlega við- urkennd blómstra. í norðvesturhluta landsins era musterisguðir tilbeðnir og í suðurhlutanum tráa menn á for- feður sína. I landbúnaðarhéruðunum era heimiliskirkjur fyrirferðarmikl- ar. í mörgum tilvikum láta stjórnvöld þetta viðgangast og hafa sumir emb- ættismenn og félagar í kommúnist- aflokknum virt að vettugi fyrirskip- anir miðstjórnarinnar og iðkað trá sjálfir. í bakið á stjórnvöldum Ritstjóri eins stærsta dagblaðs Kína sagði að honum og ýmsum öðr- um flokksfélögum sýndist sem í Kína væri „ættarveldi að líða undir lok og eins og þá gerist spretta upp allskon- ar tráarhópar og söfnuðir og ráðast gegn forráðum keisarans". Sagði ritstjórinn að baráttan við Falun Gong, kaþólska fylgjendur páfans, sértráarhópa, búddista í Tí- bet og aðra tráarhópa, sem færa eig- in leiðir, gæti vel orðið það sem ein- kenna myndi stjómmál í Kína næstu árin. Hann og aðrir fréttaskýrendur telja að baráttan við Falun Gong sé að koma í bakið á stjómvöldum. „Sjáiði bara Falun Gong,“ sagði Sima Nan, óháður kvikmyndagerðar- maður sem er andvígur bæði Falun Gong og baráttu stjórnvalda gegn samtökunum. „Eftir því sem stjóm- völd þrengja að félögunum því meiri píslarvottar verða þeir.“ Eftir því sem fleira fólk hefur tekið trá hefur flokkurinn gert íleiri og fleiri máttlitlar tilraunir til að verða aftur miðpunkturinn í hugarheimi al- mennings. Um leið og barist hefur verið gegn Falun Gong hefur fólk verið neytt til að læra marxíska kenningu og afneita trá. Kínverskir fréttaskýrendur segja að hver ein- asta tráarhreyfing sé bein ógn við forráð flokksins. „Auðvitað er flokkurinn hræddur“ Wang Shan, óháður stjómmála- skýrandi í Kína, segh- að Falun Gong sé fyrstu samtökin, síðan 1949, sem mikill fjöldi vinnandi fólks í Kína hef- ur gengið í; samtök sem ekki starfi í tengslum við Kommúnistaflokkinn. Margar milljónir manna hafi gengið í samtökin vegna þess að þau veiti fólki andlega næríngu á tímum svim- andi samfélagsumbrota. Samtökin segja einnig að ef fólk geri fyrfrsldpaðar andlegar og líka- mlegar æfingar þurfi það ekki á læknum að halda og það er aðlaðandi hugmynd nú, því að hið opinbera heil- brigðiskerfi er svo að segja hranið. „Þetta er fyrsta öreigahreyfingin síðan í byltingunni, sem ílokkurinn stjórnar ekki,“ sagði Wang. „Auðvit- að er flokkurinn hræddur." IRA býst til að eyða vopnum London. Reutcrs. TALSMENN breskra stjórnvalda og Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, írska lýðveldishersins, vilja ekki gera mikið úr fréttum um að skæruliðasamtökin ætli að bjóða eftirlitsmönnum með fyrirhugaðri afvopnum að vera viðstaddir er vopnum verður eytt síðar í mánuð- inum. Þeir neituðu þeim þó ekki. Fram kom í Sunday Telegraph, að IRA ætlaði að bjóða formanni aívopnunarnefndarinnar, John de Chastelain, að verða vitni að þeirri „táknrænu athöfn“ er samtökin eyðilegðu nokkuð af vopnum sínum í fyrsta sinn. Voru afvopnunarmálin hvað erf- iðust viðureignar í viðræðunum um frið á Norður-írlandi en sam- kvæmt samkomulaginu, sem kennt er við föstudaginn langa, á henni að vera lokið í apríl nk. Hafa mót- mælendur lagt mikla áherslu á, að IRA gangi á undan í afvopnuninni en margir IRA-Iiðar hafa talið hana jafngilda uppgjöf. Chastelain hyggst ræða við leiðtoga IRA Martin McGuinness, einn af æðstu mönnum Sinn Fein, sagði á laugardaginn var, að ekki kæmi til mála, að hin nýja stjórn á N-ír- OOlandi myndi láta deilurnar um afvopnunina binda enda á friðinn í landinu. Irska blaðið Examiner skýrði einnig frá því í vikunni sem leið, að Chastelain myndi hitta leiðtoga IRA þar sem rætt yrði um eyðingu vopna og sprengiefnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.