Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.01.2000, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ít MINNINGAR ÞORHALLUR FRIÐFINNSSON + Þórhallur fædd- ist á Borgum í Vopnafírði G. mars 1911. Hann lést í svefni á Landakots- spitala aðfaranótt 29. desember síðast- liðins. Móðir hans var Guðrún Ólína Sveinbjörnsdóttir, f. í Miðfjarðarnesi á Langanesströnd 29. ^ágúst 1866, d. í Gunnólfsvík 28. febrúar 1940. Móðir hennar var Kristín Jónasdóttir.m systir Jakobs bónda á Gunnarsstöðum, en kona Jakobs var Þórdís, dóttir Guðrúnar Pétursdóttur, Stefáns- sonar, bónda í Miðfirði. Faðir Guð- rúnar Ólínu var Sveinbjörn, bóndi í Miðfjarðarnesi á Strönd og Refsstað í Vopnafírði, Gunnarsson Stefánssonar, bónda í Miðfirði. Kona Stefáns í Miðfirði var Ólöf Guðlaugsdóttir frá Ferjubakka í Öxarfirði. Kristín, móðir Guðrún- ar Ólínu, og Jakob, bóndi á Gunn- arsstöðum, voru systkin. Þórdís, kona Jakobs, og Sveinbjörn voru -'Tiystkinabörn. Faðir Þórhalls var Friðfinnur Kristjánsson bóndi, f. í Haga í Vopnafírði 7. febrúar 1864, d. í Gunnólfsvík 22. febrúar 1937. Friðfinnur og Guðrún Ólína bjuggu í Haga i Vopnafirði 1888 til 1899 og á Borgum 1899 til fardaga 1919. Þá fluttu þau norður á Lang- anesströnd, fyrst að Gunnarsstöð- um. Sfðan voru þau á ýmsum bæj- um þar um slóðir en lengst af hjá syni og tengdadóttur í Gunnólf- svík þar sem þau önduðust með ^fjögurra ára millibili. Móðir Friðf- *inns var Kristín Kristjánsdóttir bónda á Síreksstöðum. Móðir hennar var Kristrún Eymun- dsdóttir bónda í Teigi. Faðir Kri- stínar var Kristján bóndi á Síreks- stöðum. Móðir Kristjáns var Judit Sigurðardóttir skáldkona frá Ljósavatni. Fyrri maður Júditar og faðir Kristjáns var Guðmundur silfursmiður og bóndi í Gröf í Eyjafirði, sljúpsonur Rutar frá Ljósavatni. Móðir Júditar var Ma- ría Sörensdóttir. Hennar maður var Sigurður silfursmiður Odds- son á Ljósavatni. Móðir Maríu var Guðrún Þorvaldsdóttir prests á Hofi í Vopnafirði. Kona Þorvaldar og móðir Guðrúnar var Kristín -^Björnsdóttir sýslumanns á Munka- þverá. Guðrún mun hafa verið fædd árið 1701. Þorvaldur faðir Guðrúnar var sonur Stefáns skálds og prests í Vallanesi Ólafs- sonar skólameistara í Skálholti, prests að Kirkjubæ í „Tungu“, Einarssonar, prests og skálds í Heydölum. Maður Guðrúnar Þor- valdsdóttur var Sören Kristjáns- son Jensen, danskur verslunar- maður á Vopnafirði. Skrifaði sig Jcnson þegar hann gerðist íslensk- ur bóndi. Faðir Friðfinns var Krisíján, bóndi á Borgum, Friðfinnsson, bónda í Haga, Árnasonar, bónda á Halldórsstöðum f Köldukinn (um -^aldamótin 1800) Sigurðssonar. (Synir Árna voru: Friðrik, bóndi á Núpum í Öxarfirði og Olgeir, bóndi í Garði í Fnjóskadal, faðir Þorbjargar, móður Auðar á Skútustöðum, síra Ásmundar á Hálsi, Ingólfs læknis á Vopnafirði og í Borg- arnesi og Garðars stórkaupmanns. Son- ur Olgeirs var Frið- geir, faðir séra Einars á Borg og Olgeirs, verslunarstjóra á Vopnafirði, Keflavík og víðar.) Sonur Árna var einnig Sigmundur, bóndi á Felli í Vopna- firði. Sigríður hét móðir þeirra, Þor- steinsdóttir. Systkini Friðfinns Kristjáns- sonar voru: Guðmundur, lengi póstur og bóndi Ásbrandsstöðum; Jón bóndi Hraunfelli; Kristrún bjó á Ljótsstöðum og seinast í Reykja- vík. Auk þessara fóru til Ameríku: Salín, Stefán, Aðalbjörg og Árni. Svolítið samband hefur verið við afkomendur Salínar en ekki er vit- að um afdrif hinna. Systkini Þórhalls voru tólf en níu komust til fullorðinsára. A) Jón bóndi í Gunnólfsvík, f. í Haga 26.7. 1890, d. 15.12. 1957. Kona hanns var Guðmunda Guð- jónsdóttir frá Hraunfelli. Barnlaus en ólu upp tvö systurbörn Jóns. B) Sveinbjörn, iðnrekandi í Reykjavík, f. í Haga 28.11.1891, d. 16.5. 1988. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir, f. í Áskoti, Rang. Foreldrar hennar bjuggu lengst af í Hellatúni, Rang. Guðrún og Sveinbjörn eignuðust fjögur börn, þ.a. þrjú sem komust til fullorðins- ára. (Eftir fráfall Guðrúnar kvæntist Sveinbjörn öðru sinni fullorðinni konu, Guðrúnu Guð- mundsdóttur ættaðri úr Önundar- firði, sem varð sem félagi í ellinni.) C) Kristján Friðrik, f. í Haga 6.5. 1896, d. 29.2. 1952, bóndi á Gunn- arsstöðum á Langanesströnd, Torfastöðum, Vopnafirði, síðar klæðskeri og skósmiður á Vopna- firði og í Reykjavík. Kona hans var Jakobína Þórdís Gunnlaugsdóttir frá Gunnarsstöðum á Langanes- strönd. Þau eignuðust tíu börn. D) Olgeir, verkamaður í Borg- arnesi, f. á Borgum 15.2. 1900, d. 6.8. 1989, einn af stofnendum Verkalýðsfélags Borgarness, for- ystumaður og í stjórn um langa hríð, heiðursfélagi. Sambýliskona hans var Helga Finnsdóttir frá Ferstiklu. Þau áttu saman einn son en hún átti son áður. E) Ólöf, húsfreyja, f. á Borgum 11.12. 1901. Eiginmaður hennar var Jón Einarsson smiður og mik- ill hagleiksmaður frá Fljótakoti í Meðallandi. Ólöf og Jón bjuggu lengst af í Vestmannaeyjum en fluttust við gos til Reykjavíkur og dvöldu þar að mestu síðustu ævi- árin. Börn þeirra voru fimm, þ.a. fjögur sem náðu fullorðinsaldri. F) Júdit, húsfreyja, f. á Borgum 11.5. 1904, d. 7.3. 1953. Eiginmað- ur hennar var Eiríkur Jakobsson frá Gunnarsstöðum. Þau bjuggu á Gunnarsstöðum og Miðfjarðarnesi og síðast á Höfn í Bakkafirði. Börn þeirra voru tíu, þar af níu sem komust til fullorðinsára. G) Kristrún húsfreyja, f. á Borg- um 14.2. 1905, d. 30.4. 1981. Sam- býlismenn hennar voru Christian Jensen, þau slitu samvistir, og síð- ar Sigurbjörn Stefánsson. Þau voru barnlaus. Kristrún vann við sauma lengst af í Reykjavík, siðast í Kefiavík. H) Rut, húsfreyja í Reykjavík, f. á Borgum 16.2.1909, d. í des. 1936. Eiginmaður hennar var Ragnar Kristinsson. Þau eignuðust tvær dætur. Þórhallur Friðfinnsson stundaði nám í Alþýðuskólanum á Hvítár- bakka 1929 til 1931. Síðan lærði liann klæðskeraiðn hjá Andersen og Sön. Að loknu námi fór hann til Kaupmannahafnar, kynnti sér rekstur á saumastofum og tísku. Heim kominn gerðist hann í nokk- ur ár yfirklæðskeri hjá Gefjun sem SIS rak við Aðalstræti í Reykjavík. Upp úr því setti hann á stofn eigin saumastofu sem hann rak til ljölda ára i Lækjargötu og Veltusundi og var virtur og eftirsóttur klæð- skeri. Að síðustu réðst hann til Kristjáns Friðrikssonar í Ultíma þar sem hann vann sem klæðskeri til starfsloka sem mun hafa verið um sjötiu og fimm ára aldur. Þórhallur kvæntist 27.10. 1934 Guðrúnu Guðlaugsdóttur, f. í Fell- skoti í Biskupstungum 30.10.1907, d. í Reykjavík 6.3. 1998. (Foreldr- ar hennar voru búandi hjón í Fells- koti, Katrín Þorláksdóttir og Guð- laugur Eiríksson.) Guðrún og Þórhallur eignuðust tvö börn: 1) Eyþór Ómar tannlækni, f. í Reykjavík 28.1. 1935, d. 23.11. 1988. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni, lauk siðan tannlæknanámi í Þýskalandi. Kona hans varð einnig stúdent frá Laugarvatni og þar lágu leiðir þeirra saman. Kona hans 28.3. 1959 Helga Brynjólfs- dóttir læknaritari, f. í Krossanesi 24.12. 1935. Foreldrar hennar: Guðrún Rósinkarsdóttir og Brynj- ólfur Sigtryggsson kennari. Börn þeirra eru: A) Þórhallur Eyþórs- son, f. Akureyri 4.6. 1959. Kona hans er Rósa Gísladóttir, f. 4.7. 1957. Þeirra börn: a) Þorgerður f. 12.3. 1989. b) Helga Gunndís, f. 23.6. 1991. c) Guðrún Sigríður, f. 19.4. 1997. B) Guðrún Eyþórsdótt- ir, f. í Reykjavík 12.8. 1963. Barn: Anna Dís Pétursdóttir, f. 29.9. 1988. Eiginmaður Guðrúnar 25.12. 1991 Jakob Hannesson, f. 5.9. 1966. Barn þeirra: Eva, f. 6.7. 1991. C) Ragnar Eyþórsson, f. í Reykjavík 28.11. 1965. Eiginkona hans er Margrét Gróa Júlíusdóttir, f. 23.3. 1961. Börn þeirra eru: Hanna, f. 2.8. 1992, og Eyþór Óm- ar, f. 22.2. 1994. 2). Kolbrún Þór- hallsdóttir læknaritari, f. í Reykja- vík 10.11. 1936. Eiginmaður 8.11. 1959 Erling Aspelund, f. ísafirði 28.2. 1937. Foreldrar Erling Asp- elund verslunarm. og Þórey Sól- veig Þórðardóttir. Börn þeirra: A) Erling, f. í Reykjavík 20.11. 1961. Eiginkona 30.12. 1989 Kristín Björnsdóttir, f. í Reykjavík 11.8. 1962. Börn þeirra: a) Katrín Fjóla, f. 5.2. 1999, og Axel Thor, f. 5.2. 1999. B) Karl Ómar Aspelund, f. New York 15.5. 1963. Eiginkona 11.8. 1984 Erna Milunka Kojic, f. í Reykjavík 8.1. 1964. Skilin. Börn þeirra: a) Karl Milutin, f. 9.1.1995, b) Júlía Guðrún, f. 9.1. 1995. C) Thor Aspelund, f. New York 4.1. 1969. Eiginkona 30.12. 1995 Arna Guðmundsdóttir. Barn þeirra: Erl- ing, f. 9.11.1993. D) Guðrún Aspel- und, f. í Reykjavík 12.2. 1971. Eig- inmaður 6.6. 1998 Gunnar Jakobsson, f. 15.4.1970. Að ósk Þórhalls fór útförin fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 4. janúar. Tengdafaðir minn, Þórhallur Friðfinnsson, er látinn áttatíu og átta ára að aldri. „Þegar þeir sem manni þykir vænt um deyja, lifir maður áfram fyrir þeirra hönd. Sér heiminn með augum þeirra. Man Sírnig þeir tóku til orða og mælir m þeirra eigin orð. Gleðst yfir því að geta gert ýmislegt sem þeir geta ekki lengur, en finnur um leið til dep- urðar. Þannig lifir maður áfram fyrir þá sem manni þykir vænt um.“ Þessi orð Lois de Berniers koma mér í hug er kær vinur kveður. Þór- hall og Guðrúnu konu hans hef ég Wckt í njm fjörutíu ár eða allt frá því að ég kvæntist dóttur þeirra, Kolbrúnu. Nú þegar hugurinn leitar til baka yfir liðna tíð þá eru það orðin hógværð og kurteisi sem einkenndu líf þeirra - allt frá okkar fyrstu kynnum. Þórhallur og Guðrún gengu í hjónaband þann 27. október 1934. Þau eignuðust tvö börn, konu mína Kolbrúnu og Eyþór, tannlækni sem lést árið 1988, langt um aldur fram. Ollum mikill harmdauði. Það hefur verið mjög lærdómsríkt og þroskandi fyrir börn okkar Kol- brúnar að umgangast afa sinn Þór- hall og ömmu Guði-únu sem lést þann 6. mars 1998. Svo samrýnd voru þau að væri annað hjónanna nefnt á nafn var hins getið um leið. Hjónin Þórhallur og Guðrún lifðu hamingjusömu lífi og lifðu sátt við sitt. Náðu bæði háum aldri og lifðu þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem hér hafa orðið. Fólk af þessum gamla skóla hreykir sér ekki upp. Ber mál sín ekki á torg. Það er þolinmótt, glatt og staðfast. Ber þjáningu sína í hljóði. Er þrautseigt og leitar sæmd- ar í því að lifa kyrrlátu lífi og stunda störf sín af kostgæfni. Þórhallur starfaði sem klæðskerameistari um langt árabil eða þar til hann varð sjötíu og fimm ára. Hann var afar vandvirkur í starfi. Ef vanda þurfti til verks var gjarnan leitað til hans. Þegar sonur þeirra dó báru þau þjáningu sína í hljóði en greinilegt var að þessi mikla sorg hafði mikil áhrif á Þórhall þótt fátt væri sagt. Líkamlegri heilsu hans fór nú að hraka en reisn og skýr hugsun fylgdu honum til hinstu stundar. Hann var ávallt hvers manns hug- ljúfi. Við hin fullorðnu sem eftir stönd- um, svo og börn okkar og barnabörn, fundum svo vel að allt hjá þeim hjón- um var í kærleika gjört. Þau kepptu bæði eftir kærleikanum og heimili þeirra stóð öllum opið. Þetta fundum við og börnin. Litla fólkið sótti ákaft í að komast til afa og ömmu, njóta kærleiks- og gleðistunda, dvelja þar og helst að fá að gista. Afi og amma leyfðu börnunum ávallt að koma til sín. Þar var þeim tekið opnum örm- um. Amma átti líka töfraborð sem reiddi fram hina ólíklegustu rétti og góðgæti án alls fyrirvara. Fyrir þessar fjölmörgu gleðistundir og góðar minningar er nú þakkað að leiðarlokum. Við minnumst Þórhalls og Guðrúnar með þakklæti og virð- ingu. Þökkum langt og farsælt líf þeirra. Mælum fram þeirra eigin orð. Lifum áfram fyrir þeirra hönd. Blessuð sé minning þeirra. Eg vil íýrir hönd fjölskyldunnar ljúka þessum orðum mínum með því að þakka öllu starfsfólki Öldrunar- deildar K-1 á Landakoti fyrir ein- staka ljúfmennsku við Þórhall og af- ar góða umönnun. Honum leið vel á Landakoti. Hann kunni að meta þeirra góða viðmót. Erling Aspelund. Það átti ekki fyrir afa mínum að liggja að lifa árið 2000. Aðfaranótt 29. desember varð hann bráðkvadd- ur á Landakotsspítala þar sem hann hafði notið góðrar umönnunar síð- astliðin fimm ár. Þórhallur Friðfinn- sson var nútímamaður í hugsun, lítið að velta sér upp úr fortíðinni en leit á framfarir sem sjálfsagðan hlut. Að þessu leyti var hann dæmigerður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem þok- aði Islandi inn í 20. öldina. Hann var yngstur í stórum systkinahóp, fædd- ur á Borgum í Vopnafirði, kostarýrri jörð þrátt fyrir tilkomumikið nafn. Þá sjaldan að uppvöxt hans fyiir austan bar á góma lét hann þess get- ið að það hefði verið hlýtt í fjósbað- stofunni, öfugt við það sem gerðist á sumum bæjum þar í sveitinni. Það kann að hafa verið þessi ylur sem sem fylgdi honum út í lífið þegar hann fór að heiman á unga aldri. Hann taldi það hafa orðið sér til happs að komast í Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði þar sem hann var tvo vetur áður en hann settist að í Reykjavík. Þar nam hann klæð- skeraiðn og varð meistari í þeirri grein. Ömmu minni, Guðrúnu Guðlaugs- dóttur frá Fellskoti í Biskupstung- um, giftist hann fyrsta vetrardag 1934. Þau voru glæsileg hjón, sam- hent og gestrisin, og áttu einstak- lega fallegt heimili í Vesturbænum þar sem allir voru ævinlega vel- komnir. Það vai- honum og öllum öðrum í fjölskyldunni mikið áfall þegar amma lést eftir erfið veikindi á afmælisdag afa fyrir tæpum tveim árum. Hann bar harm sinn í hljóði og sýndi þá sama æðruleysi og í öðru mótlæti sem hann mætti á lífsleið- inni. Síðustu árin var afi bundinn við hjólastól og var það erfitt hlutskipti fyrir mann sem hafði gengið í og úr vinnu mestan hluta ævinnar. Erfið- ast átti hann með að sætta sig við þegar sjónin fór að daprast svo mjög að hann gat ekki lengur lesið eða horft á sjónvarp. Þá kom þjónusta Blindrabókasafnsins að góðum not- um og afi sat við og hlustaði af aðdá- unarverðri staðfestu á upplestur á hljóðbókum af öllu tagi. Hann mundi vel það sem hann las og hafði gaman af að spjalla um það. Hann var víð- lesinn í verkum Halldórs Laxness og hafði ýmis fleyg orð úr þeim á hrað- bergi. Stóra ferðatösku sem hann hafði einu sinni með sér á ferðalagi á meginlandi Evrópu kallaði hann Sig- urlínu í Mararbúð af því að hún var svo þung í eftirdragi. Þórhallur Friðfinnsson var myndarlegur maður, sviphreinn og fingerður, með áberandi falleg ljós- blá augu sem leiftruðu af glettni. Hann var mikið snyrtimenni og jafn- an óaðfinnanlega klæddur allt til hinsta dags. Þegar hann var upp á sitt besta minnti hann einna helst á kvikmyndastjörnu frá Hollywood. Engu síður var hann laus við alla til- gerð og yfirlæti heldur einkenndist öll hans framkoma af hógværð og prúðmennsku. Það er mikils virði að hafa átt afa að og fengið að njóta samvista við hann svo lengi. Við systkinin og fjölskyldur okkar minn- umst hans með söknuði og ástúð. Þórhallur Eyþórsson. , AHtaf sami herramaðurinn," varð mér hugsað þegar mamma hringdi milli hátíða og sagði mér að þú hefðir lagst til svefns og horfið ljúflega úr heiminum - að ekki hafi mátt halda annað en að þú svæfir rólega þegar að var komið að morgni. Nema hvað! Að sjálfsögðu leiðst þú út úr heimin- um jafn ljúfur, vii'ðulegur og glæsi- legur sem alltaf fyrr. Mér er minnisstætt þegar ég, sennilega rétt fimm ára gamall, kom til íslands að hitta ömmu og afa og trúði því varla að þessi glæsimynd af herramanni í kjólfötum væri afi minn. Eða afi yfirleitt. Snyrtilegur, teinréttm-, brosandi og mjúkróma - þetta gat ekki passað. „Ert þú afi minn?“ spurði ég þar sem ég stóð í dyrunum á Víðimelnum. „Já, já, ég er hann afi þinn,“ sagðirðu - eins og ekkert væri skemmtilegra - með þessu ljúfa einlæga brosi sem var út- breiddur faðmur og öruggt athvarf. Þai' var uppmáluð strax hlýjan og virðingin sem fyllti heimili ykkar ömmu og samskipti þín alla tíð við barna- og barnabarnabörnin öll. Mig grunar í-eyndar - og ætla að tiúa því - að þannig muni ég aftur standa og horfa upp til þín þegar við hittumst hinum megin. Ég muni sjá þig í þinni réttu birtingannynd og spyrja í forundran: „Ert ÞÚ afi minn?“ Góða nótt, _ elsku vinur. Njóttu hvíldarinnar. Ég bið að heilsa ömmu. Þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur og fyrix- allt sem þú kenndir mér. Karl Aspelund. Jónatan á Þórðarstöðum segir að Arni Sigui'ðsson, langalangafi Þór- halls, hafi búið á Vatnsleysu og verið kallaður „Árni krassi“, sonur Sigurð- ar Guðmundssonai-, á Þórustöðum í Kaupangssveit, og Katrínar, dóttur Árna, lögréttumanns í Kaupangi, Egilssonar Bjarnasonar, prests í Grundarþingum (d. 1696), Hallsson- ar harða (Sýslumannsæfir I. 234). Móðir Katiínar var Þuríður Hálf- danardóttir á Steinsstöðum, Björns- sonar á Stóruvöllum í Bárðardal, Kolbeinssonar s.st. Eiríkssonar á Lundarbrekku, Þorvaldssonar Tó- massonar Jónssonar Ivarssonar „fundna." Hann fannst í Bárðardal eftir pláguna (1495). I bókinni „Sveitir og jarðir í Múlaþingi" stend- ur: „Einhvern tíma á síðustu áratug- um 19. aldar varð Vopnafjarðar- hreppur eigandi að Borgum. Þá bjó þar þjóðhaginn Kristján Friðfinn- sson, faðir Guðmundar pósts á Ásbr- andsstöðum." Samkvæmt búnaðar- skýrslum fyrir árið 1918 árið áður en fjölskyldan flutti frá Borgum að Gunnarsstöðum á Langanesströnd er; „túnið 2,6 ha., taða 75 hestburðir, úthey 80 hestburðir, áhöfn 1 kýr, 4 hross, 150 fjár, matjurtagarður 230 fermetrar. Landið snjóþungt og út- beit stopul en kjarngóð, fjárgeymsla erfið. Kornmylla við bæjarlækinn.“ Faðir minn, Olgeir Friðfinnsson, sagði mér að baðstofan á Borgum hafi verið 5x7 álnir eða 3x4 metrar og hús inn af 2x3 metrar eða samtals milli 18 og 19 fermetrar og fjós undir palli. Oft hefur verið þröngt um 11 manns í heimili og oft aðkomufólk. Þegar hann mundi fyrst eftir var komin lítil eldavél eða eins og hann sagði, „kolakabyssa" í baðstofuna sem þjónaði til eldunar og upphitun- ar. Þórhallur, föðurbróðir minn, var hreint ekki fæddur með silfurskeið í munni fremur en börn fátæks fólks sem fæddust í upphafi þessarar al- dar. Hann var að vísu yngstur í níu systkina hópi, 21 ári yngri en elsti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.